Hraðann eða lífsgæðin?

Auglýsing

Það er áhuga­vert að í umræð­unni um umferð­ar­mál í borg­inni þá birt­ast tvo mjög ólík sjón­ar­mið en aldrei á sama stað. Þegar íbúar senda athuga­semdir vegna skipu­lags eða fram­kvæmda eða viðra áhyggjur af sínu nán­asta umhverfi þá er rauði þráð­ur­inn frekar skýr: Umferðin er of mikil og of hröð. Hún veldur slysum, óör­yggi, loft­mengun og hljóð­meng­un. Það sem fólk biður almennt um er lokun gatna, hraða­hindr­an­ir, trygg­ari göngu­leiðir og fleira sem dregur úr hraða og tryggir öryggi gang­andi. Ég get til dæmis full­yrt að allar hraða­hindr­anir sem settar eru niður í Reykja­vík eru til komnar vegna þrýst­ings frá íbúum borg­ar­inn­ar. Hver sem hefur mætt á íbúa­fundi í hverfum borg­ar­inn­ar, lesið athuga­semdir við skipu­lags­á­ætl­anir eða kíkt á hug­myndir í Betri Reykja­vík eða Mínu hverfi þekkir þetta. Eng­inn biður um fleiri akrein­ar, mis­læg gatna­mót eða hækk­aðan hámarks­hraða í sínu hverfi.

Þegar rætt er um umferð­ina almennt þá fer ekki mikið fyrir þeim sjón­ar­miðum sem nefnd voru að ofan. Þá skyndi­lega velta fram hug­myndir um greið­ari og hrað­ari umferð með fleiri akrein­um, mis­lægum gatna­mótum og almennt að meira sé gert fyrir bíla­um­ferð­ina svo hún sé enn þægi­legri val­kost­ur. Það er þægi­legt að ræða breyt­ingar sem verða heima hjá öðr­um.

Mið­borgin stækkar

Borg­ar­um­hverfið tekur miklum breyt­ingum þessi miss­er­in. Mið­borgin er í umbreyt­ing­ar­ferli sem gaman væri að rekja í smá­at­riðum síð­ar. Upp­bygg­ing er að hefjast, er í miðju kafi eða að klár­ast á fjölda reita. Sam­tímis hefur mið­borgin ekki verið líf­legri und­an­farna 3 ára­tugi. Þar sem áður voru mann­lausar götur er líf og fjör frá morgni til kvölds og stundum leng­ur. Tómt versl­un­ar­hús­næði sést ekki leng­ur. Áhrifin smita líka út frá sér og fólk sér hvernig ýmis þjón­usta og stemn­ing sem við tengjum mið­borg­inni nær út í nær­liggj­andi hverfi. Mið­borgin er hrein­lega að stækka. Það mætti segja að áhrifa­svæði mið­borg­ar­innar nái austur að Kringlu­mýr­ar­braut nú orð­ið.

Auglýsing

Borg­ar­um­hverfi sem byggt var fyrir lok 6. ára­tug­ar­ins er í grund­vall­ar­at­riðum öðru­vísi en það sem byggt var síð­ar. Það munar þar um bíl­inn sem fór að verða ráð­andi þáttur síð­ar. Eldri hverfin eru gerð fyrir alla far­ar­máta í bland en nýrri hverfin fyrir skýr­ari aðgrein­ingu. Það er ekki mögu­legt að end­ur­nýja eldri hverfi með strangri aðgrein­ingu ferða­máta nema að eyði­leggja þau sér­kenni sem við teljum eft­ir­sókn­ar­verð: nálægð við þjón­ustu og götur sem almenn­ings­rým­i.  En sam­tímis glíma elstu hverfin við mesta nálægð við skað­leg áhrif bíla­um­ferðar sem sker íbúð­ar­hverfi sund­ur.

Mið­borg­ar­um­hverfi - Mið­borg­ar­hraði

Það er ekki boð­legt að bæta við þau skað­legu áhrif sem bíla­um­ferð hefur á umhverfi sitt vestan til í borg­inni. Það besta sem hægt er að gera í stöð­unni er að minnka áhrifin sem umferðin hef­ur. Einn þáttur er sam­eig­in­legur orsaka­valdur loft­meng­un­ar, hávaða­meng­un­ar, skertu öryggi og skað­semi slysa: Akst­urs­hrað­inn.

Það er því kom­inn tími til að end­ur­skoða hraða­tak­mark­anir á öllu mið­svæði Reykja­vík­ur­borg­ar, allt frá Sel­tjarn­ar­nesi í vestri austur að Kringlu­mýr­ar­braut. Hrað­brautir með 60 km/klst hámarks­hraða eiga ekk­ert erindi gegnum íbúða­hverfi. Meg­in­götur íbúða­hverfa þurfa ekki 50 km/klst til að virka. Grein­ing sér­fræð­inga á aðstæðum vestan til í borg­inni bendir ein­dregið til þess að setja ætti þak á umferð­ar­hrað­ann við 40 km/klst.  Sum svæði sem ekki hafa verið gerð að 30 km svæðum ættu að verða það og jafn­vel ætti að íhuga hvort sum 30 km svæði gætu orðið að vist­göt­um.

Þar sem mið­borgin er að stækka er því eðli­legt að hraðaum­hverfið þar breiði einnig úr sér og lífs­gæði íbú­anna verði auk­in, með minni mengun og auknu öryggi með því að draga úr hrað­an­um.

Höf­undur situr í umhverf­is- og skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur­borgar

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None