Kolabrennslan á Bakka

Ingvar Helgi Árnason, pró­fessor emeritus í efna­fræði við Háskóla Íslands, fjallar um kísilmálmframleiðslu í aðsendri grein.

Auglýsing

Það var þann 8. febr­úar 2017 sem ég heyrði í reynd fyrst talað um „kola­brennsl­una á Bakka“. Ég var að fylgj­ast með afhend­ingu íslensku bók­mennta­verð­laun­anna í beinni útsend­ingu á RÚV. Auður Ava Ólafs­dóttir fékk íslenku bók­mennta­verð­launin í flokki fag­ur­bók­mennta fyrir skáld­sög­una Ör. Auður Ava þakk­aði fyrir sig með því að flytja það sem hún kall­aði „obbo­lítið man­i­festó um bók­mennt­ir“ í 9 lið­um. Flestir lið­irnir voru stuttir og gagn­orðir en lengst staldr­aði skáld­konan góða við síð­asta lið­inn, þar sem hún lýsti aðdáun sinni á til­tæki Bakka­bræðra þegar þeir reyndu að bera sól­ar­ljós og yl í lopa­húfum sínum inn í kaldan og glugga­lausan bæ sinn, sem þeir sjálfir höfðu byggt sér. Ræðu sinni lauk Auður Ava með því að víkja tal­inu að öðrum Bakka, Bakka við Húsa­vík, þar sem nú væri stunduð stór­tæk kola­brennsla, heil 66 þús­und tonn á ári.

Eftir þennan atburð hef ég margoft séð og heyrt máls­met­andi konur og menn minn­ast á kola­brennslu á Bakka og þá und­an­tekn­ing­ar­laust, held ég, í nei­kvæðri merk­ingu eins og hér sé um mik­inn og glóru­lausan óhugnað að ræða. Nú síð­ast rak ég augun í grein í Frétta­blað­inu þann 3. sept­em­ber eftir Kára Stef­áns­son, for­stjóra Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. „Af kaffi­vél skuluð þið læra“ er tit­ill grein­ar­inn­ar. Kári fer mik­inn eins og hans er von og vísa og heim­færir sam­skipti sín við kaffi­vél­ina sína upp á hegðun þing­manna og stjórn­mála­flokka eins og hún ætti að vera að hans mati, skilst mér. Grein sinni lýkur Kári með því að hnýta í Stein­grím J. Sig­fús­son fyrir að vera ábyrgur fyrir „sex þús­und tonnum af kolum sem eru brennd ár hvert á Bakka til dýrðar auð­hyggj­unn­i.“

Mér þykir vera hallað á fræði­grein­ina efna­fræði, sem ég hef sér­hæft mig í, stundað rann­sóknir á og eftir bestu getu miðlað kunn­áttu til nem­enda með störfum mínum í ára­tugi. Með þessum línum vil ég reyna að koma þeirri fræði­grein til varnar með því að leið­rétta það sem mér þykja aug­ljósar stað­reynda­villur eða ef til vill þröng­sýni ágætra manna og kvenna.

Auglýsing

Ég trúi því að flestir sem tjá sig á nei­kvæðan hátt um „kola­brennsl­una á Bakka“ geri það ekki af illum vilja heldur fyrir ákveð­inn mis­skiln­ing á þeirri starf­semi sem þar fer fram. Ef til vill gerir áfalla­saga kís­il­vers United Sil­icon í Helgu­vík það að verkum að nýja verk­smiðjan á Bakka liggur betur við höggi þeirra, sem ein­dregið eru mót­fallnir stór­iðju hvers kon­ar, en ann­ars væri. Að öðrum kosti á ég erfitt með að skilja að keim­lík verk­smiðja hefur verið starf­rækt í slétta fjóra ára­tugi í öðrum lands­fjórð­ungi án þess að vera úthrópuð fyrir „kola­brennslu“. Hér á ég við kís­il­ver Elkem Ísland á Grund­ar­tanga.

Áður en ég útskýri hvað er líkt og hvað ólíkt með þessum tveimur verk­smiðjum og hvað fram fer innan þeirra veggja kann að vera gagn­legt fyrir les­and­ann að átta sig á málm­vinnslu í sögu­legu sam­hengi. Í skólum er okkur kennt að skipta megi mann­kyns­sög­unni í stein­öld, brons­öld og járnöld. Járnöld hafði fyrir löngu náð til okkar heims­hluta þegar land­nám Íslands hófst. Skalla-Grímur Kveld-­Úlfs­son, sem land nam að Borg, var járn­smiður góður og sótti smíðar sínar af slíkum ákafa að húskörlum hans þótti nóg um. Um það má lesa í Egils sögu. Til smíð­anna þurfti Skalla-Grímur mýr­arrauða (járnoxíð) og við­ar­kol en sam­kvæmt Ara fróða var þá landið viði vaxið milli fjalls og fjöru. Kola­brennsla til málm­vinnslu er því engin nýlunda á Íslandi. Nýlega var þess minnst á Eiríks­stöðum í Hauka­dal hvernig talið er að járn­vinnsla hafi farið fram til forna. Efna­ferl­inu í smiðju Skalla-Gríms má lýsa þannig að járnoxíð og við­ar­kol hvarfast saman og mynda járn­málm og koldí­oxíð. Efna­jafnan fyrir ferlið rit­ast þá svona:

2Fe2O3 (járnoxíð) + 3C (við­ar­kol) = 4Fe (járn) + 3CO2 (koldí­oxíð) [jafna 1]

Hér eru kol notuð til að losa málm úr sam­bandi hans við súr­efni (málm­oxíð­i). Kolin bind­ast súr­efn­inu og mynda koldí­oxíð. Á þennan hátt má fram­leiða marga málma með því að hita saman málm­oxíð og kol. Talað er um að málm­ur­inn sé afoxaður á sama tíma og kolefnið oxast. Kolin eru hér hluti af efna­ferli en ekki notuð til orku­fram­leiðslu eða hús­hit­un­ar. Allt þetta vissi Skalla-Grím­ur, mundi ég ætla.

Kís­ill er næstal­geng­asta frum­efnið í jarð­skorp­unni næst á eftir súr­efni. Kís­ill kemur fyrir í jarð­skorp­unni sem oxíð með ýmsum málmum (sili­köt) eða sem hreint kís­ildí­oxíð og þá einkum sem kvarts (Si­O2). Ólíkt því sem er um járn og ýmsa aðra málma er ekki hægt að afoxa kísil úr kvartsi með því að hita saman kvarts og kol. Tengi milli kís­ils og súr­efnis eru mjög sterk og til þess að losa kís­ilatómin úr þeim viðjum og fram­leiða kís­il­málm þarf meiri orku en hægt er að ná með kolum einum sam­an. Not­aður er ljós­bogi í sér­stökum fóðruðum ofnum bæði í verk­smiðju Elkem á Grund­ar­tanga og verk­smiðju PCC á Bakka.

En hver er mun­ur­inn á þessum verk­smiðj­um? Á Bakka er fram­leiddur kís­il­málmur að hrein­leika 97-99%. Á Grund­ar­tanga er notað járn­grýti auk kvarts og hlut­föllum hvar­fefna stýrt þannig að útkoman verður kís­il­járn með sam­setn­ingu 75% Si og 25% Fe. Þessi afurð er notuð af stálfram­leið­undum um víða ver­öld. Öllum umhverf­issinnum vil ég sér­stak­lega benda á að „dæmi um vörur sem inni­halda 75% kís­il­málm frá Elkem Ísland er raf­magns­stál fyrir spenna og raf­mót­ora sem not­aðir eru í raf­magns­bíla, hástyrkt­ar­stál fyrir vind­myll­ur, ryð­frítt stál fyrir far­ar­tæki“ o.m.fl. (www.el­kem.is). Ættum við að vera mót­fallin þessu vegna þess að kol eru notuð við efna­ferli fram­leiðsl­unn­ar?

Hvað verður svo um kís­il­inn frá Bakka við Húsa­vík? Notk­un­ar­svið kís­il­málms, sem svo erfitt er að fram­leiða úr kvartsi, eru einkum þrenns kon­ar: 

  1. Fram­leiðsla á „silikón­um“ sem eru fjöl­breyttur flokkur efna með marg­vís­legum eig­in­leikum og geta verið olí­ur, kítti, gúmmí og hörð efni. Silikónum er það sam­eig­in­legt að í grind sam­eind­ar­innar skipt­ast á kís­ilatóm og súr­efn­isatóm. Notk­un­ar­svið silikóna er nán­ast ótæm­andi þar sem efn­is­eig­in­leikar þeirra eru almennt mun betri en hefð­bund­inna efna þar sem kolefn­isatóm mynda grind­ina. Silikónar eru hins­vegar dýr­ari í fram­leiðslu heldur en sam­bæri­leg kolefn­is­sam­bönd og þarf því að vega og meta notkun þeirra hverju sinni. Sam­kvæmt heima­síðu www.pcc.is verður kís­il­málmur sem fram­leiddur er á Bakka not­aður til fram­leiðslu á silikón­um. 
  2. Hreins­aður kís­il­málmur er lykil­efni í nútíma tölvu­tækni og raf­einda­iðn­aði. Hver vill draga mik­il­vægi þess í efa? 
  3. Hreins­aður kís­il­málmur er lykil­efni til fram­leiðslu á sól­ar­raf­hlöðum sem eru einn af mátt­ar­stólpum vist­vænnar fram­leiðslu á raf­magni þar sem nægt fram­boð er af sól­skini og til þess þurfum við ekki að fara lengra í suður en til Mið-­Evr­ópu. Í sunn­an­verðu Þýska­landi eru þök húsa gjarna þakin sól­ar­raf­hlöðum þeim megin sem sólar nýt­ur, svo mikið veit ég.

Loka­orð man­i­festós Auðar Övu við afhend­ingu íslenku bók­mennta­verð­laun­anna 2017 voru: „Höfum þá í heiðri bræð­urna frá Bakka. Setjum sól­skin í húfur og berum í hús. Reisum ljóstil­líf­un­ar­stöðvar ekki kola­brennslu­ver. Að því sögðu þakka ég kær­lega fyrir mig.“

Loka­orð mín verða: Ímyndum okkur að reist verði á Íslandi kís­il­málm­verk­smiðja og um það verði samið að kís­il­málmur sem þar verði fram­leiddur verði síðan not­aður til að fram­leiða sól­ar­raf­hlöður sem end­ist ára­tugum saman og fram­leiði vist­vænt raf­magn mann­kyn­inu og jörð­inni okkar til heilla. Gerum við þá ekki betur en Gísli, Eiríkur og Helgi frá Bakka í Svarf­að­ar­dal? Svari nú hver fyrir sig.

Höf­undur er pró­fessor emeritus í efna­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar