Stafræn vertíð

Jenný Ruth Hrafnsdóttir segir að það sé ein tegund fyrirtækja sem lítur á þennan nýja veruleika vegna COVID-19 sem daglegt brauð – það séu sprota- og nýsköpunarfyrirtæki.

Auglýsing

Atvinnu­lífið í heim­inum skelfur og aðeins þeir sem hugsa á tánum og lenda á þeim líka eygja mögu­leik­ann að lifa af. Ein teg­und fyr­ir­tækja lítur á þennan veru­leika sem dag­legt brauð, það eru sprota- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem hafa ekki náð til­ætl­uðu tekju­streymi til að standa undir rekstr­in­um. Hjá þeim gildir ekki aðeins að finna ró í óreið­unni heldur líka trúna á að með stans­lausri aðlögun og mótun að þörfum mark­að­ar­ins nái þau að skjóta rót­um. Hér gildir alls ekki lög­málið um að fylgja lang­tíma­á­ætl­unum og not­ast við hefð­bundna mark­aðs­setn­ingu sem er bæði dýr og úthugs­uð. Nei, hér gildir að vera í stöðugri leit að brenn­andi þörfum og finna vöru­lausnir hratt sem ein­hver greiðir fyrir með glöðu geði. Og þegar þessi ein­hver er fund­inn, er vör­unni helst dreift í gegnum þessa fyrstu not­endur með sem minnstum til­kostn­aði.

Þessi fyr­ir­tæki eru líka flest að vinna með staf­rænar lausnir sem leysa vanda­mál þvert á landa­mæri. Ástæðan er fyrst og fremst að það er auð­veld­ara að stækka hratt slíka atvinnu­starf­semi og sala- og mark­aðs­setn­ing er ekki háð ferða­lögum og fundum eins og í hefð­bund­inni sölu­starf­semi.

Það eru aðal­lega þrjár teg­undir fyr­ir­tækja sem hafa náð góðum og fram­úr­skar­andi árangri í þessu á Íslandi, það eru tölvu­leikja-, heil­brigð­is­tækni- og fjár­tækni­fyr­ir­tæki. Þessi fyr­ir­tæki hafa flest upp­lifað aukna eft­ir­spurn við núver­andi aðstæð­ur. Mig langar að leggja hér fram nokkrar hug­myndir að aðgerðum sem eru ekki kostn­að­ar­auk­andi varn­ar­að­gerðir heldur skapa aukin sókn­ar­færi fyrir þá sem eiga séns við núver­andi ástand.

Auglýsing

1. Tölvu­leikir

Um 20% af allir sölu á tölvu­leikjum í heim­inum fer í gegnum eina síðu, Steam.com. Það þýðir að Steam heldur utan um 4300 ma.kr. mark­að. Getur íslenska ríkið með hjálp Íslands­stofu gert samn­ing um aug­lýs­inga­her­ferð fyrir alla íslenska tölvu­leiki á Steam? Flestir íslenskir tölvu­leikir eru í mik­illi sókn vegna þeirra aðstæðna sem COVID-19 hefur skap­að. Dæmi um slík fyr­ir­tæki eru t.d. SolidClouds og 1939Games. Þessi aðgerð mun auka tekjur þeirra hratt og gera þeim kleift að ráða fólk í graf­íska hönn­un, sagna­gerð, þýð­ing­ar, for­ritun og önnur afleidd störf. Hér geta skap­ast störf fyrir fólk með þekk­ingu í tungu­málum og sagna­gerð, þ.e. fólk sem hefur starfað við ferða­þjón­ustu.

2. Staf­rænar heil­brigð­is­lausnir

Staf­rænar heil­brigð­is­lausnir í fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu og þær sem hjálpa heil­brigð­is­stofn­unum að auka aðgengi að þjón­ustu og tryggja gæði hennar eru í gígantískum vexti. Íslensk fyr­ir­tæki í fjar­heil­brigð­is­þjón­ustu, eins og t.d. Kara Conn­ect, ná ekki að stækka þjón­ustu­borðin sín nógu hratt um þessar mundir til að mæta flóð­bylgju af nýjum kúnn­um. Hér geta skap­ast störf fyrir fólk sem hefur verið í þjón­ustu­störfum og mót­tökum og hefur þekk­ingu í tungu­mál­um. Getur ríkið liðkað fyrir að hótel og önnur ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki geti lánað fólk til heil­brigð­is­tækni­fyr­ir­tækja svo þau þurfi ekki að fara í upp­sagnir því þetta er líka tíma­bund­inn ofsa­vöxtur hjá heil­brigð­is­tækni­fyr­ir­tækj­un­um?

Jafn­framt er mik­il­vægt að íslenska ríkið sé ekki að hanna og þróa sér­ís­lenskar lausnir sem nýt­ast aðeins íslenska heil­brigð­is­kerf­inu heldur not­ist við lausnir frá nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­um, eins og hefur verið gert með Sidekick Health, sem bjóða vörur sýnar á erlendum mörk­uð­um, því þannig sköpum við útflutn­ings­verð­mæti fyrir okkur öll. Getur íslenska ríkið í sam­starfi við Heil­brigð­is- og líf­tæknikla­s­ann kvatt allar rík­is­stofn­anir til þess að nýta þessar íslensku heil­brigð­is­tækni­lausnir og hjálpað nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækj­unum að mæta örygg­is- og per­sónu­vernd­ar­kröfum hratt og örugg­lega?

3. Fjár­tækni

Svarta hag­kerfið er í mik­illi upp­sveiflu í þessu óreiðu­á­standi. Við eigum fram­úr­skar­andi fjár­tækni­fyr­ir­tæki sem byggja á þekk­ingu frá fjár­málakrepp­unni, á gervi­greind og því sér­ís­lenska greiðslu­fyr­ir­komu­lagi sem hér hefur verið byggt upp með RB. Getur íslenska ríkið með hjálp Fjár­tæknikla­s­ans stutt sókn­ar­her­ferð fyrir þann hóp fjár­tækni­fyr­ir­tækja sem eru í hvað hröð­ustum vexti með það fyrir augum að skapa fleiri störf. Hér gildir að fók­usera aðgerð­ina á þann hóp fyr­ir­tækja sem geta skapað útflutn­ings­verð­mæti. Dæmi um slík fyr­ir­tæki eru Lucini­ty, sem hefur þróað lausn fyrir banka til að berj­ast gegn pen­inga­þvætti, Moner­ium, sem hefur skapað raf­ræna greiðslu­lausn, og Meniga sem býður víð­tækar lausnir fyrir banka.

Fyrir utan þessi þrjú svið þá væri próf­andi að bjóða fyr­ir­tækjum sem eru í örum vexti við þessar ein­kenni­legu aðstæður að skrá sig í gagna­grunn svo ríkið viti ein­fald­lega hver þessi fyr­ir­tæki eru, því það er ekki aug­ljóst, og geti þannig hraðar og auð­veldar stutt við og dregið úr áhætt­unni við nýráðn­ingar starfs­fólks, sér í lagi hjá þeim sem skapa útflutn­ings­verð­mæti.

Ríkið er að lyfta grettistaki í að tryggja heil­brigði Íslend­inga og að koma fólki í var sem er að missa vinn­una. Við vitum öll að það blæðir úr rík­is­sjóði á meðan ástandið varir og það er hugs­an­legt að framundan sé hæg­fara við­snún­ing­ur. Notum tím­ann vel, hugsum á tánum og reynum að skilja þessa breyttu ver­tíð sem við erum stödd í. Ef Íslend­ingar eru þekktir fyrir eitt­hvað þá er það að redda hlut­unum og finna ró í óreið­unni. Veljum íslenskt.

Höf­undur er með­eig­andi hjá Crowberry.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar