Brask og brall á Landssímareit

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, veltir fyrir sér framkvæmdum á Landssímareitnum en hann segir að þeir einu sem sitja eftir með alla áhættuna af verkefninu séu lífeyrissjóðirnir.

Auglýsing

Einu pen­ing­arnir sem komnir eru í félag það sem ætlar að reisa lúx­us­hótel á Lands­símareitn­um, þar sem ekki er einu sinni búið að steypa upp eða moka grunn, virð­ast koma frá líf­eyr­is­sjóð­un­um. Skuldir félags­ins eru samt þegar komnar í 4,1 millj­arð króna og þrátt fyrir lán á vild­ar­kjörum vantar a.m.k. 5 millj­arða króna til við­bótar sem ekki liggur fyrir hvernig félagið muni afla. Við eig­endur líf­eyr­is­sjóða lands­ins getum ekki látið það ótalið að ein­hver elíta geti braskað þannig og brallað með það fé sem við höfum sparað af vinnu­launum okk­ar. Í þessu til­felli fé sem hefði t.d. dugað til bygg­ingar á yfir 1000 hag­kvæmra íbúða fyrir almenn­ing. Við hljótum að krefj­ast svara við mörgum spurn­ingum sem upp koma þegar allt ferlið er skoð­að.

Margt und­ar­legt, ef ekki gruggugt, kemur í ljós þegar aðdrag­andi þessa verk­efnis er skoð­að­ur. Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Dals­nes ehf. keypti félagið Lind­ar­vatn ehf., sem á Lands­símareit­inn, í des­em­ber 2014 af Pétri Þór Sig­urðs­syni hrl. á 930 millj­ónir króna. Átta mán­uðum síðar eða í ágúst 2015 keypti Icelandair 50% hlut í Lind­ar­vatni ehf. af Dals­nesi á 1,87 millj­arða króna, ef marka má skráð virði fjár­fest­ing­ar­innar sam­kvæmt árs­reikn­ingum Icelandair 2015, en kaup­verðið var sagt trún­að­ar­mál á sínum tíma. Það þýðir að sam­kvæmt verð­mati Icelandair og kaup­verði þess hafði virði félags­ins fjór­fald­ast á aðeins 8 mán­uð­um. Eða úr 930 millj­ónum króna í 3,74 millj­arða króna.

Lind­ar­vatn ehf. gaf út skulda­bréf 2. mars 2016 sem seld voru til fag­fjár­festa meðal ann­ars líf­eyr­is­sjóða. Heim­ilt er að stækka flokk­inn í allt að 6,25 millj­arða króna. Kjörin á skulda­bréf­unum eru 3,77% verð­tryggt og eru þau til 30 ára. Bréfin eru afborg­un­ar­laus fyrstu tvö árin en eftir það greidd með jöfnun afborg­unum mán­að­ar­lega. Fyrstu tvö árin eru greiddir vextir af skulda­bréf­un­um. Staða skulda­bréf­anna í árs­lok 2017 sam­kvæmt árs­reikn­ingi Lind­ar­vatns var 3,84 millj­arðar króna. Kaup­endur skulda­bréf­anna eru fag­fjár­festar og ætla má að líf­eyr­is­sjóð­irnir séu þar stærst­ir. Öll áhættan af þess­ari fjár­fest­ingu liggur hjá skulda­bréfa­eig­end­um, mest líf­eyr­is­sjóðum og almenn­ings­hluta­fé­lag­inu Icelanda­ir. Eins og áður segir er engin upp­bygg­ing haf­in.

Auglýsing

Eft­ir­far­andi spurn­ingar hljóta að vakna við svona lest­ur.

Hvaða for­sendur höfðu stjórn­endur almenn­ings­hluta­fé­lags­ins Icelandair fyrir því að kaupa 50% hlut af Dals­nesi ehf. á þessum kjörum og voru þeir með­vit­aðir um áhætt­una?

Hvaða for­sendur höfðu stjórn­endur líf­eyr­is­sjóð­anna til fjár­fest­inga í svo gríð­ar­lega áhættu­sömu verk­efni og það á kjörum sem telj­ast vera til vild­ar­kjara með hlið­sjón af kjörum fram­kvæmda­lána almennt? En félagið var áður fjár­magnað á kjörum sem voru 5,3%-8,8% verð­tryggt. Auk þess sem tekjur félags­ins eru litlar sem engar og getur rekst­ur­inn engan veg­inn staðið við greiðslur á útgefnum skulda­bréf­um. Þess má geta að hefð­bundin fram­kvæmda­lán eða brú­ar­lán bera á bil­inu 6-8% vexti.

Eins og áður sagði eru skuldir Lind­ar­vatns ehf. þegar orðnar 4,1 millj­arður króna og þar af eru skuldir vegna skulda­bréfa­láns 3,84 millj­arðar króna. Heim­ilt er að auka við skulda­bréfa­flokk­inn í allt að 6,25 millj­arða þannig að heim­ilt er að gefa út allt að 2,4 millj­arða að auki við það sem búið er að lána. Ekki er byrjað að grafa fyrir fram­kvæmdum þannig að upp­bygg­ing er ekki hafin á reitn­um. Einnig eru áhrif skyndi­frið­lýs­ingar Minja­stofn­unar á Vík­ur­garð óljós.

Hvernig ætla for­svars­menn Lind­ar­vatns ehf. að klára bygg­ingu lúx­us­hót­els, sem er ekki enn byrjað að byggja, fyrir þá 2,4 millj­arða króna sem eftir standa af 6,25 millj­arða króna skulda­bréfi? Ef verk­efnið tekur tvö ár frá þessum degi er ljóst að afborg­anir félags­ins af skulda­bréf­inu næstu 24 mán­uð­ina nema um 280 millj­ónum króna og áætl­aðar verð­bætur ofan á höf­uð­stól skulda 290 millj­ónir kr.. Eftir standa því um 2,1 millj­arður króna til að klára bygg­ingu 12.500 fm. lúx­us­hót­els (168 þús­und kr.fm) á einum erf­ið­asta og áhættu­samasta bygg­ing­ar­reit borg­ar­inn­ar. Í ljósi þess að kostn­aður við nýjar höf­uð­stöðvar Lands­bank­ans við Hörpu­reit­inn eru var­lega áætl­aðar um 9 millj­arðar króna fyrir bygg­ingu 16.500 fm. skrif­stofu­hús­næðis eða um 545 þús­und kr.fm. getur þetta dæmi ekki gengið upp.

Ljóst er að ef veru­legar tafir verða á fram­kvæmdum þá kostar það mikla fjár­muni fyrir félagið eða um 300 m.kr. á ári eða 25 m.kr. á mán­uði. En ljóst er að nú þegar hefur orðið tveggja og hálfs árs töf á verk­efn­inu. Óvissu­þættir í svona verk­efni eru miklir; hver verður end­an­legur bygg­ing­ar­kostn­að­ur, hvenær tekst að ljúka fram­kvæmd­um, hver verður staðan á ferða­manna­mark­aði þegar hót­elið verður komið í rekst­ur? Mun rekstur á hót­el­inu geta staðið undir öllum þeim skuldum sem þarf að greiða af þegar það verður til­bú­ið? Gera má ráð fyrir að heild­ar­kostn­aður við þessa fram­kvæmd verði vel yfir 11 millj­arð­ar. Og nú eru Icelandair hot­els komin í sölu­ferli, hver verða áhrif þess?

Um er að ræða gríð­ar­lega áhættu­sama fram­kvæmd sem er ekki full fjár­mögnuð fyrir þeim flóknu og miklu fram­kvæmdum sem eftir eru. Þeir einu sem sitja eftir með alla áhætt­una af þessu áhættu­sama verk­efni eru því líf­eyr­is­sjóð­irn­ir. Þá spyr ég: Er það hlut­verk líf­eyr­is­sjóða að koma að svona áhættu­fjár­fest­ing­um? Og hvernig í ósköp­unum má það vera að sjóð­irnir koma að svona fjár­fest­ingu, á kjörum sem almenn­ingur eða önnur félög hefðu aldrei aðgang að?

Væri ekki nær að sjóð­irnir kæmu að upp­bygg­ingu á hús­næð­is­mark­aði, t.d. hag­kvæmum leigu­í­búð­um, sem hingað til hafa reynst vera örugg­ustu fjár­fest­ing­arnar og væru sam­fé­lag­inu til góða í leið­inni? Miðað við útboðs­lýs­ingar á skulda­bréfa­flokknum hefði verið mögu­legt að byggja yfir 1.000 hag­kvæmar íbúðir fyrir almenn­ing. Veltum því fyrir okk­ur.

Það virð­ist skipta máli hverjir fá að leika sér með líf­eyri lands­manna.

Höf­undur er for­maður VR. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar