Stærstu ágreiningsmál ríkisstjórnarflokkanna

ríkisstjórn
Auglýsing

Líkt og Kjarn­inn hefur greint frá bíður ekk­ert frum­varp frá rík­is­stjórn­inni þess nú að vera tekið til þing­legrar með­ferðar á Alþingi. Fremur rólegt hefur verið á Alþingi af þessum sök­um, en það þýðir ekki að svo verði áfram. Und­an­farið hefur borið á því að þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks­ins séu mjög ósam­mála um ýmis stór mál, og Kjarn­inn tók saman nokkur þeirra mála sem lík­leg eru til að valda deilum á þing­inu - ef þau kom­ast þang­að. 

1. Hús­næð­is­mál­in 

Allt frá því að þessi rík­is­stjórn tók við völdum lof­aði hún breyt­ingum til hins betra í hús­næð­is­mál­um. Síð­asta þing má eig­in­lega segja að frum­varpa frá Eyglóu Harð­ar­dóttur félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra hafi verið beðið með eft­ir­vænt­ingu. Þau voru hins vegar lengi í vinnslu og voru sömu­leiðis lengi í kostn­að­ar­mati hjá fjár­mála­ráðu­neyt­inu, sem varð meðal ann­ars til þess að Eygló hvatti starfs­fólk fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins til að klára málin með því að senda þeim orkust­angir og orð­send­ingu, sem hún birti opin­ber­lega. Á end­anum kom fram hörð gagn­rýni á stærstu frum­vörpin frá fjár­mála­ráðu­neyt­inu. Það breytti þó ekki því að rík­is­stjórnin hafði hús­næð­is­málin sem eitt sinna trompa til að liðka fyrir gerð kjara­samn­inga síð­ast­liðið vor. Frum­vörpin náðu þó ekki fram að ganga á því þingi, jafn­vel þótt það starf­aði vel inn í sum­ar­ið. 

Strax síð­ast­liðið sumar kom fram í fjöl­miðlum að ekki væri víð­tækur stuðn­ingur við stóru frum­vörp­in, um hús­næð­is­bætur og það sem nú kall­ast frum­varp um almennar íbúð­ir, hjá þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Morg­un­blaðið hafði eftir þing­mönnum að þau yrðu að taka veru­legum breyt­ingum til þess að sjálf­stæð­is­menn gætu stutt þau. 

Auglýsing

Í jan­úar á þessu ári kom svo fram gagn­rýni frá Ragn­heiði Rík­harðs­dóttur þing­flokks­for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem sagði þing­hóp­inn hafa margt að athuga við frum­vörp­in, það hafi alltaf verið vitað að stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins sé sér­eigna­stefna. Í febr­úar tók Kjarn­inn alla þing­menn í vel­ferð­ar­nefnd tali og spurði út í frum­vörp­in, sem þá voru komin til með­ferðar nefnd­ar­inn­ar. Þar kom enn á ný fram að ekki er sátt um frum­vörpin óbreytt. 

Hús­næð­is­frum­vörpin eru enn öll hjá vel­ferð­ar­nefnd, sem gæti gert breyt­ingar sem mynda meiri sátt um mál­in, enda búið að lofa vinnu­mark­aðnum úrlausn­um. 

Bankarnir þrír, sem eru í mismikilli eigu ríkisins.

2. Sala bank­anna

Fjár­lög árs­ins í ár gera ráð fyrir því að tæp­lega 30 pró­senta hlutur rík­is­ins í Lands­bank­anum verði seldur á þessu ári fyrir 71,3 millarða króna. Banka­sýsla rík­is­ins hefur hafið und­ir­bún­ing söl­unn­ar. Nú hefur reyndar Borg­un­ar­málið sett strik í reikn­ing­inn og flestir vilja pasa að það hafi ekki áhrif á fyr­ir­hug­aða sölu. En jafn­vel áður en það mál komst aftur í hámæli var komið í ljós að stjórn­ar­flokk­arnir tveir hafa afar ólíkar hug­myndir um hlut­verk Lands­bank­ans. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ályktaði á flokks­þingi í fyrra að Lands­bank­inn verði áfram í rík­i­s­eigu og eigi að starfa sem sam­fé­lags­banki. Það er hug­mynd sem hefur síðan verið haldið mjög á lofti, ekki síst af Frosta Sig­ur­jóns­syni, for­manni efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is. Bjarni Bene­dikts­son seg­ist hins vegar ekki vita hvað sam­fé­lags­bankar eigi að vera, hann vill ekki að ríkið eigi allan hlut sinn í Lands­bank­anum áfram en hefur sagt að ríkið verði samt stór eig­andi þar áfram um eitt­hvert skeið. 

Þá hefur Ásmundur Einar Daða­son þing­flokks­for­maður flokks­ins komið fram með þá hug­mynd að allir Íslend­ingar geti beint og milli­liða­laust eign­ast hlut í Íslands­banka eða Lands­bank­an­um. Þannig verði annar hvor bank­anna gerður að sam­fé­lags­banka, enda sé „mik­il­vægt að annar þess­ara banka verði að stórum hluta í eigu almenn­ings í land­in­u.“ 

Flokk­arnir eru því langt frá því að vera sam­mála um það hvert skuli stefna á fjár­mála­mark­aði, þar sem ríkið er veru­lega stór eig­andi. Hvort sem sala á hlut Lands­bank­ans kemur til kasta þings­ins í vor eða ekki er að minnsta kosti ljóst að um fram­haldið verður ekki sátt. 

3. Búvöru­samn­ingar

Það mátti kannski frá byrjun vera ljóst að ekki yrði víð­tæk sam­staða um und­ir­ritun nýrra búvöru­samn­inga. Kostn­aður rík­is­ins eykst um 900 millj­ónir á ári, samn­ing­arnir eru til 10 ára og þeir eru tvö­falt verð­tryggð­ir. 

Um leið og búið var að til­kynna um und­ir­ritun samn­ing­anna í síð­asta mán­uði var komin fram hörð gagn­rýni á þá úr ranni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Þing­flokks­for­mað­ur­inn Ragn­heiður Rík­harðs­dóttir fór þar fremst í flokki og sagð­ist alfarið á móti samn­ing­un­um. „Eru menn ekki að grínast, aldrei með mínu sam­þykki,“ sagði hún. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari flokks­ins, tók undir með Ragn­heiði og sagð­ist lít­ast mjög illa á samn­ing­ana. „Það er gjör­sam­lega ótækt að ætla að bæta svona í rík­is­styrki til land­bún­að­ar­ins.“ Vil­hjálmur Bjarna­son þing­maður flokks­ins hefur einnig gagn­rýnt samn­ing­ana harð­lega. 

Það gleymd­ist hins vegar kannski að Bjarni Bene­dikts­son, for­maður flokks þeirra, var einn þeirra sem und­ir­rit­uðu samn­ing­ana, þrátt fyrir að óum­deilt sé að þeir séu verk Fram­sókn­ar­flokks­ins. 

Þá er fólk ekk­ert sam­mála um það með hvaða hætti búvöru­samn­ingar koma til kasta þings­ins. Bjarni Bene­dikts­son hefur sagt að þeir komi þangað inn til sam­þykkt­ar. 

Það mun þó vera þannig að samn­ing­arnir sjálfir verða fylgi­skjal með laga­breyt­ingum sem gera þarf til að hann nái fram að ganga. Hvernig sem það er er ljóst að mál tengd búvöru­samn­ingum fara ekki þegj­andi og hljóða­laust í gegnum þing­ið. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórunn Elísabet Bogadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None