26014543580_1e2f9447c3_k.jpg
Auglýsing
1. Ein fjöl­menn­ustu mót­mæli Íslands­sög­unnar fóru fram á Aust­ur­velli þann 4. apríl síð­ast­lið­inn í kjöl­far afhjúp­unar Kast­ljóss og Reykja­vik Media um Panama­skjölin og tengsl ráða­manna við félög í skatta­skjól­um. Talið var að um 22.000 manns hafi komið saman og kraf­ist þess að þing yrði rofið og kosið yrði án taf­ar. Stjórn­ar­and­staðan boð­aði van­traust á rík­is­stjórn­ina og krafð­ist kosn­inga.



2. Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra og Sig­urður Ingi Jóhanns­son, þá verð­andi for­sæt­is­ráð­herra, til­kynntu á tröppum Alþingis þann 6. apríl síð­ast­lið­inn að rík­is­stjórnin hafi ákveðið að vinna áfram sam­an, en stíga við­bót­ar­skref til að „virkja lýð­ræðið og koma til móts við stöð­una“ sem hafði mynd­ast eftir Panama­skjöl­in.

„Við hyggj­umst stefna að því að stytta kjör­tíma­bilið um eitt lög­gjaf­ar­þing og halda kosn­ingar í haust. Nákvæm dag­setn­ing veltur á fram­vindu þing­mála,“ sagði Bjarni þá.

Í síð­ustu viku, í þetta sinn á tröpp­unum á Bessa­stöðum fyrir síð­asta rík­is­ráðs­fund, sagði Bjarn­i: „Þegar við end­­ur­nýj­uðum sam­­starf flokk­anna í vor þá urðu breyt­ing­ar í rík­­is­­stjórn­­inni og við boð­uðum á sama tíma að við ætl­uðum að ljúka ákveðnum verk­efn­um og síðan ganga til kosn­­inga. Ég sé ekki að neitt hafi breyst í þeim efn­um og sé í sjálfu sér ekk­ert sem ætti að koma í veg fyr­ir það að við get­um kosið seint í októ­ber, sem er dag­­setn­ing sem nefnd hef­ur verið oft í þessu sam­­band­i.“ Stjórn­­­ar­­sam­­starfið hafi verið end­ur­nýjað á þessum for­sendum og þær hafi ekki breyst.

Auglýsing

3. Að minnsta kosti 11 stjórn­mála­flokkar ætla að bjóða fram í kom­andi kosn­ing­um: Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Pírat­ar, Sam­fylk­ing, Vinstri græn, Björt fram­tíð, Við­reisn,  Dög­un, Flokkur fólks­ins, Alþýðu­fylk­ingin og Íslenska þjóð­fylk­ing­in. Af þessum eru þrír flokkar nýir: Við­reisn, Flokkur fólks­ins og Íslenska þjóð­fylk­ing­in. Pírat­ar, Sjálf­stæð­is­flokkur og Sam­fylk­ing halda próf­kjör til að raða á lista. Fram­sókn­ar­flokkur er nú í vinnu við að ákveða aðferð­ar­fræði, en í Reykja­vík verður haldið tvö­falt kjör­dæm­is­þing til að velja á lista. Vinstri græn og Björt fram­tíð stilla upp, sem og flestir aðrir flokkar sem boðað hafa fram­boð.

4. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn missir flesta þing­menn burt eftir kosn­ingar af þeim flokkum sem sitja nú á Alþingi. Að minnsta kosti 15 þing­menn hafa sagst ætla að hætta eftir þetta kjör­tíma­bil og eru þeir flestir hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um, eða sex. Þar á meðal eru Frosti Sig­ur­jóns­son, Sig­rún Magn­ús­dótt­ir, Har­aldur Ein­ars­son, Vig­dís Hauks­dótt­ir, Páll Jóhann Páls­son og Jóhanna María Sig­munds­dótt­ir. Katrín Júl­í­us­dóttir og Krist­ján Möller hjá Sam­fylk­ingu ætla að segja skilið við þing­ið, sem og Ögmundur Jón­as­son í Vinstri græn­um. Róbert Mars­hall og Bryn­hildur Pét­urs­dóttir ætla ekki að gefa kost á sér áfram fyrir Bjarta fram­tíð og Helgi Hrafn Gunn­ars­son í Pírötum heldur líka á önnur mið. Blóð­takan er tölu­verð hjá Sjálf­stæð­is­flokkn­um, en Ragn­heiður Rík­harðs­dótt­ir, Einar K. Guð­finns­son og Hanna Birna Krist­jáns­dóttir ætla öll að kveðja þing­ið.  

5. En maður kemur í manns stað og nú koma fram nýjar til­kynn­ingar um ein­stak­linga sem ætla að gefa kost á sér nán­ast dag­lega. Fram­­boðs­listi Pírata er orð­inn afar lang­­ur, nærri 140 manns, þar af eru yfir 100 í höf­uð­­borg­­ar­­kjör­­dæmi. Meðal þeirra sem bjóða sig fram í próf­­kjöri Pírata eru Þór Saari, fyrr­ver­andi þing­­maður Hreyf­­ing­­ar­inn­­ar, Gunnar Hrafn Jóns­­son, fyrr­ver­andi frétta­­maður á RÚV, Erna Ýr Öld­u­dótt­ir, fyrr­ver­andi for­­maður fram­­kvæmda­ráðs flokks­ins, Seth Sharp skemmti­­kraft­­ur, Heimir Örn Hólmar­s­­son for­­seta­fram­­bjóð­andi, og Jón Þór Ólafs­­son, fyrr­ver­andi þing­­mað­­ur. Sema Erla Serdar, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­innar í Kópa­vogi, og Mar­grét Tryggva­dótt­ir, fyrr­ver­andi þing­­maður Hreyf­­ing­­ar­inn­­ar, íhuga báðar fram­boð fyrir Sam­fylk­ingu og meðal þeirra sem gefa kost á sér fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn eru Árn­i John­­sen, fyrr­ver­andi þing­­mað­­ur, Þór­­dís Kol­brún Reyk­­fjörð Gylfa­dótt­ir, aðstoð­­ar­­maður inn­­an­­rík­­is­ráð­herra, Teitur Björn Ein­­ar­s­­son, aðstoð­­ar­­maður fjár­­­mála­ráð­herra, og Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dótt­ir, rit­­ari flokks­ins.

6. Ef kosið yrði til Alþingis í dag mundu Sjálf­stæð­is­flokkur og Píratar fá um 26 pró­senta fylgi, sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá. Vinstri græn eru væru með 16 pró­sent, Fram­sókn­ar­flokk­ur, Sam­fylk­ing og Við­reisn væru með 8,7 pró­sent. Björt fram­tíð mælist með 3,9 pró­sent og aðrir með þrjú pró­sent.  

7. Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður VG, Oddný Harð­ar­dótt­ir, for­maður Sam­fylk­ing­ar, og Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Pírata, sögðu allar við Kjarn­ann í síð­ustu viku að þær úti­lok­uðu sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokknum eftir kom­andi kosn­ing­ar. Ótt­arr Proppé, for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, og Bene­dikt Jóhann­es­son, tals­maður Við­reisn­ar, vildu hins vegar ekki úti­loka sam­starf við neinn.

8. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, hefur sagt að það sé frá­leitt að ákveða kjör­dag áður en þing kemur sam­an. Hann hefur und­ir­strikað að ljúka verði „stórum mál­um“ áður en þingi er slit­ið. Í sama streng hafa margir sam­flokks­menn hans tek­ið, eins og Kjarn­inn greindi frá í sumar. Sig­mundur hefur ákveðið að halda sig í norð­aust­ur­kjör­dæmi og bjóða fram þar, hvenær svo sem kosn­ing­arnar verða.

9. Sam­kvæmt stjórn­ar­skránni verða kosn­ingar að fara fram innan 45 daga frá þing­rofi. Ef þing verður rofið eins seint og mögu­legt er, sem er 12. sept­em­ber næst­kom­andi, verður kosið í síð­asta lagi 27. októ­ber. Kosn­ingar verða að vera 22. októ­ber ef haldið verður í þá hefð að kjósa á laug­ar­dög­um. 

10. Guðni Th. Jóhann­es­son, for­seti Íslands, hefur sagt opin­ber­lega að það eigi að kjósa til Alþingis í haust. Hann hefur rætt við for­sæt­is­ráð­herra um málið og setti enga fyr­ir­vara á haust­kosn­ingar í ræðu sinni þegar hann tók við emb­ætti síð­ast­lið­inn mánu­dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnSunna Valgerðardóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None