Bretar fá engan EES-samning ef þeir kjósa útgöngu úr ESB

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, þvertekur fyrir það að Bretar geti samið um aðild að EES ef þeir kjósa að ganga úr ESB. Kosið verður 23. júní. Ísland, Noregur og Liechtenstein eru einu löndin utan sambandsins með aðild að EES.

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, hefur tekið harða afstöðu í málum Bretlands kjósi þeir að yfirgefa ESB.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, hefur tekið harða afstöðu í málum Bretlands kjósi þeir að yfirgefa ESB.
Auglýsing

Bretar fá engan aðgang að sam­eig­in­legum mark­aði Evr­ópu­sam­bands­ins kjósi þeir að yfir­gefa sam­bandið í þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni í næstu viku. Þetta segir Wolf­gang Schäu­ble, fjár­mála­ráð­herra Þýska­lands, í við­tali við þýska viku­ritið Der Spi­egel sem kom út á sunnu­dag. Kosið verður í Bret­landi fimmtu­dag­inn 23. júní um áfram­hald­andi veru í ESB. Frá þessu er greint á vef The Guar­dian.

Schäu­ble var spurður hvort Bretum stæði til boða að ganga í evr­ópska efna­hags­svæðið (EES) eftir útgöngu úr ESB og gera svip­aðan samn­ing og Ísland, Nor­eg­ur, Liechten­stein eða Sviss hafa við sam­band­ið. „Það mun ekki ganga,“ sagði hann. „Þá þyrfti landið að fylgja reglum klúbbs­ins sem það vill hætta í. Ef meiri­hluti kjós­enda í Bret­landi velur að sam­starf­inu sé slitið verður það ákvörðun gegn sam­eig­in­lega mark­að­in­um. Annað hvort ertu með eða ekki.“

Ísland, Nor­egur og Liechten­stein eru með samn­ing við Evr­ópu­sam­bandið um aðild að evr­ópska efna­hags­svæð­inu en Sviss hafa við­skipta­samn­ing við sam­bandið sem gengur mun skem­ur. Leið­togar í Evr­ópu hafa sagt báðar leiðir vera lok­aðar Bretum ef þeir kjósa að yfir­gefa sam­band­ið.

Auglýsing

Mjótt er á munum milli fylk­inga í Bret­landi. Skoð­ana­kann­anir hafa und­an­farið sýnt að ekki má miklu muna í hvora átt­ina sem er; með­al­tal síð­ustu sex skoð­ana­kanna sýna að þeir sem vilja slíta sam­starf­inu eru 52 pró­sent kjós­enda og þeir sem vilja vera áfram í ESB eru 48 pró­sent kjós­enda.

Í Bret­landi hefur þeirri hug­mynd verið velt upp að Evr­ópu­sinn­aðir þing­menn West­min­ster noti meiri­hluta sinn í þing­inu til þess að halda í aðgang að sam­eig­in­legum mark­aði ESB. Fyrsta og lík­leg­asta til­raunin sem þeir munu gera er að fá svip­aðan samn­ing og Ísland, Nor­egur og Sviss. Meg­in­stoðin í sam­eig­in­legum mark­aði ESB er hið svo­kall­aða fjór­frelsi; frelsi til flutn­inga fólks, varn­ings, þjón­ustu og fjár­magns innan evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins.

Stuðn­ings­menn þeirra sem vilja ekki halda áfram í ESB segja að það sé í Þýska­landi í hag að geta áfram stundað óhindruð við­skipti við Bret­land. Bretar séu þriðji stærsta útflutn­ings­land þýskra bíla­fram­leið­enda og Bret­land áfanga­staður um 7 pró­sent alls útflutn­ings frá Þýska­landi. Álits­gjafar í Þýska­landi segja hins vegar um meira að tefla en efna­hags­lega hags­muni.

„Evr­ópa mun virka án Bret­lands ef það kemur til þess,“ er haft eftir Schäu­ble í Der Spi­egel. „Á ein­hverjum tíma­punkti munu Bretar átta sig á því að þeir hafi tekið ranga ákvörð­un. Einn dag­inn munum við taka á móti þeim aft­ur, ef það er það sem þeir vilja.“

Þýski fjár­mála­ráð­herran segir ESB ekki geta úti­lokað að fleiri lönd fari sömu leið og Bret­ar, ef Bretar kjósa að hætta í sam­band­inu. „Hversu langt munu, til dæm­is, Hol­lend­ingar ganga? Það er land sem hefur sterk sam­bönd við Bret­land. Það verður mik­il­vægt fyrir Evr­ópu­sam­bandið að senda skýr skila­boð um að það sé til­búið að læra af atkvæða­greiðslu Breta,“ segir Schäu­ble.

George Osborne og Wolfgang Schäuble eru fjármálaráðherrar Bretlands og Þýskalands.

Kosn­inga­bar­áttan nær hámarki

Kosn­inga­bar­átta fylk­ing­anna tveggja, með og á móti útgöngu Bret­lands, fer nú að ná hámarki sínu og minnir orð­ræðan og ágrein­ings­málin um margt á þá umræðu sem var hér á landi fyrir fáeinum árum þegar umsókn­ar­ferli Íslands að ESB var í gangi. Á vef Guar­dian er kosn­inga­bar­áttan útskýrð á ein­faldan hátt. Þeir sem telja Bret­landi best borgið utan ESB hafa lagt árherslu á minn­ing­una um breska heims­veld­ið, hug­ar­far Breta á stríðs­ár­unum og Thatcher-­tím­ann á átt­unda og níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Fyrir þeim er ESB ofrík­is­fullt, dýrt og ólýð­ræð­is­legt; og inn­flutn­ingur fólks í álf­una veldur þeim hug­ar­angri.

Þeir sem vilja halda sam­band­inu við ESB minna á það hversu vel Evr­ópu­sam­starf­inu hefur tek­ist að stilla til friðar í heims­álfu sem log­aði áður í deil­um. Þar er einnig lögð áhersla á hversu vel fjór­frelsið hefur komið sér fyrir alla þátt­tak­endur í sam­starf­inu.

Meðal þeirra sem sem styðja áfram­hald­andi veru Bret­lands í ESB eru allir leið­togar allra stærstu stjórn­mála­flokka á Bret­landi, þar með talið David Cameron for­sæt­is­ráð­herra Íhalds­flokks­ins. Allir helstu leið­togar Evr­ópu­sam­bands­ríkj­anna hafa einnig hvatt Breta til að kjósa áfram­hald­andi aðild og nýverið lagði Barack Obama Banda­ríkja­for­seti sitt á vog­ar­skál­arn­ar.

Meðal þeirra sem vilja að Bret­land yfir­gefi ESB fyrir fullt og allt eru Boris John­son, fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri í London og Nigel Fara­ge, yfir­lýstur Evr­ópu­and­stæð­ingur og leið­togi sjálf­stæð­is­flokks Bret­lands. Don­ald Trump, hinn alræmdi for­seta­fram­bjóð­andi í Banda­ríkj­un­um, hefur einnig látið hafa eftir sér að Bretar eigi að kjósa gegn Evr­ópu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBirgir Þór Harðarson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None