Ekki á jaðrinum heldur inn í miðjunni

Auglýsing

Guð­mundur Páll Ólafs­son heit­inn var krist­al­tær nátt­úr­unn­andi og umhverf­is­vernd­ar­sinni. Ég á sterkar minn­ingar um Guð­mund Pál, meðal ann­ars óborg­an­lega skemmti­legt fimm­tugs­af­mæli sem hann hélt á heim­ili sínu í Stykk­is­hólmi. En ekki síður ótal­margar vinnu­ferðir sem hann fór á sína gömlu­heima­haga þar sem hann gisti heima á Garð­ars­braut­inni og ræddi nátt­úru­vernd­ar­mál og ýmis­legt fleira við pabba og mömmu fram á kvöld. Hlát­ur­sköst og sögu­st­und­ir. Heim­sóknir í Flatey koma líka upp í hug­ann. Allt ógleym­an­legt.

Í afmæl­inu hélt pabbi ræðu, þar sem hann rakti sög­una þegar Guð­mundur Páll sendi hann að Skjálf­anda­fljóti að taka myndir af nátt­úru­undrum þess. Pabbi var ekki góður ljós­mynd­ari og ákvað að reyna að ná réttu augna­bliki með því að smella nógu oft. Hann kláraði nokkrar film­ur, reyndi allt sem hann gat til að vinna verk­ið.

Guð­mundur Páll þakk­aði kær­lega fyrir  dugn­að­inn og ein­beittan vilja, en því miður var full­komn­unar­átta hans slík að engin mynd­anna sem pabbi tók var nægi­lega góð. Raunar langt frá því. En það var ein mynd sem pabbi náði af Skipa­polli í Skjálf­anda­fljóti sem Guð­mundur Páll gat not­að. Það var ekki myndefnið sem óskað var eftir í upp­hafi. Hún er í Perlum í nátt­úru Íslands, einni af stór­brotnum bókum Guð­mundar Páls um íslenska nátt­úru.

Auglýsing

Ferðin í Stykk­is­hólm var líka eft­ir­minni­leg vegna þess að það sveif yfir gamla Subaru fjöl­skyld­unnar haf­örn, rétt áður en við renndum inn fyrir bæj­ar­mörk­in. Svona rétt til að minna á hvar við værum stödd og hvað væri framund­an.

Ein­hugur



Það væri mik­ill akkur í því núna fyrir umræðu um nátt­úru­vernd og orku­bú­skap þjóð­ar­innar til fram­tíðar að njóta krafta Guð­mundar Páls í henni. Hann hefði setið á fremst bekk í Háskóla­bíói á dög­un­um, þar sem hálendið og verndun þess var í brennid­epli. Fullt hús og ein­hug­ur.

Oft hefur sá mis­skiln­ingur verið á ferð­inni þegar nátt­úru­vernd­ar­um­ræða er ann­ars veg­ar, að nátt­úru­vernd­ar­hug­sjónin sé jað­ar­hug­mynd í rök­ræðum um lífs­ins gang. Að nátt­úru­vernd­ar­sinnar séu á jaðr­in­um, fjarri mið­punkt­in­um. Þetta hefur krist­all­ast í póli­tískri umræðu hér á landi, þar sem vald­hafar hafa barist fyrir því að semja um að koma upp vinnu­stöðum alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja með ára­tuga skuld­bind­andi sölu­samn­ingum með raf­orku, og vísað gagn­rýni umræð­u til föð­ur­hús­anna. Guð­mundur Páll lýsti ýmsu sem hann lenti í þegar hann gagn­rýndi Kára­hnjúka­virkj­un, og þá verð­samn­inga við Alcoa sem henni voru tengd­ir, sem hreinum ofsóknum sem fjár­magn­aðar voru með opin­beru fé.

Ekki á jaðr­inum



Sagan dæmir þessar deilur ekki vel og sjón­ar­mið Guð­mundar Páls og miklu fleiri í mál­inu hafa ekki reynst vera neinar jað­ar­hug­sjónir heldur vel ígrund­aður mál­flutn­ingur um kjarna­spurn­ingar máls­ins. Hvers virði er íslensk nátt­úra? Hvernig eigum við að umgang­ast hana?

Nú er hefur verið stað­fest í mínum huga, að Guð­mundur Páll hafði rétt fyrir sér í sínum boð­skap, sem birt­ist ekki síst í bók­um  hans og vel skrif­uðum grein­um. Orku­auð­lindir lands­ins eru verð­mæt­ari en svo, að það  sé hægt að ákvarða virði þeirra í þágu kaup­and­ans ára­tugi fram í tím­ann. Með­al­verðið til álver­anna þriggja hér á landi, sem kaupa 80 pró­sent raf­orkunn­ar, er aðeins einn sjö­undi af því ­sem hægt er að fá fyrir ork­una á alþjóð­legum mark­aði í dag, og sú staða var fyr­ir­sjá­an­leg þegar samið var síð­ast við álf­ram­leið­anda. Nátt­úru­vernd­ar­sinnar bentu á það að þetta gætu verið slæm við­skipti, og það gerðu margir aðrir líka sem kannski ekki telj­ast sér­stak­lega til nátt­úru­vernd­ar­sinna.

Í réttan far­veg?



Um­ræðan um raf­orku­sæ­streng milli Íslands og Bret­lands, teng­ing­una við umheim­inn, ætti að skoð­ast út frá þessu, og síðan í sam­hengi við nátt­úru­vernd á Íslandi og í heim­inum öll­um. Því ekki er úti­lok­að, að þessi teng­ing get falið í sér tæki­færi til þess að sætta ólík sjón­ar­mið, eitt skipti fyrir öll, og snúa orku­bú­skap þjóð­ar­innar í réttan far­veg. Þar sem hámörkun á virði umfram­fram­leiðslu þjóð­ar­innar á raf­orku – þar sem heim­ili og minni fyr­ir­tæki njóta auð­lind­anna í formi góðra kjara – er leið­ar­stef­ið. Álverin eiga ekki heilagan rétt á umfram­frameiðsl­unni, og ráða­menn þjóð­ar­innar verða að skoða þessi mál með opnum huga. Annað er óábyrgt.

Þar er ramma­á­ætlun sem stjórn­mála­menn hafa unnið að und­an­farin ár algjört lyk­il­at­riði og grund­völlur sátt­ar. Með henni ætti að leiða til lykta umræðu um hvar má virkja og hvar ekki. Orku­fyr­ir­tækin ættu að nálg­ast nið­ur­stöðu þeirrar vinnu að auð­mýkt, og fagna nið­ur­stöð­unni þegar hún liggur fyr­ir. Ramm­inn er mik­il­væg­ari en ein­staka virkj­ana­hug­mynd­ir.

Það hefur verið sorg­legt að horfa upp á suma stjórn­mála­menn umgang­ast umræð­una um ramma­á­ætlun eins og það sé lítið mál að taka hana upp og breyta henni, eftir því sem þurfa þykir seinna meir, ef ein­hverjum dettur í huga að setja niður vinnu­stað sem þarf raf­orku. Von­andi verður hægt að slá þennan hugs­un­ar­hátt algjör­lega útaf borð­inu, og ljúka vinn­unni í eitt skipti fyrir öll.

Það sem blasir síðan við þegar kemur að sæstrengn­um, er að þrýst­ing­ur­inn frá umhverf­is­vernd­ar­sam­tökum í heim­in­um, og alþjóða­sam­fé­lag­inu öllu, um að virkja vist­væna orku til útflutn­ings mun aukast mikið á næstu árum. Hann er nú þegar orð­inn mik­ill og hafa sam­tök eins og Green Peace meðal ann­ars sent frá sér skýrslur, þar sem rætt er um mik­il­vægi þess að tengja ríki heims­ins með sæstrengjum svo það sé hægt að draga úr mengun heild­ar­innar og nýta betur vist­væna orku­gjafa.

Ramm­inn er mik­il­vægt heil­agt plagg



En myndin er flókn­ari en svo, og því er mik­il­vægt að stjórn­völd hér á landi verði búin að vinna heima­vinn­una sína, skapa rammann sem hægt verður að vinna inn­an. Án hans verða heiftug átök um hvað eigi að gera á hverjum tíma reglu­leg og slít­andi. Fyrir svo utan hvað Ísland verður veikt fyrir þegar kemur að fram­lagi til umhverf­is­verndar á heims­vísu, ef orku- og nátt­úru­vernd­ar­stefna, sem hafin er yfir dæg­ur­þras, liggur ekki fyr­ir. Þessa vinnu taka aðrar þjóðir alvar­lega þessa dag­ana, meðal ann­ars nágrannar okkar Norð­menn.

Það er vel hægt að hugsa sér það sem gott til­boð til sáttar um þessi mál, og þá hluta af lög­fest­ingu rammans um virkj­an­ir- og nátt­úru­vernd, að hlusta vel á nátt­úru­vernd­ar­sinna sem vilja vernda hálend­ið. Þeir eru ekki í jaðr­in­um, heldur inn í miðj­unni í kjarna máls­ins, eins og Guð­mundur Páll var. Lang­tíma­sýnin ætti að snú­ast um hvernig hægt er að hámarka virði virkj­aðrar orku, með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi, og um leið að virða óum­deilt virði óvirkj­aðrar íslenskrar nátt­úru.

Þetta er ekki auð­velt, en það er ávísun á hat­rammar deilur og veik­burða stöðu Íslands í fram­tíð­inni, ef ekki er vilji til þess fara nákvæm­lega í gegnum þessi mál og virða rammann sem uppi stendur að lok­um. Hann verður að geta staðið af sér áhuga ein­stakra þing­manna á hverjum tíma og orku­fyr­ir­tækja sömu­leið­is. Hann verður að vera ósveigj­an­legur í þeim skiln­ingi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None