Píratar leggja til orkuskatt á stóriðju

Stærsti stjórnmálaflokkur landsins samkvæmt könnunum er að móta sér stefnu gagnvart skattgreiðslum stóriðjufyrirtækja. Tillögurnar ganga út á að láta þau borga „eðlilega“ tekjuskatta.

Þingflokkur Pírata.
Þingflokkur Pírata.
Auglýsing

Píratar vilja end­ur­skoða fjár­fest­inga­samn­inga við stór­iðju­fyr­ir­tæki og láta þau borga „eðli­lega“ tekju­skatta í rík­is­sjóð. Semj­ist ekki um end­ur­skoðun samn­ing­anna innan sex mán­aða frá því að við­ræður hefj­ist vilja Píratar leggja sér­stakan orku­skatt á þau sem skila á rík­is­sjóði sömu eða hærri upp­hæðum og stór­iðjan myndi greiða ef hún væri ekki und­an­þegin almenn­um ­reglum um tekju­skatt. Píratar vilja auk þess festa í lög tak­mörk á vaxta­greiðslum sem fyr­ir­tæki geta dregið frá skatt­stofni sín­um.

Þetta kemur fram í til­lögu að stefnu Pírata varð­and­i stór­iðju og þunna eig­in­fjár­mögnun sem lögð verður fyrir félags­fund flokks­ins í kvöld. Gert er ráð fyrir að ljúka fund­inum með ákvörðun um hvort setja eigi málið í raf­rænt atkvæða­geiðslu­kerfi Pírata til umræðu og á­kvörð­un­ar.

Píratar hafa mælst langstærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins um sjö mán­aða skeið. Fylgi flokks­ins sam­kvæmt síð­ustu könnun Gallup var um 33 pró­sent og ljóst að yrði það nið­ur­staða kosn­inga væri ómögu­legt að mynda t­veggja flokka rík­is­stjórn án aðkomu Pírata. Raunar yrði afar erfitt að mynda nokkra rík­is­stjórn án aðkomu þeirra miðað við fylg­is­stöðu flokka, og átaka­lín­ur í stjórn­mál­um, í dag.

Auglýsing

Kostar rík­is­sjóð 3 til 5 millj­arða á ári

Þunn eig­in­fjár­mögnun snýst um það þegar fyr­ir­tæki er fjár­magnað að mestu, eða öllu leyti, með láns­fé. Eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins er ­lítið eða ekk­ert. Lánin sem fyr­ir­tæki sem þessi fá eru oft frá tengd­um ­fyr­ir­tækj­um, þ.e. innan sömu sam­stæðu. Fyr­ir­komu­lagið er þekkt og víða not­að. Til­gangur þess er að koma í veg fyrir að það mynd­ist tekju­skatt­stofn þar sem allur hagn­aður fer í vaxta­kostnað af lán­um.

Þunn eig­in­fjár­mögnun er víð­ast hvar bönnuð í iðn­vædd­um ­ríkj­um. Í grein­ar­gerð sem fylgir ályktun Pírata er rifjað upp að Al­þjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn hafi lagt til við íslensk stjórn­völd efyir hrunið að ­tekið yrði fyrir hana „en af ein­hverjum ástæðum sáu stjórn­völd ekki ástæðu til­ að fara að þeirri ráð­legg­ingu, og hefur rík­is­sjóður orðið af miklum tekj­u­m ­vegna þessa eða milli 3 og 5 millj­arða á ári“.

Fá sex mán­uði til að ­semja, ann­ars leggst á orku­skattur

Í ályktun Pírata er lagt til að lög­fest skuli tak­mörk á þær ­vaxta­greiðslur sem fyr­ir­tæki geti dregið frá skatt­stofni við 30 pró­sent af hagn­aði fyrir fjár­magnsliði, skata, afskriftir fasta­fjár­muna og um nið­ur­færsl­ur. „Þannig verði 70 pró­sent af EBITDA ávallt skatt­stofn, óháð vaxta­greiðsl­u­m ­fyr­ir­tæk­is­ins“.

Einnig er lagt til að leitað verði end­ur­skoð­un­ar fjár­fest­inga­samn­inga við þau fyr­ir­tæki sem „með slíkum samn­ingum hafa und­an­þegið sig eðli­legum tekju­skatts­greiðsl­u­m“. Í end­ur­skoð­uðum samn­ingum verð­i eðli­legar skatt­tekjur tryggðar og einnig séð til þess að upp­safnað tap fyrri ára verði ekki notað til að koma í veg fyrir eðli­legar tekju­skatts­greiðsl­ur ­fyr­ir­tækj­anna fram­veg­is.

Þá leggja Píratar til að ef samn­ingar tak­ist ekki um end­ur­skoðun fjár­fest­inga­samn­inga innan sex mán­aða frá upp­hafi við­ræðna verð­i lagður á sér­stakur orku­skattur sem skili þjóð­fé­lag­inu sömu eða hærri upp­hæð­u­m og ef fyr­ir­tækin væru ekki und­an­þegin almennum reglum um tekju­skatt.  

Sú aðferð­ar­fræði minnir nokkuð á þá sem sitj­andi rík­is­stjórn­ Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks beitti í áætlun sinni um losun hafta. Þar var kröfu­höfum föllnu bank­anna boðið að semja um stöð­ug­leika­fram­lag inn­an­ til­tek­ins tímara­mma. Ef samn­ingar tækjust ekki, og slit búa þeirra í kjöl­far­ið ­kláruð, myndi leggj­ast á stöð­ug­leika­skatt­ur.

Beint gegn tveim­ur álfyr­ir­tækjum

Hér­lendis hefur þunn eig­in­fjár­mögnun fyrst og fremst verið í sviðs­ljós­inu vegna lágra tekju­skatts­greiðslna tveggja stór­iðju­fyr­ir­tækja, Alcoa og Norð­ur­áls, sem reka álver hér­lend­is.

Í fjár­fest­inga­samn­ingum sem fyr­ir­tækin tvö gerðu við íslensk ­stjórn­völd á sínum tíma voru engar tak­mark­anir á vaxta­greiðslum til útlanda. Alcoa á Íslandi, móð­ur­fé­lags álvers­ins á Reyð­ar­firði, hefur á grunni þessa fjár­fest­inga­samn­ings greitt 57 millj­arða króna í vexti til móð­ur­fé­lags síns í Lúx­em­borg frá upp­hafi starf­semi sinnar og út árið 2014, vegna láns sem veitt var fyrir fram­kvæmdum við bygg­ingu álvers­ins. Í fyrra runnu 3,5 millj­arð­ar­ króna frá Alcoa á Íslandi til Alcoa í Lúx­em­borg, en bæði félögin eru í eig­u ­móð­ur­fé­lags­ins Alcoa í Banda­ríkj­un­um.

Þar sem engin tak­mörk eru á því hversu háir vext­irnir eru á fram­kvæmd­ar­lán­inu sem veitt var vegna bygg­ingu álvers­ins getur Alcoa ákveð­ið hversu háir þeir eru. Sam­kvæmt nýlegri frétt á vef RÚV skulda íslensk Alcoa-­fé­lög lúx­em­borgska Alcoa-­fé­lag­inu vel á þriðja hund­rað millj­arða króna.

Álver Alcoa á Reyðarfirði.Þrátt fyrir að Alcoa á Íslandi hafi greitt næstum 60 millj­arða króna í vexti á und­an­förnum átta árum hefur skulda­staða íslenska Alcoa nán­ast ekk­ert breyst á tíma­bil­inu og eigin fé þess er nei­kvætt. Sem­sag­t, það er rekstr­ar­hagn­aður af rekstri álvers­ins en hann fer allur í að greiða vexti til ann­ars Alcoa-­fé­lags í öðru landi. Þar af leið­andi sýnir Alcoa á Ís­landi fram á tap­rekstur í bókum sínum og þarf ekki að greiða tekju­skatt.

Vaxta­greiðsl­urnar eru samt sem áður til­færsla á fé úr ein­um vasa í ann­an. Alcoa í Banda­ríkj­unum á öll félögin og sam­stæð­unnar fjár­magn­að­i fram­kvæmd­irn­ar. Í árs­reikn­ingi sam­stæð­unnar árið 2012, var starf­sem­inni á Ís­landi til að mynda hampað fyrir arð­semi, þrátt fyrir að sýna alltaf ­bók­hald­legt tap og vera með nei­kvætt eigið fé.

Í umfjöllun Kast­ljóss um málið segir að þar hafi staðið að „ál­bræðslan Fjarð­arál á Íslandi er ein af arð­bær­ari bræðslum í Norð­ur­-­Evr­ópu í málm­blendi­eigna­safni Alcoa[...]Ó­dýr orka og tækni­fram­farir hafa leitt til þess að bræðslur okkar í Nor­egi og á Íslandi eru þær arð­bær­ustu í aðal­starf­semi okk­ar á heims­vís­u.“

Rík­is­stjórnin er með­ frum­varp hjá sér

Píratar eru ekki að finna upp hjólið með því að leggja til­ að lögum verði breytt til að taka á þess­ari stöðu.

Í októ­ber 2013 lögðu Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, og þing­menn­irnir Svan­dís Svav­ars­dóttir og Stein­grímur J. Sig­fús­son fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um tekju­skattí þeim til­gangi að lög­festa reglur um þunna eig­in­fjár­mögn­un og að auki eru lagðar til nokkrar nauð­syn­legar breyt­ingar á tekju­skattslög­un­um svo taka megi regl­urnar upp í lög­in“. Á meðal þeirra breyt­inga sem lagðar voru til í frum­varp­inu er sama breyt­ing og lögð er til í til­lögu Pírata, um að vaxta­greiðslur sem fyr­ir­tæki geti dregið frá skatt­stofni við 30 ­pró­sent af hagn­aði fyrir fjár­magnsliði, skata, afskriftir fasta­fjár­muna og um nið­ur­færsl­ur. Í frum­varpi þeirra var hins vegar engin til­laga um orku­skatt.

Vert er að taka fram að öll þrjú höfðu setið í rík­is­stjórn fram á vor­daga 2013. Sú rík­is­stjórn­ beitti sér ekki fyrir breyt­ingu á lögum um tekju­skatt til að koma í veg fyr­ir­ að þunn eig­in­fjár­mögn­un.

Málið fékk efn­is­lega með­ferð í þing­inu og hefur farið í gegnum tvær umræð­ur. Föstu­dag­inn 16. maí 2014, fyrir einu og hálfu ári síð­an, kusu þing­menn um að vísa mál­in­u til rík­is­stjórn­ar­innar til frek­ari með­ferð­ar, að lok­inni annarri umræðu. 53 ­þing­menn sam­þykktu þá ráð­stöf­un. Eng­inn var á móti.

Síðan hef­ur ­lítið heyrst af fram­vindu máls­ins. Katrín Jak­obs­dóttir beindi fyr­ir­spurn til­ ­Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um málið fyrir viku ­síð­an. Þar spurði Katrín hvort unnið væri að breyt­ingum á lögum um tekju­skatt varð­andi þunna eig­in­fjár­mögnun á grund­velli frum­varps­ins sem vísað var til­ ­rík­is­stjórn­ar­innar og ef svo er, hvenær ráð­herr­ann ætl­aði að kynna til­lögur á grund­velli vinn­unn­ar.

Í svari Bjarna kom fram að ráðu­neytið fylgd­ist grannt með sér­stöku verk­efni sem unnið er á vegum OECD undir enska heit­inu Base Eros­ion and Profit Shift­ing sem á íslensku ­gæti lagst út sem Rýrnun og til­færsla skatt­stofna. „Sú vinna miðar meðal ann­ar­s að því að leita leiða til að hamla gegn mis­notkun skatta­reglna til und­an­skota frá skatti, þar með talið óhóf­legum eða jafn­vel óeðli­legum frá­drætt­i ­vaxta­kostn­að­ar­,[...] þess er þó vart að vænta að frum­varp um mögu­lega tak­mörk­un ­vaxta­frá­dráttar eða þunna eig­in­fjár­mögnun liggi fyrir á þessu þingi nema þá til­ kynn­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None