Rammaáætlun sem sáttargjörð

Anna Dóra Antonsdóttir skorar á þingmenn að standa með náttúrunni, einkum þingmenn þeirra flokka sem hafa náttúruvernd sérstaklega á stefnuskrá sinni.

Auglýsing

Eitt gagna­ver enn er fyri­hugað og nú á Akur­eyri takk fyr­ir, skrifað undir 5. apríl af bæj­ar­stjóra og full­túa atNorth, hvað skyldi eiga að gera þarna? Kannski grafa eftir raf­mynt og hvað skyldi fara mikil orka í þetta gagna­ver? Kannski eins og ein Vill­inga­nes­virkjun líkt og á Blöndu­ósi. Fram kom í frétt­inni að fyr­ir­tækið leitar enn­fremur að stað­setn­ingu fyrir stórt gagna­ver á Norð­ur­löndum sem mun nýta um 50MW af raf­orku (Viðsk.bl. 5.apr. 2022). Ásókn gagna­vera er mik­il. Til upp­lýs­ingar má nefna að „Orku­þörf raf­mynt­ar­innar Bitcoin nemur rúm­lega 120 tera­vatt­stundum á árs­grund­velli sam­kvæmt grein­ingu vís­inda­manna við Cambridge háskóla. Til að setja þessa orku­notkun í sam­hengi, þá nam raf­orku­notkun á Íslandi árið 2019 19,5 tera­vatt­stundum sam­kvæmt tölum frá Orku­stofnun.“ Á meðan notum við olíu til að vinna loðnu­af­urðir og að hluta til fyrir eðli­lega notkun raf­magns í vest­firskum byggð­um.

Orku­þörf raf­mynt­ar­innar er óseðj­andi. Um gagn og gangs­leysi raf­myntar má lesa í grein­ar­góðum pistli Gylfa Magn­ús­sonar á Vís­inda­vefn­un: „Hvernig virkar Bitcoin og aðrar raf­mynt­ir?“

Nú þegar ramma­á­ætlun 3. áf., „Áætlun um vernd og nýt­ingu land­svæða,“ er komin inn á borð þing­manna, hefj­ast deilur um nið­ur­stöður hennar enn á ný. Margir litu þannig á, til og með und­ir­rit­uð, að ramma­á­ætlun og vinna við hana væri sátt­ar­gjörð í virkj­un­ar­málum og ætluð til að setja niður deilur í þessu erf­iða máli sem stór­virkj­ana­stefnan er. Kall­aðir voru að borð­inu okkar bestu vís­inda­menn og ekki bara fáir heldur margir: „Alls hafa fjórir fag­hópar með sam­tals 27 sér­fræð­ingum starfað með verk­efn­is­stjórn 3. áfanga. Ótaldir eru þá sér­fræð­ingar á ýmsum sviðum sem hafa lagt verk­efn­is­stjórn­inni og fag­hóp­unum lið í ein­stökum verkum.“ Gísli Már Gísla­son telur að öllum sem til þekkja megi ljóst vera að aðferða­fræði vís­inda­manna stand­ist alla skoðun og nið­ur­stöður fengnar með við­ur­kenndum vís­inda­legum aðferðum (GMG MBL. 18. sept. 2021). Hverjir eru þeir sem telja sig vita bet­ur, telja sig geta breytt þessum nið­ur­stöð­um, slitið þess­ari sátt­ar­gjörð?

Auglýsing

Ef ramma­á­ætlun 3. áfangi er úrelt plagg eins og sumir hafa haft á orði, má álíta að hugs­un­ar­háttur þeirra sem hrópa hæst á græna orku fengna með vatns­afli gæti verið úrelt­ur. Jafnan er talað um orku­skipti með ákveðnum greini, sér í lagi af virkj­un­ar­sinn­um. Því má spyrja hvort ekki sé betra að krefj­ast þess af stjórn­mála­mönnum að þeir tali hreint út og við­ur­kenni hvers vegna þeim sé umhugað um að virkja, það er auð­vitað til að auka lífs­gæðin og auka neyslu, eins umhverf­is­vænt og það nú hljóm­ar. Sú spurn­ing blasir hins vegar við: Er rétt­læt­an­legt að ráð­ast í stórar virkj­anir með uppi­stöðu­lón­um, raf­línum og óheyri­legu jarð­ra­ski, er vit í að rífa landið okkar á hol til þess að við getum aukið neyslu af ein­hverju tagi?

Allt er þetta spurn­ing um arð og ágóða en jafn­framt spurn­ing um hug­ar­far. Þegar farið er upp á heiðar og fjöll til að rann­saka hvernig megi fram­leiða meiri orku til að byggja fleiri stór­iðju­ver eða setja á stofn orku­frekan iðnað eins og gagna­ver þá er eng­inn vandi að finna út með mælistik­una eina að vopni hvar sé hag­kvæm­ast og best að reisa stífl­ur, búa til lón og byggja mann­virki því við­víkj­andi.

Ef hug­ar­farið er hins vegar hlið­hollt nátt­úru þessa sama lands og virð­ing fólks er meiri fyrir líf­rík­inu, jarð­minj­um, menn­ing­arminj­um, fossum, flúð­um, lyng­heiðum og flám en því að mata erlend stór­fyr­ir­tæki á ódýrri orku þá fæst allt önnur útkoma og vand­inn verður meiri. Þá er tekið til­lit til við­horfs fólks til arf­leifðar og nátt­úru, vit­undar um að við höfum þetta land aðeins að láni og að okkur beri skylda til að skila því sem best til kom­andi kyn­slóða. Eyði­legg­ing nátt­úruperla eins og Hér­aðs­vatna, Skjálf­anda­fljóts eða Hvítár Árn. og vatna­sviðs þeirra er þá óhugs­andi og flokk­ast undir beinan hernað gegn land­inu. Segja má að hern­að­ar­á­ætl­anir nái hámarki í orku­skýrslu umhverf­is­ráð­herra sem út kom í mars og kynnti var svo eft­ir­minni­lega, 18-33 Blöndu­virkj­anir á næstu 18 árum (Guð­mundur H Guð­munds­son 7. apr. 2022) .

Frá alda öðli hafa Hér­aðs­vötn flæmst um eylendið í Skaga­firði, breytt og byggt upp, skipt um far­vegi ótal sinnum og farið sínu fram án afskipta manna. Þegar búseta krafð­ist var reynt að stemma stigu við ágangi Vatn­anna, með görðum og síðar þegar brú­ar­gerð hófst í Skaga­firði. Oft hafa slíkar aðgerðir haft lítið að segja, Vötnin fara sínu fram. Þau renna síbreyti­lega áfram og sjá dyggi­lega um að flæði­engjar eða kíl­ar, eru á sínum stað, færa þangað áburð og við­halda því líf­ríki sem þar á heima. Eylendið er á nátt­úru­minja­skrá (nr 418) líkt og Orra­vatns­rústir (nr 413) sem líka eru í hættu ef virkjað verður í Hér­aðs­vötn­um. Kíl­arnir (flæði­engi) eru víð­áttu­miklir og nán­ast óslitið flæmi allt frá Grund­ar­stokk og út í sjó aust­an­vatna í Skaga­firði. Ein­hvern veg­inn finnst skrif­ara að hér stang­ist á verndun vot­lendis ann­ars vegar og eyð­ing þess hins veg­ar.

Við eigum að hætta þessum hern­aði gegn land­inu okk­ar, landi sem okkur var trúað fyrir og við eigum að skila afkom­endum okkar í sæmi­legu standi. Okkur ber að halda fast í vernd­ar­flokk ramma­á­ætl­unar og frekar bæta í en hitt. Ég minn­ist orða Jóhanns odd­vita á Silfra­stöðum á fundi í Varma­hlíð fyrir margt löngu. Er ekki allt í lagi að við skiljum eitt­hvað eftir fyrir kom­andi kyn­slóð­ir? spurði sá vísi mað­ur, en þá var einmitt verið að ræða virkj­anir í Hér­aðs­vötn­um. Við­staddir stjórn­mála­menn þögðu við.

Ýmis úrræði eru til önnur en að virkja við­kvæmar nátt­úruperlur eins og Hér­aðs­vötn, Skjálf­anda­fljót eða Hvítá Árn. (öll eru svæðin ennþá í vernd­ar­flokki). Innan fárra ára gætum við staðið og undr­ast hin forn­eskju­legu við­horf dags­ins í dag, þetta að vatns­afls­virkj­anir á Íslandi séu einu úrræði orku­vana mann­kyns, svo er ekki.

Nefnum hér nokkur dæmi: Vind­orka, sjáv­ar­föllin (ein slík fær­eysk virkjun lýsir upp hálfa Þórs­höfn), sól­ar­orka, kjarna­sam­runi (sem nú er á til­rauna­stig­i), orku­sparn­að­ur, stöðvun á orku­frekum iðn­aði (les­ist gagna­ver og álver), full­nýt­ing orku sem til fellur í dag (í Kára­hnjúka­virkjun „... nam fram­hjá­rennsli eða yfir­fall úr miðl­un­ar­lóni virkj­un­ar­innar 1,6 tera­vatts­stund á síð­asta ári. Alla jafna nemur fram­hjá­rennslið upp undir 1,3 tera­vatts­stund á ári, en mest hefur það verið rúmar 2,6 tera­vatts­stund­ir­.“) Já, svona er þetta: „Sem dæmi þá myndi Skata­staða­virkjun C fram­leiða um eina Ter­awatt­stund á ári.“ Ég sting síðan upp á því að næst þegar álver hótar að loka eins og hefur ger­st, þá verði því leyft að loka og orkan notuð í eitt­hvað betra.

Sífellt er gumað af því að við getum orðið „stórasta“ land í heimi í orku­mál­um, notað ein­göngu græna orku o.s.frv. Við skulum þá gæta þess vel að verða ekki „stórasta“ land í heimi í eyði­legg­ingu nátt­úru­verð­mæta.

Enn á ný skora ég á þing­menn að standa með nátt­úr­unni, einkum þing­menn þeirra flokka sem hafa nátt­úru­vernd sér­stak­lega á stefnu­skrá sinni. Gangið var­lega um landið okk­ar, virðið sátt­ar­gjörð­ina, ekki rýra vernd­ar­flokk Rammans, bætið frekar í vernd­ina.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar