Mynd: Birgir Þór Harðarson

Réði menn í vinnu til gera varnarsíður og safna upplýsingum um blaðamenn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson réð tvo menn til að setja á fót varnarsíður fyrir sig og til að safna upplýsingum um hvaða blaðamenn væru að skrifa hvað og hverjir þeirra væru Sigmundi Davíð erfiðastir. Framsóknarflokkurinn neitaði að borga fyrir vinnuna.

Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra í end­ur­komu­hug réð almanna­tengil sem rekur líka skráðan fjöl­miðil til að setja á fót tvær varn­ar­vef­síður fyrir sig. Auk þess var annar maður ráð­inn til þess að vinna ákveðna grein­ing­ar­vinnu um hvaða blaða­menn voru að skrifa hvað og hvaða blaða­menn hefðu verið for­sæt­is­ráð­herr­anum fyrr­ver­andi erf­ið­ast­ir. Fyrir þessa vinnu átti þáver­andi flokkur hans, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, að greiða.

Hann neit­aði að gera slíkt og því höfð­aði fjöl­miðla­fyr­ir­tæki almanna­teng­ils­ins mál á hendur flokkn­um. Það mál tap­að­ist í dag í hér­aðs­dómi. Og í dómnum er rakin mjög áhuga­verð saga.

Söfn­uðu upp­lýs­ingum um blaða­menn

Vorið 2016 var Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra og for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, erfitt. Hann var neyddur til að segja af sér sem for­sæt­is­ráð­herra snemma í apríl það ár eftir að Pana­ma-skjölin höfðu opin­berað að Sig­mundur Davíð og eig­in­kona hans áttu aflands­fé­lagið Wintris, sem í voru eignir upp á annan millj­arð króna og félagið var auk þess kröfu­hafi í bú föllnu bank­anna sem Sig­mundur Davíð hafði unnið að því að slíta án þess að gera grein fyrir þeim hags­muna­tengsl­um. Afsögn hans kom eftir að 26 þús­und manns mót­mæltu hon­um, rík­is­stjórn hans og öðrum stjórn­mála­mönnum sem komu fyrir í Panama­skjöl­un­um. Um var að ræða fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unn­ar. Síðar var opin­berað að Wintris hefði ekki greitt skatta í sam­ræmi við lög og reglur árum sam­an.

Í júní 2016 réð Sig­mundur Davíð for­svars­mann fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins For­ystu ehf., sem rekur m.a. fjöl­miðil sem skráður er hjá Fjöl­miðla­nefnd, sem almanna­tengil til að setja á fót tvær heima­síður til stuðn­ings sér. Ætl­unin var meðal ann­ars sú að „setja strik í sand­inn og taka til varna“.

Mað­ur­inn, Viðar Garð­ars­son, var einnig ráð­inn til að taka nýjar myndir af Sig­mundi Davíð sem sýndu hann í jákvæð­ari ljósi en þær myndir sem hefðu birst í fjöl­miðlum vegna Pana­ma-skjal­anna. Þá var Svanur Guð­munds­son, sem síðar varð kosn­inga­stjóri Mið­flokks­ins fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar 2017, ráð­inn til þess að vinna „ákveðna grein­ing­ar­vinnu, hvaða blaða­menn voru að skrifa hvað“ og „hverjir hefðu verið Sig­mundi Davíð erf­ið­ast­ir.“

„Akkúrat mað­ur­inn sem þyrfti“

Svanur er eig­in­maður Guð­finnu Jóhönnu Guð­munds­dótt­ur, þáver­andi borg­ar­full­trúa Fram­sókn­ar­flokks­ins. Guð­finna hafði sjálf leitað til Við­ars skömmu áður vegna þess að tölu­verð vinna hafði farið í það hjá henni að svara fyrir aflands­fé­laga­mál þáver­andi félaga hennar í borg­ar­stjórn, Svein­bjargar Birnu Svein­björns­dótt­ur, sem var í fæð­ing­ar­or­lofi. Í dómi hér­aðs­dóms segir að mál Sig­mundar Dav­íðs hafi „verið í hámæli á sama tíma og sagð­ist Guð­finna hafa nefnt það við Sig­mund Davíð að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ætti að hug­leiða fá sér almanna­tengil og það væri þá sjálf­sagt að kynna Viðar fyrir Sig­mundi. Guð­finna mun síðan hafa kynnt Sig­mund Davíð og Viðar hvorn fyrir öðrum á fundi í júní 2016 en með þeim á fund­inum var eig­in­maður henn­ar, Svanur Guð­munds­son. Lýsti Guð­finna því fyrir dóm­inum að hana minnti að Sig­mundur Davíð hefði sagt á fund­inum að Viðar „væri akkúrat mað­ur­inn sem þyrfti“.

Vildi 100 millj­óna kosn­inga­bar­áttu

Í kjöl­farið fund­aði Viðar aftur með Sig­mundi Davíð og þunga­vigt­ar­fólki innan Fram­sókn­ar­flokks­ins á þeim tíma, þeim Lilju Alfreðs­dótt­ur, núver­andi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra og vara­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins, og Sig­urði Hann­essyni, einum helsta trún­að­ar­manni Sig­mundar Dav­íðs á und­an­förnum árum og í dag fram­kvæmda­stjóra Sam­taka iðn­að­ar­ins. Auk þess hafi hann hitt fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Fram­sókn­ar­flokks­ins, Hrólf Ölv­is­son, á Kaffi Mílanó í Skeif­unni á fundi til að ræða hugs­an­lega aðkomu Við­ars að kosn­inga­bar­áttu Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Hrólfur hafði sjálfur verið í Pana­ma-skjöl­unum og neyðst til að segja af sér sem fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins í lok apríl 2016. Þegar Hrólfur sagði af sér kom m.a. fram í til­kynn­ingu frá honum að drægi sig í hlé „til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn og þau góðu störf sem hann hefur unnið að í tíð þess­­arar rík­­is­­stjórn­­­ar.  Ég er ekki kjör­inn full­­trúi en tel þetta engu að síður rétta ákvörð­un."

Sigmundur Davíð sagði af sér sem forsætisráðherra eftir fjölmennustu mótmæli Íslandssögunnar.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Vitn­is­burðir sem raktir eru í dómi hér­aðs­dóms sýna þó að hann var enn mjög virkur í stýr­ingu flokks­ins á þessum tíma þrátt fyrir afsögn. Þar rekur Viðar til að mynda að hann hafi sagt að sú kosn­inga­bar­átta sem hann hefði í huga gæti kostað um 100 millj­ón­ir. „Lýsti Viðar því fyrir dómi að Hrólfur hafi fengið ,,á­fall“ við að heyra töl­una sem hefði þó verið sett fram í hálf­kær­ingi. Í vitn­is­burði sínum fyrir dómi kvaðst Hrólfur hafa upp­lýst Viðar um það á fund­inum að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ætti ekki slíka fjár­mun­i.“

Tóku upp ræð­una á mið­stjórn­ar­fund­inum

Viðar og Sig­mundur Dav­íðs hitt­ust skömmu síðar og ákváðu að gera eft­ir­far­andi: að taka betri myndir af Sig­mundi Davíð förð­uðum og reyna að koma þeim að á fjöl­miðlum og að setja á fót tvær heima­síður sem vörðu og/eða studdu Sig­mund Davíð per­sónu­lega.

Viðar skrif­aði í kjöl­farið bréf til fram­kvæmda­stjórnar Fram­sókn­ar­flokks­ins þar sem fyr­ir­huguð störf hans fyrir flokk­inn voru útli­st­uð. Bréfið afhenti hann Sig­mundi Dav­íð, þáver­andi for­manni flokks­ins sem var í nokk­urs konar leyfi frá störf­um, og Hrólfi Ölvis­syni, sem gegndi ekki lengur form­legu starfi hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um. Það bréf barst aldrei til fram­kvæmda­stjórnar flokks­ins.

Síðar bætt­ist eitt verk­efni við hjá Við­ari. Það verk­efni sner­ist um mynda­töku á mið­stjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins á Akur­eyri í byrjun sept­em­ber 2016. Maður á vegum Við­ars tók upp ræður sem þar fóru fram og klippti úr efn­inu mynd­bönd sem voru notuð á Face­book-­síðu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Sig­mundur Davíð flutti rúm­lega klukku­tíma langa ræðu á umræddum fundi studdur glærum með sterku mynd­máli þar sem hann fór yfir stöðu stjórn­mála, árangur sinn og það sem hann taldi vera þaul­skipu­lagða aðför að sér. Þátt­tak­endur í þeirri meintu aðför voru stórir leik­endur í alþjóða­fjár­mála­kerf­inu og fjöl­miðlar víða um heim. Hægt er að sjá brot úr ræð­unni hér að neð­an: 

Sá sem tók upp myndefnið og klippti sagði í vitn­is­burði sínum að efnið em hann hafi útbúið hafi aðeins verið fyrir „kosn­inga­her­ferð Sig­mund­ar“. Hann hafi ein­ungis tekið myndir af Sig­mundi Davíð á þing­inu, engum öðr­um.

Í kjöl­far fund­ar­ins til­kynnti Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sem var þá vara­for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra, að hann treysti sér ekki til að starfa áfram sem vara­for­maður vegna sam­skipta­örð­ug­leika í for­ystu flokks­ins. Á flokks­þingi í byrjun októ­ber 2016 felldi Sig­urður Ingi Sig­mund Davíð síðan naum­lega í for­manns­kosn­ingu.

Taldi áætl­un­ina geta orðið árang­urs­ríka

Sig­mundur Davíð var einn þeirra sem bar vitni í mál­inu. Í vitn­is­burði hans kom fram að hann hafi talið að sú áætlun sem Viðar hafði sett fram gæti orðið „ár­ang­urs­rík“.

Í sept­em­ber 2016, eftir mið­stjórn­ar­fund­inn örlaga­ríka, sendi Viðar reikn­ing til Fram­sókn­ar­flokks­ins og fór fram á að fá greitt fyrir vinnu sína, vinnu Svans Guð­munds­son­ar, húsa­leigu og keyptar þjón­ustu af þriðja aðila.

Þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem kann­að­ist ekki við að hafa keypt umrædda þjón­ustu, greiddi ekki reikn­ing­inn hafði Viðar sam­band við Sig­mund Davíð sem lagði þá út fyrir stefnda þann hluta reikn­ings­ins sem var vegna útlagðs kostn­aðar í sam­ræmi við gefið ábyrgð­ar­lof­orð sitt gagn­vart stefn­anda. Um var að ræða rúm­lega eina milljón króna. Í tölvu­pósti sem Sig­mundur Davíð sendi Við­ari vegna þessa, og er birtur í dómn­um, segir m.a. að þrátt fyrir að fram­kvæmda­stjórar Fram­sókn­ar­flokks­ins, og fleira fólk sem hafi komið að und­ir­bún­ingi kosn­ing­anna 2016, hafi verið „með­vit­aðir um hversu mik­il­vægt for­maður flokks­ins taldi að hefja kosn­inga­und­ir­bún­ing í tæka tíð dróst tals­vert að ganga frá fyr­ir­komu­lagi vinn­unn­ar. Auk þess hafði fundur þinn með Hrólfi leitt í ljós að Hrólfur taldi þær hug­myndir sem þar voru kynntar of umfangs­miklar og kostn­að­inn of mik­inn. Brugð­ist var við því með því að laga umfang verk­efn­isins að athuga­semd­un­um[...]Mér er ekki ljóst að hversu miklu leyti flokk­ur­inn hefur gert upp við ykkur en skilst að enn eigi eftir að gera upp útlagðan kostn­að. Í sam­ræmi við það sem ég nefndi á sínum tíma um að ég skyldi taka ábyrgð á útlögðum kostn­aði svo að verk­efnið gæti haldið áfram milli­færi ég nú á reikn­ing þinn 1.090.000 kr. en það er sam­eig­in­legur skiln­ingur okkar að eftir sem áður sé gert ráð fyrir að flokk­ur­inn standi straum af þeim kostn­aði eins og öðrum kostn­aði við und­ir­bún­ing kosn­inga.“

Viðar hélt áfram að reyna að inn­heimta kröfu sína hjá Fram­sókn­ar­flokknum og sendi m.a. bréf 20. jan­úar 2017. Í því sagði að auk ofan­greindrar vinnu hefði verið gerðar „grein­ing­ar, skrif­aðar blaða­grein­ar, unnin stefnu­mót­un­ar­vinna og áætl­anir um hvernig helst væri hægt að ná árangri í vænt­an­legri kosn­inga­bar­áttu, tekið var á leigu við­bót­ar­hús­næði sem notað var undir hina ýmsu aðila innan flokks í þess­ari vinnu.

Vinnan var kynnt fyrir fram­má­fólki í flokknum á ýmsum tímum og mis­mikið unn­in. Meðal þeirra aðila sem mættu til fundar og kynntu sér hvaða vinnu var verið að inna af hendi má nefna fólk eins og Lilju Alfreðs­dótt­ur, þá utan­rík­is­ráð­herra, núver­andi vara­for­mann flokks­ins, Sig­urð Hann­es­son, for­mann mál­efna­nefndar flokks­ins, Sveinn Hjört Guð­finns­son for­mann FR [Fram­sókn­ar­fé­lags Reykja­vík­ur], Guð­finnu Jóhönnu Guð­munds­dótt­ur, borg­ar­full­trúa, Jóhannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­mann SDG, SDG sjálfan og marga fleiri.“

Alls taldi Viðar sig eiga inni um 5,5 millj­ónir króna. Þegar Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafn­aði því að greiða þá upp­hæð höfð­aði hann mál. Því máli tap­aði hann í hér­aði í dag.

Fjöl­miðli stýrt af greiddum verk­taka

For­ysta ehf., fyr­ir­tækið sem Viðar stýrir og er stefn­andi í mál­inu, er skráð fjöl­miðla­fyr­ir­tæki hjá Fjöl­miðla­nefnd. Það rekur m.a. fjöl­mið­il­inn Vegg­ur­inn.is. Viðar hefur sjálfur rit­stýrt þeim vef og er einnig skráður ábyrgð­ar­maður For­ystu á vef fjöl­miðla­nefnd­ar. Félagið er his vegar í eigu Ólafar Sig­ur­geirs­dótt­ur, eig­in­konu Við­ars. Það efni sem birt hefur verið sem „frétt­ir“ á Vegg­ur­inn.is á und­an­förnum árum er að mestu tvenns kon­ar. Ann­ars vegar jákvæðar fréttir um Sig­mund Davíð og hins vegar gagn­rýni á fjöl­miðla sem fjallað hafa um Sig­mund Dav­íð.

Í pistli sem birt­ist þar haustið 2016 spurt hvers vegna kjós­­endur ættu að verð­­launa Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn fyrir að fella Sig­­mund Dav­­íð. Þeirri spurn­ingu var svarað með eft­ir­far­andi hætti: „And­­skotar Sig­­mundar Dav­­íðs innan flokks vilja nefn­i­­lega eiga heið­­ur­inn af öllum afrekum hans und­an­farin ár en drepa hann sjálf­­an. Þeir vilja eiga gróð­ann af afl­­anum en fleygja skip­­stjór­­anum sem veiddi fyrir borð.“

Viðar Garðarsson.

Síð­asta „frétt“ sem birt­ist á Vegg­ur­inn.is var gagn­rýni á pistil í Stund­inni þar sem slag­orð byggða­stefnu Mið­flokks­ins, sem Sig­mundur Davíð stofn­aði í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2017, var til umfjöll­un­ar. Hvergi á Vegg­ur­inn.is er til­greint að ábyrgð­ar­maður og fyr­ir­svars­maður fjöl­mið­ils­ins sé greiddur verk­taki fyrir Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son.

Þær tvær síður sem Viðar setti á fót sér­stak­lega fyrir Sig­mund Davíð hétu ann­ars vegar Islandi­allt.is og hins vegar Panama­skjol­in.is. Báðar voru skráðar síð­sum­ars 2016.

Önn­­ur, Islandi­allt.is, birti jákvæðar færslur um stjórn­­­mála­­mann­inn Sig­­mund Dav­­íð. Þar kom fram að síðan hafi verið „settur saman og rek­inn af hópi ein­stak­l­inga úr ýmsum áttum með ólíkar stjórn­­­mála­­skoð­­anir sem eiga það sam­eig­in­­legt að vera stuðn­­ings­­menn Sig­­mundar Dav­­íðs Gunn­laugs­­son­­ar“.

Hin, Panama­skjol­in.is, fjall­aði um skýr­ingar Sig­­mundar Dav­­íðs og eig­in­­konu hans, Önnu Sig­­ur­laugu Páls­dótt­­ur, á Wintris-­­mál­inu svo­­kall­aða. Á und­ir­­síðu vefs­ins sagði að um stað­­reyndir um aðkomu Sig­­mundar Dav­­íðs að mál­inu sé að ræða. „Efni síð­­unnar er unnið upp úr þeim upp­­lýs­ingum sem fram hafa komið um málið und­an­farna mán­uði, bæði frá Sig­­mundi og Önnu sjálf­um, frá skatt­yf­­ir­völd­um, umboðs­­manni Alþing­is, end­­ur­­skoð­end­um, fjöl­miðlum og fleiri aðil­­um.

Efnið er sett fram í formi svara við algengum spurn­ingum í þeirri við­­leitni að það reyn­ist ein­fald­­ara aflestr­­ar. Vefnum er við­haldið af stuðn­­ings­­mönnum Sig­­mundar og Önn­u“.

For­ysta ehf. var tekið til gjald­þrota­skipta 21. mars síð­ast­lið­inn. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar