Mútur sem hefðbundnir viðskiptahættir

Prófessor í hagfræði skrifar um þá sem enduróma röklausa réttlætingu hinna siðblindu mútuboðs- og skattasniðgöngumanna.

Auglýsing

Í kjöl­far afhjúpana Kveiks, Stund­ar­innar og Al Jazz­era á starfs­að­ferðum stórs íslensks sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis í Namib­íu, Angóla og víðar leitar fólk skýr­inga.  Atferlið sem lýst er felur í sér að múta emb­ætt­is- og stjórn­mála­mönnum til að fá aðgang að fisk­veiði­kvóta sem ella væri ekki til­tæk­ur, að nota skatta­skjól og flókið net aflands­fé­laga til að snið­ganga ákvæði skatta­laga um skatt­greiðslur í Namibíu og víð­ar­. Það er til marks um alvar­leika þess­ara brota að sá sem mútar erlendum eða inn­lendum emb­ætt­is­manni eða ráð­herra á yfir höfði sér allt að fimm ára fang­elsi. Fyrrum starfs­menn þró­un­ar­sam­vinnu­stofn­unar lýsa einnig hvernig atferli fyr­ir­tæk­is­ins (m.a. veiðar með verk­smiðju­skipum sem sjaldan koma í höfn og þar sem yfir­menn eru ekki heima­menn) hafi stór­skaðað þá þekk­ing­ar­upp­bygg­ingu sem var í höfn þegar stofn­unin hvarf á braut 2010. Slíkt fram­ferði er bein árás á fram­færslu­mögu­leika framtíðar­kyn­slóða í Namibíu og er ekki síður afdrifa­ríkt en mútu­greiðsl­ur.

Margir þeirra sem ég ræddi við í kjöl­far Kveiks­þátt­ar­ins sögð­u: „Tja, eru mútur og „ómaks­greiðsl­ur“ ekki hefð­bundin við­skipti í Afr­ík­u“. ­Reyndar brugðu flestir fyrir sig alþjóð­legu útgáf­unni „Business as usual in Africa“. Og end­ur­óma þannig röklausa rétt­læt­ingu hinna sið­blindu mútu­boðs- og skatta­snið­göngu­manna. 

Með­virkni við­mæl­enda minna kallar á umhugs­un. Það er vissu­lega svo að hver dregur dám af sínum sessu­naut. Í fjöl­þjóð­legri könnun (Betrancea et al, 2019) sem ég átti aðild að komumst við að því að styrkur eft­ir­lits­stofn­ana (e. power) og traust til stjórn­valda hefur mikil áhrif á skattasið­ferð­i. Þar sem skatt­svik eru tíð eru margir til­búnir til þátt­töku í svika­at­ferli. Þar sem skatt­svik eru fátíð­ari eru færri til­búnir til slíkra hluta. Það er því eðli­legt að fólk hugsi eitt­hvað á þessa leið: „Sá sem gerir gott heima, gefur skíða­lyftur og flygla og styrkir íþrótta­starf ung­linga, hann vill vel. Og ef hann sýnir annað and­lit utan­lands; ber fé á opin­bera starfs­menn til að auka sér auðg­un­ar­tæki­færi, þá er á því sú skýr­ing að þetta sé business as usu­al, og ef „mátt­ar­stólp­inn trausti“ bæri ekki fé á þetta fólk þá myndi bara ein­hverjir Spán­verjar eða Portú­galar eða Kín­verjar fylla skarð­ið. Þannig myndi staða hinna fátæku í Afr­íku ekki batna, en geta „mátt­ar­stólpans trausta“ til að gera gott heima myndi minn­ka!“  

Auglýsing

En er sú ályktun að einn mútu­greið­andi leysi annan af eitt­hvað skárri ályktun en rök­leysa hins sið­lausa skattsvik­ara og ómaks­fjár­greið­anda? ­Nei! Í fyrsta lagi er það sá sem mútar sem er upp­haf og endir hins sið­lausa og lög­lausa athæf­is. Ef hann býður ekki borgun eða vill ekki borga „ómaks­fé“ þá fellur sá þáttur við­skipt­anna um sjálft sig. Ef emb­ætt­is­maður „bið­ur“ um ómaks­greiðslu, þá á sá sem er beð­inn ávallt þann kost að til­kynna athæfið til þar til bærra yfir­valda. Reyndar ber honum skylda til þess í sumum til­vikum að minnsta kosti. Með því að þegja og borga „ómaks­greiðsl­una“ er við­kom­andi að sam­þykkja rang­láta máls­með­ferð og ýta undir að mútu­þeg­inn beiti aðra aðila sömu brögð­u­m.  

Sá sem beð­inn er um „ómaks­greiðslu“ stendur frammi fyrir vali. Að greiða og ýta þannig undir óheil­brigða við­skipta­hætti í fram­tíð­inn­i. Kom­ist mút­urnar í hámæli geta við­brögð alþjóða­sam­fé­lags­ins á hinn bóg­inn orðið harka­leg og lang­tímatapið meira en skamm­tíma­á­vinn­ing­ur­inn. Sá sem neitar „ómaks­greiðslu“ kann að baka sér óvin­sældir og fjár­hagstap til skamms tíma. En til lengri tíma hagn­ast bæði hann og allir aðr­ir.  

Höf­undur er pró­fessor í hag­fræði við háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar