Lífið efst í rússíbananum

Auglýsing

Aldrei eftir hrun hefur verið jafn rík ástæða til að fara var­lega í rík­is­fjár­málum og nú. Við­vör­un­ar­merki um of mikla þenslu í hag­kerf­inu hrann­ast upp. Við erum á kunn­ug­legum slóð­um. Launa­hækk­anir und­an­farin ár hafa verið langt umfram fram­leiðni­aukn­ingu og á sama tíma hafa útgjöld rík­is­sjóðs auk­ist mik­ið. Þetta hefur áður reynst ban­vænn kok­teill í efna­hags­legum upp­sveifl­um. Afleið­ing­arnar eru hátt vaxta­stig Seðla­banka og mik­il, ósjálf­bær styrk­ing krón­unn­ar. Því er þó gjarnan haldið fram að aðstæður séu svo allt öðru vísi nú en áður, en það hefur sjaldn­ast reynst vera svo. Lík­legt er að við séum komin á kunn­ug­legan stað; nálægt efsta punkti rús­sí­ban­ans.

Ekki minnkar óvissan við að hér hefur ekki tek­ist að mynda nýja rík­is­stjórn. For­dæma­laust er að Alþingi tak­ist á við fjár­lagaum­ræðu án starf­hæfs stjórn­ar­meiri­hluta. Það er út af fyrir sig spenn­andi til­raun, en mun reyna mjög á ábyrgð þing­manna allra við þessar kring­um­stæð­ur. Miðað við yfir­lýs­ingar fjöl­margra þing­manna við fyrstu umræðu fjár­laga er full ástæða til að hafa áhyggjur að þrýst­ingur á enn meiri útgjalda­aukn­ingu verði veru­leg­ur. Í því sam­hengi er rétt að hafa í huga að rík­is­út­gjöld eru að aukast um tugi millj­arða króna á milli ára miðað við fyr­ir­liggj­andi frum­varp.  

Þó svo vel hafi árað getum við ekki gengið út frá því að efna­hags­skil­yrðin verði okkur svo hag­stæð um alla fram­tíð. Ljóst er að gengið hefur þegar styrkst mun meira en fæst stað­ist til lengri tíma lit­ið. Þannig hefur gengið nú styrkst um nær 20% á und­an­förnum tveimur árum á sama tíma og laun hafa hækkað um 19%. Hvoru tveggja hefur mikil áhrif á rekstr­ar­kostnað og afkomu útflutn­ings­fyr­ir­tækja og alls óvíst er hvernig ferða­þjón­ustan fær t.d. ráðið við svo hraðar breyt­ing­ar. Ísland hefur á skömmum tíma breyst úr ódýrum áfanga­stað í einn þann dýrasta í Evr­ópu. Með þess­ari þróun er vegið þeirri  und­ir­stöðu sem útflutn­ings­at­vinnu­veg­irnir hafa verið í efna­hags­legum upp­gangi und­an­geng­inna ára. Þessi þróun er ekki sjálf­bær nú fremur en á fyrri tímum og mun án efa enda með sama hætti og áður ef ekki er gripið inn í.

Auglýsing

Það er gjarnan sagt að það þurfi sterk bein til að höndla góða tíma og það á vel við einmitt nú. Mikil þensla og launa­hækk­anir hafa leitt til umtals­verðra vaxta­hækk­ana hjá Seðla­bank­anum á und­an­förnum miss­er­um. Bank­inn hefur einnig ítekað gagn­rýnt aðhalds­leysi rík­is­fjár­mál­anna við núver­andi aðstæð­ur. Þannig má raunar lesa óvenju skýr skila­boð úr síð­ustu fund­ar­gerð bank­ans, þar sem helstu rök gegn vaxta­lækkun eru nefnd óvissa um aðhalds­stig rík­is­fjár­mála í kjöl­far kosn­inga og nýgeng­inn úrskurður Kjara­ráðs um launa­kjör kjör­inna full­trúa og sú óvissa sem hann hefur valdið á vinnu­mark­aði.

Þenslu­merkin sjást nú víða. Einka­neysla fer vax­andi.  Sala á nýjum bif­reið­um, utan­ferðir lands­manna eru þessi miss­erin að slá met sem sett voru í síð­ustu upp­sveiflu. Fast­eigna­verð hefur hækkað mikið und­an­farin ár og sprottin er upp skógur bygg­inga­krana á útjöðrum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á nýjan leik.

Það er við slíkar kring­um­stæður sem reynir á hag­stjórn í efna­hags­lífi hverrar þjóðar og það er einmitt við slíkar aðstæður sem hag­stjórnin hefur und­an­tekn­ing­ar­lítið brugð­ist í íslensku efna­hags­lífi. Það er mik­il­vægt að við höfum það í huga nú, því þrátt fyrir gott árferði eru ýmis gam­al­kunnug óveð­ur­ský farin að hrann­ast upp við sjón­deild­ar­hring. 

Megin ábyrgð á hag­stjórn er og verður ávalt borin uppi af tveimur aðilum öðrum frem­ur; af inn­lendum vinnu­mark­aði, með þeim kjara­samn­ingum sem þar eru gerð­ir, og af Alþingi, með þeim ramma sem fjár­málum rík­iss­ins er mark­aður í fjár­lög­um. Pen­inga­stefna Seðla­bank­ans getur aldrei hamið þá krafta sem þessir aðilar geta leyst úr læð­ingi með ábyrgð­ar­leysi, líkt og dæmin hafa ítrekað sýnt okk­ur. Gott sam­spil vinnu­mark­aðar og rík­is­fjár­mála við pen­inga­stefnu Seðla­bank­ans eru lyk­il­at­riði sam­ræmdrar hag­stjórn­ar. Þessir þætt­ir, öðrum frem­ur, leggja hér grunn að stöð­ugu verð­lagi við lágt vaxta­stig. 

Ein helsta gagn­rýni sem sett hefur verið fram á hag­stjórn í síð­ustu tveimur þenslu­skeiðum var einmitt aðhalds­leysi rík­is­fjár­mál­anna. Sömu hag­stjórn­ar­mis­tökin voru end­ur­tekin í bæði skipt­in. Rík­is­út­gjöld voru aukin veru­lega að raun­virði á þenslu­tímum á sama tíma og skattar voru lækk­að­ir. Hvoru tveggja verk­aði til að magna enn frekar þá miklu þenslu sem var í efna­hags­líf­inu. Mik­il­vægt er að hafa það í huga þegar við setj­umst að umræðu um rík­is­fjár­mál nú. Þau eru og verða ávallt ein helsta stoð hag­stjórnar og sú eina sem Alþingi Íslend­inga hefur bein áhrif á. Við þurfum að nálg­ast það við­fangs­efni af ábyrgð og fest­u. 

Fjár­laga­frum­varpið nú er hið fyrsta sem Alþingi tekur til afgreiðslu sam­kvæmt hinum nýju lög­um. Afgangur þess er í takt við 5 ára rík­is­fjár­mála­á­ætl­un, lið­lega 1% af lands­fram­leiðslu. Það veldur hins vegar áhyggjum að þingið afgreiddi á síð­ustu starfs­dögum fyrir kosn­ingar útgjalda­lof­orð upp á vel á annan tug millj­arða, sem ekki er tekið til­lit til í þessu frum­varpi. Það sam­svarar þorra þess afgangs sem áætl­aður er á fjár­lögum sam­kvæmt frum­varp­in­u. 

Við hljótum að spyrja okkur við upp­haf þess­arar fjár­lagaum­ræðu hvort við höfum raun­veru­lega lært af hag­stjórn­ar­mis­tökum lið­inna ára­tuga. Mikil þensla í efna­hags­líf­inu gerir enn mik­il­væg­ara en áður að mik­ils aðhalds sé gætt í rík­is­fjár­mál­un­um. Á árunum 2003 til 2007 juk­ust útgjöld rík­is­sjóðs um lið­lega 17% að raun­virði og var það aðhalds­leysi mikið gagn­rýnt. Sé horft til fjár­laga­frum­varps­ins núna hafa útgjöldin auk­ist um lið­lega 17% frá árinu 2013, með fyr­ir­vara um sam­an­burð­ar­hæfni vegna breyttrar fram­setn­ing­ar. Þó svo und­ir­staða efna­hags­lífs­ins sé traust­ari nú en þá, er þetta afar var­huga­verð þró­un. Veru­leg hætta er á að við séum að end­ur­taka þau alvar­legu mis­tök sem gerð hafa verið í hag­stjórn hér á landi á und­an­förnum ára­tug­um. 

Fjár­lagaum­ræðan nú er því próf­steinn á vilja þings­ins til að breyta og bæta vinnu­brögð við fjár­laga­gerð­ina. Við þing­menn verðum að tryggja að fjár­mál hins opin­bera verði ekki enn og aftur til þess að kynda undir þenslu í þjóð­ar­bú­skapnum við aðstæður sem mega lítt við meira brennslu­efni í þeim efn­um.  Þó svo vissu­lega sé kallað eftir auknum útgjöldum til ýmissa brýnna verk­efna, svo sem upp­bygg­ingu inn­viða sem og til heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­mála verðum við að gæta þess að end­ur­taka ekki hag­stjórn­ar­mis­tök fyrri tíma og missa taum­haldið á fjár­málum rík­is­sjóðs. Í þeim efnum má heldur ekki gleyma því að stundum snýst við­fangs­efnið um for­gangs­röðun en ekki bara aukn­ingu útgjalda.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None