Krakk og kaupstaðalykt í Toronto

rob ford
Auglýsing

Rob Ford, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri Toronto-­borg­ar, lést í dag, 46 ára að aldri. Þegar hneyksl­is­mál Ford voru í hámæli fyrir tæpum þremur árum skrif­aði Guð­mundur Krist­ján Jóns­son í Kanada þessa stór­skemmti­legu frétta­skýr­ingu um Ford, sem Kjarn­inn end­ur­birtir hér að neð­an. 

Það gustar um Rob Ford borg­ar­stjóra Toronto um þessar mund­ir. Lög­reglan í þess­ari fjórðu stærstu borg Norður Amer­íku hefur eftir viða­mikla rann­sókn og aðgerðir undir höndum mynd­band þar sem Ford sést reykja krakk í vafasömum félags­skap nafn­greindra glæpa­manna. Annað mynd­band, þar sem hann hótar óþekktum ein­stak­lingi hrotta­legu líf­láti fer eins og eldur um sinu í netheim­um. Þrátt fyrir að krakk-reyk­inga-­mynd­bandið hafi ekki enn borist fyrir sjónir almenn­ings hefur Ford við­ur­kennt verkn­að­inn og segir hann hafa átt sér stað í ölæði. Raunar hefur Ford ítrekað borið fyrir sig ölæði þegar ýmis umdeild mál honum tengdum hafa komið upp en fer­ill hans sem stjórn­mála­maður hefur óneit­an­lega verið skraut­legur í gegnum tíð­ina. 

Rob Ford hefur verið borg­ar­full­trúi úthverf­is­ins Etobicoke síðan árið 2000 og gegnt emb­ætti borg­ar­stjóra síðan í októ­ber 2010 eftir að hafa hlotið rúm­lega 47 pró­sent atkvæða. Sem borg­ar­full­trúi lagði hann einkum áherslur á að reisa versl­un­ar­mið­stöðvar og stórar mat­vöru­versl­ana­keðjur vítt og breitt um kjör­dæmi sitt, sem og að draga úr hlunn­indum opin­bera starfs­manna og auka lög­gæslu. Sem borg­ar­stjóri hefur hann lagt megin áherslu á að starfa í þágu skatt­greið­enda, einkum og sér í lagi bíl­eig­enda. Meðal hans fyrstu verka var að afnema ýmis gjöld og reglu­gerðir sem for­veri hans í starfi, David Mill­er, hafði komið á til að sporna við síauk­inni bíla­um­ferð í borg­inni. Ford hefur einnig sagt upp fjölda opin­bera starfs­manna með ýmiss­konar einka­væð­ing­ar­að­gerð­um, einkum í tengslum við þrif og sorp­hirðu.

Auglýsing

Allt frá árinu 2006, þegar Ford var vísað út af íshokkíleik vegna dólg­sláta hafa hneyksl­is­mál af ýmsum toga fylgt Ford líkt og skugg­inn. Í maí 2008 kærði eig­in­kona hans hann fyrir lík­ams­meið­ingar og hót­anir og árið 2010 kom á dag­inn að hann hafði verið hand­tek­inn fyrir ölv­un­arakstur og varð­veislu fíkni­efna í Flór­ída árið 1999. Í öllum til­vikum neit­aði Ford sök, en neydd­ist síðan til að játa upp á sig sök­ina þegar sönn­un­ar­gögn í formi lög­reglu­skýrslna, ljós­mynda og mynd­skeiða litu dags­ins ljós. Hann hefur reyndar alla tíð neitað ásök­unum eig­in­konu sinnar um meint heim­il­is­of­beldi en málið var að end­ingu látið niður falla og þau eru enn gift. 

Rob FordÁrið 2012 var Ford dæmdur til að segja af sér sem borg­ar­stjóri eftir að hafa brotið siða­reglur Toronto­borg­ar, sem hann við­ur­kenndi fyrir dómi að hafa aldrei kynnt sér. Málið tengd­ist ýmsum íviln­unum sem mennta­skóla-ruðn­ings­liðið Don Bosco Eag­les sem Ford þjálf­aði naut. Liðið hafði fengið ýmsa styrki frá borg­inni auk þess sem Ford nýtti sér starfs­menn borg­ar­inn­ar, stræt­is­vagna og bréfs­efni í þágu liðs­ins. Eftir margra mán­aða áfrýj­un­ar­rétt­ar­höld úrskurð­aði áfrý­un­ar­dóm­stóll að Ford þyrfti ekki að segja af sér þrátt fyrir ítrekuð brot á siða­reglum borg­ar­inn­ar. Ford lét hins­vegar loks af störfum sem þjálf­ari ruðn­ings­liðs­ins í maí síð­ast­liðnum eftir að hafa ítrekað sleppt borg­ar­ráðs­fundum og van­virt skyldur sínar sem borg­ar­stjóri til að sinna þjálfun liðs­ins og mæta á kapp­leik­i.  Ofan á allt saman kom loks í ljós í febr­úar á þessu ári að Ford þver­braut ýmsar fjár­mála­reglur í aðdrag­anda síðustu kosn­inga og eyddi bæði upp­hæðum umfram leyfi­legt hámark í aug­lýs­ingar auk þess sem að of stór hluti þeirra fjár­muna sem hann afl­aði í kosn­inga­bar­átt­unni kom frá stór­fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar, Deco Labels and Tags sem sér­hæfir sig í prent­lausnum og veltir millj­örðum á ári.

Hér er ein­ungis stiklað á stóru, en storma­samur fer­ill Ford er nú í hámæli vegna játn­inga hans á neyslu eit­ur­lyfja eftir margra mán­aða afneit­un. Borg­ar­stjór­inn, sem ítrekað hefur lýst yfir stríði gegnum glæpum og eit­ur­lyfj­um, hefur verið undir stöð­ugu eft­ir­liti lög­reglu á láði og úr lofti vegna meintra eit­ur­lyfja­mis­ferla sinna og hefur lög­reglan undir höndum mikið magn myndefnis þar sem hann sést í félags­skap eit­ur­lyfja­sala og dæmdra glæpa­manna. Enn er óljóst hvað lög­reglan hyggst fyr­ir, en það er talið mögu­legt að Ford verði birtar ákærur fyrir eit­ur­lyfja­mis­ferli í náinni fram­tíð. Ford stendur hins­vegar keikur og neitar að segja af sér, enda mælist hann ennþá með um 40 pró­sent fylgi og er tal­inn lík­legur til að ná end­ur­kjöri í kom­andi kosn­ingum árið 2014.

En hvernig má það vera að jafn breiskur maður og Ford haldi velli sem borg­ar­stjóri stærstu borgar fyr­ir­mynd­ar­lands­ins Kanada þegar hneyksl­is­málin honum tengdum gætu fyllt heila bók? Skýr­ing­una má finna í póli­tísku lands­lagi Toronto eftir að nágranna­sveit­ar­fé­lög voru sam­einuð í eitt kjör­dæmi árið1998. Úthverfin sem þá runnu saman í eitt við hinn eig­in­lega Toronto-kjarna mynd­uðu skyndi­lega tvo þriðju atkvæða borg­ar­inn­ar, og þar sækir Ford nær allt sitt fylgi.  

And­stæð­ingar Fords búa flestir mið­svæðis og eru vel mennt­aðir og efn­að­ir. Þeir nýta sér almenn­ings­sam­göngur og hjól­reiðar og búa í dýrum hús­næð­um. Stuðn­ings­menn Ford, eða For­d-­þjóðin eins og þeir eru jafnan kall­aðir eru hins­vegar að stórum hluta fyrstu kyn­slóður inn­flytj­endur og verka­fólk af erlendum upp­runa. Flestir eiga þeir það sam­eig­in­legt að vera bíl­eig­endur og búa í úthverf­um. Hluti þeirra er efn­aður en flestir hafa tak­mark­aða mennt­un. Álögur á hús­næði á bíla skiptir For­d-­þjóð­ina öllu máli og í þeim efnum hefur borg­ar­stjór­inn engan svik­ið, enda hafa bif­reiða- og hús­næð­is­gjöld lækkað umtals­vert í borg­ar­stjóra­tíð For­d. 

Póli­tíska lands­lagið í Toronto er ugg­væn­legt og ein­kenn­ist af mik­illi stétt­ar­skipt­ingu á meðal kjós­enda. Virð­ing­ar­leysið og tog­streitan á milli íbúa mis­mun­andi borg­ar­hluta er nær algjört, og á meðan glæpa­tíðni eykst í úthverf­unum fjölgar líf­rænum kaffi­húsum í mið­bænum þar sem fyr­ir­mynd­ar­borg­arnir koma saman og ræða um hinn alræmda borg­ar­stjóra. For­d-­þjóðin sakar mennta­fólkið í mið­bænum um elítu­isma og hroka og skyldi engan undra. Á meðan hús­næð­is­verð í mið­bænum hækkar jafnt og þétt, hrökkl­ast hinir efna­minni út í úthverfin þar sem fátækt og glæpa­tíðni eykst með ári hverju. Toronto hefur verið skipt í tvo menn­ing­ar­heima; úthverfin og mið­borg­ina - sem aug­lýst er í glans­tíma­ritum og dregur að ferða­menn. Í fljótu bragði mætti draga þá ályktun að For­d-­þjóðin sé svo gegn­um­sýrð af neyslu­hyggju og ver­ald­legum gæðum að hún skilji á milli per­són­unar og stjórn­mála­manns­ins. Á meðan að stjórn­málamað­ur­inn haldi sköttum í lág­marki þá skiptir engu hvort að hann reyki krakk og berji kon­una sína. Svo er hins­vegar ekki, því fylgj­endur Fords eru að stórum hluta minni­hluta­hópar með tak­mark­aða inn­komu. Þeir kjósa Ford vegna þess að þeir telja sig ekki eiga sam­leið með þeim þriðj­ungi íbúa Toronto sem býr mið­svæðis og vill setja umhverf­is- og sam­göngu­mál á odd­inn í skipu­lagi borg­ar­inn­ar. For­d-­þjóð­inni er alveg sama um orð­spor Toronto því hún upp­lifir Toronto vera alveg sama um sig.

Vanda­málið í Toronto er mun stærra og alvar­legra en einn krakk­reykj­andi borg­ar­stjóri og einnig mun flókn­ara en svo að sam­ein­ing eða sundr­ung sveit­ar­fé­laga fái það leyst. Vandi Toronto felst í stétta­skipt­ingu og sam­skipta­leysi sem skipt hefur millj­óna sam­fé­lagi í tvær and­stæðar fylk­ing­ar, lit­aðar af kyn­þátta­for­dómum og virð­ing­ar­leysi í garð hvors ann­ars. Á meðan bein­ist hins­vegar kast­ljós fjöl­miðla nær ein­göngu að sorg­legri hegðun borg­ar­stjór­ans sem hefur enga stjórn á sjálfum sér og hvað þá Toronto borg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None