Forsætisráðherrann sem getur ekki gert neitt rangt

Auglýsing

Við­brögð Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra við rétt­mætum og eðli­legum spurn­ingum um hæfi hans til að taka ákvarð­anir um ­mótun og fram­kvæmd áætl­unar um losun hafta hafa ekki bætt stöðu hans. Þau hafa ein­kennst af hroka, sjálfs­upp­hafn­ingu og full­kominni van­getu til að setja sig í spor ann­arra og sjá sig utan frá. Fyrst með því að svara engum spurn­ing­um ­fjöl­miðla í tíu daga, og svo með þeim svörum sem hann bauð upp á í mjög þægi­legum við­tölum við Frétta­blaðið og Útvarp Sögu í gær, þar sem skýrt kom fram að hann teldi sig ekki hafa gert nein mis­tök. Raunar hefur Sig­mundur Dav­íð aldrei, svo ég muni, geng­ist við því að hafa gert mis­tök.

Þaul­skipu­lögð við­brögð þing­manna Fram­sókn­ar­flokks­ins og ann­arra úr innsta hring hans hafa heldur ekki verið þess eðlis að þau hafi jákvæð áhrif fyrir for­sæt­is­ráð­herra. Raunar hafa þau gert stöð­una mun verri fyrir hann. Sú ­skipu­lagða bræði hefur falist í því að ráð­ast á nafn­greint fólk og ­fjöl­miðla fyrir að vera óbil­gjarnt gagn­vart þjóð­hetj­unni Sig­mundi Dav­íð. Hún hef­ur ­gengið út á að það ætti öllum að vera sýni­legt að Sig­mundur Davíð hafi geng­ið ­manna harð­ast fram gegn kröfu­höf­um. Það megi eng­inn draga í efa.

Auglýsing

Vanda­málið við þessa rök­semda­færslu er að það eru afar fáir ­sem draga það í efa að for­sæt­is­ráð­herra hafi gengið hart fram í þessu stóra hags­muna­máli, þótt hann hafi haft nokkuð margar mis­vísandi skoð­anir á hvern­ig ætti að leysa það. Og flest­ir, með nokkrum háværum und­an­tekn­ing­um, virð­ast á þeirri skoðun að lausnin sem samið var um í fyrra við kröfu­hafa sé mjög góð ­fyrir Ísland. 

Þótt að Fram­sókn­ar­menn og DV öskri það af torgum að Sig­mund­ur Da­víð hafi nán­ast leyst málið ein­sam­all þá er það kannski ekki endi­lega svo. Að minnsta kosti virð­ast allir aðrir sem komu að mál­inu af alvöru vera ann­arr­ar ­skoð­un­ar. Þeirra mein­ing, sem þeir sjá ekki þörf fyrir að básúna við hvert tæki­færi, er sú að fyrri tvær rík­is­stjórn­ir, Seðla­banki Íslands og síð­ast en ekki síst Bjarni Bene­dikts­son, sem hafði málið á sínu for­ræði og ábyrgð, eig­i ­ríkan þátt í því að mál­inu var lent með þeim hætti sem var gert.

Bar­daga­hana­bræðin

Þess utan snýst Wintris-­málið ekki um meinta hörku ­for­sæt­is­ráð­herra. Það snýst heldur ekki um eig­in­konu hans. Málið snýst í grunn­inn um tvennt: ann­ars vegar hvort for­sæt­is­ráð­herra var hæfur til að kom­a að þeim ákvörð­unum sem hann kom að varð­andi losun hafta og hins vegar að ­for­sæt­is­ráð­herra leyndi almenn­ingi upp­lýs­ingum sem sann­ar­lega hefðu getað haft ­mót­andi áhrif á kjós­endur í kjör­klef­anum fyrir síð­ustu kosn­ing­ar.

Bar­daga­hana­bræðin í hverjum þing­manni Fram­sóknar á fæt­ur öðrum hefur ekk­ert gert til að draga úr mik­il­vægi þess að fá öllum spurn­ing­um um hæfi for­sæt­is­ráð­herra svarað né dregið úr kröf­unni um að allar upp­lýs­ing­ar um erlendar eignir allra ráð­herra verði dregnar fram. Það verður þó lík­ast til­ ekki gert nema með aðkomu umboðs­manns Alþing­is, sjái hann til­efni til að taka ­málið upp. Eða ann­arra eft­ir­lits­stofn­anna eins og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, sem ber að fylgj­ast með réttri skrán­ingu inn­herja.

Í milli­tíð­inni ætti for­sæt­is­ráð­herra, og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, að íhuga vand­lega að fá sér nýja ráð­gjafa. Því vinur er sá sem til vamms seg­ir, ekki sá sem mælir ein­ungis af með­virkni.

Tími van­trausts­ins

Á þingi virð­ist stjórn­ar­and­staðan vera að bræða með sér­ van­traust­s­til­lögu á for­sæt­is­ráð­herra. Þetta yrði ekki í fyrsta sinn sem van­traust yrði borið fram á Alþingi eftir hrun. Þann 24. nóv­em­ber 2008 lagð­i þá­ver­andi stjórn­ar­and­staða fram van­traust­til­lögu á rík­is­stjórn Geirs H. Haar­de. ­Stein­grímur J. Sig­fús­son, þá for­maður Vinstri grænna, mælti fyrir til­lög­unn­i. Hún var felld með afger­andi hætti.

Í apríl 2011 var Stein­grím­ur, og rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, komin hinum megin við borð­ið. Þá var lögð fram van­traust­til­laga, af ­Sjálf­stæð­is­flokknum sem leiddur var af Bjarna Bene­dikts­syni, tveimur dög­um eftir að þjóðin hafði hafnað Ices­a­ve-­samn­ingum í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í ann­að s­inn. Til­lagan var naum­lega felld með 32 atkvæðum gegn 30. Einn þing­maður sat hjá.

Í mars 2013, ein­ungis nokkrum vikum fyrir síð­ustu kosn­ing­ar, lagði Þór Saari, þá þing­maður Hreyf­ing­ar­inn­ar, fram van­traust­s­til­lögu á þá­ver­andi rík­is­stjórn Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur vegna þess að hann tald­i ­rík­is­stjórn­ina hafa svikið lof­orð um að færa þjóð­inni nýja stjórn­ar­skrá. ­Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, þeir tveir flokkar sem hafa gert ­mest allra til að koma í veg fyrir nýja stjórn­ar­skrá, studdu til­lög­una. Til­lagan var á end­anum dregin til bak­a. 

Gætu gert ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn sam­sekan

Það skal full­yrt hér að sú til­laga sem nú virð­ist vera í burð­ar­liðnum verður aldrei sam­þykkt, og stjórn­ar­and­staðan veit það lík­lega. Í því fel­ast ekki nægi­lega mikil póli­tísk tæki­færi fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn, sem á enn eftir að sigla nokkrum málum í höfn sem hann ætlar sér að nota við tæl­ingu á kjós­endum vorið 2017.

Van­traust­s­til­laga gæti þó verið klókt her­bragð hjá ­stjórn­ar­and­stöðu­flokk­un­um, sér­stak­lega þeim þremur sem eru bók­staf­lega að berj­ast fyrir til­veru sinni: Sam­fylk­ingu, Vinstri grænum og Bjartri fram­tíð. Það er reyndar verð­ug­t ­rann­sókn­ar­efni hvernig þeim þremur flokkum tekst ekki með nokkrum hætti að ­skapa sér stöðu og til­gang í þeirri miklu sundr­ungu og óánægju sem ríkir í ís­lensku sam­fé­lagi. Raunar má veru­lega fara að efast um almennt erind­i ­flokk­anna í ljósi þessa. En það er önnur og lengri saga.

Með því að leggja fram van­traust­s­til­lögu gera stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arn­ir ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn, sem mun að mestu verja for­sæt­is­ráð­herra fyrir van­trausti, hins ­vegar sam­sekan með Sig­mundi Dav­íð. Þeir neyða sam­starfs­flokk­inn til að verja for­sæt­is­ráð­herra með form­legum hætti. Og halda mál­inu lif­andi.

En það verður sem fyrr aðrir angar sam­fé­lags­ins sem áfram bera hit­ann og þung­ann af því að leiða til lykta hvort það trún­að­ar­brot sem við okk­ur blasir sé eitt­hvað sem eigi ekki að hafa neinar afleið­ing­ar. Þeir eru ­fjöl­miðl­ar, eft­ir­lits­stofn­anir og að end­ingu almenn­ing­ur. Þeir sjá ­for­sæt­is­ráð­herra og málsvörn hans utan frá. Og geta bent á að keis­ar­inn er ­kviknakinn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None