Glataði snillingurinn

Hann var ljúflingur sem samdi ljóð, spilaði á gítar við verslanamiðstöðvar í Manchester og tætti í sig varnir andstæðingana á vellinum. Ryan Giggs segir hann hafa verið ótrúlegan leikmann. Adrian Doherty lést 27 ára gamall.

Doherty
Auglýsing

„Doherty hafði ekk­ert fyrir því að hlaupa fram­hjá mönn­um. Hann gat farið í gegnum tæk­lingar eins og að drekka vatn. Hann gat farið inn í gegnum vörn­ina og utan á hana líka. Var góður í stuttu spili (1, 2s)[...] Þú veist, í The Mat­rix, þegar allir hlut­irnir eru að tengjast, og ger­ast mjög snöggt – en hægt og rólega í höfð­inu á karakt­ernum (Neo). Þetta var þannig hjá Doc.“

Svona lýsir goð­sögnin Ryan Giggs, fyrrum félaga sínum hjá ung­linga­lið­i Manchester United, Adrian Doher­ty, sem oft­ast var kall­aður Doc. Hann þótt­i stór­kost­lega efni­legur leik­mað­ur, einn sá besti sem komið hefur fram hjá ­fé­lag­inu. Giggs var í skugg­anum af hon­um, og þótti ekki eins góð­ur. „Hann var ekki frá þessum heimi (out of this World),“ segir Gary Nevil­le, sem lék með­ Giggs og Doherty í gegnum ung­linga­lið­in. Hann er einn af þeim sem aldrei er minnst á, þegar hinn frægi ´92 árgangur er til umræðu. Giggs, Scho­les, Butt, ­Neville bræð­ur, Beck­ham. En aldrei Doher­ty.

Sorg­ar­saga ljúf­lings

En hver er þessi náungi og hvað varð um hann? Hvers vegna er hans aldrei getið þegar gull­ald­ar­ár­gangar Manchester United, sem lögðu grunn­inn að ótrú­legri sig­ur­göngu undir hand­leiðslu Alex Fergu­son, eru til umræðu?

Auglýsing

Stutta svarið er það, að Doherty lést þegar hann var tæp­lega 27 ára, 9. júní árið 2000. Hann datt á göngu í Hollandi, algjör­lega upp úr þurru, og var í dái á sjúkra­húsi í mán­uð. Þar til hann lést. Nokkrum árum áður hafði fót­bolta­fer­ill­inn kom­ist á enda­stöð.

Hann meidd­ist illa á hné þegar hann var að brjót­ast inn í að­allið­ið, árið 1992, og náði sér aldrei almenni­lega. Fjöl­skylda Doherty hef­ur aldrei fyr­ir­gefið Manchester United með­ferð­ina sem hann fékk, því hann náði sér­ ekki af meiðsl­unum og missti samn­ing. Hann var ekki af ríku fólki kom­inn og þurfti strax að leita sér að vinnu. Um tíma vann hann í súkkulaði­verk­smiðju í Preston. Hann gerði til­raun til þess að ná sér af meiðsl­un­um, en allt kom fyr­ir­ ekki. Hann færði sig svo til Hollands, nánar til­tekið til Haag, í apríl árið 2000, þar sem hann fór að vinna hjá hús­gagna­fyr­ir­tæki á tíma­bundn­um ­starfs­samn­ingi.

Fer­ill­inn búinn

Fer­ill­inn fór bara strax út um þúf­ur, eftir að lækna­lið Manchester United hafði greint honum frá því, að meiðslin væru mjög alvar­leg og lið­böndin var­an­lega sködd­uð. Röng með­höndlun gerði alvar­lega stöðu enn verri. Félagar hans héldu við hann sam­bandi, og vor­u Giggs og Gary Neville alla tíð nánir vinir hans. Þeir reyndu að hjálpa til, en lækn­is­skoð­anir sýndu að hann myndi ekki ná sér almenni­lega aft­ur. Á ald­ar­fjórð­ungi hafa miklar fram­farir orðið þegar kemur að með­höndlun hné­meiðsla, og því má telj­ast ólík­legt að þetta gæti gerst í dag.

Hinn 19. maí næst­kom­andi kemur út bók um Doherty í Bret­land­i eftir Oli­ver Kay sem ber heitið For­ever Young. Þar er farið yfir feril Doher­ty, og tím­ann eftir að hann hætti í fót­bolt­an­um. Í Manchester hafa lengi ver­ið ­sögur um að hann hefði verið óreglu­maður og ekki haft agann til þess að ná langt, en raun­veru­leik­inn er allt ann­ar. Þetta stað­festir Alex Fergu­son sjálf­ur í bók­inni og segir Doherty hafa verið góðan dreng, í sem í minn­ing­unni hafi ­samið ljóð, sungið og spilað á gítar á milli þess sem hann spændi fram­hjá ­mótherjum sínum á vell­in­um. Fergu­son segir Doherty hafa verið frá­bæran ­leik­mann, og einn af þeim sem hann hefði teiknað liðið í kring­um, áður en ­meiðsli gerðu honum lífið leitt.

Adrian Doherty, lengst til hægri í neðri röð, er hér með unglingaliði Manchester United. Góðvinur hans, Ryan Giggs, er við hlið Mark Boscnich, markvarðarins, vinstra megin í efri töð. Mynd: Manutd.com

Spil­aði á gítar við versl­un­ar­mið­stöð

Doherty fylgd­ist lítið með fót­bolta og var þekktur fyrir að ­gefa frá sér miða á leiki aðal­liðs­ins og fara þess í stað að spila einn með­ gít­ar­inn fyrir fram Arndale versl­un­ar­mið­stöð­ina í Manchest­er. Þá lék hann á gítar í bandi sem þótti um tíma efni­legt og hét Mad Hatt­ers. „Hann lá yfir Bob Dylan textum þegar hann var sextán ára. Ég hafði ekki hug­mynd um hver Bob Dylan var þegar ég var sext­án,“ segir Giggs í bók­inni, sem The Guar­dian fjall­aði um ­gær.

Höf­undur bók­ar­innar segir að fjöl­skylda Doherty sé sár og svekkt með það, hvernig Manchester United kom fram við Doherty eftir meiðsl­in. ­Þrátt fyrir að góð sam­skipti við þjálf­arateymi og leik­menn, þá hafi starfs­menn og lækna­liði ekki sýnt Doherty neinn áhuga. Faðir hans, Jim­my, fór margar ferð­ir til þess að ýta á félag­ið, og að aðstoða son sinn, því til­trúin á hæfi­leika hans hafði verið mikil fyrir meiðsl­in. Nú, tæpum sextán árum eftir að hann lé­st, eru sár­indin ennþá mik­il. Fjöl­miðla­um­ræða situr einnig í fjöl­skyld­unn­i, því sög­urnar sem gengu um að hann hefði ekki haft það sem þurfti til, vor­u nístandi sárs­auka­full­ar. Alveg sama hvað var reynt, þá vildi eng­inn heyra sann­leik­ann.

Jimmy segir einnig, að Gary Nevil­le, sem þá var vara­fyr­ir­lið­i Manchester United, hefði sagt Doherty í sím­tali að það væri til­gangs­laust að ­reyna að takast á við félagið um þetta. Leik­manna­sam­tökin á Englandi og enska knatt­spyrnu­sam­band­ið, hefðu einnig snúið baki við hon­um. Hann hefði ekki ver­ið að sækj­ast eftir pen­ingum heldur afsök­un­ar­beiðni, vegna þess að lækna­lið Manchester United gerði mis­tök sem leiddu til þess, að lið­böndin í hnénu urð­u aldrei nægi­lega sterk fyrir fót­bolta­iðk­una á hæsta stigi.

Átti góð ár

Bróðir Doherty segir hann hafa átt bestu ár ævi sinn­ar, frá­ tví­tugu og fram að því að hann lést. Þvert á það sem margir halda. Hann hafi ekki tekið sig alvar­lega, og liðið best þegar hann var að semja ljóð, texta og spila lög. Hann hafði ekki verið sár eða í þung­lyndi yfir örlögum sín­um, og átt auð­velta með að gleðjast ­fyrir hönd gömlu félaga sinna, sem urðu að stór­stjörnum og mynd­uðu eitt ­sig­ur­sælasta lið Evr­ópu, eftir að hann hætti. Þeir hafi hins vegar verið í öðrum veru­leika.

Alveg fram á síð­asta dag hefði hann verið dagdreym­inn og í eigin heimi. Þrátt fyrir að hann hafi átt fyr­ir­sagn­irnar um tíma, og ver­ið á­lit­inn einn efni­leg­ast leik­maður Bret­landseyja – sem naut mik­illar virð­ing­ar ­fé­laga sinna – þá skipti það hann engu máli. Hann reyndi að hugsa ekki of mik­ið um örlög sín.

Höf­undur bók­ar­innar segir að það sé um margt tákn­rænt, að hann hafi látið lífið með slysa­legum hætti. Óheppnin hefur verið fylgi­fisk­ur hans, en lífs­gleðin sömu­leið­is.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None