Alþingi á að skipa rannsóknarnefnd ef það vill skýra aðkomu Hauck & Aufhäuser

Umboðsmaður Alþingis er með nýjar upplýsingar um aðkomu Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á Búnaðarbankanum árið 2003. Hann segir að Alþingi eigi að skipa rannsóknarnefnd ef vilji sé til þess að komast til botns í málinu.

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis.
Auglýsing

Tryggvi Gunn­ars­son, umboðs­maður Alþing­is, segir að Alþing­i eigi að skipa rann­sókn­ar­nefnd til að kalla fram nýjar upp­lýs­ingar um aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaupum S-hóps­ins svo­kall­aða á Bún­að­ar­bank­anum árið 2003, ef á­hugi sé fyrir því að kom­ast til botns í mál­inu. Hann hefur undir höndum nýjar ­upp­lýs­ingar og ábend­ingar um raun­veru­lega þátt­töku Hauck & Auf­häuser, þýsks einka­banka, í kaup­unum á Bún­að­ar­bank­an­um. 

Þegar kaupin áttu sér stað var mál­ið kynnt þannig að Hauck & Auf­häuser væri á meðal kaup­enda að bank­anum og var að­koma erlends banka talin styrkja stöðu S-hóps­ins gagn­vart kaup­un­um. Þetta kemur fram í bréfi sem Tryggvi sendi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd 19. maí síð­ast­lið­inn og hefur verið birt á heima­síðu emb­ætt­is­ hans.

Sú skýr­ing sem gefin var um aðkomu Hauck & Auf­häuser hefur lengi verið dregin í efa og því oft verið haldið fram í opin­berri um­ræðu að bank­inn hafi verið lepp­ur.

Auglýsing

Bár­ust nýjar upp­lýs­ingar

Í bréfi Tryggva segir að umboðs­manni Alþingis hafi nýverið borist nýjar ­upp­lýs­ingar og ábend­ingar um „hvernig leiða mætti í ljós hver hafi í raun ver­ið þátt­taka þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser Pri­vat­banki­ers KgaA í kaupum á eign­ar­hluta íslenska rík­is­ins í Bún­að­ar­banka Íslands hf. á árinu 2003 með aðild hans að Eglu hf.“. Upp­lýs­ing­unum var komið til umboðs­manns með þeim for­merkj­u­m að hann gætti trún­aðar um upp­runa þeirra. Hann telur að upp­lýs­ing­arnar get­i haft þýð­ingu um „rétt­mæti þeirra upp­lýs­inga sem íslensk stjórn­völd byggðu á við ­sölu á  umræddum eign­ar­hluta, þ. á m. við val á við­semj­enda um kaup­in. Þá kann einnig að skipta máli hvort þau skil­yrð­i ­sem fram komu í kaup­samn­ingi um þessi við­skipti hafi að öllu leyti ver­ið ­upp­fyllt sem og þegar tekin var afstaða til beiðna kaup­and­ans á síð­ari stig­um um breyt­ingar á samn­ings­bundnum skyldum sín­um“.

Tryggvi sat sem kunn­ugt er í rann­sókn­ar­nefnd Alþingis um að­drag­anda og orsakir falls íslensku bank­anna þar sem meðal ann­ars var fjall­að um einka­væð­ingu bank­anna og segir í bréf­inu að sér hafi lengi verið ljóst að ­uppi hafi verið óskir um að aðild hins þýska banka að kaup­unum yrði skýrð ­nán­ar. „Til­efnið eru efa­semdir um að þáttur bank­ans hafi í raun verið með þeim hætti sem kynnt var af hálfu kaup­enda eign­ar­hlut­ans“.

Hann taldi því fulla ástæðu til að kanna þær nýju ­upp­lýs­ingar sem honum bár­ust nánar og kanna hvort þær gætu leitt til þess að ­leiða fram nýjar stað­reyndir um aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á Bún­að­ar­bank­an­um. „Nið­ur­staða mín er sú að frek­ari úrvinnsla þess­ara upp­lýs­inga og til­teknar athug­anir og gagna­öflun sé lík­legt til þess“.

Tryggvi telur hins vegar að hvorki lög­bundn­ar ­starfs­heim­ildir emb­ættis síns né Rík­is­end­ur­skoð­unar dugi til að afla þeirra ­ganga sem sem hinar nýju upp­lýs­ingar vísa til né til þess að afla upp­lýs­inga og ­skýr­inga hjá þeim lög­að­ilum sem koma við sögu í mál­inu. Þess vegna vill hann koma því á fram­færi við stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd að ef vilji sé til­ þess að fá fram nýjar upp­lýs­ingar um aðkomu þýska bank­ans eigi að vinna að því á grund­velli laga um rann­sókn­ar­nefnd­ir. Með öðrum orð­um, þá eigi að Alþingi að ­skipa rann­sókn­ar­nefnd ef vilji er fyrir því að kom­ast til botns í mál­inu og ­skýra einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans í eitt skipti fyrir öll.

Tryggvi tekur sér­stak­lega fram að ekk­ert bendi til þess að þeir sem tóku ákvörðun fyrir hönd rík­is­ins um sölu á Bún­að­ar­bank­anum til­ S-hóps­ins eða unnu að þeirri sölu hafi haft vit­neskju um þau atriði sem hann hefur nú fengið vit­neskju um.

Áttu ekki mikið af pen­ing­um 

Tor­tryggni gagn­vart aðkomu Hauck & Auf­häuser að kaup­um S-hóps­ins á kjöl­festu­hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­bank­anum hefur verið við­var­and­i allt frá því að kaupin áttu sér stað fyrir rúmum þrettán árum. Þegar íslenska rík­ið á­kvað að selja hlut sinn í Bún­­að­­ar­­banka Íslands árið 2002 var eitt af helst­u ­mark­miðum þess að fá erlenda fjár­­­mála­­stofnun til að koma þar að. Það vann því mjög með þeim bjóð­endum í hlut rík­­is­ins í bank­­anum ef þeir höfðu slík­a í sínum hópi.

Frétt Morg­un­blaðs­ins dag­inn eftir að S-hóp­ur­inn gekk frá kaup­unum á Bún­að­ar­bank­an­um.Kjarn­inn hefur öll gögn einka­væð­ing­­ar­­ferl­is­ins undir hönd­um, þar með talið fund­­ar­­gerðir einka­væð­ing­­ar­­nefndar og þau ­gögn sem nefndin studd­ist við þegar hún tók ákvörðun sína um að selja ein­um ­bjóð­anda umfram ann­­an. Sá bjóð­andi sem fékk á end­­anum að kaupa Bún­­að­­ar­­bank­ann var hinn svo­­kall­aði S-hóp­­ur, með rík tengsl inn í Fram­­sókn­­ar­­flokk­inn og ­leiddur af Ólafi Ólafs­­syni, sem nú afplánar fang­els­is­­dóm vegna Al Than­i-­­máls­ins, og Finni Ing­­ólfs­­syni, fyrrum vara­­for­­manns og ráð­herra Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins.

S-hóp­­ur­inn átti ekki sér­­stak­­lega mikla pen­inga (­kaup­verðið var að stórum hluta fengið að láni) og hafði enga reynslu af því að reka banka. Það var því mjög mik­il­vægt fyrir hann að láta líta svo út að ­sterk­ur, erlendur aðili væri með í hópnum til að gera einka­væð­ing­­ar­­nefnd auð­veld­­ara ­fyrir að selja honum bank­ann.

Soci­et­e ­General verður Hauck & Auf­hauser

Framan af var látið líta svo út að erlendi bank­inn ­sem væri í slag­­togi með S-hópnum væri franski bankaris­inn Soci­ete Gener­al, ­sem einka­væð­ing­­ar­­nefnd þótti fýsi­­legt. Ljóst er á fund­­ar­­gerðum einka­væð­ing­­ar­­nefnd­ar að hún taldi nán­­ast allan tím­ann að franski bank­inn væri sú fjár­­­mála­­stofn­un ­sem ætl­­aði að taka þátt í kaup­un­­um.

Þeirri tál­­sýn var haldið á lofti í gegnum ferlið, þótt að aldrei feng­ist stað­­fest­ing á því að Soci­ete General væri með í hópn­­um. Þegar leið að því að salan á Bún­­að­­ar­­banka yrði kláruð komu skila­­boð frá­ S-hópnum um að ekki væri hægt að til­­kynna um hver erlendi aðil­inn í hópn­um væri fyrr en við und­ir­­skrift.

Bún­­að­­ar­­bank­inn var loks seldur til S-hóps­ins 16. j­an­úar 2003. Einka­væð­ing­­ar­­nefnd fékk fyrst að vita nafn erlenda bank­ans ­sem tók þátt í kaup­unum sjö dögum áður. Sá banki var þýski sveita­­bank­inn Hauck & Auf­hauser. Hann var aldrei nefndur á nafn í fund­­ar­­gerðum einka­væð­ing­­ar­­nefnd­­ar.

Hauck & Auf­hauser hafði aldrei nein afskipti af ætl­­uðum eign­­ar­hlut sínum í Bún­­að­­ar­­bank­­anum og skip­aði íslenskan starfs­­mann ­eign­­ar­halds­­­fé­lags Ólafs Ólafs­­sonar í stjórn Eglu, félags­­ins sem bank­inn átti hlut sinn í gegn­­um. Rúmum tveimur árum eftir að Hauck & Auf­hauser keypti hlut í Eglu, og þar af leið­andi í Bún­­­ar­­banka, var bank­inn búinn að ­selja hann allan til ann­­arra aðila innan S-hóps­ins.

Um tveimur mán­uðum eftir að S-hóp­­ur­inn keypti Bún­­að­­ar­­bank­ann hófust við­ræður um að sam­eina hann og Kaup­­þing. Eftir að sú sam­ein­ing gekk í gegn varð sam­ein­aður banki stærsti banki lands­ins og hóp­­ur­inn sem stýrð­i honum gerði það þangað til að hann féll í októ­ber 2008, og skráði sig á spjöld ­sög­unnar sem eitt stærsta gjald­­þrot sem orðið hef­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None