Hrólfur hættir sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins

Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins dregur sig í hlé í kjölfar umfjöllunar um aflandsfélagaeign hans. Hann viðurkennir ekki að hafa gert neitt rangt en segir umræðuna óvægna.

framsokna.jpg
Auglýsing

Hrólfur Ölv­is­son hefur ákveðið að láta af störfum sem fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins, en hann hefur gengt því starfi frá árinu 2010. Hrólfur var til umfjöll­unar í Kast­ljós­þætti á mánu­dag þar sem varpað var ljósi á aflands­fé­laga­eign hans. Í yfir­lýs­ingu á heima­síðu Fram­sókn­ar­flokks­ins segir Hrólfur að hann taki þess ákvörðun í ljósi þess hversu „eins­leit og óvægin umræðan er.  Þetta er per­sónu­leg ákvörðun mín og á engan hátt við­ur­kenn­ing á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheið­ar­legum hætt­i."

Hrólfur segir að hann hafi þegar til­kynnt fram­kvæmda­stjórn flokks­ins um ákvörðun sína og öðrum sem fara með trún­að­ar­störf fyrir hann. Spurn­ingum blaða­manna um mjög tíma­bundna aðkomu mína að tveimur aflands­fé­lögum tel ég mig hafa svarað full­nægj­and­i. Því hefur rang­lega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tor­tryggi­legum hætt­i.  Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu sölu­ferli sem félag mitt ásamt öðrum fjár­festum tók þátt í.  Að bendla þau kaup við aflands­fé­lög er alfarið rang­t. Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Fram­sókn­ar­flokk­inn og þau góðu störf sem hann hefur unnið að í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar.  Ég er ekki kjör­inn full­trúi en tel þetta engu að síður rétta ákvörð­un."

Keypti í BM Vallá

Hrólfur Ölv­is­­son hefur árum saman gegnt ýmsum­ ­trún­­að­­ar­­störfum fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn og verið fram­­kvæmda­­stjóri flokks­ins frá árinu 2010. Hann sat meðal ann­­ars í banka­ráði Bún­­að­­ar­­bank­ans skömmu áður en að sá banki var einka­væddur og í stjórnum ýmissa opin­berra fyr­ir­tækja eða ­stofn­ana fyrir hönd Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins í árar­að­­ir. Hrólfur var til að mynda ­stjórn­­­ar­­for­­maður Vinn­u­­mála­­stofn­unar frá árinu 1998 til 2008. Sam­hliða öll­u­m þessum trún­­að­­ar­­störfum var Hrólfur mjög virkur í við­­skipt­um, og er enn.

Auglýsing

Í umfjöllun Kast­­ljóss á mánu­dag kom fram að Hrólfur hefði árið 2003 ­stofnað félagið Chamile Mar­ket­ing á Tortóla í Bresku Jóm­frú­­areyj­un­­um. Um ­upp­­­setn­ingu og umsjón félags­­ins sá panamíska lög­­fræð­i­­stofan Mossack Fon­­seca. Hrólfur var með pró­kúru í félag­inu og var ásamt við­­skipta­­fé­lögum sínum eig­and­i þess.

Á þessum tíma var Hrólfur einn þriggja eig­enda félags­­ins Eld­berg ehf. í gegnum annað félag, Jarð­efna­­iðnað ehf. Rekstur fyr­ir­tækj­anna snérist um að safna og flytja út vik­ur­efni. Í Kast­­ljósi kom fram að Tortóla­­fé­lagið hafi verið notað til að fela fjár­­­fest­ingu íslensku félag­anna t­veggja í danska félag­inu Scancore ApS. Það var gert með því að Eld­berg lán­að­i ­fé­lag­inu 12 millj­­ónir króna vaxta­­laust til að kaupa hlut í Scancore. Í lána­­samn­ingi milli Eld­bergs og Chamile Mar­ket­ing vegna fjár­­­fest­ing­­ar­inn­­ar, sem birtur var í Kast­­ljósi á mánu­dag, sagði að til­­­gangur láns­ins væri „að tryggja að ­nafn Eld­bergs eða móð­­ur­­fé­lags þess verði ekki skráð í tengslum við fjár­­­fest­ingar Chamile Mar­ket­ing.” Í íslenskum skatta­lögum eru ákvæði sem ­tak­­marka lán sem þessi.

Kast­­ljós greindi einnig frá því að á síð­­­ustu árum, eftir að Hrólfur tók við sem fram­­kvæmda­­stjóri Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, hafi hann tekið þátt í kaupum þriggja stórra fyr­ir­tækja. Árið 2012 keypti hann í félagi við aðra fjár­­­festa hlut Arion banka í BM Vallá sem síðan var sam­einað Björgun og ­Sem­ents­verk­smiðj­unni. Víglundur Þor­­steins­­son, fyrrum eig­andi BM Vallár, hef­ur ít­rekað ásakað þáver­andi stjórn­­völd um marg­háttuð lög­­brot sem leitt hafi til þess að hann hafi misst fyr­ir­tækið sitt og undir þann mál­­flutn­ing hafa sumir þing­­menn Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins tek­ið. Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­and­i ­for­­sæt­is­ráð­herra, sagði ásak­­anir Vig­lundar slá­andi og að það þyrfti að rann­saka þær. Vig­­dís Hauks­dótt­ir, for­­maður fjár­­laga­­nefnd­­ar, hefur einnig gagn­rýnt „Víg­lund­­ar­­mál­ið“ mjög.

Í sam­tali við Kast­­ljós sagði Hrólfur að hann hefði ekki séð á­stæðu til að kynna þing­­mönnum Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins um þessi tengsl sín, en hann situr í stjórn BM Vallár. Hann hafi hins vegar gert Sig­­mundi Dav­­íð, for­­mann­i Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, grein fyrir tengsl­un­­um.

Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Rannveig Sigurðardóttir og Unnur Gunnarsdóttir
Unnur og Rannveig skipaðar varaseðlabankastjórar
Núverandi aðstoðarseðlabankastjóri og forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafa nú verið formlega fluttar í starf varaseðlabankastjóra af forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra. Þær hefja störf í janúar á næsta ári.
Kjarninn 19. september 2019
Nonnabiti lokar eftir 27 ár
„Allt á baconbát?“ hefur heyrst í síðasta sinn í Hafnarstrætinu. Nonnabita hefur verið lokað og svangir næturlífsfarar verða að finna sér nýjan stað til að takast á við svengdina í framtíðinni.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None