Lánveiting með peningaprentun

Björn Gunnar Ólafsson fjallar um peningastefnu í aðsendri grein.

Auglýsing

Í nýlegri skýrslu um pen­inga­stefnu er kafli um mynt­ráð þar sem kostir og ókostir við mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag eru tíund­að­ir. Sví­arnir Fred­rik NG And­ers­son og Lars Jon­ung mæla sterk­lega fyrir mynt­ráði sem val­kost í pen­inga­stefnu lands­ins í sinni grein­ar­gerð. Höf­undar skýrsl­unnar kom­ast að annarri nið­ur­stöðu. Myntráðs­fyr­ir­komu­lag skapi óá­sætt­an­lega áhættu fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika. Ástæðan er einkum sú að lán­veit­andi til þrauta­vara er ekki til­tækur fyrir íslenskar fjár­mála­stofn­anir í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi.

Aug­ljós­lega er hægt að tryggja þrauta­vara­lán með marg­vís­legum hætti þótt það sé ekki talið meðal verk­efna hefð­bund­ins mynt­ráðs. Mynt­ráð getur haft umfram­forða af gjald­eyri sem beita má við lausa­fjár­stýr­ingu banka­kerf­is­ins og rík­is­sjóður getur aflað láns­fjár með samn­ingum um lána­línur eða dregið á t.d. kvóta hjá AGS ef nauð­syn­legt er talið að bjarga banka í vanda. Sví­arnir leggja til að stöð­ug­leika­sjóður gæti haft slíkt hlut­verk.

Sá lán­veit­andi til þrauta­vara sem höf­undar skýrsl­unnar telja svo nauð­syn­legan fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika, og mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag býður ekki upp á, hlýtur því að vera nokkuð sér­staks eðl­is. Hér um ræðir aðila sem getur prentað í orðs­ins fyllstu merk­ingu ótak­markað magn af pen­ingum til að leggja til í banka sem verður fyrir áhlaupi. En úti­lokun á þessum mögu­leika er einmitt ein af grunda­vallar hug­myndum á bak við mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lag sem leið til að tryggja verð­gildi pen­inga. Ein­faldasta leiðin til að veita traustan gjald­miðil (e. sound money), er að bak­tryggja pen­inga með erlendum gjald­miðli svo sem evru eða dal líkt og gert var með gull­fæt­inum á sínum tíma. Með traustum gjald­miðli er átt við pen­inga sem fólk treystir að haldi kaup­mætti sínum gegnum þykkt og þunnt.

Auglýsing

Pen­ingar eru ávísun á þjóð­ar­fram­leiðslu. Í litlu hag­kerfi er þjóð­ar­fram­leiðslan fábreytt og því þarf inn­flutn­ingur að sjá fyrir flestum þörfum neyt­enda. Öðru máli gegnir um risa­hag­kerfi eins og hið banda­ríska. Umheim­ur­inn hefur nán­ast óbilandi trú á fram­leiðslu­getu Banda­ríkj­anna og hefur tekið við, fram að þessu að minnsta kosti, öllum ávís­unum á banda­ríska hag­kerfið með glöðu geði. Stór­felld lausa­fjár­fyr­ir­greiðsla banda­ríska (og evr­ópska) seðla­bank­ans hefur haft til­tölu­lega lítil verð­bólgu­á­hrif enn­þá. Lágir vextir og mikið laust fé hefur aftur á móti auð­veldað mikla hækkun hluta­bréfa og leitt til meiri skulda­söfn­unar á heims­vísu en áður hefur sést.

Ekki er hægt að heim­færa aðstæður í risa­hag­kerfum á lítil opin hag­kerfi eins og það íslenska. Bara mögu­leik­inn á mik­illi útgáfu ótryggðra seðla grefur undan verð­gildi og trausti á gjald­miðl­in­um. Traustur gjald­mið­ill getur aldrei verið lak­ari und­ir­staða fyrir fjár­mála­stöð­ug­leika en veikur og og ótrú­verð­ugur gjald­mið­ill.

Að öðru leyti er lítið nýtt í umfjöllun skýrslu­höf­unda um jákvæðar og nei­kvæðar hliðar mynt­ráða og sumt orkar tví­mælis í túlkun þeirra eins og geng­ur. Ógetið er um einn stóran kost mynt­ráðs sem vert er að hafa í huga. Í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi er verð­trygg­ing láns­fjár sjálf­krafa óþörf þar sem pen­inga­legar eignir eru óbeint geng­is­tryggð­ar. Sem dæmi um óheppi­leg áhrif verð­trygg­ingar er að síð­ustu árin hefur íbúða­verð hækkað mjög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en lítið sem ekk­ert á lands­byggð­inni. En verð­tryggð lán hafa hækkað hjá íbúum lands­byggð­ar­innar miðað við vísi­tölu, eins og hjá íbúum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þótt eignir hafi ekki hækk­að. Í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi væri slíkt misvægi ekki fyrir hendi.

Ótti skýrslu­höf­unda við að fjár­mála­stöð­ug­leika sé sér­stak­lega ógnað í mynt­ráðs­fyr­ir­komu­lagi er byggður á mis­skiln­ingi. Eftir stendur að upp­taka mynt­ráðs getur tryggt efna­hags­legar fram­farir með mun ein­fald­ari og ódýr­ari hætti en núver­andi pen­inga­stefna. Besta fyr­ir­komu­lag pen­inga­mála feng­ist þó með fullri aðild að ESB og inn­göngu í evru­svæð­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar