Hrólfur hættir sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins

Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins dregur sig í hlé í kjölfar umfjöllunar um aflandsfélagaeign hans. Hann viðurkennir ekki að hafa gert neitt rangt en segir umræðuna óvægna.

framsokna.jpg
Auglýsing

Hrólfur Ölv­is­son hefur ákveðið að láta af störfum sem fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins, en hann hefur gengt því starfi frá árinu 2010. Hrólfur var til umfjöll­unar í Kast­ljós­þætti á mánu­dag þar sem varpað var ljósi á aflands­fé­laga­eign hans. Í yfir­lýs­ingu á heima­síðu Fram­sókn­ar­flokks­ins segir Hrólfur að hann taki þess ákvörðun í ljósi þess hversu „eins­leit og óvægin umræðan er.  Þetta er per­sónu­leg ákvörðun mín og á engan hátt við­ur­kenn­ing á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheið­ar­legum hætt­i."

Hrólfur segir að hann hafi þegar til­kynnt fram­kvæmda­stjórn flokks­ins um ákvörðun sína og öðrum sem fara með trún­að­ar­störf fyrir hann. Spurn­ingum blaða­manna um mjög tíma­bundna aðkomu mína að tveimur aflands­fé­lögum tel ég mig hafa svarað full­nægj­and­i. Því hefur rang­lega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tor­tryggi­legum hætt­i.  Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu sölu­ferli sem félag mitt ásamt öðrum fjár­festum tók þátt í.  Að bendla þau kaup við aflands­fé­lög er alfarið rang­t. Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Fram­sókn­ar­flokk­inn og þau góðu störf sem hann hefur unnið að í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar.  Ég er ekki kjör­inn full­trúi en tel þetta engu að síður rétta ákvörð­un."

Keypti í BM Vallá

Hrólfur Ölv­is­­son hefur árum saman gegnt ýmsum­ ­trún­­að­­ar­­störfum fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn og verið fram­­kvæmda­­stjóri flokks­ins frá árinu 2010. Hann sat meðal ann­­ars í banka­ráði Bún­­að­­ar­­bank­ans skömmu áður en að sá banki var einka­væddur og í stjórnum ýmissa opin­berra fyr­ir­tækja eða ­stofn­ana fyrir hönd Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins í árar­að­­ir. Hrólfur var til að mynda ­stjórn­­­ar­­for­­maður Vinn­u­­mála­­stofn­unar frá árinu 1998 til 2008. Sam­hliða öll­u­m þessum trún­­að­­ar­­störfum var Hrólfur mjög virkur í við­­skipt­um, og er enn.

Auglýsing

Í umfjöllun Kast­­ljóss á mánu­dag kom fram að Hrólfur hefði árið 2003 ­stofnað félagið Chamile Mar­ket­ing á Tortóla í Bresku Jóm­frú­­areyj­un­­um. Um ­upp­­­setn­ingu og umsjón félags­­ins sá panamíska lög­­fræð­i­­stofan Mossack Fon­­seca. Hrólfur var með pró­kúru í félag­inu og var ásamt við­­skipta­­fé­lögum sínum eig­and­i þess.

Á þessum tíma var Hrólfur einn þriggja eig­enda félags­­ins Eld­berg ehf. í gegnum annað félag, Jarð­efna­­iðnað ehf. Rekstur fyr­ir­tækj­anna snérist um að safna og flytja út vik­ur­efni. Í Kast­­ljósi kom fram að Tortóla­­fé­lagið hafi verið notað til að fela fjár­­­fest­ingu íslensku félag­anna t­veggja í danska félag­inu Scancore ApS. Það var gert með því að Eld­berg lán­að­i ­fé­lag­inu 12 millj­­ónir króna vaxta­­laust til að kaupa hlut í Scancore. Í lána­­samn­ingi milli Eld­bergs og Chamile Mar­ket­ing vegna fjár­­­fest­ing­­ar­inn­­ar, sem birtur var í Kast­­ljósi á mánu­dag, sagði að til­­­gangur láns­ins væri „að tryggja að ­nafn Eld­bergs eða móð­­ur­­fé­lags þess verði ekki skráð í tengslum við fjár­­­fest­ingar Chamile Mar­ket­ing.” Í íslenskum skatta­lögum eru ákvæði sem ­tak­­marka lán sem þessi.

Kast­­ljós greindi einnig frá því að á síð­­­ustu árum, eftir að Hrólfur tók við sem fram­­kvæmda­­stjóri Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, hafi hann tekið þátt í kaupum þriggja stórra fyr­ir­tækja. Árið 2012 keypti hann í félagi við aðra fjár­­­festa hlut Arion banka í BM Vallá sem síðan var sam­einað Björgun og ­Sem­ents­verk­smiðj­unni. Víglundur Þor­­steins­­son, fyrrum eig­andi BM Vallár, hef­ur ít­rekað ásakað þáver­andi stjórn­­völd um marg­háttuð lög­­brot sem leitt hafi til þess að hann hafi misst fyr­ir­tækið sitt og undir þann mál­­flutn­ing hafa sumir þing­­menn Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins tek­ið. Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­and­i ­for­­sæt­is­ráð­herra, sagði ásak­­anir Vig­lundar slá­andi og að það þyrfti að rann­saka þær. Vig­­dís Hauks­dótt­ir, for­­maður fjár­­laga­­nefnd­­ar, hefur einnig gagn­rýnt „Víg­lund­­ar­­mál­ið“ mjög.

Í sam­tali við Kast­­ljós sagði Hrólfur að hann hefði ekki séð á­stæðu til að kynna þing­­mönnum Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins um þessi tengsl sín, en hann situr í stjórn BM Vallár. Hann hafi hins vegar gert Sig­­mundi Dav­­íð, for­­mann­i Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, grein fyrir tengsl­un­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jósep Ó.Blöndal
Uppsagnir – A la Sopranos
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flosi Þorgeirsson
Maður er nefndur Jack Parsons
Kjarninn 17. nóvember 2019
Fræða ferðamenn um góða sjúkdómsstöðu íslenskra búfjárstofna
Landbúnaðarráðherra telur mikilvægt að ferðamenn fái fræðslu um góða sjúk­dóma­stöðu íslenskra búfjár­stofna og hversu við­kvæmir þeir eru fyrir nýju smit­i. Því verða sett upp veggspjöld með þeim upplýsingum á helstu komustöðum til landsins.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
Sjávarútvegsráðherra boðaður á fund atvinnuveganefndar
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur óskað eftir því að sjávarútvegsráðherra komi fyrir atvinnuveganefnd og ræði meðal annars afleiðingar Samherjamálsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild sinni.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Flugvallarstjórn Kastrup braut eigin reglur
Á rúmu ári hafa fjórum sinnum komið upp á Kastrup flugvelli tilvik þar sem öryggi flugvéla, og farþega, hefði getað verið stefnt í voða. Flugvallarstjórninni sem er skylt að loka flugbrautinni samstundis þegar slíkt gerist aðhafðist ekkert.
Kjarninn 17. nóvember 2019
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None