Bætum kynfræðsluna en látum lestrargetu drengja eiga sig

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar um stöðu drengja í skólakerfinu.

Auglýsing

Í mörg herr­ans ár hefur fag­fólk bent á vanda drengja í skóla­kerf­inu. Árið 1997 lögðu nokkrir þing­menn, m.a. Svan­fríður Jón­as­dóttir og Siv Frið­leifs­dótt­ir, fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu „Staða drengja í grunn­skól­um“ sem kvað á um að stofna nefnd sem skoði stöðu drengja í grunn­skól­an­um. Þar seg­ir: „Al­þingi ályktar að fela mennta­mála­ráð­herra að skipa nefnd sem leiti orsaka þess að drengir eiga við meiri félags­leg vanda­mál að etja í grunn­skólum en stúlkur og náms­ár­angur þeirra er lak­ari. Jafn­framt því að greina orsakir aðlög­un­ar­vanda drengja verði nefnd­inni falið að benda á leiðir til úrbóta.“ Í stuttu máli, hef ekki hug­mynd hvort af þessu varð en margt bendir til að svo hafi ekki ver­ið. Mér fróð­ari menn verða að svara því.

Enn bent á vand­ann 

Und­an­farin ára­tug eða svo hefur fag­fólk bent á lélega lestr­ar­getu drengja og lesskiln­ing þeirra. Sama um stöðu þeirra í skóla­kerf­inu. End­ur­tekið efn­ið. Meðal ann­ars byggt á rann­sóknum erlendis frá. Margir ráð­herrar mennta­mála hafa farið og kom­ið. Enn er staða drengja slæm og sam­kvæmt tölum sem til eru lag­ast ekk­ert. Fer versn­andi ef eitt­hvað er. Grein­ingum fjölgar og lyfja­notkun hegð­un­ar­lyfja eykst eins og bent hefur verið á í gegnum talna­brunn emb­ætti land­lækn­is.

Mennta­stefnu til árs­ins 2030 leggur Mennta­mála­ráð­herra stoltur fram við hvert tæki­færi og vitnar til sem fram­þróun í skóla­kerf­inu. Gott og vel. Hvergi er minnst orði á vanda drengja. Hvað þá að taka eigi á vand­an­um. Drengir telja samt um helm­ing nem­enda í grunn­skóla­kerf­inu. Vandi drengja virð­ist ekki koma þjóð­inni við. Kannski þurfum við að bíða önnur 30 ár eftir að ráð­herra mennta­mála leggi við hlust­ir. Ekki er svo með öllu illt...því ráð­herra mennta­mála lagði við hlustir þegar kyn­lífs­fræðsla í grunn­skól­anum var gagn­rýnd.

Fámennur hópur

Áhuga­menn um kyn­fræðslu í grunn­skólum létu í sér heyra. Vantar femínískt sjón­ar­horn inn í fræðsl­una eftir því sem næst verður kom­ist. Áhuga­fólkið hitti ráð­herra í hjarta­stað. Kyn­fræðsla í grunn­skól­anum er sögð arfa­slök. Veit ekki hvort það hafi verið sér­stak­lega rann­sak­að. Hafi það verið gert veit ég ekki hvar sú eða þær rann­sóknir voru birt­ar. Kyn­fræðsla og upp­bygg­ing hennar bygg­ist meðal ann­ars á lestri. Hvað ger­ist þegar helm­ingur þeirra sem njóta kyn­fræðsl­unnar getur ekki lesið sér til gagns? Er ekki ljóst að eitt­hvað fer ofan garð og neð­an.

Auglýsing
Höfundur hefur engar for­sendur til að meta hvort kyn­fræðsla í grunn­skól­anum sé slæm eða góð. Kenn­arar hafa tals­vert val þegar kemur að náms­efni og kennslu­að­ferð­um, því er mér ómögu­legt að segja til um gæði efnis og kennslu. Vona að rann­sókn­ir, ekki orðrómur eða tíst, dugi til að leggja dóm á það. Mennta­mála­ráð­herra hlýtur að hafa lesið rann­sóknir þegar hún tók ákvörðun að skipa níu konur og tvo unga menn til að móta kyn­fræðslu­kennslu í grunn­skól­an­um. Fræðslu til nem­enda­hóps sem er um helm­ingur drengja og helm­ingur stúlk­ur. Væri ekki lag að fá kyn­fræðsl­una út úr grunn­skól­anum þannig að frjáls félaga­sam­tök og for­eldrar geti séð um hana þannig að vel sé. Það að nú eigi að end­ur­skoða kyn­fræðsl­una frelsar okkur hins vegar ekki undan lestr­ar­vanda drengja og kröf­unni að bæta úr þeim vanda.

Hvað þarf til

Mun seint telj­ast sér­fræð­ingur í lestr­ar­kennslu barna en mér fróð­ara fólk bendir á vand­ann. Alþjóð­leg próf benda á vand­ann. Ásókn drengja í fram­halds­nám bendir á vand­ann. Líðan drengja í grunn­skól­anum bendir á vand­ann. Allt bendir í sömu átt, drengir eiga við vanda að etja. Íslenska þjóðin þarf að lyfta Grettistaki til að efla læsi og lesskiln­ing drengja. Lestr­ar­þjálfun er á ábyrgð for­eldrar rétt eins og skól­ans sem kennir lestækn­ina. Fræði­menn hafa bent á gagn­reyndar aðferðir og á það ber að hlusta.

Þegar í grunn­skól­ann kemur ættu for­eldrar að skrifa undir samn­ing við skól­ann að þeir sjái um þjálfun lest­urs­ins heima fyr­ir. Skól­inn og for­eldrar eiga að setja sam­eig­in­lega mark­mið með lestr­ar­kennslu nem­enda, drengja og stúlkna. Þegar skól­inn og for­eldrar vinna að sömu mark­miðum getur varla neitt annað en gott komið út úr því fyrir nem­anda. Standi for­eldrar ekki við samn­ing ætti skól­inn að kalla þá inn til við­ræðna um mark­miðin sem voru sett fyrir barn­ið. Allt í þágu barns­ins, lestr­ar­getu þess og fram­vindu í námi. For­eldrar þurfa að axla ábyrgð á barni sínu þegar að lestri og námi kem­ur. 

Ekk­ert bak­land

Finna má börn sem hafa ekki það bak­land sem þarf til að sinna lestr­ar­þjálf­un. Þá þarf skól­inn að taka til sinna ráða og þjálfa þá. Skóla­kerfið má ekki skilja nem­endur eftir þjálf­un­ar­lausa. Slíkt hefur afleið­ing­ar.

Fyrir nokkrum árum voru til staðar lestr­ar­ömmur og -af­ar. Þá var fólki á líf­eyr­is­aldri gert kleift að koma inn í skól­ann og þjálfa börn í lestri. Það væri vel ef slíkt kerfi væri tekið upp að nýja og að eldra fólkið hefði áhuga á að vera þjálf­ari í lestri. 

Höf­undur er M.Sc. M.Ed.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar