Hrólfur hættir sem framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins

Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins dregur sig í hlé í kjölfar umfjöllunar um aflandsfélagaeign hans. Hann viðurkennir ekki að hafa gert neitt rangt en segir umræðuna óvægna.

framsokna.jpg
Auglýsing

Hrólfur Ölv­is­son hefur ákveðið að láta af störfum sem fram­kvæmda­stjóri Fram­sókn­ar­flokks­ins, en hann hefur gengt því starfi frá árinu 2010. Hrólfur var til umfjöll­unar í Kast­ljós­þætti á mánu­dag þar sem varpað var ljósi á aflands­fé­laga­eign hans. Í yfir­lýs­ingu á heima­síðu Fram­sókn­ar­flokks­ins segir Hrólfur að hann taki þess ákvörðun í ljósi þess hversu „eins­leit og óvægin umræðan er.  Þetta er per­sónu­leg ákvörðun mín og á engan hátt við­ur­kenn­ing á því að ég hafi brotið lög eða starfað með óheið­ar­legum hætt­i."

Hrólfur segir að hann hafi þegar til­kynnt fram­kvæmda­stjórn flokks­ins um ákvörðun sína og öðrum sem fara með trún­að­ar­störf fyrir hann. Spurn­ingum blaða­manna um mjög tíma­bundna aðkomu mína að tveimur aflands­fé­lögum tel ég mig hafa svarað full­nægj­and­i. Því hefur rang­lega verið haldið fram að ég hafi keypt hlutafé í BM Vallá með tor­tryggi­legum hætt­i.  Arion banki bauð BM Vallá til sölu í opnu sölu­ferli sem félag mitt ásamt öðrum fjár­festum tók þátt í.  Að bendla þau kaup við aflands­fé­lög er alfarið rang­t. Ég dreg mig í hlé til að koma í veg fyrir að rýrð verði kastað á Fram­sókn­ar­flokk­inn og þau góðu störf sem hann hefur unnið að í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar.  Ég er ekki kjör­inn full­trúi en tel þetta engu að síður rétta ákvörð­un."

Keypti í BM Vallá

Hrólfur Ölv­is­­son hefur árum saman gegnt ýmsum­ ­trún­­að­­ar­­störfum fyrir Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn og verið fram­­kvæmda­­stjóri flokks­ins frá árinu 2010. Hann sat meðal ann­­ars í banka­ráði Bún­­að­­ar­­bank­ans skömmu áður en að sá banki var einka­væddur og í stjórnum ýmissa opin­berra fyr­ir­tækja eða ­stofn­ana fyrir hönd Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins í árar­að­­ir. Hrólfur var til að mynda ­stjórn­­­ar­­for­­maður Vinn­u­­mála­­stofn­unar frá árinu 1998 til 2008. Sam­hliða öll­u­m þessum trún­­að­­ar­­störfum var Hrólfur mjög virkur í við­­skipt­um, og er enn.

Auglýsing

Í umfjöllun Kast­­ljóss á mánu­dag kom fram að Hrólfur hefði árið 2003 ­stofnað félagið Chamile Mar­ket­ing á Tortóla í Bresku Jóm­frú­­areyj­un­­um. Um ­upp­­­setn­ingu og umsjón félags­­ins sá panamíska lög­­fræð­i­­stofan Mossack Fon­­seca. Hrólfur var með pró­kúru í félag­inu og var ásamt við­­skipta­­fé­lögum sínum eig­and­i þess.

Á þessum tíma var Hrólfur einn þriggja eig­enda félags­­ins Eld­berg ehf. í gegnum annað félag, Jarð­efna­­iðnað ehf. Rekstur fyr­ir­tækj­anna snérist um að safna og flytja út vik­ur­efni. Í Kast­­ljósi kom fram að Tortóla­­fé­lagið hafi verið notað til að fela fjár­­­fest­ingu íslensku félag­anna t­veggja í danska félag­inu Scancore ApS. Það var gert með því að Eld­berg lán­að­i ­fé­lag­inu 12 millj­­ónir króna vaxta­­laust til að kaupa hlut í Scancore. Í lána­­samn­ingi milli Eld­bergs og Chamile Mar­ket­ing vegna fjár­­­fest­ing­­ar­inn­­ar, sem birtur var í Kast­­ljósi á mánu­dag, sagði að til­­­gangur láns­ins væri „að tryggja að ­nafn Eld­bergs eða móð­­ur­­fé­lags þess verði ekki skráð í tengslum við fjár­­­fest­ingar Chamile Mar­ket­ing.” Í íslenskum skatta­lögum eru ákvæði sem ­tak­­marka lán sem þessi.

Kast­­ljós greindi einnig frá því að á síð­­­ustu árum, eftir að Hrólfur tók við sem fram­­kvæmda­­stjóri Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, hafi hann tekið þátt í kaupum þriggja stórra fyr­ir­tækja. Árið 2012 keypti hann í félagi við aðra fjár­­­festa hlut Arion banka í BM Vallá sem síðan var sam­einað Björgun og ­Sem­ents­verk­smiðj­unni. Víglundur Þor­­steins­­son, fyrrum eig­andi BM Vallár, hef­ur ít­rekað ásakað þáver­andi stjórn­­völd um marg­háttuð lög­­brot sem leitt hafi til þess að hann hafi misst fyr­ir­tækið sitt og undir þann mál­­flutn­ing hafa sumir þing­­menn Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins tek­ið. Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­and­i ­for­­sæt­is­ráð­herra, sagði ásak­­anir Vig­lundar slá­andi og að það þyrfti að rann­saka þær. Vig­­dís Hauks­dótt­ir, for­­maður fjár­­laga­­nefnd­­ar, hefur einnig gagn­rýnt „Víg­lund­­ar­­mál­ið“ mjög.

Í sam­tali við Kast­­ljós sagði Hrólfur að hann hefði ekki séð á­stæðu til að kynna þing­­mönnum Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins um þessi tengsl sín, en hann situr í stjórn BM Vallár. Hann hafi hins vegar gert Sig­­mundi Dav­­íð, for­­mann­i Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, grein fyrir tengsl­un­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None