Skipulag til allra heilla?

Hildigunnur Sverrisdóttir segir að á endanum sé skipulag samningur við okkur sjálf um hver við viljum vera og um næstu skref til framtíðar – því þau munu hafa áhrif en verði ekki tekin aftur.

Auglýsing

Það er magnað til þess að hugsa hvar þessi þjóð stóð fyrir hund­rað árum. Hún var rétt orðin full­valda, deildi kon­ungi með Dön­um, átti vissu­lega nokkrar stofn­an­ir, en þær bjuggu í nokkrum húsum við tjörn milli tveggja hæða í litlu þorpi nefndu Reykja­vík. Það er und­ir­rit­aðri eilíft undur að hugsa til baka og sjá fyrir sér þá til­tölu­lega fáu eld­huga sem hófu starfs­feril sinn á svip­uðum tíma og sam­fé­lagið tók skrefið úr alda­gömlu fari nýlend­unnar og yfir í stöðu full­valda þjóð­ar. Þjóðar sem stekkur ekki bara inn í sjálf­stjórn, heldur nýjan tækni­heim, nýjan heim gæða, heim borg­ar­væð­ing­ar, verka­lýðs­bar­áttu, her­náms og nýrra drauma um félags­legan veru­leika.

Og það var í höndum þess­ara örfáu ein­stak­linga að móta hið mann­gerða umhverfi sam­fé­lags­ins sem lá svona á út í heim­inn. Hvað það hlýtur að hafa verið magnað og spenn­andi en um leið ofur­stórt og hræð­andi að sitja með svo stórt verk­efni, og það á sínum fyrstu starfs­ár­um. Og hvað sem því leið varð hér til borg á fáeinum ára­tug­um, götur voru lagð­ar, hverfi hönn­uð, þunga­miðjur settar – og færðar til eftir því sem á leið og borgin þró­að­ist. Inn­viðir lagð­ir, hiti, vatn og gas og síðan raf­magn, allt ger­ist þetta á lygi­lega skömmum tíma, við aðstæður sem væg­ast sagt má reikna með að hafi verið krefj­andi.

Sam­hjálp og jöfn­uður

Og borgin vex og mót­ast eins og hver önnur hafn­ar­borg – með höfn­ina sem aðal­leik­ara framan af. Frá höfn­inni mót­ast flæði, hún verður bæði hliðið inn í landið og með tím­anum ígildi banka til sjálf­stæðra athafna þjóð­ar­innar á eigin lend­um, fram­hjá erlendu nýlendu­veldi. Og eftir því sem leið á öld, varð skipu­lag hennar þétt ofið við verka­lýðs­bar­áttu verka­fólks­ins á höfn­inni sem ann­ars stað­ar.

Auglýsing

Hvat­inn á bak við þessa mót­un, þessa fæð­ingu, var afar áhuga­verð­ur. Félags­pólítíska afstöðu okkar hvers til ann­ars má gjarnan lesa í bæði arki­tektúr og skipu­lagi hvers tíma. Og þótt löng­unin til að verða þjóð meðal þjóða hafi á margan hátt skinið í gegnum skipu­lag þess­ara fyrstu ára­tuga, þá má ekki gleyma því að spurn­ingar um sam­hjálp og jöfnuð gerðu það líka. Um miðja öld var alvar­legu hús­næð­is­vanda­máli borg­ar­búa mætt af þverpólítískum vilja til breyt­inga og hag­sældar fyrir þann fjölda sem bjó við fátækt og óboð­legar aðstæð­ur.

Þegar búið var að svara hvernig við vildum sjá að okkar systur og bræður byggju ekki var farið að leita svara við því hvernig við vildum sjá þau búa. Hvernig við vildum sjá nýjar kyn­slóðir vaxa úr grasi og skipu­lagi var beitt af skerpu til að móta drauma­stöðu barna­fjöl­skyldna, í ódýru fjöl­býl­is­hús­næði, mót­uðu þannig að utan við það voru bílar og umferð geymd og þaðan sigldu feð­urnir á morgn­ana til vinnu en mæð­urnar og börnin not­uðu innri hlið­ina sem sam­ein­að­ist öðrum bygg­ingum í innra lands­lagi stíga, versl­ana og leik­svæða. Þótt ekki hafi sést fyrir um stöðu kon­unnar á heim­il­inu, má hér líta skýran draum um jöfnuð og gott umhverfi fyrir börn og full­orðna.

Skipu­lag til fram­tíðar

Skipu­lagið verður alltaf okk­ar. Sumra eða allra en alltaf okk­ar. Skipu­lag er tæki til að birta draum okkar eða ásetn­ing um hver við viljum vera, hvert fyrir annað og fyrir okkur sjálf. Skipu­lag er samn­ingur á milli almenn­ings og full­trúa hans um þennan draum eða ásetn­ing.

Þegar litið er til baka og hug­leitt hversu djarft og af miklu hug­rekki skipu­lagi hefur verið beitt í okkar litla sam­hengi gegnum þennan stutta tíma, hversu mikið af draumum hefur ræst í krafti þess og hversu oft ásetn­ingur hefur orðið að veru­leika í gegnum það, getur maður ekki annað en hug­leitt hvað það gæti leitt af sér ef það yrði nýtt til hins ýtrasta.

Við lifum á tímum þar sem óhugn­an­leg staða blasir við og vofir yfir. Ekki í fjar­lægri fram­tíð og ekki kannski, heldur hér og nú. Því mætti velta fyrir sér hvers konar tæki skipu­lagið gæti verið í þeirri bar­áttu, hvers konar ásetn­ingi það gæti strax hrint af stað, hvers konar draumi það væri megn­ugt að ná fram ef þar lægi okkar félags­póli­tíski vilji og metn­að­ur. Því á end­anum er skipu­lag samn­ingur milli okkar við okkur sjálf um hver við viljum vera, um næstu skref til fram­tíð­ar, því þau munu hafa áhrif en verða ekki tekin aft­ur.

Höf­undur er deild­ar­for­seti í arki­tektúr við Lista­há­skóla Íslands.

Þessi pist­ill er hluti grein­ar­aðar í til­­efni af því að 100 ár eru liðin frá for­m­­legu upp­­hafi skipu­lags­­gerðar hér á landi með setn­ingu laga um skipu­lag kaup­túna og sjá­v­­­ar­þorpa árið 1921.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar