Hrólfur hættir sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins

Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins dregur sig í hlé í kjölfar umfjöllunar um aflandsfélagaeign hans. Hann viðurkennir ekki að hafa gert neitt rangt en segir umræðuna óvægna.

framsokna.jpg
Auglýsing

Hrólfur Ölv­is­son hefur ákveðið að láta af störfum sem fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins, en hann hefur gengt því starfi frá árinu 2010. Hrólfur var til umfjöll­unar í Kast­ljós­þætti á mánu­dag þar sem varpað var ljósi á aflands­fé­laga­eign hans. Í yfir­lýs­ingu á heima­síðu Fram­sókn­ar­flokks­ins segir Hrólfur að hann taki þess ákvörðun í ljósi þess hversu „eins­leit og óvægin umræðan er.  Þetta er per­sónu­leg ákvörðun mín og á engan hátt við­ur­kenn­ing á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheið­ar­legum hætt­i."

Hrólfur segir að hann hafi þegar til­kynnt fram­kvæmda­stjórn flokks­ins um ákvörðun sína og öðrum sem fara með trún­að­ar­störf fyrir hann. Spurn­ingum blaða­manna um mjög tíma­bundna aðkomu mína að tveimur aflands­fé­lögum tel ég mig hafa svarað full­nægj­and­i. Því hefur rang­lega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tor­tryggi­legum hætt­i.  Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu sölu­ferli sem félag mitt ásamt öðrum fjár­festum tók þátt í.  Að bendla þau kaup við aflands­fé­lög er alfarið rang­t. Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Fram­sókn­ar­flokk­inn og þau góðu störf sem hann hefur unnið að í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar.  Ég er ekki kjör­inn full­trúi en tel þetta engu að síður rétta ákvörð­un."

Keypti í BM Vallá

Hrólfur Ölv­is­­son hefur árum saman gegnt ýmsum­ ­trún­­að­­ar­­störfum fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn og verið fram­­kvæmda­­stjóri flokks­ins frá árinu 2010. Hann sat meðal ann­­ars í banka­ráði Bún­­að­­ar­­bank­ans skömmu áður en að sá banki var einka­væddur og í stjórnum ýmissa opin­berra fyr­ir­tækja eða ­stofn­ana fyrir hönd Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins í árar­að­­ir. Hrólfur var til að mynda ­stjórn­­­ar­­for­­maður Vinn­u­­mála­­stofn­unar frá árinu 1998 til 2008. Sam­hliða öll­u­m þessum trún­­að­­ar­­störfum var Hrólfur mjög virkur í við­­skipt­um, og er enn.

Auglýsing

Í umfjöllun Kast­­ljóss á mánu­dag kom fram að Hrólfur hefði árið 2003 ­stofnað félagið Chamile Mar­ket­ing á Tortóla í Bresku Jóm­frú­­areyj­un­­um. Um ­upp­­­setn­ingu og umsjón félags­­ins sá panamíska lög­­fræð­i­­stofan Mossack Fon­­seca. Hrólfur var með pró­kúru í félag­inu og var ásamt við­­skipta­­fé­lögum sínum eig­and­i þess.

Á þessum tíma var Hrólfur einn þriggja eig­enda félags­­ins Eld­berg ehf. í gegnum annað félag, Jarð­efna­­iðnað ehf. Rekstur fyr­ir­tækj­anna snérist um að safna og flytja út vik­ur­efni. Í Kast­­ljósi kom fram að Tortóla­­fé­lagið hafi verið notað til að fela fjár­­­fest­ingu íslensku félag­anna t­veggja í danska félag­inu Scancore ApS. Það var gert með því að Eld­berg lán­að­i ­fé­lag­inu 12 millj­­ónir króna vaxta­­laust til að kaupa hlut í Scancore. Í lána­­samn­ingi milli Eld­bergs og Chamile Mar­ket­ing vegna fjár­­­fest­ing­­ar­inn­­ar, sem birtur var í Kast­­ljósi á mánu­dag, sagði að til­­­gangur láns­ins væri „að tryggja að ­nafn Eld­bergs eða móð­­ur­­fé­lags þess verði ekki skráð í tengslum við fjár­­­fest­ingar Chamile Mar­ket­ing.” Í íslenskum skatta­lögum eru ákvæði sem ­tak­­marka lán sem þessi.

Kast­­ljós greindi einnig frá því að á síð­­­ustu árum, eftir að Hrólfur tók við sem fram­­kvæmda­­stjóri Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, hafi hann tekið þátt í kaupum þriggja stórra fyr­ir­tækja. Árið 2012 keypti hann í félagi við aðra fjár­­­festa hlut Arion banka í BM Vallá sem síðan var sam­einað Björgun og ­Sem­ents­verk­smiðj­unni. Víglundur Þor­­steins­­son, fyrrum eig­andi BM Vallár, hef­ur ít­rekað ásakað þáver­andi stjórn­­völd um marg­háttuð lög­­brot sem leitt hafi til þess að hann hafi misst fyr­ir­tækið sitt og undir þann mál­­flutn­ing hafa sumir þing­­menn Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins tek­ið. Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­and­i ­for­­sæt­is­ráð­herra, sagði ásak­­anir Vig­lundar slá­andi og að það þyrfti að rann­saka þær. Vig­­dís Hauks­dótt­ir, for­­maður fjár­­laga­­nefnd­­ar, hefur einnig gagn­rýnt „Víg­lund­­ar­­mál­ið“ mjög.

Í sam­tali við Kast­­ljós sagði Hrólfur að hann hefði ekki séð á­stæðu til að kynna þing­­mönnum Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins um þessi tengsl sín, en hann situr í stjórn BM Vallár. Hann hafi hins vegar gert Sig­­mundi Dav­­íð, for­­mann­i Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, grein fyrir tengsl­un­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None