Fátækasti maður á Íslandi

Dagur Hjartarson EKKI NOTA ÞESSA MYND
Auglýsing

1. Inn­kaupa­list­inn

Þetta var eins og í lélegu áróð­urs­mynd­bandi. Hann var ekki á lit­inn eins og ég. Tal­aði ekki sama tungu­mál. Hol­lenskar gul­ræt­ur. Blóm­káls­haus. Kjúklinga­baun­ir. Fleiri nið­ur­suðu­dós­ir. Heild­ar­upp­hæðin náði 1800 krónum en það var ekki heim­ild á kort­inu. Blóm­káls­haus­inn og ein nið­ur­suðu­dósanna voru dregin frá en aftur ekki heim­ild. 

Á meðan fátæki mað­ur­inn tíndi fleiri vörur upp úr pok­anum buð­umst við til að borga en hann afþakk­aði með brosi – eins og í lélegu áróð­urs­mynd­bandi. Loks var upp­hæðin komin niður í þús­und­kall. Aftur fékkst neitun á kort­ið. 

Hann fór tóm­hentur út. 

Auglýsing

2. Syk­ur­massi

Upp­skrift (dugar til að hylja 28 cm köku):

  • 175 g (1 poki) Haribo syk­ur­púðar

  • 475  g Dan Sukker flór­sykur (að­eins meira ef þið litið mass­ann)

  • 2-2,5  msk vatn

  • 50 gr palm­ín­feiti eða kókós­olía

  • Gel-mat­ar­litur

3. „Það er mik­ill kær­leikur í svona köku“

Árið 2013 greiddu íslensk fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi 12,8 millj­arða í veiði­gjöld til rík­is­ins. Svo völdu Íslend­ingar sér nýja rík­is­stjórn, hana mynd­uðu lunk­inn bak­ari úr Garða­bænum og ofsóttur huldu­maður frá Hrafna­björg­um. Þessir ungu millj­arða­mær­ingar lækk­uðu veiði­gjaldið niður í 4,8 millj­arða. Þeir lækk­uðu það um átta þús­und millj­ón­ir.

4. Meira um jöfnuð

Á síð­ustu sjö árum hafa íslensk fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi hagn­ast um 265 millj­arða og greitt eig­endum sínum arð upp á sirka 50 millj­arða. Fimm­tíu þús­und millj­ón­ir.

5. Að vera ríkur

Bjarni Ben lét ekki þar staðar numið heldur lagði af auð­legð­ar­skatt. Í nýlegum pistli sýnir Ind­riði H. Þor­láks­son hvernig skatt­byrði hefur auk­ist undan farin ár um sjö millj­arða hjá 80% sam­skatt­aðra en lækkað um átta millj­arða hjá tekju­hæstu 20% sam­skatt­aðra. 

6. Kakan skorin

Ég veit ekki af hverju, en þegar ég tek þetta saman leitar fátæki mað­ur­inn í Bónus á hug minn. Ég hef ekki hug­mynd um hver hann er. Kannski flótta­mað­ur. Kannski er hann í þræla­haldi ein­hverrar starfs­manna­leigu, þær hafa hund­rað­fald­ast að stærð á síð­ustu tveimur árum. Kannski vinnur hann bara á Hótel Adam, ég veit það ekki. 

En það sem ég veit er að hópur útlend­inga sem leita lág­marks­-lífs­gæða á Íslandi verður bráðum svo stór að það verður erfitt að fela hann í skugg­anum af afmæliskökum stjórn­mála­manna. Sumir hafa af þessu áhyggj­ur, telja að við getum ekki tekið á móti fleir­um. En kannski eru þeir ekki að telja rétt. Sjá lið fjögur hér að ofan.

7. Að vera raun­sær

Í Frétta­blað­inu 14. októ­ber síð­ast­lið­inn sagði fjár­mála­ráð­herra að kvóta­kerfið skil­aði „gríð­ar­legum verð­mætum og þá eig­in­leika verðum við að tryggja áfram.“ En hann tal­aði ekki af sama inn­blæstri um mál­efni flótta­manna, sagði að við þyrftum „að vera raun­sæ.“ Loks hélt hann því fram að það væri mik­ill kær­leikur í kök­um. 

8. Hvaða erindi á Bjarni Ben í póli­tík?

Bjarni Ben hagn­að­ist gríð­ar­lega í við­skiptum fyrir hrun. Hann er flinkur að baka kök­ur. Og nú gæti hann orðið for­sæt­is­ráð­herra Íslands. Það er greini­legt að Bjarni er vanur að ná þeim mark­miðum sem hann setur sér. En hvaða mark­mið hefur hann í póli­tík? Vill hann berj­ast gegn mann­rétt­inda­brotum eins og fóst­ur­eyð­inga­bann­inu í Pól­landi? Vill hann að sölu­ferli rík­is­eigna verði opið og gagn­sætt? Vill hann breyta kerfi sem gerir suma ofur­ríka vegna póli­tískra tengsla? Vill hann sann­gjarnt skatta­kerfi? Vill hann stöðva und­an­skot í skatta­skjól­um? Vill hann að fleiri frekar en færri njóti arðs­ins af auð­lindum þjóð­ar­inn­ar? Vill hann beita sér gegn fátækt og mis­skipt­ingu auðs? Vill hann auka sið­ferði og gagn­sæi í stjórn­mál­um?

Nú get ég ómögu­lega vitað hvað Bjarni Ben er að hugsa. En í fljótu bragði virð­ist svarið við öllum þessum spurn­ingum vera nei. Og þegar ég skoða fyrir hvað hann stendur í póli­tík og hvað honum finnst raun­sætt að gera og ekki gera, þá velti ég fyrir mér hvort hann sé kannski fátæk­asti maður á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None