Um: Ísland, jaðarsett fólk í jaðaríþróttum, Davíð Oddsson og það sem verður að breytast

Katrín Oddsdóttir formaður Stjórnarskrárfélagsins segir stjórnmálakerfið sem við búum við núna hreinlega ekki ganga upp. Fólk berjist í andstöðu við sannfæringu sína og gjarnan í andstöðu við hagsmuni almennings til að verja völd eða flokk.

Auglýsing

Ótal­mörg dæmi sveima um sam­fé­lagið núna sem sýna okkur að stjórn­mála­kerfið sem við búum við gengur hrein­lega ekki upp.

Davíð Odds­son negldi vanda­málið á hnit­mið­aðan og hrein­skiln­is­legan hátt á sínum tíma þegar hann sagði:

„Ég tók því upp öll mál, jafn­vel þó að ég væri í hjarta mínu sam­þykkur þeim, og hjólaði í þau því að ég leit á stjórn­ar­and­stöðu sem stjórn­ar­and­stöð­u.“

Auglýsing

Í nýju stjórn­ar­skránni er boðið upp á kosn­inga­kerfi sem er lík­legt til þess minnka eða útrýma þessum fárán­lega hugs­ana­hætti sem grund­vall­ast í ein­hvers konar „træ­bal­isma“. Nýleg dæmi höfum við og gömul þar sem fólk berst í and­stöðu við sann­fær­ingu sína (og gjarnan í full­kominni and­stöðu við hags­muni almenn­ings) til að verja völd eða flokk.

Þetta gengur ekki leng­ur.

Kosn­inga­kerfið sem við fáum með nýju stjórn­ar­skránni heim­ilar per­sónu­kjör og að kjós­endur geti ráð­stafað atkvæði sínu með miklu meira frelsi til bæði fólks og flokka. Þá jafnar hún vægi atkvæða á lands­vísu sem er mik­il­vægt mann­rétt­inda­mál.

Stundum virð­ist biðin eftir þessum nauð­syn­legu umbótum óbæri­lega löng.

Þá er gaman að eiga daga eins og ég átti á föstu­dag þar sem ég var í við­tali við dásam­legar og sterkar konur sem eru að búa til heim­ild­ar­mynd um íslenska nátt­úru og íslenskt jafn­rétti.

Þær eru báðar keppn­is­konur í bretta­í­þróttum og hafa barist fyrir jafn­rétti innan sinna íþrótta árum sam­an. Stundum virð­ist bar­áttan svo tor­sótt að þær eru við það að örmagn­ast. Á slíkri stundu tóku þær ákvörðun um að gera heim­ild­ar­mynd um Ísland. Landið þar sem sjálf­sagt er að vera jafn­rétt­is­sinni, landið með unaðs­fögru nátt­úr­una og landið þar sem ný stjórn­ar­skrá var samin með gegn­sæjum hætti af fólk­inu í land­inu (en ekki útvöldum og sér­fróðum körlum í ein­hverju bak­her­bergi, eins og van­inn hefur verið í gegnum ald­irn­ar).

Ég gaf þeim ein­tak af nýju stjórn­ar­skránni á íslensku eftir að við­tal­inu lauk. Þetta er fal­leg lítil bók sem vinur minn lét gera. Framan á káp­unni er mynd af gleym-mér­-ei blóm­inu. Vinur minn hefur senni­lega fundið á sér þegar hann útbjó þessa útgáfu að biðin yrði löng. Raunar höfum við beðið eftir okkar eig­inn sam­fé­lags­sátt­mála frá því löngu fyrir lýð­veld­is­stofnun en eitt­hvað segir mér að tak­markið sé nær en margir halda núna.

Sú sem fékk bók­ina (sem sést á með­fylgj­andi mynd) var svo barns­lega glöð með þessa litlu gjöf að ég varð eig­in­lega meyr. Auk þess töl­uðu þær óend­an­lega fal­lega um þjóð­fé­lagið okk­ar. Um kjör Vig­dísar Finn­boga­dótt­ur, um kvenna­frí­dag­inn og stjórn­ar­skrár­ferl­ið. Öll þess við­brögð urðu til þess að ég fann skyndi­lega sam­tímis til mik­ils stolts og botn­lausrar reiði.

Það er nefni­lega svo að við höfum svo mikið sem vert er að verja hérna upp á Íslandi. Við bjuggum til sam­fé­lag sem hefur svo marga frá­bæra kosti að okkur ber hrein­lega sið­ferði­leg og lýð­ræð­is­leg skyldi til að laga kerfin sem tefja okkur frá frek­ari fram­förum og sam­kennd.

Við eigum þetta sam­fé­lag sam­an. Eng­inn einn á meira í því en ann­ar. Fólkið sem er auð­ugt er háð leik­skóla­kenn­ur­um, vega­kerf­inu og sjúkra­lið­um. Þetta spilar allt sam­an, en við spilum ein­hverra hluta vegna ekki almenni­lega sam­an. Að minnsta kosti ekki í stjórn­kerf­inu okk­ar. Við kusum fyrsta kven­for­seta heims og vorum fyrsta þjóð heims til að semja stjórn­ar­skrá með opnu og gegn­sæju ferli.

Við getum ekki látið það við­gang­ast að stjórn­kerfið sem við eigum haldi áfram að hunsa vilja þjóðar til nýrrar stjórn­ar­skrár. Stjórn­ar­skráin nýja mun ekki leysa öll okkar vanda­mál en ég tel full­víst að hún muni bæta það til muna hvernig land­inu er stjórn­að. Ekki síst vegna þess að fólk­inu í land­inu er þar með gefið tæki­færi til að koma að ákvörð­unum sem aðeins vald­hafar mega möndla með í dag. Þannig geta 10% kjós­enda kraf­ist þess að lög sem Alþingi setur fari í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og sami hluti kjós­enda getur einnig haft frum­kvæði að því að leggja fram laga­frum­varp á Alþingi.

Við erum ekki vit­laus, sér­stak­lega ekki þegar við komum saman og vöndum okk­ur. Ég leyfi mér að efast um að Vig­dís hefði nokkru sinni verið kjörin for­seti þessa lands ef það hefði verið alfarið á hendi Alþingis að velja okkur for­seta árið 1980. Fólkið í land­inu hafði hins vegar hug­rekki til að ná fram þeirri nið­ur­stöðu. Sam­an.

Mér finnst vera svo mikið vor og von í lofti þessa dag­ana.

Þegar útlenskar kjarna­konur koma hingað með stjörnur í augum til að skoða hvernig okkur tókst að ná árangri í for­tíð­in­ini er ágætt að staldra við, safna orku og ákveða síðan að við ætlum að ná árangri í fram­tíð­inni. Sam­an.

Ég skora á alla sem þetta lesa að beita sér í bar­átt­unni fyrir nýrri stjórn­ar­skrá og betra sam­fé­lagi á Íslandi.

Höf­undur er for­maður Stjórn­ar­skrár­fé­lags­ins

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar