Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I

Dýraréttarlögfræðingurinn Árni Stefán Árnason skrifar um áherslur stjórnarflokkanna í dýraverndarmálum en Árni telur verulega skorta á dýravernd í stefnuskrám flokkanna.

Auglýsing

Ágrip og hvatn­ing

Ég vil byrja þessa grein á að skora á alla dýra­vernd­ar­sinna, að leggj­ast á eitt með áróðri á þeim miðl­um, sem þeir hafa til­einkað sér eða með öðrum hætti og ganga á for­ystu­menn stjórn­mála­flokka í fram­boði til alþing­is­kosn­inga og fram­bjóð­endur í barráttu­sætum með spurn­ingum um hvað þeir hygg­ist leggja af mörkum í þágu dýra­verndar nái þeir kjöri. Ég er sann­færður um að margir bregð­ast við þessu ákalli því allir sem ég hef talað við sl. 10 ár, í minni dýra­vernd­ar­barráttu, skil­greina sig dýra­vini og er það vel. Núna er kjörið tæki­færi að tala máli þeirra.

Áfram áhrifa­valdar

Mér finnst líka rakið að höfða beint til áhrifa­valda og biðja þá um að kýla á almenni­lega útsend­ingu um dýra­vernd fyrir kosn­ing­ar. Þið eruð þeir sem hafið áhrif á ákveðnar kyn­slóðir fólks og með sóma margir hverj­ir.

Gylli­boða­veisla fram­bjóð­enda

For­ystu­menn fram­boðs­flokk­anna þarf ekki að kynna. Allar eru þessar elskur með face­book síð­ur, twitter aðgang, máski instagram, tik tok og hvað þetta nú allt heit­ir. Þar bíða þeir óþreyt­andi eftir athygli ykk­ar. Þeim er ómögu­legt, að missa af skila­boðum ykkar svo ræki­lega eru þau öll tengd. Þeir þrá alla athygli og jákvæða ein­stak­linga, sem sækja þá heim og þeir gætu mögu­lega lofað gulli og grænum skógum og örugg­lega ekki síst í dýra­vernd. Það sem sam­einar þá alla er að löngun þeirra, nú rétt fyrir kosn­ing­ar, er að til að sann­færa ykk­ur, er nú hömlu­laus. Þeir iða í skinn­inu að þið veitið þeim braut­ar­gengi en þeir ákveða að gal opna eyrun í nokkrar vikur á 4ra ára fresti - fyrir kosn­ing­ar. Svo brestur á heyrn­ar­leysi, sem endranær.

Auglýsing

Sann­færið þau fram­bjóð­endur

Sann­færið þau. Þið eruð stjórn­endur núna og vinnu­veit­end­ur. Auð­mýkt fram­bjóð­enda er aldrei meiri en fyrir kosn­ing­ar. Gefið þeim kær­komið tæki­færi til að dansa eftir ykkar höfði í þágu dýra­vernd­ar. Þau þrá örugg­lega, að veita ykkur hlust­un, lofa ykkur langt fram úr ykkar björt­ustu von­um. Þannig eru þau alltaf rétt fyrir kosn­ing­ar, missa stjórn á sér af ánægju við athygl­ina. Þið hafið þá amk orð þeirra á þau, eftir kosn­ing­ar, ef ein­hver þorir að svara ykkur um þetta verð­uga mál­efni sem dýra­vernd er. Afritið og vistið svör þeirra með tryggum hætti. Sorry en það er ekki annað hægt en að hefja þetta með smá kald­hæðni sem felur þó í sér mikin sann­leika. Öll fram­boðin utan tveggja munu hlusta vand­lega á ykk­ur. Íhaldið með þá for­ystu sem það hefur miklu tengsl við útgerð­ina og fyr­ir­tæki í mat­væla­fram­leiðslu hefur þó lík­lega enga löngun að hlusta á boð­skap ykk­ar. Fram­sókn mun líta undan enda eiga þeir allt undir dreyf­býl­is­fólki, sem sinnir kjöt­fram­leiðslu og mun ei styggja þau jafn­vel þó for­maður flokks­ins hafi sagt í vik­unni: Við í Fram­sókn lítum svo á að Ísland sé land tæki­fær­anna. Sá ljúfi for­mað­ur, þótt dýra­læknir sé, hefur aldrei á sínum ferli, sem þing­mað­ur, lagt nokkuð til mál­anna á þeim vett­vangi. Und­ar­legt af dýra­lækni á Alþingi ekki satt?

Við vitum ekki hvar við höfum for­mann Mið­flokks­ins, sem hefur svo mikla ástríðu fyrir íslensku búfjár­eldi til mann­eldis að honum finnst það til vin­sælda­aukna á sam­fé­lags­miðl­um, en mögu­legt er að hann vilji draga í land með dálæti sitt á föllnu nauti fyrir framan dýrelsk­andi kjós­end­ur, ljá ykkur eyru sín enda enda því miður á mörk­unum að kom­ast á þing þessi afburða skemmti­legi þing­mað­ur. Eftir standa ein 7-8 fram­boð til að herja á. Herjið á þau!

Von­brigði með sitj­andi þing­menn

Til þessa hefur lítið verið hægt að treysta á valda­mestu stofnun lands­ins, Alþingi í þessum efn­um. Varla hefur þing­maður hreyft við mála­flokknum á kjör­tíma­bil­inu sem er að líða að und­an­skyldu fram­lagi Ágústs Ólafs Ágústs­son­ar, sem síðan var bolað úr Sam­fylk­ing­unni. Þá hefur Inga Sæland í Flokki fólks­ins drepið á dýra­vernd auk eins vara­þing­manns Pírata. Þar með er upp­taln­ing­unni lokið á kjör­tíma­bil­inu eftir því sem ég best veit. Mál­efnin hafa þó verið ærin og ber þar lík­lega blóð­mer­a­iðn­að­inn hæst.

Núvit­und flokk­anna

Svo að kjós­endur átti sig á mik­il­vægi vit­und­ar­vakn­ingar á meðal fram­bjóð­enda er ágætt að koma með sam­an­burð á áherslum stjórn­mála­flokka þess kjör­tíma­bils, sem er að enda. Tinna Hall­gríms­dótt­ir, for­maður Ungra umhverf­is­sinna og ég erum vel til þess fallin enda fylgj­umst við gjörla með hvert sínu svið, jafn­vel báð­um. Tinna segir rétti­lega í nýlegu við­tali á Bylgj­unni íslenska stjórn­mála­flokka lélega í umhverf­is­mál­um. - Ég segi: áherslur þeirra hafa þó aldrei verið meiri, blaður og gal þeirra í lofts­lags­málum aldrei hærra. Árangur þó vart sjá­an­legur né áþreif­an­legur utan þess að plast­pok­arnir eru horfnir úr Bónus o.fl. stöð­um. Útblástur úr land­bún­aði, frá útgerð og skipum og flugi heldur sínu flugi. Eitt­hvað hefur áunn­ist með raf­bif­reið­um. Þið getið rétt ímyndað ykkur að ef flokk­arnir telj­ast lélegir í umhverf­is­sinn­ar, sem linnu­laust er í umræð­unni, hvernig þeir eru í mál­efnum dýra­vernd­ar, sem varla nokkurn tíma kemst umræð­una. Hafa þó til­efnin verið ærin s.l. 4 ár. Þar eru þeir ekki bara lélegir heldur hand­ó­nýtir og hafa verið gagns­lausir í þeim mála­flokki á kjör­tíma­bil­inu sem er að líða að mínu mati. Zeró upp­skera.

Svar nýlið­ans

En svona á létt­ari nótum og áður en ég helli mér í alvöru máls­ins. Spurði nýlega, á sam­fé­lags­miðli, einn sak­lausan en vel­vilj­aðan nýliða í fram­boði, en hann vakið hefur athygli fyrir fram­sækið fram­boð og skilur hefð­bundna fram­boðs­tækni eftir í ryki:

„Hvað með þau allra minnstu og hafa vart rödd en eru gjör­nýtt af mann­inum til sjávar og sveita. Ekk­ert fram­boð hefur minnst á þau! Hvað mað þig?“

Svar hans var: ég stend með því fólki sem er mis­notað til sjávar og sveita. Íslend­ing­um, Pól­verj­um, Lit­háum og öðrum sem níðst er á.

Well. Animals are also good peop­le, segi ég! Þetta fal­lega og vel meinta svar nýlið­ans lýsir trú­lega almennri van­þekk­ingu fram­bjóð­enda í lík­legum barráttu­sætum á stöðu dýra­verndar á Íslandi.

Eftir að hafa útskýrt málið fyrir honum krafð­ist hann þess af mér að ég veitti honum lið­sinni að skrifa dýra­vernd­ar­stefnu fyrir þann flokk, sem hann býður sig fram fyr­ir. Og gott betur hann sagð­ist ekki hafa étið hákarl í háa herr­ans tíð en hefur þó dálæti á lifra­pilsu og hefur týft tánni sam­kvæmt Tví­höfða.

Ég er ánægður með þessi fyrstu veg­anskref hans og fagna höfnun hans á hákarli því hákarla­veiðar eru eitt grimmasta dýra­níðið sem mað­ur­inn fram­kvæm­ir. Þeir eru auk þess í útrým­ing­ar­hættu! Sam­þykkti að veita honum lið­sinni en í grunn­inn er það mat mitt að allir nútíma stjórn­mála­flokkar ættu hik­laust að hafa þennan texta rit­aðan í stefnu­skrám sín­um, það væri modern: virðum lögum um vel­ferð dýra, fram­kvæmum þau, dýra­vernd fari frá Mat­væla­stofnun (MAST) og stofnað verði sér­stakt emb­ætti, umboðs­manns dýra eða hrein­lega dýra­lög­regla þar sem yfir­dýra­læknir kemur hvergi nærri! Rök­stuðn­ingur í síð­ari grein. - Punkt­ur.

Úr tímaritinu Dýraverndarin á fjórða áratug síðustu aldar. Hugmyndin um dýralögreglu á Íslandi er nærri aldargömul. Hún hefur þó tíðkast víða um heim í langan tíma einkum í Bandaríkjunum.

Verum stolt, skörum framúr

Að frá­taldri lög­bund­inni ábyrgð stjórn­mála­manna og fram­kvæmda­valds­ins á sviði dýra­vernd­ar, sem þeir aðilar fá greiddar him­in­háar upp­hæðir fyrir í formi skatt­pen­inga án sjá­an­legs fram­lags í mála­flokknum sam­an­borið við það fé sem borið er í þá almennt á launa­seðli, þá berum við dýra­vern­ar­sinnar þennan kaleik líka. Það er ekki bara sið­ferði­leg skylda okkar heldur er okkur falin ábyrgð í lögum um vel­ferð dýra, sem til­kynn­inga­skyldir eft­ir­lits­að­il­ar. Við eigum að vera stolt af því að vera öfl­ug­ustu málsvarar dýra, sem þau eiga, án mála­mynda, að geta treyst á.

Sjald­gæft tæki­færi

Nú er því sjald­gæft tæki­færi til að fá svör og beita þeim á hina kjörnu, ef við á, eftir kosn­ingar finn­ist ykkur jafn slæ­lega gengið til verks á næsta kjör­tíma­bili og rök­stutt er í grein þess­ari að var gert á þvi sem er að ljúka. Við þurfum öfl­uga dýra­vernd­ar­sinna sem ráð­herra í Atvinnu og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­ið, sem fer með mál­efni allra dýra utan hinna villtu og í Umhverf­is­ráðu­neyt­ið, sem fer með mál­efni villtra dýra. Þá þurfum við rík­is­stjórn­ar­flokka sem taka mark á okkur og ábend­ingum okkar í þágu dýr­anna en þagga ei, eins og verið hef­ur.

Gild kjarn­yrt lög um vel­ferð dýra

Í gildi eru kjarn­yrt lög nr. 15/2013 auk ara­grúa reglu­gerða um vel­ferð dýra sem tóku gildi 2013 og síðar en fram­kvæmda­vald­inu hefur orðið lítið ágengt með fram­kvæmd á. Þau eru full af vald­heim­ildum til að grípa inn í. Það er sjaldan gert fyrr en eftir dúk og disk og á meðan þjást dýr­in. Stjórn­sýslu­lögin eru skrifuð með þeim hætti að stjórn­sýslan (MAST) lætur þau ætíð vega sterkar en rétt dýra sam­kvæmt lögum um vel­ferð dýra og á meðan kunna dýr að þjást. Stór­und­ar­leg laga­með­ferð vegna svo­kall­aðs and­mæla­réttur aðila. Sá réttur er aðal þrösk­uld­ur­inn, rödd manns­ins skal vega hærra en dýranna, er mat MAST. And­mæla­rétt­ur­inn getur þó líka, í höndum flinkra lög­manna bjarg­að, þegar á köflum glóru­laust hátta­lag yfir­dýra­læknis og lög­fræð­inga MAST þvert á allar stjórn­sýslu­reglur tekur flug gegn gagn­að­ilum MAST. Um það eru mörg dæmi.

Ég full­yrði, þrátt fyrir glimr­andi lög, væru þau virt, að rétt­ar­staða dýra er ennþá lít­ils­virt, einkum í búfjár­eldi, allskyns fisk­veiðum og eldi fisks sem og hjá villtum dýrum, þrátt fyrir að laga­bók­staf­ur­inn eigi að tryggja þeim lífs­gæði og vernd sem þau gætu vel við unað. Þetta á t.d. við um blóð­mer­ar, loð­dýra­eldi, mjólkur og hrein­dýr­skýr og kálfa þeirra, hval­veið­ar, fisk­eldi, gælu­dýr, veiðar villtra fiska, afmark­aða dýra­lækna­þjón­ustu, o.fl., o.fl.

Inn­gangur

Og er þá komið að því sem ég vildi helst sagt hafa. Margir mik­ils­virtir erlendir ein­stak­ling­ar, áhrifa­að­ilar og félaga­sam­tök hafa ekki setið auðum höndum í fram­lögum sínum til alvöru dýra­vernd­ar. Því miður er í fá hús að venda á Íslandi nema horft sé heila öld aftur í tím­ann. Hér smá ádrepa en ég mun fjallar ítar­lega um þetta og nútíma­menn í dýra­vernd í þriðju grein.

Mahatma Gandhi (f.2. október 1869, d.30. janúar 1948) var pólitískur leiðtogi Indverja. Hann sagði:

Þetta er aðeins agn­ar­lítil upp­taln­ing en ég mun vitna í miklu fleiri í þriðju grein til að sýna á hvaða cali­beri heims­þekktir áhrifa­menn telja dýra­vernd eiga að vera því ástríða fyrir dýra­vernd eru ekki hávær hróp ein­hverra fárra sér­vitra dýra­vernd­ar­sinna heldur líka köllun fjöl­margra heims­þekktra leið­toga og fræði­manna.

Abraham Lincoln (f. 12. febrúar 1809, d. 15. apríl 1865) fyrrverand forseti Brandaríkjanna. Hann sagði:  „I am in favor of animal rights as well as human rights. That is the way of a whole human being.“

Langöflug­asta og virtasta íslenska dýra­vernd­ar­röddin frá upp­hafi er Tryggvi Gunn­ars­son

Upp úr alda­mót­unum 1900 hóf­st, svo eftir var tek­ið, dýra­vernd af slag­krafti á Íslandi. Þar var á ferð­inni lands­kunnur stjórn­mála og kaup­sýslu­mað­ur, Tryggvi Gunn­ars­son, sem stofn­aði Dýra­vernd­ar­fé­lag Íslands og kom í gegn fyrstu íslensku dýra­vernd­ar­lög­un­um. Óum­deilt er að hann er öfl­ug­asta rödd dýra­verndar á Íslandi frá upp­hafi á meðal öfl­ug­ustu stjórn­mála­manna á Íslandi frá upp­hafi. Það sem er sér­stak­lega eft­ir­tekt­ar­vert er að maður á hans kali­beri síns tíma og á sér hrein­lega enga eða í besta falli mjög fáa líka í sam­tím­anum hafi verið jafn mikil þunga­vigt­ar­maður í dýra­vernd og hann var. Fer­il­skráin hans ber vitni um hvaða áhrifa­mann var að ræða. Hann var um tíma allt í öllu á þing­inu á Heima­stjórn­ar­tíma­bil­inu, banka­stjóri, kaup­sýslu­mað­ur, bygg­inga­meist­ari o.fl. o.fl. o.fl. Ævi­saga hans er til í 4 ritum og minn­is­varði er um hann í alþing­is­garð­in­um. Hann var pott­ur­inn og pannan í tíma­rit­inu Dýra­vin­urinn síða Dýra­vernd­ar­anum með dyggri aðstoð sam­tíð­ar­manna.

Myndin er úr 4. tb. Dýraverndarans, 1926.

Húsakostur Dýraverndarfélags Íslands, Tunga í Reykjavík, 1923. Myndin er úr Dýraverndaranum 1. tb. 1923.

Dýra­vernd er gleymd hjá sam­tíð­ar­stjórn­mála­flokkum og for­seta­emb­ætt­inu

Aldrei hef ég heyrt minnst á mik­il­vægi dýra­verndar af nokkrum for­seta frá upp­hafi lýð­veld­is­ins. Það er dap­urt. Þyk­ist ég þó vita að núver­andi for­seti sé hjarta­hlýr maður sem myndi beita sér ef til hans yrði leit­að.

Þegar ég hóf þessi skrif var það hrein til­viljun að ein af fyrstu beinu útsend­ingum flokk­anna stóð yfir. Það var Sam­fylk­ing­in. Arrogance flokks­ins í garð dýra­verndar var stað­fest­ur. Logi Ein­ars­son, for­maður fylk­ing­ar­inn­ar, kynnti áherslur flokks­ins fyrir næstu kosn­ing­ar. Ekki minnst á dýra­vernd.

Við­reisn kom með beina útsend­ingu frá Lands­þingi sínu nýlega. For­mað­ur­inn fór, hávær eins og honum er tamt, um víðan völl í Evr­ópu og Íslands­mál­um. Ekki minnst á dýra­vernd í stjórn­mála­á­lyktun flokks­ins þó stefna ESB sé skýr og fyr­ir­ferða­mikil í þeim efn­um. Þá er hann var land­bún­að­ar­ráð­herra fyrir nokkrum árum urðu áherslur hans mér skýr­ar. Ég reyndi að ná fundi með honum í ráðu­neyti hans um afmarkað mál­efni í dýra­vernd. Hann var of upp­tek­inn vikur fram í tím­ann til að ljá mér máls í kort­er.

Bjarni Ben, Gunnar Smári frá Sós­í­alistum og Kristrún frá Sam­fylk­ing­unni í pall­borði á Stöð2 31. ágúst. - Ekki minnst á dýra­vernd.

Doð­inn er alger alls staðar hjá fram­boð­unum eins og fram kemur hér að neðan þegar stefnu­skrár eru lesn­ar.

Hér fyrir neðan mun ég reifa í gogg­un­ar­röð stjórn­ar­fars það sem hefur truflað mig mest í afskipta­leysi, hand­vömm og sviknum lof­orðum á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili.

Ekki í góðum höndum hjá Vinstri grænum

Fyrsta máls­grein stefnu­skrár VG um land­bún­að­ar­mál endar svona „... og vel­ferð dýra í for­grunni“ og er það eini flokk­ur­inn sem minn­ist á dýra­vernd í stefnu­skrá sinni, sem er frá­bært. En hverjar eru efnd­irn­ar?

Á meðan á skrifum mínum stóð blasti þessi fyr­ir­sögn við mér á net­miðli frá fram­halds­fundi Vinstri grænna 28. ágúst s.l.: „Við veljum sam­talið yfir berg­máls­hell­inn“

Sagði for­maður VG á nýliðnum fram­halds­fundi og virð­ist það vera slogan VG fyrir næstu kosn­ing­ar. Þarna er dig­ur­mann­lega mælt eins og háttur for­manns VG er.

Stað­reyndin um VG er þessi: Í jan­úar mán­uði 2018 skrif­aði ég umhverf­is­ráð­herra Guð­mundi Inga utan­þings­ráð­herra VG í umhverf­is­ráðu­neyt­inu eft­ir­far­andi tölvu­póst:

Sæll Guð­mund­ur.

Í stað þess að skrifa þér opið bréf um eft­ir­far­andi mál­efni, eins og minn er háttur um mik­il­væg mál­efni í dýra­vernd, ætla ég að gera til­raun með þennan send­ing­ar­máta.

Nýlega skrif­aði ég grein í Kvenna­blað­ið, sem fjall­aði um heim­ildir til að aflífa hrein­dýr­skýr frá ungum afkvæmum sín­um.

Það hryggir mig að þú skulir taka upp, án gagn­rýni, vinnu­brögð fyrri ráð­herra skeit­ing­ar­laus um rétt­ar­stöðu dýra á Íslandi skv. lögum um vel­ferð dýra og bera fyrir þig löngu úrelt lög á sama tíma og lög um vel­ferð dýra eru lág­marks­regl­ur, aðeins 3 ára göm­ul. Ómun­deil­an­legt er að lögin taka til hrein­dýra enda eru þau hvergi und­an­skilin í lög­un­um.

Það leyfi, sem þú hefur gefið út, er þegar grant er skoðað á mörkum þess að telj­ast sið­legt svo ég tali nú hreint út.

Þetta er skoð­un, sem er ekki bundin við mig. Reynslu­miklir dýra­vernd­ar­sinnar eru flestir á þess­ari skoðun með rök­um. Mín skoð­un, í lög­fræði­legu sam­hengi, þar sem ég er sér­fræð­ingur á sviði íslenskrar dýra­vernd­ar­lög­gjafar er sú að þetta leyfi þitt stang­ist á við meg­in­reglur laga um vel­ferð dýra, sem ég skora á þig að kynna þér vel!

Ég von­ast til þess að þú veltir þessu fyrir þér um leið og ég óska þér aftur vel­farn­aðar í starfi.

Svar umhverf­is­ráð­herra, sem var ferskur í ráð­herra­stól, var þetta:

Sæll og bless­aður Árni Stef­án.

Þakka þer fyrir bréf­ið. Það er gott að heyra þessi sjón­ar­mið. Eg mun svara þer betur innan skamms en sam­hliða ákvörð­un­inni kall­aði eg eftir gögnum um áhrif veiða a kúm a kálfa eins og fram kemur i frétta­til­kynn­ingu með aug­lýs­ing­unni.

Eg mun svara þer betur innan skamms.

Bkv Guð­mundur Ingi

Svar barst aldrei og Guð­mundur Ingi hefur alger­lega hundsað öll skrif ýmissa aðila um mál­efni villtra dýra og heyra undir hans ráðu­neyti. Hann hefur hins vegar haldið áfram að daðra við hina ríku, sem stunda þessa iðju og snúið sér und­an. Þetta á ekk­ert skylt við loka­orð fyrstu máls­greinar stefnu­skrár VG um vel­ferð dýra. Hann hefur því ekki unnið til þess að ég veiti honum vinnu aft­ur.

Ætla mætti að ég hefði sér­staka andúð á VG. Svo er ekki. En það vill ein­fald­lega svo til að sá flokkur hefur á und­an­förnum árum lofað miklu án efnda í mál­efnum dýra­verndar og því er kurt­eisi við kjós­end­ur, sem leggja áherslu á dýra­vernd, að vekja athygli á efnda­leys­inu.

Sem sagt: Orð for­manns VG ,,Við veljum sam­talið yfir berg­máls­hell­inn" eru ekki sönn.

Og efnda­leysið nær lengra aftur í tím­ann hjá umræddum flokki, sem liggur af hreinni til­viljun svo vel við höggi þó ég sé með öllu óháður borg­ari þ.e. hvergi flokks­bund­inn heldur styð góð mál­efni.

Árið 2013 tóku ný lög gildi um vel­ferð dýra. Einn af for­ystu­mönnum þeirrar rík­is­stjórn­ar, land­bún­að­ar­ráð­herra Vinstri grænna, Stein­grímur J. Sig­fús­son mælti fyrir frum­varp­inu. Í hnot­skurn sagði hann í ræðu­stól: hvergi verður slegið af vernd dýra.

Þetta hefur ekki orðið raunin nema síður sé eins og mörg alvar­leg dýra­vernd­ar­mál á liðnu kjör­tíma­bili og þeim á undan stað­festa og ég mun reifa ræki­lega í næstu grein.

Mat­væla­stofnun og yfir­dýra­læknir

Það er lík­lega kunn­ara en frá þurfi að segja að á milli mín og MAST hefur aldrei ríkt kær­leik­ur. Það á rót sína að rekja til ýmissa sam­skipta við starfs­menn stofn­un­ar­innar fyrir mig per­sónu­lega og umbjóð­endur mína. Stofn­unin hefur frá því að henni var falin fram­kvæmd laga um vel­ferð dýra unnið við­van­ings­lega í stjórn­sýslu­legum skiln­ingi, verið arfa­slök í leið­bein­inga­skyldu sinni við gagn­að­ila og verið með ólík­indum slök við að bregð­ast við aðkallandi mál­um.

Ég ætla ekki að rekja það nánar hér heldur deila rök­stuðn­ingi um það af hverju ég tel að ráð­herrum lið­inna ára, sem lögin um vel­ferð dýra heyra und­ir, hafi orðið á mis­tök að fela MAST fram­kvæmd lag­anna. Ég mun hins vegar rök­styðja mál mitt betur í grein nr. 2. og 3. Stofn­unin er ekki í neinni aðstöðu til þess að sinna vel­ferð dýra að mínu mati og vegur þar einkum þrennt, þekk­ing­ar­skort­ur, mannauður og fjár­skort­ur. Ég var­aði við þessu í ítar­legri grein­ar­gerð áður en lög um vel­ferð dýra tóku gildi. Þær ábend­ingar voru virtar að vettugi.

Dýra­lækna­þjón­usta á lands­byggð­inni

Yfir­dýra­læknir með land­bún­að­ar­ráð­herra fyrir ofan sig eru ábyrgir fyrir mönnun dýra­lækna­þjón­ustu á lands­byggð­inni. Í ára­tugi hefur eitt svæði verið svelt. Það eru Vest­firð­ir. Á því svæði þekki ég mjög vel til vegna tengsla við dýra­lækn­ir­inn sem MAST hefur valið þar til starfa. Hörku­dug­legur og einn okkar reynslu­mesti dýra­lækn­ir. Vel að fálka­orð­unni komin eins og yfir­dýra­lækn­ir! Honum er ætlað að sinna öllum Vest­fjörðum 24/7 allt allt árið. Ef sinna á dýra­lækna­þjón­ustu eins og hún getur best gerst þá er það úti­lokað á þessu land­svæði með þeim hætti sem MAST hefur ákveðið undir yfir­stjórn land­bún­að­ar­ráð­herra, sem var með öllu skeyt­inga­laus í þessum efnum á kjör­tíma­bil­inu eins og for­verar hans. Á Vest­fjörðum þarf miklu betri mönn­un.

Neyð­ar­þjón­usta dýra­lækna

MAST sér um að úthluta neyð­ar­þjón­ustu til dýra­lækna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hvar ég bý og hef oft þurft á henni að halda.

Ekki þarf að spyrja að því að sum staðar þessi þjón­usta miklu dýr­ari á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en lands­byggð­inni. Svo mik­ill er mun­ur­inn að dýra­læknar á lands­byggð­inni taka and­köf þegar þeir eru upp­lýstir um verð­lagn­ingu þjón­ust­unn­ar. Það sem verra er, er að gælu­dýra­eig­endur hafa ekk­ert val í þessum efnum og því er allri sam­keppni hrundið með því að úthluta þess­ari þjón­ustu til eins aðila fyrir hverja vakt.

Og - það sem ennþá verra er, of oft næst ekki í dýra­lækni á vakt, sem getur í alvar­leg­ustu til­vik­unum leitt til kvala­fulls dauða gælu­dýrs. Um þetta get ég vitnað sjálfur að ekki hefur náðst í læknir á neyð­ar­vakt í 1-2 klst. með hörmu­legum afleið­ingum - fyrir dýr­ið.

Skjáskot úr Simon´s Cat - Off to the Vet - kattaeigandi horfir á reikninginn fyrir dýralæknaþjónustu. Mynd: Skjáskot

Dýra­vernd­ar­sam­tök

Í land­inu er ekki virk dýra­vernd­ar­sam­tök. Um þau sam­tök, sem að nafn­inu til, eru til, verður fjallað um í þriðja hluta.

Hinir van­ræktu mála­flokkar

Förum yfir mála­flokk­ana, sem stjórn­völd hafa ekki hirt um að sinna á sl. kjör­tíma­bili. Ég mun drepa á nokkrum alvar­leg­ustu mála­flokk­unum í þess­ari grein en rök­styðja af meiri dýpt í hverju van­rækslan felst í næstu grein og fjalla um fleiri mála­flokka.

Blóð­merar

Á kjör­tíma­bil­inu var vakin ræki­leg athygli á því sem öll Evr­ópu­ríki telja sið­lausa með­ferð á fyl­fullum merum sem not­aðar eru til blóð­töku - blóð­mer­a­iðn­að­in­um. Það gerði ég fyrstur manna með mest lesnu grein minni frá upp­hafi og birt­ist á vef­miðl­inum kjarn­inn.is 14. jan­úar 2020 og ber heitið Dýra­vernd – blóð­mera­hald og fallin folöld þeirra á Íslandi.

Í blóð­mer­a­iðn­að­inum felst blóð­taka úr fyl­fullum merum, allt að 25 lítrar á hverjum sumri. Þeir sem græða á þessu eru blóð­mera­bændur og eitt fyr­ir­tæki, Ísteka. Úr blóð­inu er unnið hormón til að auka frjó­semi t.d. í svína­eldi.

Við leyf­is­veit­ing­una átti MAST í stök­ustu vand­ræðum við að finna laga­heim­ild sem styddi þessa blóð­töku. Hana var úti­lokað að finna í lögum um vel­ferð dýra enda aug­ljós­lega í and­stöðu við meg­in­reglur lag­anna. Þá fór MAST eða öllu heldur Fagráð MAST króka­leið en það tekur umdeild atriði í dýra­haldi til umfjöll­unar og síðan að vera hægri hönd yfir­dýra­læknis við ákvarð­ana­töku. Þetta fjand­sam­lega athæfi var fellt undir reglu­gerð um vís­inda­rann­sóknir á dýrum, sem ég tel sví­virði­lega aðferð við að rétt­læta með­ferð á dýrum, sem er í algerri and­stöðu við meg­in­reglum laga um vel­ferð dýra. - Og til að toppa allt þá studdi full­trúi Dýra­vernd­ar­sam­bands­ins í Fagráði MAST þetta.

En svona virkar Íslands þegar hags­muna­að­ilar með bænda og dreif­býl­is­flokk­inn Fram­sókn­ar­flokk­inn situr i rík­is­stjórn. Og sá flokkur hefur fleira umdeilt á sinni sam­visku í tengslum við dýra­vernd - jafn­vel þó for­mað­ur­inn sé eið­svar­inn dýra­lækn­ir! Tölum um loð­dýra­eld­ið.

Loð­dýra­eldi

Á kjör­tíma­bil­inu hélt loð­dýra­eldið áfram á Íslandi þó mjög hafi hallað undan fæti und­an­farin ár vegna minnk­andi eft­ir­spurn­ar. Umdeildur ,,bú­skapur" sem er líka kenndur við sið­leysi víða í Evr­ópu. Villtir minkar eru haldnir inni­lok­aðir í agn­arsmáum búrum alla sína stuttu lífs­tíð, sem er miklu skemmri en villtra dýra í nátt­úr­unni. Þeir eru síðan aflífaðir með útblæstri og flegnir þegar ,,bónd­inn" vill græða á skinn­un­um.

Vegna mik­ils tap­rekstur í iðn­að­inum tók for­ystu­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins í rík­is­stjórn og dýra­lækn­ir, Sig­urður Ingi Jóhanns­son sig til og jós skatt­pen­ing­um, í grein­ina til að halda lífi í þeim fáu bændum sem ennþá stunda þennan iðn­að, sem ætti að vera löngu búið að leggja niður á Íslandi eins og víð­ast hvar í Evr­ópu. Svona hátta­lag get ég ómögu­lega stutt. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fær fall­ein­kunn hjá mér, bara fyrir þetta.

Hrein­dýr­skýr og kálfar þeirra

Á kjör­tíma­bil­inu var vakin ræki­lega athygli á veiði­manna á hrein­dýr­skúm með kálfa á spena. Já mjólk­ur­þurfi afkvæma. Heim­ilt er að skjóta kýr frá kálfum á meðan þeir eru ennþá að sjúga mömmu sína.

Þessu var ýtt að umhverf­is­ráð­herra, sem snéri sér í hina átt­ina og vildi greini­lega ekk­ert af þessu vita. Hann þorði ekki að standa upp og banna þessa árás á nán­ast óburða hrein­dýr­skálfa eins og svar hans og við­brögð hér að framan sýna.

Hvaða fram­boð hafa dýra­vernd í sinni stefnu­skrá

Heild­ar­fjöldi, ein­ungis búfjár á Íslandi, er um 2.000.000 (op­in­ber tala frá því fyrir nokkrum árum), sem er marg­föld íbúa­tala á Íslandi. Ef gælu­dýr og villt dýr eru tekin með hleypur þessi tala á millj­ón­um. Því mætti ætla að hjá íslenskum stjórn­mála­flokkum væri vernd mál­leys­ingj­anna nokkuð ofar­lega á baugi. Svo er ekki.

Neð­an­greint er yfir­lit yfir hvaða fram­boð, í næstu kosn­ing­um, eru með dýra­vernd í stefnu­skrá sinni.

Pírat­ar: engin stefna en styðja þó til­lögur Stjórn­laga­ráðs þ.m.t ákvæði um dýra­vernd þar og vara­þing­maður drap á dýra­vernd á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili úr ræðupúlti þings­is.

Flokkur fólks­ins: engin stefna í stefnu­skrá.

Sós­í­alista­flokkur Íslands: engin stefna í stefnu­skrá.

Mið­flokk­ur­inn: engin stefna í stefnu­skrá en for­mað­ur­inn hampar íslensku kjöti af föllnu dýri þegar hann vill auka vin­sældir sínar á meðal kjós­enda.

Sam­fylk­ing­in: engin stefna í stefnu­skrá.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn: engin stefna í stefnu­skrá.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn: engin stefna í stefnu­skrá.

Vinstri hreyf­ingin grænt fram­boð: Fyrsta máls­grein land­bún­að­ar­stefnu flokks­ins endar á að gætt verði að vel­ferð dýra.

Við­reisn: engin stefna í stefnu­skrá.

Frjáls­lyndi Lýð­ræð­is­flokk­ur­inn: ekki nokkur stefna.

Þetta er vert að hafa í huga í alþing­is­kosn­ing­unum 24. sept­em­ber næst­kom­andi. Vilji kjós­enda er nefni­lega skýr. Hann er kemur í ljós þegar nið­ur­staða þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um nýja stjórn­ar­skrá, sem haldin var 2011 er skoð­uð. Í 36. gr. þess frum­varps stendur rit­að:

„Með lögum skal kveðið á um vernd dýra gegn illri með­ferð og dýra­teg­unda í útrým­ing­ar­hætt­u.“

Engin flokkur utan Pírata hefur hins vegar haft kjark til að virða þá nið­ur­stöðu. Hví ættu kjós­endur að virða þau fram­boð, að óbreyttu, sem nú bít­ast um að kom­ast á þing og minn­ast ekki á dýra­vernd í stefnu­skrám sínum

Loka­orð

Svo mörg voru þau orð um afrakstur stjórn­mála­flokk­anna í dýra­vernd á því kjör­tíma­bili sem er að ljúka og stefnu­leysi allra fram­boða í þeim efnum fyrir kom­andi kosn­ing­ar. Það er til marks um þröng­sýni stjórn­mála­flokka, illa upp­lýsta fram­bjóð­end­ur, virð­ingar og skeyt­ing­ar­leysi við dýr að sýna mál­leys­ingj­unum engan stuðn­ing í fram­boðs­b­arráttu sinni.

Að lokum birti ég hérna smá konfekt­mola á léttum nótum en með djúpum skila­boðum

Og til að botna þetta spyr ég: hvað er í gangi hér eða eins og tit­ill mynd­bands­ins hér seg­ir: Was ist her loss, með þýsku hljóm­sveit­inni Eis­bracher en við þurfum svo sann­ar­lega að brjóta ísinn til að verða ágengt á Íslandi - ekki bara í dýra­vernd heldur á öllum svið­um, er mitt mat.

Höf­undur er dýra­rétt­ar­lög­fræð­ingur og verð­andi dokt­or­snemi í dýra­rétti

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar