Hvað nú og hvert skal haldið?

Eggert Gunnarsson segir að til þess að við getum unnið okkur út úr aðsteðjandi loftslagsvanda sé nauðsynlegt fyrir okkur öll að taka saman höndum og reyna að hugsa sem heild.

Auglýsing

Jörðin okkar er farin að láta á sjá og ef ekk­ert verður að gert í lofts­lags­málum og brugð­ist við hlýn­un, ótæpi­legri mengun og gegnd­ar­lausri rányrkju á nátt­úru­auð­lindum erum við í miklum vanda.

Vís­inda­menn hafa varað við því að ýmsar öfgar í veð­ur­fari fylgi hlýnun loft­hjúps­ins og yfir­borðs sjáv­ar. Þar má nefna hita­bylgj­ur, þurrka, aukna úrkomu og kröft­uga felli­bylji.

Vart þarf að tíunda frekar þá und­ar­legu og óvenju­legu atburði sem eru að ger­ast í veð­ur­fari jarð­ar­inn­ar.

Við sem búum á Íslandi trúum því vart að við eigum mik­inn þátt í því að menga og hafa áhrif á alla þá þætti sem tengj­ast loftslas­gs­vánni og hve mengun á jörð­inni er gríð­ar­leg.

En jú, Íslend­ingar eru sann­ar­lega þátt­tak­end­ur. Við reiðum okkur á ferða­menn sem stóran hluta afkomu okkar sem þurfa að kom­ast til og frá land­inu og flug­vélar og far­þega­skip menga svo sann­ar­lega. Skipa­flot­inn okkar er nær allur knú­inn elds­neyti úr kolefn­is­sam­böndum og við notum meira plast en flestar þjóð­ir. Næstum allir hlutir sem almenn­ingur á vest­ur­löndum notar hvers­dags eru að ein­hverju leyti gerðir úr plasti.

Í áætlun umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins gegn umhverf­isvá af völdum plasts frá árinu 2020 kemur fram að árleg fram­leiðsla þess nærri tvö­fald­að­ist á milli áranna 2000 og 2017.

Auglýsing

Sem betur fer er raf­orkan okkar upp að vissu marki vist­væn þó að stórum land­svæðum þurfi að fórna vegna þeirra uppi­stöðu­lóna sem nauð­syn­leg eru til að knýja áfram túrbín­urnar sem fram­leiða raf­straum­inn.

Við erum öll orðin svo­lítið þreytt á því að ræða þessi mál en við megum ekki gef­ast upp. Margir töldu að loft­lags­mál yrðu hita­mál nýaf­stað­inna Alþing­is­kosn­inga en svo varð ekki raun­in. Íslend­ingar ákváðu að treysta enn á flokka sem eru lítt eða ekk­ert til við­tals um þennan mála­flokk.

Er önnur pláneta í boði?

„They used to say that if Man was meant to fly, he'd have wings. But he did fly. He discovered he had to.“ James T. Kirk, Return to Tomor­row.

„Full­yrt var að ef mann­inum væri ætlað að fljúga hefði hann vængi. En hann hóf sig á loft. Mað­ur­inn upp­götv­aði að hann varð að fljúga.“ James T. Kirk, Return to Tomor­row.

Þessi til­vitnun hér að ofan er laus­lega þýdd og er ein af fjöl­mörgum fleygum setn­ingum úr sjón­varps­þátta- og kvik­mynda­röð­inni Star Trek.

Karakterinn James T. Kirk leikinn af William Shatner.

Hinn níræði kanadíski leik­ari William Shatner sem lék kaptein James T. Kirk æðstráð­anda á geim­skip­inu USS Enter­prise í Star Trek í mörg ár brá sér af bæ fyrir nokkrum dög­um. Með hjálp auð­kýf­ings­ins Jeff Bezos, stofn­anda og eig­anda Amazon og Blue Origin geim­flauga­fyr­ir­tæk­is­ins, fór leik­ar­inn í skreppitúr út í geim. Ferðin tók innan við fimmtán mín­útur en Shatner var ekki samur á eft­ir. Er hann hafði aftur fast land undir fótum á eyði­mörk í Texas í Banda­ríkj­unum sagði hann eitt­hvað á þessa leið: „Ég vona að ég nái mér aldrei eftir þetta.“ Shatner stóð innan um kampa­kátt fólk sem hróp­aði, kall­aði og skál­aði í freyði­víni á meðan hinn aldni leik­ari stóð grát­klökkur hjá. Bezos hugg­aði hann og Shatner hélt áfram og tjáði þessum auð­ug­asta manni heims: „Það sem þú hefur gefið mér er magn­að­asta lífs­reynsla sem ég hef orðið fyr­ir.“

Þessi frétt sló mig og var ekki laust við að ég fyndi fyrir dep­urð þegar ég las hana. Bezos er ekki eini auð­mað­ur­inn sem vinnur að því að fara í reglu­legar ferðir út í geim með ærnum til­kostn­aði. Kollegar hans þeir Elon Musk, eig­andi Tesla og Ric­hard Bran­son stofn­andi Virgin flug­fé­lags­ins, eru með svipuð verk­efni á prjón­unum og hafa verið í nokkur ár. Elon Musk seg­ist ætla að senda mannað far til Mars í þeirri von að hægt verði að nýlendu­væða eða „nýplánetu­væða“ rauðu reiki­stjörn­una.

Mynd: NASA

Nú velti ég því hrein­lega fyrir mér hvort ekki væri heilla­væn­legra að ein­beita sér að því að bjarga mál­unum hér á okkar bláa hnetti frekar en að storma út í ævin­týri sem eru hugs­an­lega enn um sinn ekki tíma­bær. Fleiri en ég hall­ast að þess­ari skoðun en þegar við­brögð sam­tíma­manna við tækninýj­ungum og upp­götv­unum í vís­indum eru skoðuð þá er það nú svo að þeir sem fram­sæknir eru eiga erfitt með að sann­færa sam­tíma­menn sína. Þeir Wright bræður sem fyrstir flugu með hjálp vél­arafls fengu að finna fyrir háðs­glósum efa­semda­manna en þær heyrð­ust aðeins þangað til að upp­finn­ing þeirra var orðin á allra vörum enda getur mann­kynið nú vart ímyndað sér ver­öld­ina án flug­véla.

Þetta kom upp í hug­ann en ég tel þó að núna þurfum við að gæta að okkur og lag­færa það sem þarf áður en við neyð­umst til að leggja á flótta út í geim. Okkur ber að stöðva þróun sem leiðir af sér brott­hvarf frá reiki­stjörnu þar sem við átum upp auð­lindir og þurrk­uðum út líf­ríkið og þar með grunn við­ur­væris okkar sjálfra.

Vil­hjálmur Breta­prins er mér sam­mála og telur til dæmis að brýnna sé að bjarga jörð­inni en að stunda geim­ferða­mennsku. Meira liggi við að „vernda þessa plánetu en að finna næsta stað til að búa á“.

En þeir sem eru í þeim óform­lega klúbbi sem á meiri­hluta eigna og auð­æfa heims­ins eru ekki alltaf til­búnir að láta segj­ast.

Það er alltaf gott að vitna í bækur þó að mis­góðar séu

Mynd: Wikipedia

Fyrir nokkrum árum las ég bók­ina Stark eftir enska grínist­ann, rit­höf­und­inn, leik­ar­ann og leik­stjór­ann Ben Elton. Íslend­ingar þekkja hann senni­lega helst sem annan hand­rits­höf­unda sjón­varps­þátt­anna um Svörtu nöðr­una eða Blackadder þar sem Rowan Atk­in­son fór á kostum í tit­il­hlut­verk­inu.

Bók Eltons kom út 1989 og naut tölu­verða vin­sælda í Bret­landi og í Ástr­alíu þar sem sögu­svið hennar er. Aðal­sögu­hetjan Colin Dob­son, kall­aður CD lifir frekar leið­in­legu lífi í ekki svo fjar­lægri fram­tíð. Líf­ríki jarðar er að nið­ur­lotum komið og svokölluð „skriðu­föll“ sem fylgja ástand­inu gera það að verkum að allt er að fara til and­skot­ans líkt og er raun­veru­lega víða að ger­ast akkúrat núna.

Stark er leyni­legur félags­skapur rík­ustu manna ver­aldar sem hafa lengi vitað að líf­ríki jarðar nálg­ast algjört hrun. Í ára­tugi hafa þeir skotið á loft ómönn­uðum geim­förum fullum af vistum sem bíða þess á spor­baug um jörð og tungl að not verði fyrir farm þeirra.

Það sem auð­mönn­unum gengur til er að bjarga eigin skinni og hafa til þess, með mik­illi leynd, smíðað geim­för sem ætlað er að flytja þá til tungls­ins. Þar er ætl­unin að 250 manns setj­ist að og lifi áfram á meðan jörðin ferst. Sögu­þráð­ur­inn vitnar í sög­una um örk­ina hans Nóa sem, sam­kvæmt því sem segir í Bibl­í­unni, bjarg­aði pari af hverri dýra­teg­und jarð­ar­innar undan synda­flóð­inu.

Bók Ben Elton endar hins­vegar á því að upp kemst um fyr­ir­ætl­anir hinna ofur­ríku, sem renna þar með út í sand­inn. Sam­fara því sjá íbúar jarð­ar­innar að sér, líf­rík­inu er bjargað og allt virð­ist falla í ljúfa löð.

Þó að langt sé síðan ég las bók­ina þá gat ég ekki annað en rifjað hana upp nú þegar þrír full­trúar þeirra sem öllu virð­ast ráða hér á jörð eru að dunda sér við að kom­ast frá plánet­unni í stað þess að hjálpa við að bjarga því sem bjargað verð­ur, eins og Vil­hjálmur prins leggur til.

Enn vitna ég í kónga­fólk­ið. Það hlýtur eitt­hvað mjög und­ar­legt að vera að ger­ast þegar Elísa­bet II Breta­drottn­ing heyr­ist segja á fundi: „Það er magn­að, er það ekki, ég hef fræðst um COP26 ... en veit ekki enn hverjir koma. Ekki hug­mynd. Við vitum bara um þá sem koma ekki ... Það er mjög pirr­andi þegar þeir tala bara, en gera ekki neitt.“

Þessi orð lét drottn­ingin falla nýverið á und­ir­bún­ings­fundi sem hald­inn var af velska þing­inu til und­ir­bún­ings COP26, sem er hvorki meira né minna en tuttug­asta og sjötta ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna um lofts­lags­breyt­ing­ar. Hún verður haldin í Skotlandi nú í nóv­em­ber.

Fyrsti ráð­herra Skotlands, Nicola Stur­geon sem tók þátt í ráð­stefnu um mál­efni norð­ur­slóða hér í Reykja­vík nú fyrir skömmu, gekk svo langt að segja að COP26 væri trú­leg­ast síð­asta tæki­færi ráða­manna til að stemma stigu við aðsteðj­andi vá lofts­lags­breyt­inga.

En stjórn­mála­menn og aðrir þeir sem stjórna lífi okkar og til­veru fyrir utan þennan eina dag á um það bil fjög­urra ára fresti þegar við fáum að krota X í box á kjör­seðli hafa ekki staðið sig í stykk­inu. Nú er svo komið að fljót­lega verður hugs­an­lega of seint í rass­inn grip­ið.

Nýleg ræða sænska ung­lings­ins Gretu Thun­berg eins ein­arð­asta lofts­lags­að­gerða­sinna okkar tíma er hugs­an­lega lýsandi fyrir það von­leysi sem nú rík­ir.

Greta Thunberg Mynd: EPA

Und­ir­bún­ings­fundur fyrir COP26 var hald­inn í Doha höf­uð­borg Persaflóa­rík­is­ins Katar fyrir skömmu. Fund­ur­inn var ekki ætl­aður kónga­fólki og ráða­mönnum heldur ungu fólki hvaðanæva að úr ver­öld­inni.

Greta stóð við púltið og varð að beygja hljóð­nem­ana niður á við svo að örugg­lega heyrð­ist í henni. Hún þurfti að standa á tám þar sem púltið var of hátt fyrir hana. Þessi fremur lág­vaxna unga kona lét það ekki slá sig út af lag­inu heldur lét stjórn­mála­menn og þá sem þykj­ast ráða svo sann­ar­lega fá það óþveg­ið.

Þetta er hin svo­kall­aða BLA, BLA ræða Gretu sem óneit­an­lega hefur sam­hljóm með orðum Elísa­betar II. Greta segir í stuttu máli að nóg sé komið af orða­flaumi sem enga þýð­ingu hafi meðan ekk­ert er að gert og tím­inn hleypur frá okk­ur.

Hér verð ég að taka fram að það er fjarri mínum lífs­skoð­unum að styðja fólk sem hlýtur völd sín að erfð­um. Það á jafnt við um kon­ung­borið fólk og þá sem fá kvóta í vöggu­gjöf. Þó ber vita­skuld að við­ur­kenna það sem vel er gert. Sonur Elísa­betar Breta­drottn­ing­ar, rík­is­arf­inn Karl og synir hans hafa til að mynda talað kröft­ug­lega með því að aðgerða sé þörf í lofts­lags­mál­um.

Alpha karl­arnir sem ráða

Hins­vegar standa valda­miklir menn þétt­ings­fast á brems­unni, og já þetta eru oft­ast nær karl­menn á borð við Boris John­son for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, Vla­dimir Putin for­seta Rúss­lands, Don­ald Trump fyrr­ver­andi Banda­ríkja­for­seta og Xi Jin­p­ing for­seta Kína. Þeir standa í vegi fyrir nauð­syn­legum aðgerðum og bera fyrir sig að fjörið verði að halda áfram, „the show must go on“, ella hrynji efna­hags­kerfi heims­ins.

En kerfið okk­ar, sem krefst enda­lauss hag­vaxt­ar, byggir á kap­ít­al­isma. Það má vel vera að kín­verskir ráða­menn við­ur­kenni ekki bein­línis að þeirra ismi sé kap­ít­al­ismi en ég full­yrði að svo sé. Við getum skellt þeirri kenn­ingu fram að þar hafi orðið til eitt­hvað sem kalla mætti alræði­skap­ít­al­ismi. En við skulum láta það sem Kín­verjar segja sem vind um eyru þjóta því nú er komið að end­ur­skoð­un. Alræði­skap­ít­al­ismann þarf að end­ur­skoða rétt eins og hinn rétta og slétta kap­ít­al­isma vest­ur­landa, ekki síður en aðra þá isma og lífs­skoð­anir sem hafa komið og farið í gegnum tíð­ina.

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Mynd: EPA

Joe Biden núver­andi Banda­ríkja­for­seti virð­ist hafa áttað sig á hvert stefn­ir, í átt að hruni líf­ríkis jarð­ar­innar verði ekki gripið inn í og spornað við yfir­stand­andi þró­un. Hann virð­ist vita full­vel að aðgerða er þörf þótt kapita­list­arnir vilji og krefj­ist enn að fá vilja sínum fram­gengt.

Þó leyfi ég mér að efast stór­lega um að aðgerð­irnar sem for­set­inn vill beita dugi til. Hann stendur nú í þeim sporum að það eru ekki bara Repúblikanar sem standa í vegi fyrir því sem hann ætlar að reyna að koma í fram­kvæmd heldur einnig Demókrat­ar, sam­flokks­menn hans.

Hér má til dæmis nefna Joe Manchin þriðja, öld­unga­deild­ar­þing­mann demókrata í Vest­ur­-Virg­in­íu, sem um var skrifað hér í Kjarn­anum fyrir skömmu.

Manchin hefur greint Banda­ríkja­stjórn frá því að hann muni ekki greiða atkvæði með fyr­ir­hug­uðum aðgerðum Bidens.

Þetta gerir hann þrátt fyrir að ríkið sem hann er full­trúi fyrir verði illa úti í flóðum og hugs­an­lega öðrum nátt­úru­ham­förum, ef fram heldur sem horf­ir. Ham­förum sem þegar hér er komið sögu má rekja til mann­anna verka. Ástæður skoð­ana Manchins má lík­leg­ast rekja til þess að hvergi í Banda­ríkj­unum er unnið meira af kolum og jarð­gasi en í Vest­ur­-Virg­in­ía. Þar að auki á Manchin sjálfur fyr­ir­tæki sem verslar með kol, sam­kvæmt heim­ildum frá New York Times.

Svona ger­ast semsé kaupin á eyr­inni. Öll heims­byggðin er undir og örfáir menn sem eiga gríð­ar­legra hags­muna að gæta geta komið í veg fyrir aðgerðir sem okkur öllum eru nauð­syn­leg­ar.

Núvit­und kemur að gagni

Aðgerðir þær sem grípa þarf til í lofts­lags­málum og afleið­ingar þeirra verða að vera til hags­bóta fyrir sem flesta. Við þurfum örugg­lega öll að færa ein­hverjar fórn­ir, mis­miklar og mis­erf­ið­ar. Með hug­ar­fars­breyt­ingu og kerf­is­breyt­ingu ber okkur von­andi gæfa til þess að skila bláa hnett­inum okkar í við­un­andi ástandi til kom­andi kyn­slóða.

Eitt af lyk­il­orð­unum er nýtni. Vel getur verið að við þurfum að láta okkur duga að kaupa færri spjarir og láta þær end­ast leng­ur. Við þurfum líka örugg­lega að fara um á tveim jafn­fljótum oftar og lengra en hingað til. Almenn­ings­sam­göngur eru einn af lyklum þess að okkur tak­ist að draga úr útblæstri og minnka umhverf­is­vána. Auk þess þarf að herða hrað­ann í nýorku­væð­ingu skipa- og flug­véla­flot­ans að ógleymdu því að láta af öllu hern­að­ar­brölti sem ásamt því að vera skelfi­legt fyrir fórn­ar­lömb þess er óhugn­an­lega óum­hverf­is­vænt.

Ekki þykir mér mjög lík­legt að sól­ar­orka verði virkjuð hér á landi í stórum stíl en beislun vind­orku þarf að skoða enn frekar en nú er gert. Ekki getum við fært allt landið undir uppi­stöðu­lón og nóg er rok­ið. En lyk­il­spurn­ingin er auð­vitað hvort það sem kemur í stað­inn fyrir kolefna­eld­neyti sé meiri skaði fyrir umhverf­ið. Sól­ar­speglar og raf­hlöður kosta umhverfið drjúgt og fram­leiðsla þeirra er skað­leg. Vind­myllur eru hugs­an­lega ekki fagrar ásýnd­um, líf­rík­inu umhverfis þær getur hugs­an­lega stafað ógn af þeim og efni­viður til smíði þeirra er alls ekki óskað­legur og umhverf­is­vænn.

Mér gengur það eitt til að hvetja til umræðu þar sem ekki er gert ráð fyrir því að ein­hver ein lausn sé gald­ur­inn. Kjarna máls­ins liggur ein­fald­lega í að velja ekki aðeins eina lausn til fram­tíð­ar.

Jú, Ísland er rokrass­gat en það er líka nokkuð víst að fjár­festar henda ekki pen­ingum sínum í bygg­ingu vind­mylla ef það er feigð­ar­flan.

Brýnt er að skapa val um hvað tekur við af kolefna­elds­neyt­inu þannig að allur heim­ur­inn verði ekki upp á einn orku­gjafa kom­inn eins og nú er.

Já, ég stend við það að heilt yfir litið eru jarð­efnin kol, olía og gas í raun­inni sú eina teg­und orku­gjafa sem við erum háð.

Brennslu elds­neytis úr kolefnum verður að stöðva og eins ber að draga veru­lega úr notkun á plasti, sem að stærstum hluta er fram­leitt úr jarð­ol­íu. Þó hefur notkun syk­ur­reirs og sterkju rutt sér til rúms við fram­leiðslu plast á und­an­förnum árum. En skoða þarf hvort ræktun sem þessi sé lausnin þar sem ekki fækkar fólk­inu sem býr á plánet­unni. Lík­leg­ast þarf allt rækt­an­legt land­svæði til þess að brauð­fæða okkur öll.

Án efa verður snúið að draga úr plast­noktun enda nýt­ist það til dæmis mjög vel til geymslu á mat­væl­um. Raf­magns­tæki sem við notum dag­lega eru búin til úr plasti. Við reiðum okkur á plast við smíði bygg­inga og fram­leiðslu bíla, smíði hús­gagna, fram­leiðslu umbúða, sjón­tækja, fatn­aðar og svo ótal­margs ann­ars.

Við Íslend­ingar notum ógrynni af plasti ár hvert. Í sjálfu sér er mik­ill vandi að draga úr plast­notkun en velta má fyrir sér hvort minnka megi þörf­ina fyrir plast. Það mætti gera með því að láta tæki, tól og umbúðir end­ast lengur og sömu­leiðis að hvetja fram­leið­endur til að draga úr öllum þessum umbúð­um. Jafn­vel umbúðum úr plasti utan um aðrar umbúð­ir, líka úr plasti, utan um plast­hlut­inn sem við vorum að kaupa.

Eins þarf að huga enn betur en nú er gert að því að end­ur­vinnsla verði hluti af fram­leiðslu­ferl­inu, sem drægi þá enn úr þörf­inni fyrir fram­leiðslu nýs plasts og þar með eft­ir­spurn eftir jarð­ol­íu.

Á síð­asta ári kynnti umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neytið áætlun í 18 liðum til að stemma stigu við þeirri umhverf­isvá sem plast í umhverf­inu veld­ur.

Fram­leið­endur vilja almennt ekki að þær vörur sem við kaupum end­ist of lengi þar sem við­skipta­mód­elið sem unnið er með krefst þess að meira sé selt í dag en í gær. Hugs­an­lega verðum við að sætta okkur við að greiða hærra verð fyrir grip­ina sem við kaupum en á móti kemur að þeir end­ast okkur leng­ur.

Hér þarf líka hug­ar­fars­breyt­ingu neyt­enda, mikla hug­ar­fars­breyt­ingu, afger­andi og algera hug­ar­fars­breyt­ingu í raun. Við þurfum að hætta, eða að minnst kosti minnka það að kaupa nýj­ustu græjurn­ar, nýjasta bíl­inn, nýj­ustu tísku­fötin um leið og þau koma á markað þótt okkur kunni að finn­ast þau flott­ari og sval­ari en þau sem við keyptum í síð­asta mán­uði, í fyrra eða hitteð­fyrra.

Ný regla Evr­ópu­sam­bands­ins um tæki seld innan landamæra þess snýst um það að fram­leið­endum er ekki lengur leyfi­legt að bræða saman plastið sem notað er við smíði þeirra. Með því á að tryggja að unnt verði að taka tækið í sundur svo að gera megi við það þegar íhlutir þess bila. Einnota vörur eru ekki í boði leng­ur.

Allt í kringum okkur er fólk að finna lausnir sem vert er að skoða. Lengi hefur verið hægt að leigja brúð­ar­kjóla, smókinga og þess­háttar spari­föt. Nú hefur fyr­ir­tæki verið sett á fót hér á landi sem leigir alls­konar föt, ekki bara spari­föt. Sú lausn hentar vita­skuld ekki öllum en ég efast ekki um að mörgum þyki hún aðlað­andi. Önnur vanga­velta hvort fólk þurfi að að eiga bíl, þvotta­vél, ískáp eða síma eða getur sann­gjörn leiga verið mál­ið? Enda­laus tæki­færi skap­ast til að gera góða hluti í sam­ein­ingu þegar lofts­lags­váin og ástæður hennar eru skoðuð án sleggju­dóma.

Til þess að við getum unnið okkur út úr aðsteðj­andi vanda er nauð­syn­legt fyrir okkur öll að taka saman höndum og reyna að hugsa sem heild. Verk­efnið er risa­stórt því að ég er ekki aðeins að tala um okkur Íslend­inga heldur okkur öll, íbúa jarð­ar­inn­ar.

Höf­und­ur­inn er kvik­mynda­gerða­maður og höf­undur skáld­sög­unnar The Ban­ana Gar­den.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar