Stjórnmálaflokkur í dauðateygjunum leitar að sökudólgi

Færri virðast ætla að kjósa Samfylkinguna en eru skráðir í flokkinn. Raunverulegar líkur eru á því að Samfylkingin nái ekki inn manni í næstu kosningum. Og fáir flokksmenn virðast vera að horfa inn á við í leit að skýringu á stöðunni.

Hluti forystu Samfylkingarinnar.

Sam­fylk­ingin var form­lega stofnuð í Borg­ar­leik­hús­inu 5. maí árið 2000. Hún hafði reyndar boðið fram sem kosn­inga­banda­lag þriggja flokka: Al­þýðu­flokks, Alþýðu­banda­lags og Kvenna­lista árið áður og fékk þá 26,8 pró­sent ­at­kvæða. Mark­miðið með stofnun flokks­ins var að sam­eina stjórn­mála­öfl á vinstri ­væng og miðju stjórn­mála­litrofs­ins og fá umboð kjós­enda til að taka for­ystu í lands­stjórn­inn­i.  Mynda átti annan turn í ís­lenskum stjórn­málum til mót­vægis við Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Í stuttu máli má segja að ekk­ert af höf­uð­mark­mið­u­m ­Sam­fylk­ing­ar­innar hafi náðst. Flokknum hefur ekki tek­ist að verða stöð­ugur turn í íslenskum stjórn­mál­um, honum hefur ekki tek­ist að sam­eina vinstri­menn og miðju­fólk í breið­fylk­ingu jafn­að­ar­manna og honum hefur ein­ungis einu sinn­i ­tek­ist að vera með for­ystu í lands­stjórn­inni. Sú rík­is­stjórn, undir for­sæt­i Jó­hönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, náði að verða ein óvin­sælasta rík­is­stjórn­ lýð­veld­is­tím­ans. Vorið 2012 mæld­ist stuðn­ingur við hana rétt rúm­lega 28 pró­sent og hún end­aði sinn líf­tíma með því að haltra út kjör­tíma­bilið sem eig­in­leg minni­hluta­stjórn.

Síðan þá hefur staðan fjarri því batn­að. Fylgið hefur hald­ið á­fram að dala hratt og nú eru raun­veru­legar líkur á því að Sam­fylk­ingin get­i horfið af þingi í næstu kosn­ing­um, svo lágt er flokk­ur­inn að mæl­ast í könn­un­um. Í ljósi þess að framundan er mik­il­væg­asta for­manns­kjör í sögu flokks­ins eft­ir nokkrar vik­ur, og þing­kosn­ingar sem snú­ast bók­staf­lega um líf og dauða ­flokks­ins eftir um fimm mán­uði, á sér stað mikil sjálfs­skoð­un, að minnsta kost­i á yfir­borð­inu. En hún virð­ist að miklu leyti snú­ast um að finna söku­dólga, bæð­i innan flokks og utan, fyrir því ástandi sem Sam­fylk­ingin er í. Ástandi sem vart er hægt að lýsa öðru­vísi en sem dauða­teygj­um.

Margar rangar ákvarð­anir

Það er í raun ótrú­legt hversu hratt hefur fjarað und­an­ ­Sam­fylk­ing­unni á und­an­förnum árum. Í kosn­ing­unum 2003 fékk flokk­ur­inn 31 ­pró­sent atkvæða, 26,8 pró­sent fjórum árum seinna og meira að segja 29,8 pró­sent í alþing­is­kosn­ing­unum 2009, þótt þær hafi sann­ar­lega farið fram við afar ­sér­stakar aðstæð­ur.

Í þeim kosn­ing­un­um, sem kjós­endur not­uðu helst til að hafna ­valda­kerf­is­flokk­unum Sjálf­stæð­is­flokknum og Fram­sókn­ar­flokkn­um, fékk ­Sam­fylk­ingin loks það umboð til að leiða rík­is­stjórn sem hún sótt­ist eft­ir. Rík­is­stjórn­ Jó­hönnu Sig­urð­ar­dóttur stóð frammi fyrir erf­ið­asta verk­efni sem nokkur rík­is­stjórn­ hefur staðið frammi fyr­ir, end­ur­reisn og end­ur­skipu­lagn­ingu efna­hags­kerfis sem hafði hrun­ið. Margar ákvarð­anir hennar voru mjög mik­il­vægar og rétt­ar. Aðr­ar bein­línis rangar og illa ígrund­að­ar.

Tvær ákvarð­anir skiptu kannski mestu máli um að draga úr er­indi flokks­ins. Önnur var sú að binda sig of fast við aðild að ­Evr­ópu­sam­band­inu sem lausn á öllum vanda­málum lands­ins. Ákvörð­unin var illa ígrunduð vegna þess að á þeim tíma sem sótt var um aðild var ekki meiri­hlut­i ­fyrir henni á meðal þjóð­ar­inn­ar, innan þings­ins né innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar ­sjálfr­ar. Annar stjórn­ar­flokk­ur­inn, Vinstri græn, var, að minnsta kosti að hluta, á móti aðild. Sú aðild­ar­veg­ferð sem ráð­ist var í á þessum veika grunn­i ­gat lík­lega aldrei endað nema á einn veg. Þótt skoð­ana­kann­anir hafi lengi sýnt að mun stærri hlut­i ­þjóð­ar­innar sé á móti aðild en með henni þá er meiri­hluti hennar hins veg­ar þeirrar skoð­unar að Íslend­ingar eigi að fá að kjósa um hvort að hætta hefði átt við umsókn­ar­ferlið eða ekki. Það er því grund­völlur til þess að fara í gegn­um ­Evr­ópu­sam­bands­að­ild­ar­ferli með lýð­ræð­is­legt umboð frá þjóðinni. Það umboð kaus ­rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna ekki að nýta sér og fyrir það líð­ur­ ­Sam­fylk­ingin mjög í dag. Í raun má slá því föstu að sú leið sem valin var að fara varð­andi Evr­ópu­sam­bandsum­sókn­ina, að sækja um án lýð­ræð­is­legs umboðs eða ­með meiri­hluta þing­heims fylgj­andi aðild, hafi gert meira til að koma í veg ­fyrir mögu­lega aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu en nokkur önnur ákvörðun sem ­tekin hefur verið á stjórn­mála­svið­inu á und­an­förnum árum.

Hin ákvörð­unin var sú klára ekki vinnu við nýja stjórn­ar­skrá á síð­asta kjör­tíma­bili. Nokkrum mán­uðum áður en að kjör­tíma­bil­inu lauk, í októ­ber 2012, höfðu 64,2 pró­sent þeirra sem kusu í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu sag­t að þeir vildu að til­lögur stjórn­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar frum­varpi að nýrri stjórn­ar­skrá. Það voru 73.408 manns. Á hinn bóg­inn mættu 36.252 manns á kjör­stað til að greiða atkvæði gegn nýrri stjórn­ar­skrá. Aug­ljóst var að á meðal þeirra sem létu sig málið varða það mikið að þeir mættu á kjör­stað var ­yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti fylgj­andi því að ný stjórn­ar­skrá yrði að veru­leika.

Fyrir þessi ákvarð­anir var flokknum refsað harka­lega í kosn­ing­unum 2013. Þar fékk hann ein­ungis 12,9 pró­sent atkvæða. Alls ákváðu 31 ­þús­und manns sem kusu Sam­fylk­ing­una 2009 að gera það ekki fjórum árum síð­ar­. ­Þing­flokkur flokks­ins fór úr 20 í níu. 

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig aftur fram, en hætti svo við það.
Mynd: Birgir Þór

Það afhroð sem Sam­fylk­ingin beið í þing­kosn­ing­unum 2013 var ekki ein­ungis stjórn­mála­legt og sál­fræði­legt áfall. Það var líka fjár­hags­leg­t á­fall. Stór hluti af rekstri flokks­ins er drif­inn áfram af rík­is­fram­lögum sem ráð­ast af því hversu vel honum gengur í kosn­ing­um. Á milli áranna 2013 og 2014 ­rúm­lega helm­ing­uð­ust þau fram­lög, sem gerðu það að verkum að draga þurfti mjög úr rekstr­ar­út­gjöldum Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Flokk­ur­inn stóð því frammi fyrir því að vera í þröngri fjár­hags­stöðu á sama tíma og hann var, að minnsta kosti út á við, í hug­mynda­fræði­legri krísu. Upp­lifun kjós­enda af Sam­fylk­ing­unni var nefni­lega ekki þannig að um væri að ræða breið­fylk­ingu jafn­að­ar­manna sem legði áherslu á jöfn tæki­færi, berð­ist fyrir betra og sann­gjarn­ara vel­ferð­ar­kerfi og gegn sí­fellt auk­inni mis­skipt­ingu auðs. Þvert á móti virt­ist flokk­ur­inn hverf­ast utan um lok­aðan hóp ein­stak­linga, sem í háð­ung voru kall­aðir „Epal-kommar“, og hafði bundið til­veru flokks­ins of fast við inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og var í vand­ræðum með að finna flokknum per­sónu­leika að nýja þegar sú veg­ferð gekk ekki eft­ir. Í stuttu máli þá var elítu­bragur á Sam­fylk­ing­unni. Það var eins og að hún væri til fyrir þá sem mynd­uðu þing­flokk­inn, ekki eins og þeir væru að ­þjón­usta alla hina sem í flokknum eru.

Inn­an­flokksá­tök milli ein­stak­linga

Á þess­ari til­vistakreppu hefur ekki verið tekið á þessu ­kjör­tíma­bili. Þótt meg­in­þorri Íslend­inga séu lík­lega ein­hvers konar jafn­að­ar­menn - í þeim skiln­ingi að þeir aðhyll­ast sterkt vel­ferð­ar­kerfi greitt af sam­neysl­unni og jöfn tæki­færi en eru líka fylgj­andi kap­ít­al­ísku mark­aðs­hag­kerfi – þá segj­ast ein­ungis örfá pró­sent vera til­búin til að kjósa flokk­inn sem á skrá­setta vöru­merk­ið ­Jafn­að­ar­manna­flokkur Íslands. 

Í stað þess að ráð­ast í harka­lega skoðun á eig­in vinnu­brögðum og nálg­un, í stað þess að skerpa mál­efna­stöðu sína þannig að hún­ liggi fyrir sem skýr val­kostur fyrir kjós­endur sem eru ósáttir við stefn­u ­sitj­andi stjórn­valda, hefur flokk­ur­inn eytt þessu kjör­tíma­bili í inn­an­flokksá­tök milli ein­stak­linga. 

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir bauð sig óvænt fram gegn Árna Páli á síðasta landsfundi. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í vikunni sagði: . „Digurmæli og samsæriskenningar helstu stuðningsmanna formannsins eftir kjörið verða lengi í minnum höfð. Í stað þess að horfast í augu við vandann, var tilvalið að kenna öðrum um hann.“
Mynd: Birgir Þór

Og hann hefur gert það að mestu bak­við luktar dyr, sem ­styður enn þá til­finn­ingu sem margir hafa fyrir flokknum að í honum þrí­fist el­íta.

Fylgið hægt og rólega verið að hverfa

Nú er staðan sú að kos­inn verður nýr for­maður á allra næst­u vik­um. Þing­kosn­ingar verða haldnar eftir fimm mán­uði og Sam­fylk­ingin mælist með­ undir átta pró­sent fylgi í kosn­ing­um. Flokk­ur­inn hefur í raun verið í frjálsu ­fylg­is­falli í nokkuð langan tíma og haldi sú þróun áfram er raun­veru­lega mögu­leg­t að Sam­fylk­ingin nái ekki fimm pró­sent atkvæða í októ­ber og þurrk­ist þar með út af þingi, 17 árum eftir að flokk­ur­inn bauð fyrst fram sem breið­fylk­ing ­jafn­að­ar­manna. Það þýðir að mögu­lega munu ekki einu sinni þeir 16 þús­und sem skráðir eru í Sam­fylk­ing­una allir að kjósa flokk­inn.

Margir hafa verið kall­aðir til sem söku­dólgar fyrir þessu ­gengi. Innan efsta lags Sam­fylk­ing­ar­innar vildu margir meina að höfnun kjós­enda væri bundin við for­mann­inn, Árna Pál Árna­son. Sjálfur leit­aði Árni Páll skýr­inga víða á stöðu flokks­ins. Í júní 2015 við­ur­kenndi hann að það væri áfell­is­dóm­ur ­yfir sér sjálfum og flokknum að hafa ekki náð í það fylgi sem fór fyrst til­ ­Bjartrar fram­tíðar en færð­ist svo yfir til Pírata. Þar væri um að ræða kjós­endur sem tal­aði fyrir opnu sam­fé­lagi, áfram­hald­andi aðild­ar­um­sókn að ­Evr­ópu­sam­band­inu, beinu lýð­ræði, stjórn­kerf­isum­bótum og rétt­ind­um minni­hluta­hópa. Allt hafi þetta verið mál­efni sem Sam­fylk­ingin hefði barist ­fyrir „á hæl og hnakka“ frá því að hún var stofn­uð. Samt vildu þessir kjós­end­ur ekki kjósa flokk­inn. Ástæðan væri sú rang­hug­mynd að Sam­fylk­ingin væri hluti af fjór­flokkn­um, þegar hún hefði verið stofnuð til höf­uðs hon­um. Bregð­ast þyrfti við strax og Sam­fylk­ingin þyrfti að verða sú fjölda­hreyf­ing sem hún var stofnuð til­ að vera.

Nokkrum mán­uðum áður hafði farið fram lands­fund­ur ­Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þar fékk Árni Páll mjög óvænt mót­fram­boð frá Sig­ríð­i Ingi­björgu Inga­dóttur dag­inn áður en for­manns­kosn­ing fór fram. Ein­ungis þeir ­sem sátu lands­fund­inn höfðu atkvæð­is­rétt, en þeir voru færri en 500. Það var ekki til að draga úr upp­lifun fólks á því að um elítu­stjórn­mála­flokk væri að ræða, þegar efsta lagið tókst með þessum hætti á um völd­in. Árni Páll sigr­aði að lokum með einu atkvæði, fékk 241 á móti 240, og við það má segja að ­for­manns­ferli hans hafi verið lok­ið, þótt hann sitji enn form­lega fram í byrj­un næsta mán­að­ar. Átaka­lín­urnar í flokknum opin­ber­uð­ust mjög greini­lega í þessum ­for­manns­kosn­ing­um.

Árni Páll hefur síðar ítrekað kennt mót­fram­boði Sig­ríð­ar­ Ingi­bjargar og afleið­ingum þess um að gengi flokks­ins hafi dalað hratt á und­an­förnum  mán­uð­um. Sig­ríður Ingi­björg hefur hafnað því og sagt að fylgið hafi þegar verið byrjað að hverfa. Bæði hafa nokkuð til síns máls. Það er rétt hjá Árna Páli að Sam­fylk­ingin hafi mæl­st á­gæt­lega í skoð­ana­könn­unum á fyrri hluta kjör­tíma­bils­ins. Nokkrum dögum fyrir lands­fund­inn í fyrra ­mæld­ist fylgi flokks­ins hins vegar 12,4 pró­sent, sem er minna en hann hafð­i ­fengið í kosn­ing­unum 2013. Nokkrum dögum eftir lands­fund­inn mæld­ist fylg­i ­flokks­ins 11,4 pró­sent og í ágúst var það komið niður fyrir tíu pró­sent. Auk þess var Árni Páll með mjög lítið per­sónu­fylgi. Í könnun MMR sem birt var í lok apríl 2015 sögðu til­ ­dæmis þrjú pró­­sent aðspurðra að hann væri fæddur leið­­tog­i. 

Lands­fundi flýtt

Það var öllum ljóst að ­Sam­fylk­ingin þurfti að taka rót­tækt á ástandi flokks­ins. Í ár var ákveðið að flýta lands­fundi og halda for­manns­kosn­ing­ar. Í til­kynn­ingu var gefið sterk­lega í skyn að nota þyrfti lands­fund­inn til mál­efna­vinnu og til að ræða ­kosn­inga­á­hersl­ur. Síðan að þessi til­kynn­ing var send út hefur hins vegar lít­ið verið rætt um mál­efni, og mun meira verið rætt um per­són­ur.

Fimm hafa til­kynnt að þeir vilji verða næsti for­maður flokks­ins, þótt Árni Páll hafi síðan dreg­ið fram­boð sitt til baka. Þrír þeirra sem sækj­ast eftir for­mennsku eru hluti þess ­þing­flokks sem kjós­endur hafa verið að hafna sam­kvæmt skoð­ana­könn­un­um, ann­að hvort sem sitj­andi þing­menn eða sem vara­þing­menn. Sá eini sem ekki er hluti af nú­ver­andi valda­lagi flokks­ins er Guð­mundur Ari Sig­ur­jóns­son, 27 ára bæj­ar­full­trúi af Sel­tjarn­ar­nesi.

Í við­tali við síð­asta helg­ar­blað DV end­ur­tók Árni Páll þá sögu­skýr­ingu sína að það hefði gengið mjög vel hjá flokknum fram að síð­asta lands­fundi, þegar óvænt ­mót­fram­boð Sig­ríðar Ingi­bjargar Inga­dóttur gegn honum kom fram. Árni Páll tel­ur enn fremur að Sam­fylk­ingin hafi mikla sér­stöðu í íslenskum stjórn­málum en að hún­ hafi ekki náð að nýta hana með nægi­lega skýrum hætti. Ásýnd flokks­ins hafi ekki verið sam­hent. Það sé ekki nóg að skipta um for­mann heldur þurfi ný vinnu­brögð og nálg­un. Í máli Árna Páls kom einnig fram að hann telur Sam­fylk­ing­una ver­a eina núver­andi stjórn­ar­and­stöðu­aflið sem mælist með til­veru á næsta ­kjör­tíma­bili sem geti leitt rík­is­stjórn.

Skömmu áður hafð­i ­for­manns­fram­bjóð­and­inn Magnús Orri Schram skrifað grein í Frétta­blaðið þar ­sem hann sagði að leggja ætti hana niður og stefna að því að stofna „nýja nú­tíma­lega stjórn­mála­hreyf­ing­u“. Sam­fylk­ingin þurfi að taka veru­leg­um breyt­ingum á næstu vikum til að geta gengt lyk­il­hlut­verki sem val­kostur jafn­að­ar­fólks í kosn­ing­unum í haust. Vinni hann for­manns­kosn­ing­una í byrjun júní muni Magn­ús Orri hefja sam­­tal við aðra stjórn­­­mála­­flokka og ­fólk utan flokka, um mótun nýrrar hreyf­­ingar með áherslu á auð­lindir í al­manna­þágu, umhverf­is­vernd, nýja stjórn­­­ar­­skrá, jöfn tæki­­færi, öfl­­ug­t vel­­ferð­­ar­­kerfi og sam­keppni í heil­brigðu atvinn­u­líf­i. 

Ef menn­irnir tveir, fráfar­andi for­maður og einn þeirra sem vill taka við kefl­inu, töldu að þetta ­upp­gjör þeirra við stöðu flokks­ins myndi njóta breiðs stuðn­ings þá varð þeim ekki af ósk sinni. Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dótt­ir, þing­maður flokks­ins, sett­i ­stöðu­upp­færslu á Face­book þar sem sagði:

 

Sig­ríður Ingi­björg sendi yfir­lýs­ingu á fjöl­miðla vegna við­tals DV við Árna Pál þar sem hún ásak­ar fráfar­andi for­mann sinn um að reyna að skrifa sög­una eftir sínu nef­i, ­sér­stak­lega varð­andi for­manns­fram­boð henn­ar. Þar sagði m.a.: „Eftir því ­sem nær dró lands­fundi varð ljóst að þátt­taka yrði í algjöru lág­marki og vitað að margir ­myndu lýsa óánægju sinni með for­mann­inn með því að skila auðu í for­manns­kjöri á fund­in­um. Óánægjan og doð­inn í flokknum var skelfi­leg­ur. Ég tók því þá ákvörðun síð­degis á fimmtu­degi fyrir lands­fund, þann 19. mars, að gefa kost á mér til for­mennsku. Við­brögðin voru miklu sterk­ari og jákvæð­ari en ég bjóst við, ekki bara frá Sam­fylk­ing­ar­fólki heldur ýmsu fólki á vinstri vængn­um. Á lands­fundi kom í ljós hversu djúp­stæð óánægjan var, enda sigr­aði sitj­and­i ­for­maður kjörið ­með aðeins einu atkvæði. Dig­ur­mæli og sam­sær­is­kenn­ingar helstu stuðn­ings­manna ­for­manns­ins eftir kjörið verða lengi í minnum höfð. Í stað þess að horfast í augu við vand­ann, var til­valið að ­kenna öðrum um hann.“

Katrín Jakobsdóttir er einn vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar í dag. Hún er líklegust til að verða forsætisráðherra takist stjórnarandstöðuflokkunum að ná völdum eftir næstu kosningar.
Mynd: Birgir Þór

Það virð­ist því alls ekki vera svo að inn­an­flokksá­tökum innan Sam­fylk­ing­ar­innar sé lok­ið. Því fer raunar fjarri. Og það virð­ist heldur ekki vera mik­ill vilji hjá þorra þing­flokks­ins, sem er elsti þing­flokkur lands­ins, til að víkja fyrir yngra fólki. Lík­lega verða allir sem til­heyra honum utan tveggja í fram­boði í haust. Fólkið sem talar um hvort annað sem vanda­málið ætlar nær allt að sækj­ast eftir áfram­hald­andi þing­setu.

Svo virð­ist, að minnsta kosti á orðum Árna Páls og Magn­úsar Orra, að Sam­fylk­ingin ætli að veðja á að nýtt vöru­merki og nafn, ásamt kosn­inga­banda­lagi við vin­sælli flokka, muni tryggja áfram­hald­andi til­veru henn­ar. Árni Páll virð­ist auk þess telja að eng­inn annar stjórn­ar­and­stöðu­flokkur geti leitt rík­is­stjórn en Sam­fylk­ing­in, hvort sem hún muni heita það í haust eða eitt­hvað ann­að.

Það eru dig­ur­bark­ar­legar yfir­lýs­ingar í ljósi þess að flokk­ur­inn er nán­ast ekki með neitt fylgi og þegar fylgi Pírata fór að minnka ( það er enn í kringum 30 pró­sent) þá færð­ist það yfir til Vinstri grænna, ekki til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ástæðan er mögu­lega sú að þeir kjós­endur sem ætla sér að styðja stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna til valda eru að færa fylgi sitt til þess flokks sem inni­heldur leið­tog­ann sem það vill að leiði þá rík­is­stjórn. Sá leið­togi er Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna og einn vin­sæl­asti stjórn­mála­maður þjóð­ar­inn­ar.

Því verður að telj­ast ólík­legt að Vinstri grænir eða Píratar - sem saman mæl­ast með yfir helm­ings­fylgi - muni taka umleit­unum Sam­fylk­ing­ar­innar - sem mælist með undir átta pró­sent fylgi - um að móta nýja stjórn­mála­hreyf­ingu þar sem Sam­fylk­ing­ar­fólk er í for­ystu opnum örm­um. Eina sem Sam­fylk­ingin kemur með að því borði er slatti af þing­mönnum sem lítil eft­ir­spurn virð­ist vera eft­ir, en eiga það allir sam­eig­in­legt að vilja rosa­lega mikið halda áfram í þing­mennsku. Mun lík­legra er að óform­legt kosn­inga­banda­lag verði myndað meðal stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna sem felst í vil­yrði um að starfa saman eftir kosn­ing­ar. 

Sam­fylk­ingin mun því, enn sem komið er, ekki ná að færa til­vistakreppu sína inn í nýjan stjórn­mála­hreyf­ingu. Hún þarf sjálf að takast á við hana áður en að slíkt getur orðið raun­hæfur mögu­leiki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar