Nýr veruleiki á hlutabréfamarkaði

Baldur Thorlacius skrifar um árið í Kauphöllinni í jólablaði Vísbendingar.

Auglýsing

Þetta sveiflu­kennda ár lit­að­ist eðli­lega mikið af COVID-19. Verð­þró­unin á íslenska mark­aðnum var nán­ast flöt þar til í seinni hluta febr­úar 2020, eða um það leyti sem það rann upp fyrir heim­inum hversu alvar­leg ógn steðj­aði af þess­ari veiru. Mark­aðir um allan heim tóku dýfu. Þegar mest lét, upp úr miðjum mars­mán­uði, hafði heild­ar­vísi­tala Nas­daq Iceland lækkað um 22% frá árs­byrj­un. Á Norð­ur­lönd­unum lækk­aði OMX Nor­dic 40 vísi­talan mest um 26,5% og vest­an­hafs lækk­aði S&P 500 vísi­talan um 31%.

Veltan jókst til að byrja með en sveifl­urnar líka. Fjár­mála­fyr­ir­tæki áttu erfitt með að sinna við­skipta­vakt við þessar aðstæð­ur, sem ýtti enn fremur undir sveiflur og hækk­aði við­skipta­kostn­að. Eng­inn vissi hvernig þessi far­aldur myndi þró­ast – og það var að taka sinn toll.

Tæknin til bjargar

Mark­að­ur­inn sýndi samt ótrú­lega seiglu og aðlög­un­ar­hæfni við þessar aðstæð­ur, sem og reyndar ansi margar aðrar atvinnu­grein­ar. Borð­stof­ur, bíl­skúrar og barna­her­bergi tóku við af stíl­hreinum skrif­stofum í gler­t­urn­um. Gufustraujuðum jakka­fötum og drögtum var skipt út fyrir kósígalla. Zoom og Teams tóku við af fund­ar­her­bergjum með örnefni. Eins og fingri væri smellt var mark­að­ur­inn nán­ast alfarið rek­inn frá heim­ilum starfs­fólks þeirra fyr­ir­tækja sem að honum standa. Allt gekk meira og minna hnökra­laust fyrir sig.

Auglýsing

Þessi aukna áhersla á tækni var einnig stór áhrifa­þáttur á sjálfum mark­aðnum þetta árið. Þekktasta hluta­bréfa­vísi­tala heims, banda­ríska S&P 500 vísi­talan, hækk­aði um 11% frá upp­hafi árs og til loka nóv­em­ber, þrátt fyrir að flestar hag­tölur bentu til alvar­legrar kreppu. „Er mark­að­ur­inn end­an­lega geng­inn af göfl­un­um?“ – fóru margir að spyrja sig.

Und­ir­rit­aður ætlar hvorki að stað­festa né úti­loka það, en telur rétt að benda á að hluta­bréfa­vísi­tölur end­ur­spegla ekki endi­lega raun­hag­kerfið eins og það er í dag. Er það hvorki stað­fest­ing á því að mark­að­ur­inn sé á villi­götum né að hann sé rétt verð­lagð­ur, heldur ein­fald­lega lýs­ing á eðli vísi­talna og mark­aða. Hluta­bréfa­verð ræðst af vænt­ingum um fram­tíð­ina. Sem dæmi má nefna geta fyr­ir­tæki sem eru fjarri því að skila hagn­aði verið afar verð­mæt, eins og á oft við um efni­leg fyr­ir­tæki í tækni og nýsköp­un­ar­geir­an­um.

Þegar hálfur heim­ur­inn var settur í ein­angrun beindust augu fjár­festa einmitt að tækn­inni. Hluta­bréf Zoom hækk­uðu t.d. um 596% frá upp­hafi árs og til loka nóv­em­ber. Hin gríð­ar­stóru og ört vax­andi FAANG tækni­fyr­ir­tæki hækk­uðu einnig tals­vert á sama tíma­bili, þ.e. Face­book (um 32%), Amazon (um 81%), Apple (um 59%), Net­flix (um 49%) og Goog­le/Alp­habet (um 28%). Án tækni­fyr­ir­tækja hefði ávöxtun S&P 500 vísi­töl­unnar vænt­an­lega verið eitt­hvað hóf­legri.

Svip­aða sögu var að segja af mörgum mörk­uð­um, en tæknin var aftur á móti ekki eins áber­andi á þeim íslenska. Hamp­iðj­an, sem er skráð á First North mark­að­inn, var hástökkvari árs­ins á íslenska mark­aðn­um, en hluta­bréf félags­ins hækk­uðu um 58% til loka nóv­em­ber. Þar á eftir fylgdu Sím­inn (42%), Sjóvá (39%), Kvika banki (36%), Origo (34%) og TM (33%).

Sumt fór suður

Það kemur lík­lega fáum á óvart að höggið var þyngst hjá þeim starfs­greinum sem urðu fyrir mestum áhrifum af far­aldr­in­um, eins og ferða­þjón­ust­unni. Á und­an­förnum árum hefur oft komið upp í umræð­unni hversu fá fyr­ir­tæki úr ferða­þjón­ust­unni hafi verið skráð á mark­að, en Icelandair Group stóð þar eitt á báti (eitt í flug­vél?) þegar far­ald­ur­inn hófst.

Hluta­bréfa­verð Icelandair Group var 82% lægra í lok nóv­em­ber en það var í upp­hafi árs. Svip­aða sögu var að segja af erlendum mörk­uð­um, þar sem þekkt félög eins og SAS lækk­uðu um tæp­lega 90% á sama tíma­bili og Scandic Hot­els Group um 56%. Fast­eigna­fé­lög hér og erlendis fóru mörg hver illa út úr þessu ástandi, en hluta­bréfa­verð Reita lækk­aði t.a.m. um 18% á árinu og Reg­ins um 16%, á meðan Eik hækk­aði lít­il­lega (um 4%).

Óvissa og umbreyt­ingar

Af ýmsum ástæðum hafa tækni- og nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki ekki sótt á mark­að­inn í jafn miklum mæli hér á landi og í nágranna­löndum okk­ar. Þetta er meðal ann­ars út af sögu­lega háu vaxta­stigi og ákveðnum mis­skiln­ingi sem virð­ist ríkja um eðli mark­að­ar­ins þegar kemur að óvissu og umbreyt­ing­um. Sú stað­reynd leiðir okkur að einni stærstu áskorun mark­að­ar­ins á árinu, end­ur­fjár­mögnun Icelandair Group.

Það er fljótt að gleymast, hversu umfangs­miklu verk­efni stjórn­endur Icelandair Group stóðu frammi fyrir í upp­hafi far­ald­urs­ins. Binda þurfti ansi marga lausa hnúta til að það tæk­ist að bólu­setja félagið fyrir mestu áhrif­unum af COVID-19, en það virð­ist bless­un­ar­lega hafa tek­ist nokkuð vel – miðað við við­brögð mark­að­ar­ins eftir að hluta­fjár­út­boð félags­ins klárað­ist, í sept­em­ber.

Þangað til var eins og hluta­bréfa­mark­að­ur­inn hefði verið kyrr­settur með flug­flota félags­ins. Það heyrð­ist úr mörgum áttum að fjár­festar vildu helst ekki hreyfa sig  fyrr en þeir vissu hvað yrði um félag­ið, hvort þeir myndu fjár­festa í hluta­fjár­út­boði þess og þá fyrir hversu háar fjár­hæð­ir. Margir þeirra vildu að Kaup­höllin stöðv­aði við­skipti um vorið, þar til úr óviss­unni hefði verið skor­ið. Slík stöðvun hefði þurft að vara í marga mán­uði og hefði komið sér afar illa fyrir bæði fjár­festa og félag­ið.

Um allan heim má finna fjöl­mörg dæmi um almenn­ings­hluta­fé­lög sem standa reglu­lega frammi fyrir við­líka óvissu og Icelandair Group hefur gert á þessu ári. Fyr­ir­tæki eru jafn­vel skráð á markað án þess að hafa aflað nokk­urra tekna – og án þess að nokkur vissa sé fyrir því að for­sendur þeirra fyrir fram­tíðar tekju­öflun munu stand­ast. Sum þeirra vaxa og dafna, önnur dala, þau fara í umbreyt­ingar og jafn­vel umbylta starf­semi sinni. Þetta gera þau allt fyrir opnum tjöld­um, sem almenn­ings­hluta­fé­lög, en það gerir þeim hlut­höfum sem vilja síður taka þátt í veg­ferð­inni með þeim kleift að selja  og öðrum að kaupat.

Til þess er leik­ur­inn gerð­ur. Að liðka fyrir því að frum­kvöðlar og spenn­andi fyr­ir­tæki gefi aflað sér fjár­magns til að ná metn­að­ar­fullum mark­mið­um. En mark­aður fyrir áhættu­fjár­magn mun seint blómstra þegar vextir eru háir og bróð­ur­partur fjár­fest­inga kemur frá líf­eyr­is­sjóð­um, sem eru í eðli sínu nokkuð áhættu­fæln­ir. Til þess þarf meiri breidd í fjár­festa­hóp­inn – og það fór einmitt að glitta í ákveðna þróun í þá átt þegar líða tók á árið.

End­ur­koma almenn­ings

Á fyrstu átta mán­uðum árs­ins fjölg­aði við­skiptum um 35% miðað við sama tíma­bil árið 2019, þrátt fyrir að velta hafi dreg­ist saman um 11%. Þró­unin var umfram allt áber­andi í hluta­bréfum Icelandair Group, þar sem við­skiptum fjölg­aði um 46% þrátt fyrir 60% lækkun í veltu. Fleiri, en smærri, við­skipti þóttu vera nokkuð skýr vís­bend­ing um að ein­stak­lingar væru að verða atkvæða­meiri í við­skipt­um.

Stað­fest­ingin kom svo end­an­lega um miðjan sept­em­ber með nið­ur­stöðum almenns útboðs Icelandair Group, um miðjan sept­em­ber. Alls bár­ust til­boð frá níu þús­und ein­stak­lingum í útboð­inu og hlut­höfum fjölg­aði um sjö þús­und, sem er frekar sturluð stað­reynd í ljósi þess að fyrir útboðið voru ríf­lega átta þús­und skráðir hlut­hafar í íslenskum almenn­ings­hluta­fé­lög­um, sam­tals! Bendir flest til þess að þetta hafi að megn­inu til verið nýir fjár­fest­ar, en miðað við nýj­ustu tölur frá Nas­daq verð­bréfa­mið­stöð er heild­ar­fjöldi ein­stak­linga sem eiga í íslenskum almenn­ings­hluta­fé­lögum ríf­lega 16 þús­und. Þetta er um tvö­földun frá því sem áður var.

Eftir útboðið hefur fjöldi við­skipta á mark­aðnum haldið áfram að þok­ast upp á við og hefur hvert metið á fætur öðru verið sleg­ið, Ef litið er til  fjölda við­skipta á einum degi frá hruni. Á sama tíma og ein­stak­lings­fjár­festum er að fjölga hefur heyrst að skuld­settir spá­kaup­menn hafi farið svo illa út úr fyrstu bylgj­unni þegar verð lækk­aði hvað mest, að þeir hafi nán­ast horfið af mark­aðn­um. Von­andi þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að þeir sýni sig aft­ur, en slíkir fjár­festar eru einnig hluti af þeirri mik­il­vægu breidd sem mark­aðir þurfa til að geta blómstr­að. Við þann lista má svo bæta erlendum fjár­fest­um, sem eru afar mik­il­vægur hlekkur í vist­kerfi öfl­ugra mark­aða.

Tvennt kom til á árinu sem fyllir mann bjart­sýni um aukna aðkomu erlendra fjár­festa á kom­andi miss­er­um. Í fyrsta lagi var til­kynnt um að íslenski mark­að­ur­inn yrði loks­ins tek­inn inn í ákveðnar vísi­tölur MSCI næsta vor, eftir að hafa verið áður tek­inn inn í sams­konar vísi­tölur hjá FTSE. Þetta þýðir í stuttu máli að erlendir sjóð­ir, sem fjár­festa í sam­ræmi við umræddar vísi­töl­ur, eru nú lík­legri til þess að bæt­ast við hlut­hafa­hóp íslenskra félaga.

Í öðru lagi tók Nas­daq verð­bréfa­mið­stöð upp nýtt kerfi og sam­ein­að­ist Nas­daq CSD, sem gerði þeim kleift að upp­fylla ítr­ustu gæða­kröfur alþjóð­legra fjár­festa. Verð­bréfa­mið­stöðvar hafa stundum verið kall­aðar pípu­lagnir mark­að­ar­ins. Ef þær virka vel tekur fólk ekki mikið eftir þeim. Ef ekki, verða fjár­festar fljót­lega varir við skíta­fýlu. Og erlendir fjár­festar eru eins og grand­varir kaup­end­ur, sem fjár­festa ekki í fast­eignum án þess að láta mynda pípu­lagn­irnar fyrst.

Horft til fram­tíðar

Eitt allra stærsta málið á árinu voru svo lækk­andi stýri­vext­ir. Lækk­anir sem komu ekki af góðu, en gætu þó haft góð áhrif á mark­að­inn. Ekki er ólík­legt að þær hækk­anir sem orðið hafa á hluta­bréfa­verði á árinu megi að ein­hverju leyti rekja til þess­ara aðgerða. Ef vel tekst til munu þær vera hvetj­andi fyrir fjár­mögnun á mark­aði og fjölgun skráðra félaga, sem gæti hvort tveggja skipt sköpum í við­spyrn­unni.

Mikið hefur gengið á þetta árið og ljóst er að mark­að­ur­inn í dag er allt annar en hann var fyrir ári síð­an, af ýmsum ástæð­um. Nýr veru­leiki blasir við, en tím­inn einn mun leiða í ljós hvernig úr honum verður unn­ið. Það verður því afar fróð­legt að taka stöð­una að ári. Gleði­leg jól – og far­sælt kom­andi ár!



Greinin birt­ist fyrst í jóla­blaði Vís­bend­ing­ar, sem hægt er að lesa í heild sinni með því að smella hér.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að blað­inu með því að smella hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit