Kalt stríð heltekur heimsbyggðina á ný

Spennan í Austur-Evrópu er undir niðri nátengd hinu nýja kalda stríði milli Rússlands og Bandaríkjanna.

Auglýsing

Spenna á milli Banda­ríkj­anna og Rúss­lands hefur ekki verið eins mikil síðan í Kalda stríð­inu svo­nefnda hér á árum áður. Kalda stríðið ein­kennd­ist af fjand­skap í sam­skiptum stór­veld­anna Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna sál­ugu. Beint stríð milli þess­ara aðila kom aldrei til því allri heims­byggð­inni stóð ógn af kjarn­orku­vopnum þeirra. Þess í stað urðu átök á Kóreu­skaga,víða um Afr­íku, í Víetnam og Afganistan í svoköll­uðum umboðs­stríðum stór­veld­anna. Báðar þjóðir komu fyrir kjarn­orku­vopnum við landa­mæri hvers ann­ars og hót­uðu að nota þau. 

Nú hefur sagan end­ur­tekið sig. Ný umboðs­stríð á milli Rúss­lands og Banda­ríkj­anna eru í gangi í dag, óbein stríð á milli heims­velda í gegnum yfir­völd eða upp­reisn­ar­hópa. ­Þrátt fyrir að vera sátt­mála um að eyða kjarn­orku­vopnum ógna þau enn heims­byggð­inni. Nýja kalda stríðið hófst árið 2014 þegar Rúss­land hertók Kríms­skaga í Úkra­ínu.

Ögrandi til­burðir

Gamla kalda stríð­inu lauk þegar Sov­ét­ríkin leyst­ust upp árið 1991. Sam­skipti Banda­ríkj­anna og Rúss­lands hafa síðan þá verið lit­aðar af ágrein­ingi. Rúss­neskum yfir­völdum er ögrað af útbreiðslu Atlands­hafs­banda­lags­ins til austur evr­ópu og því að Banda­ríkin hafi komið fyrir eldlflauga­vörnum í Pól­landi. Sam­skipti þjóð­anna hafa sér­stak­lega verið beitt nú þega Rúss­land hertók Kríms­skaga í Úkra­ínu.

Auglýsing

Lof­orð Don­alds Trump um bætt sam­skipti virð­ast ekki hafa ræst. Ýmsir atburðir renna stoðum undir þetta. Þar má nefna að Rúss­neskar her­þotur hafa sést fljúga lágt yfir banda­rísk her­skip og sýna með því ögrandi til­burði í garð banda­ríkj­anna við þar­lendar her­þot­ur.

Her­æf­ingar fara fram báðum megin við landa­mæri Rúss­lands­. Ann­ars veg­ar hjá Rúss­neska hernum og hins veg­ar hjá Atlands­hafs­banda­lag­inu (NATO).  ­Banda­ríkin og Rúss­land búa yfir meiri­hluta kjarn­orku­vopna heims­ins og þess vegna eru sam­skipti ríkj­anna áhyggju­efni fyrir alla heims­byggð­ina.  

Donald Trump hefur mikið tala um betra samband við Rússland, en það hefur reynst vera orðin tóm, eins og svo margt annað.

Kalda stríðið

Eftir síð­ari heims­styrj­öld­ina var mikil spenna á milli Banda­ríkj­anna og Sov­ét­ríkj­anna. Heims­veldin tvö höfðu verið banda­menn gegn Þýska­landi í heims­styrj­öld­inn­i ­síð­ari. Fjand­skapur í sam­skiptum milli ríkj­anna magn­að­ist af ýmsum orsök­um. Stríðið var kallað „kalt“ af því að heims­veldin fóru aldrei í bein stríðs­á­tök hvert við ann­að. Heims­veldin tók­ust þó á í svoköll­uðum umboðs­stríðum (e. proxy wars) í Afr­íku, Asíu og Rómönsku Amer­íku. Sov­ét­ríkin stóðu fyrir komm­ún­isma og mið­stýrðum hag­kerfum en Banda­ríkin fyrir kap­ít­al­isma og frjálsum mark­aði. Báðar þjóðir studdu hópa sem bjuggu yfir hug­mynda­fræði sem hent­aði þeim hverju sinni í þessum heims­horn­um.

Banda­ríkja­menn og Sov­ét­menn þró­uðu ger­eyð­ing­ar­vopn og komu þeim fyrir nálægt landa­mærum hvers ann­ars. Það sem hindr­aði báðar þjóðir frá því að fram­kvæma kjarn­orku­vopna­árás var ógn gagn­kvæmrar eyði­legg­ingar ef ,,heitt“ stríð færi af stað. Ef Banda­ríkin vörp­uðu kjarn­orku­sprengju á Sov­ét­ríkin gætu Sov­ét­ríkin svarað með sinni eigin árás. Afleið­ingin yrði að báðar þjóð­irnar (og lík­lega allt mann­kyn­ið) myndi eyð­ast. Í nokkur skipti mun­aði veru­lega litlu að kjarn­orku­stríð hæf­ist svo sem þeg­ar Sov­ét­rík­in komu fyrir kjarn­orku­oddum á Kúbu.

Gamla kalda stríð­inu lauk á frið­sam­legan hátt. For­seti Sov­ét­ríkj­anna sagði af sér sjálf­vilj­ugur og lýsti ríkj­unum undir Sov­ét­ríkj­unum sem sjálf­stæðum ríkj­um. Aðgerð­ir Vla­dimir Put­in líta út fyrir að vera til­raun til þess að koma gömlu Sov­ét­ríkj­unum aftur til valda.

Atlands­hafs­banda­lagið

Atlands­hafs­banda­lagið var stofnað sem hern­að­ar­banda­lag Banda­ríkj­anna og Evr­ópu­þjóða gegn Sov­ét­ríkj­unum í kalda stríð­inu. Í dag þjónar banda­lagið sama til­gangi gegn Rúss­land­i.  ­Sam­tals 29 þjóðir í Norður Amer­íku og Evr­ópu eru í Atlands­hafs­banda­lag­inu og er Ísland þar á með­al. Sam­kvæmt lögum Atlands­hafs­banda­lags­ins er árás á eina þjóð í banda­lag­inu jafn­gild árás á þær all­ar. Þetta þýðir að ef Rúss­land myndi gera inn­rás í eina þjóð sem til­heyrir Banda­lag­inu gæti það komið af stað þriðju heims­styrj­öld­inn­i. 

Umboðs­stríð á ný

Sov­ét­ríkin og Banda­ríkin fóru í umboðs­stríð víða um heim í kalda stríð­inu. Víetnam stríðið var umboðs­stríð, Sov­ét­ríkin studdu yfir­völd Norður Víetnam en Banda­ríkin yfir­völd Saigon í Suður Víetnam.

Norður Víetnam var komm­ún­ista­ríki en yfir­völd Saigon vor­u kap­ít­alist­ar. Norður Víetnam naut því stuðn­ings Sov­ét­ríkj­anna en Saigon ­fékk stuðn­ing frá Banda­ríkj­un­um. Þegar Rúss­land réðst inn í Afganistan árið 1979 studdi Banda­ríska leyni­þjón­ust­an Mu­ja­hideen ­upp­reisn­ar­menn­ina með þjálfun og vopnum (Mu­ja­hideen voru íslamskir ofsa­trú­ar­menn og þró­uð­ust yfir Talí­banið og Al-kaída).  Í dag eru tvö umboðs­stríð í gangi á milli Banda­ríkj­anna og Rúss­lands ann­ars vegar í Úkra­ín­u hins veg­ar í Sýr­landi.

Rússar ráð­ast inn í Úkra­ínu

Árið 2014 hertóku Rúss­nesk yfir­völd Kríms­skaga í Úkra­ínu. Óein­kenn­is­klæddir Rúss­neskir her­menn gengu til liðs við upp­reisn­ar­hópa í Úkra­ínu sem voru hlið­hollir Rúss­landi.

Kosið var um hvort svæðið ætti að verða hluti af Rúss­landi eða sam­ein­ast Úkra­ínu á ný. Úrslit kosn­inga sýndu að almenn­ingur vildi til­heyra Rúss­landi. Flestir þjóð­ar­leið­togar við­ur­kenna ekki kosn­ing­ar­nið­ur­stöð­urnar þar sem Kríms­skag­i var undir her­töku Rúss­lands. 

Vla­dimir Put­in, for­seti Rúss­lands skrif­aði und­ir­ ­sam­ein­ing­ar­sátt­mála við sjálf­lýsta Lýð­veld­i Kríms­skaga.

Aðgerð­irnar drógu að sér for­dæm­ingu frá flestum heims­leið­tog­um. Barack Obama, þáver­andi for­seti Banda­ríkj­anna beitti refsi­að­gerðum gegn Rúss­landi ásamt mörgum öðrum þjóð­ar­leið­tog­um. 

Það er ennþá stríð í Úkra­ínu. Banda­rískir her­menn eru að þjálfa Úkra­ínska her­inn sem eru að berj­ast við upp­reisn­ar­menn studda af Rúss­neskum yfir­völd­um. Úkra­ínski her­inn er að berj­ast við upp­reisn­ar­menn studda af Rúss­neskum yfir­völd­um. Rúss­neskir her­menn eru líka í Úkra­ínu að berj­ast við hlið upp­reisn­ar­mann­ana. Rúss­nesk yfir­völd neita að þeir séu þar.

Sýr­land    

Borg­ara­stríðið í Sýr­landi og upp­lausnin þar er að breyt­ast í umboðs­stríð í valda­tafli Rússa við vest­ur­veld­in.

Banda­rísk yfir­völd styðja upp­reisn­ar­menn gegn stjórn Bashar Al-assad, for­seta Sýr­lands en Rússar styðja núver­andi stjórn í Sýr­landi með hern­að­ar­mætti sýn­um. Banda­rísk yfir­völd veita Sýr­lenskum upp­reisn­ar­mönnum vopn og þjálf­un.

Upp­reisn­ar­hópar sem fá stuðn­ing frá Banda­ríkj­unum eru skot­mörk Rúss­neskra sprengju­véla.

Stefna Banda­ríkj­anna hefur verið að fram­kvæma loft­árásir gegn hryðju­verka­hópum í Sýr­landi, aðal­lega Íslamska rík­inu, og að halda Banda­ríkja­her frá átökum á milli upp­reisn­ar­manna og Sýr­lenska stjórn­ar­hers­ins.

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum var gert vopna­hlé í Sýr­landi. Vopna­hléið átti að enda átökin í Sýr­landi og sam­eina Rúss­land og Banda­ríkin gegn hryðju­verka­hóp­um. Undir vopna­hléssamn­ingnum myndu Banda­ríkin og Rúss­land fram­kvæma sam­eig­in­legar loft­árásir gegn Íslamska rík­inu og Ja­bhat Fata­h Al-s­ham.

Tveimur dögum áður en sam­starf þjóð­anna átti að hefj­ast réðst Banda­ríski her­inn á Sýr­lenska her­inn með loft­árás­um. Á sjötta tug ­sýr­lenskra her­manna voru drepnir í árásinni. Banda­ríkja­menn héldu að her­menn­irnir væru liðs­menn Íslamska rík­is­ins, í raun­inni höfðu þeir verið á leið­inni að berj­ast við Íslamska rík­ið. Vopna­hléið stóð aðeins í nokkra daga og ekk­ert varð úr sam­starf­inu.

Það hefur verið hart barist í Sýrlandi, með skelfilegum afleiðingum fyrir milljónir manna. Áður en borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust út voru íbúa 22 milljónir, en talið er að 12 milljónir af þeim séu nú á flótta, bæði innan lands og utan.

Banda­ríski her­inn hefur í tvígang ráð­ist vilj­andi á sýr­lenska her­inn síðan Don­ald Trump tók við emb­ætti for­seta. Í fyrra skipt­ið ­sprengd­u þeir upp flug­völl sem not­aður var af Sýr­lenska hern­um. Skýr­ing Banda­ríkja­for­seta var að flug­völl­ur­inn hefði verið mið­stöð fyrir efna­vopna­árás. Það er þó mjög umdeilt. 

Rúss­nesk yfir­völd fengu við­vörun frá Banda­ríkj­unum við árásinni til þess að koma her­mönnum sýnum í burtu.

Sunnu­dag­inn 4 júní skaut Banda­ríski her­inn niður her­þotu Sýr­lenska stjórn­ar­hers­ins. Þotan ætl­aði að ráð­ast á upp­reisn­ar­menn studda af Banda­rískum yfir­völd­um, sam­kvæmt varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Þegar þotan byrj­aði að láta sprengjur falla var hún skotin niður af Banda­rískum her­þot­um. Eftir þann atburð lýstu Rúss­nesk yfir­völd því yfir að Banda­rískar her­þotur sem fljúga yfir­ Efrat ána myndu vera „hugs­an­leg skot­mörk“.

Rúss­nesk yfir­völd hót­uðu einnig að loka sam­skipta­línu milli tveggja þjóð­anna sem hefur þann til­gang að koma í veg fyrir árekstra her­þota í loft­inu yfir Sýr­landi.

Her­þotur og her­æf­ingar ögra

Rúss­neskar vélar fljúga nálægt her­þotum og flug­skipum Banda­ríkj­anna og NATO. Rússar hafa sýnt þessa ögrandi til­burði oft á síð­ustu árum. Í einu nýlegu atviki flugu tvær Rúss­neskar her­þotur lágt yfir Banda­ríska her­skip­inu USS Don­ald Cook í Eystra­salts­haf­inu. Þot­urnar komu innan við 9 metra frá skip­inu. Þot­urnar flugu oft fram­hjá ­skip­inu líkt og um árás væri að ræða.

Í júlí 2017 reynd­u Nato flug­vél að stöðva Rúss­neska flug­vél yfir eystra­salts­haf­inu. Varn­ar­mála­ráð­herra Rúss­lands var um borð í vél­inni. Rúss­nesk her­þota mætti Atlands­hafs­banda­lags ­vél­inni. Rúss­neska vélin sveifl­aði vængj­unum til þess að sýna að hún væri vopn­uð. Aðeins tveimur dögum áður hafði rúss­nesk þota flogið hálf­um ­metra ­yfir banda­ríska njósn­a­vél yfir Eystra­salts­haf­inu.

Liðsmaður hers Úkraínu á varðbergi.

Tyrk­land og Rúss­land

Eitt af atvik­unum sem hafa leitt til mestrar spennu var þegar Tyrk­land skaut niður Rúss­neska flug­vél árið 2015. Rúss­neska flug­vélin flaug frá Sýr­landi yfir í Tyrk­neska loft­helgi. Tyrk­nesk yfir­völd skip­uðu þot­unni að snúa við en hún svar­aði ekki. Tvær Tyrk­neskar her­þotur vor­u ­send­ar í loftið og önnur þeirra skaut niður Rúss­nesku þot­una. Tveir flug­menn voru um borð annar þeirra lét líf­ið. Atvikið leiddi til mik­illar spennu á milli Rúss­lands og Tyrk­lands, sem er hluti af Atlands­hafs­banda­lag­inu.

Vla­dimir Put­in á­sak­aði Tyrk­land um að vera „vit­orðs­menn hryðju­verka­manna“ og var­aði við „al­var­legum afleið­ing­um“. For­seti Tyrk­lands, Recep Ta­yyip Er­dogan ­sagði að Tyrk­land hefði rétt á að verja sig.

Erdogan hefur síðan beðist af­sök­un­ar ­fyrir að þotan hafi verið skotin nið­ur.

Spenna við landa­mæri Rúss­lands

Gríð­ar­leg spenna ríkir við landa­mæri eystra­salts­ríkj­anna og Rúss­lands. Þús­und­ir­ Nato her­manna eru stað­settir í Eyst­land­i, Latvíu, Lit­háen og Pól­landi og eru við­búnir inn­rás frá Rúss­landi.

Bæð­i NATO og Rúss­land halda stórar hern­að­ar­æf­ingar reglu­lega hver sýnum megin við landa­mæri Rúss­lands. Æfing­arnar eru til þess gerðar að sýna mátt beggja liða.

Í fyrra hélt Nato ­stærstu her­æf­ingu sem hefur átt sér stað síðan í Kalda stríð­inu í Pól­landi. Æfing­in líkti eftir inn­rás í Pól­land með 3100 her­mönnum og þús­undum far­ar­tækja. Pól­land og Lit­háen eru ekki við meg­in­land Rúss­lands heldur við Kal­ingrad. Rúss­neskar her­æf­ingar hafa einnig átt sér stað í Kal­ingrad. Rúss­nesk yfir­völd hafa hótað að koma fyrir kjarn­orku­vopnum þar og nú hafa þeir ákveðið að gera það.

Við lok tíma­bils Barack Obama til­kynnti stjórn hans að þau myndu senda öflug vopn, vopnuð far­ar­tæki og her­búnað til aust­ur ­Evr­ópu. Rússar brugð­ust við með óvæntri hern­að­ar­æf­ingu í suður Rúss­landi í febr­ú­ar. 

Engin breyt­ing und­ir­ Trump

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna lof­aði að hann myndi bæta sam­skipti Banda­ríkj­anna við Rúss­land. Hann hefur kall­að NATO „úrelt“ sam­tök og kvartað yfir því að Banda­ríkin eyði of miklum pen­ingum í banda­lag­ið.

Trump hefur svikið lof­orð sitt og farið að for­dæmi fyr­ir­renn­ara sýns. Fyrir stuttu beitti for­set­inn fleiri refsi­að­gerðum gegn Moskvu. For­seti Úkra­ínu kom í heim­sókn í hvíta húsið á sama degi og nýju refsi­að­gerð­unum var beitt. Banda­rískir her­menn eru enn­þá ­send­ir til landamæra Rúss­lands og hern­að­ar­æf­ing­ar NATO standa enn yfir með­ þátt­töku ­Banda­ríkj­anna.

Hver myndi vinna stríðið ?

Það sem veldur kannski mestum áhyggjum af nýja kalda stríð­inu er sú ógn sem heim­inum steðjar af kjarn­orku­vopn­um. Banda­ríkin búa yfir 7200 kjarn­orku­oddum en Rúss­land 7500.

Þegar leik­stjór­inn Oli­ver ­Sto­ne ­spurð­i Vla­dimir Put­in í við­tali hvort að Banda­ríkin myndu sigra í stríði gegn Rúss­landi svar­aði hann „ég held að engin myndi sigra í slíkum átök­um“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar