Lagt til að 25 prósent tekna erlendra sérfræðinga verði skattfrjálsar í þrjú ár

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp með ýmiskonar breytingum til að styðja við fjármögnun og rekstur nýsköpunarfyrirtækja. Hann vill veita erlendum sérfræðingum ákveðið skattfrelsi og auka endurgreiðslur vegna rannsóknar og þróunar.

Bjarni Benediktsson leggur fram frumvarpið.
Bjarni Benediktsson leggur fram frumvarpið.
Auglýsing

Erlendir sér­fræð­ingar sem ráðnir verða til starfa hér á landi munu ein­ungis þurfa að greiða skatta af 75 pró­sent af tekjum sínum í þrjú ár verði nýtt frum­varp Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um breyt­ingar á ýmsum lögum til að styðja við fjár­mögnun og rekstur nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja og smærri fyr­ir­tækja í vexti að lög­um. Fjórð­ungur tekna þeirra verður því skatt­frjálsar og und­an­þegnar stað­greiðslu skatta í umrædd þrjú ár. Í frum­varp­inu er einnig lagt til að núgild­andi skattaí­viln­anir til­ ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja vegna rann­sókn­ar- og þró­un­ar­kostn­aðar verði hækk­að­ar­ veru­lega. Hámark slíks kostn­aðar til almennrar við­mið­unar á frá­drætti á að hækk­a úr 100 millj­ónum króna í 300 millj­ónir króna og úr 150 í 450 millj­ónir króna þegar um aðkeypta rann­sókn­ar- og ­þró­un­ar­þjón­ustu er að ræða frá ótengdu fyr­ir­tæki, háskóla eða rann­sókna­stofn­un.

Auk þess gerir frum­varpið ráð fyrir að breyt­ingu á skatta­legri með­ferð tekna vegna kaupa manns á hluta­bréfum sam­kvæmt kaup­rétt­i ­sem hann hefur öðl­ast vegna starfa fyrir anna aðila með þeim hætti að tekj­urn­ar verða skatt­lagðar við sölu bréf­anna í stað afhend­ing­ar­dags eins og nú er. Þá er lagt til að hagn­aður eig­enda breyti­legra skulda­bréfa, sem breytt er í hluta­bréf á lægra verði en gildir almennt á mark­aði, verði skatt­lagður við sölu skulda­bréf­anna í stað nýt­ingar breytirétt­ar­ins, að ein­stak­lingar sem kaupa hluta­bréf í fyr­ir­tækjum sem falla undir frum­varpið geti fengið skatta­af­slátt ­vegna þeirra kaupa og að veltu­við­mið við skil­grein­ingu lít­illa fyr­ir­tækja verð­i ­leið­rétt með til­vísun til­vísun í nýja reglu­gerð í lögum um stuðn­ing við nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki og lögum um í­viln­anir til nýfjár­fest­inga á Íslandi. 

Frum­varp­inu var dreift 4. apríl síð­ast­lið­inn, dag­inn eft­ir frægan Kast­ljós­þátt sem opin­ber­aði aflands­fé­laga­tengsl íslenskra ráða­manna. Það vakti því litla athygli þegar því var dreift. Fyrsta umræða um frum­varpið fer fram á Alþingi í dag.

Auglýsing

Á að laða erlenda sér­fræð­inga til lands­ins

Sú breyt­ing að veita erlendum sér­fræð­ingum sem ráða sig til­ ­starfa á Íslandi skatta­af­slátt er í sam­ræmi við það sem gert hefur verið víða í lönd­unum í kringum okkur til að tryggja aukna sam­keppn­is­hæfni. Í frum­varp­in­u ­seg­ir: „ Með þeirri breyt­ing­u ­sem hér er lögð til er stefnt að því að greiða fyrir og laða að land­inu erlenda ­sér­fræð­inga til starfa hér á landi, ekki hvað síst í íslenskum tækni- og ­rann­sókn­ar­fyr­ir­tækjum og háskóla­sam­fé­lag­inu. Margir telja að á Íslandi vant­i ­fólk með sér­fræði­þekk­ingu á vissum svið­um, svo sem tækni­menntað starfs­fólk, ­starfs­fólk með hug­bún­að­ar­þekk­ingu og þekk­ingu á mark­aðs­setn­ingu á stórum er­lendum mörk­uðum auk sér­fræð­inga til kennslu í háskóla­sam­fé­lag­inu. Ákvæð­inu er þar með ekki ætlað að taka til íþrótta­manna eða þjálf­ara sem ekki eru bein­ir þátt­tak­endur í atvinnu­líf­inu.

Til­lagan er að ­mestu að sænskri fyr­ir­mynd og hvetur fyr­ir­tæki til að koma á fót hágæða­starf­sem­i innan lands sem geri þeim auð­veld­ara fyrir að fá til sín aðila sem búa yfir­ ­nauð­syn­legri þekk­ingu og hæfni svo að ekki þurfi að fara með við­kom­and­i ­starf­semi úr land­i. „­Mikil verð­mæti geta verið fólgin í því að fá ­sér­fræði­þekk­ingu til lands­ins þar sem þekk­ing er af skornum skammti. Vegna þessa hafa lönd eins og t.d. Dan­mörk, Sví­þjóð, Nor­eg­ur, Finn­land, Hol­land og Kanada sett reglur um skatta­lega hvata til að laða til sín erlenda sér­fræð­inga og eru þær mik­il­vægur liður í að tryggja sam­keppn­is­hæfni í við­­skipta­um­hverf­i við­kom­andi landa. Ísland er eina Norð­ur­landa­þjóðin sem ekki hefur lög­fest á­kvæði sem ætlað er að bæta um­hverfi erlendra sér­fræð­inga, svo sem sér­fræð­inga í rann­sóknum og þró­un, fram­leiðslu, stjórn­un, skipu­lagn­ingu, mark­aðs­setn­ing­u, verk­fræði, fjár­mál­um, upp­lýs­inga­tækni, samskipta­tækni og kennslu, svo eitt­hvað sé nefnt.

Kall­aði eftir breyt­ingum

Kjarn­inn birti við­tal við Pétur Már Hall­dórs­son, fram­kvæmda­stjóra ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Nox Med­ical í lok síð­asta mán­að­ar, örfáum dögum áður en frum­varp­inu var dreift. Þar sagði hann meðal ann­ars að Ísland væri ekki sam­keppn­is­hæft eins og er þeg­ar kemur að upp­­­bygg­ing­u ­fyr­ir­tækja eins og Nox Med­ical. Hvat­­arnir og tæki­­færin séu ein­fald­­lega ­meiri ann­­ars stað­­ar. Það þurfi þó ekki að vera þannig. Ákvörð­un­in sé ein­fald­­lega póli­­tísk og snú­ist um vilja.

Pétur Már Halldórsson og gínan Bob. Mynd:Birgir Þór Harðarson.Pétur sagði að hækka þyrfti þakið á end­ur­greiðsl­u­m ­rík­is­ins vegna fjár­fest­ingar í rann­sóknum og þró­un, sem er í dag þannig að ­ríkið greiðir 20 pró­sent til baka fyrir allt að 100 millj­ónum króna sem sett­ar eru í slíkt. Hann benti á að Nox Med­ical væri til að mynda ða fjár­festa fyr­ir­ 300 millj­ónir króna á ári í rann­sóknum og þróun og væri því komið langt umfram end­ur­greiðslu­há­markið í þeirri við­leitni sinni að þróa nýjar vörur og stækka umfang ­rekst­urs síns.  Ef Nox Med­ical væri stað­­sett til dæmis í Ástr­al­­íu, þar sem helsti sam­keppn­is­að­il­i ­fyr­ir­tæk­is­ins er með heim­il­is­­festi, væri end­­ur­greiðslan 45 pró­­sent af öllu sem eytt væri í rann­­sóknir og þróun og hámarks­­greiðslur eru bundnar við ­tekj­­ur, ekki fasta upp­­hæð.„Hvar er þá skyn­­sam­­legt fyrir okkur að fara í upp­­­bygg­ing­u? Því miður er svarið ekk­ert flókið og reikn­ings­­dæmið ekki held­­ur, það er ekki á Ís­landi. Við viljum vera hérna en það er mun skyn­­sam­­ara og hag­­kvæmara ­fyr­ir­ okkur að byggja þennan hluta starf­­sem­inn­­ar, rann­­sóknir og þró­un, ­upp í til­ ­dæmis Ástr­al­­íu,“ sagði Pét­ur.

Í við­tal­inu sagði hann einnig frá þv´iað erfitt væri að manna fyr­ir­tæki á borð við Nox Med­ical á með­an að það væri með starf­semi sína hér­lend­is. „ Ef Nox Med­ical væri stað­­sett til dæmis í Ástr­al­­íu, þar sem helsti sam­keppn­is­að­il­i ­fyr­ir­tæk­is­ins er með heim­il­is­­festi, væri end­­ur­greiðslan 45 pró­­sent af öllu sem eytt væri í rann­­sóknir og þróun og hámarks­­greiðslur eru bundnar við ­tekj­­ur, ekki fasta upp­­hæð.

„Hvar er þá skyn­­sam­­legt fyrir okkur að fara í upp­­­bygg­ing­u? Því miður er svar­ið ekk­ert flókið og reikn­ings­­dæmið ekki held­­ur, það er ekki á Ís­landi. Við viljum vera hérna en það er mun skyn­­sam­­ara og hag­­kvæmara fyr­ir­ okkur að ­byggja þennan hluta starf­­sem­inn­­ar, rann­­sóknir og þró­un, upp í til­ ­dæm­is­ Ástr­al­­íu.“

Frum­varpið sem rætt verð­ur­ um í dag gerir ráð fyrir að þetta breyt­ist.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None