Stjórnarráð Ríkisstjórn

Er eftirsóknarvert að sitja í næstu ríkisstjórn?

Fram undan eru stór verkefni til að takast á við, lítill tími til að marka stefnu í mörgum þeirra og erfitt verður að finna jafnvægið á milli þess að mæta uppsafnaðri fjárfestingarþörf og að standa á bremsunni í eyðslu til að ofhita ekki hagkerfið.

Allir stjórn­mála­flokkar sem náðu inn full­trúa á Alþingi í lok októ­ber reyna nú að kom­ast að í rík­is­stjórn. Fyrir liggur að myndun slíkrar verður afar flókin og sam­setn­ing hennar verður alltaf óvenju­leg í sögu­legum sam­an­burði. Hún gæti líka þurft að und­ir­búa sig fyrir það að standa fljót­lega frammi fyrir ansi krefj­andi verk­efn­um, sem krefj­ast úrlausna sem munu ekki falla í kramið hjá öll­um.

Efna­hags­að­stæður á Íslandi eru um margt mjög góðar og hafa verið það um nokk­urt skeið. Þar spila inn í auknar útflutn­ings­tekj­ur, fyrst vegna mak­ríl­veiða, og síðar vegna ofur­vaxtar í ferða­þjón­ustu. Veik króna og fjár­magns­höft hjálp­uðu mjög til að flýta efna­hags­legu end­ur­reisn­inni. Þegar kostn­að­ur, t.d. laun, er í ódýrum krónum en síauknar tekjur í mun verð­meiri gjald­eyri verður allur rekstur íslenska hag­kerf­is­ins mun auð­veld­ari.

Sam­komu­lag við kröfu­hafa föllnu bank­anna um að þeir gæfu eftir þorra inn­lendra eigna sinna gegn því að fá að losa um erlendar eignir sínar gerði stöð­una enn betri. Loks var hægt að fara að losa um fjár­magns­höft og stöð­ug­leika­eign­irnar munu gera það að verkum að afgangur rík­is­sjóðs á þessu ári verður hátt í 400 millj­arðar króna. Þótt að enn eigi eftir að koma tölu­verðu af þeim eignum í verð liggur fyrir að það eru tæki­færi til að ráð­ast í umfangs­miklar fjár­fest­ingar í innviðum sam­fé­lags­ins á næstu miss­er­um.

Það skortir ekki á verk­efni sem þarf að ráð­ast í og flest eiga þau það sam­eig­in­legt að kosta mikla pen­inga. Í ljósi þess að íslenska hag­kerfið er lík­lega á hápunkti efna­hags­upp­sveifl­unn­ar, og mun standa frammi fyrir áskor­unum á þeim vett­vangi í náinni fram­tíð,  verður af nógu að taka hjá þeirri rík­is­stjórn sem tekur við að loknum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um. Og nær ómögu­legt verður að halda öllum ánægðum í þeirri jafn­væg­is­list sem þarf að stunda milli þess að mæta kröfum um úrbætur í sam­fé­lag­inu og því að reka ábyrga efna­hags­stefnu.

Inn­viða­fjár­fest­ingar

Þótt að nóg sé til að pen­ingum í rík­is­kass­anum er ekki auð­velt að for­gangs­raða í hvað þeir eiga að fara. Kreppa og féleysi und­an­far­innar ára hafa gert það að verkum að upp­söfnuð fjár­fest­ing­ar­þörf í innviðum á Íslandi er gíf­ur­leg. Fjár­mála­fyr­ir­tækið Gamma mat hana á 230 millj­arða krónaí nýlegri skýrslu.

Þar er átt við upp­safn­aða þörf í fjár­fest­ingu bæði efna­hags- og sam­fé­lags­inn­viða. Efna­hagsinn­viðir eru til dæmis sam­göngu­mann­virki, flutn­ing­ar, fram­leiðsla og flutn­ingur á orku og vatns og fjar­skipta­inn­við­ir.

Arion banki hélt því fram í nýlegri úttekt að upp­söfnuð fjár­fest­ing í vega­kerf­inu einu sam­an, miðað við fjölgun bif­reiða sem nota það vegna ofur­vaxtar í ferða­þjón­ustu, sé yfir 23 millj­arðar króna á árunum 2011-2015. Þessi upp­safn­aða fjár­fest­inga­þörf er til komin vegna þess að nið­ur­skurður til vega­mála hefur verið 90 pró­sent ef miðað er við með­al­tal áranna 2002 til 2007. Árið 2015 var fjár­fest­ing í vegum og brúm helm­ingi minni en hún var árið 1995.

Sam­fé­lags­inn­viðir eru síðan mennt­un, heil­brigð­is­kerf­ið, rétt­ar­kerf­ið, menn­ing og afþrey­ing. Nokkuð almenn sátt er um það hjá öllum stjórn­mála­flokk­um, og hjá almenn­ingi, að gríð­ar­lega fjár­muni vanti inn í heil­brigð­is­kerfið til að það stand­ist þau við­mið sem íslenskt sam­fé­lag krefst.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, heldur nú á stjórnarmyndunarumboðinu.

Byggja þarf nýjan spít­ala, fjölga heilsu­gæslu­stöðv­um, fjár­festa í tækja­bún­aði og byggja hjúkr­un­ar­heim­ili til að mæta því að öldruðum Íslend­ingum mun fjölga hratt á næstu ára­tug­um. Hag­stofan spáir því að Íslend­ingum á aldr­inum 67 ára og eldri muni fjölga úr 39 þús­und árið 2016 í 86 þús­und árið 2050 eða um 121 pró­sent. Á sama tíma er reiknað með að heild­ar­fjöldi íbúa vaxi úr 332 þús­und í 422 þús­und eða um 27 pró­sent. Hlut­fall 67 ára af mann­fjölda mun því hækka úr 12 pró­sentum í 20 pró­sent.

Þá hefur Ísland dreg­ist hratt aftur úr í fjár­fest­ingum í mennta­mál­um. Með­al­fram­lag íslenskra rík­is­ins á hvern nema í háskóla er tæp­lega 1,3 millj­ónir króna á meðan að með­al­talið á hinum Norð­ur­lönd­unum er rúm­lega 2,2 millj­ónir króna. Þriðj­ung vantar til að Ísland nái með­al­tali OECD-­ríkj­anna.

Þá verður líka að fara var­lega í fjár­fest­ingu hins opin­bera. Það er mikil þensla í íslenska hag­kerf­inu og stjórn­völd ættu að vera með fót­inn á brems­unni í aukn­ingu útgjalda við slíkar aðstæð­ur, undir venju­legum kring­um­stæð­ur. En hin mikla upp­safn­aða fjár­fest­ing­ar­þörf gerir það mjög erfitt, og óvin­sælt, að sýna til­hlýði­lega ráð­deild og nota t.d. aukna umfram­fjár­muni rík­is­ins til að greiða niður skuldir þess.

Ytri aðstæður

Ísland er ákaf­lega við­kvæmt fyrir efna­hags­legum ytri áhrifum sem íslensk stjórn­völd geta ekki haft nein áhrif á. Þar skiptir t.d. heims­mark­aðs­verð á olíu miklu máli. Mikil lækkun á því, ásamt hraðri styrk­ingu krón­unn­ar, hafa verið þeir helstu kraftar sem togað hafa á móti inn­lendri þenslu und­an­farin ár og komið í veg fyrir háa verð­bólgu. Líkur eru á því að heims­mark­aðs­verðið geti hækkað skarpt á næstu miss­er­um. OPEC-­rík­in, með Sádi-­­Ar­a­bíu sem stærsta ein­staka olíu­­fram­­leiðslu­­ríkið í broddi fylk­ing­­ar,  komust að ófor­m­­legu sam­komu­lagi um að draga úr olíu­­fram­­leiðslu til að stuðla að meira jafn­­vægi milli fram­­boðs og eft­ir­­spurnar á mark­aði í lok sept­em­ber. Það leiddi strax til skarprar hækk­­unar á olíu.

Lyk­ilá­kvörðun OPEC ríkja, á for­m­­legum vett­vangi sam­tak­anna, verður tekin á fundi þeirra 30. nóv­­em­ber og má gera ráð fyrir að sú ákvörðun hafi dýpri áhrif á mark­að­inn.

Seðla­bank­inn bendir enn fremur á í nýj­ustu Pen­inga­málum sínum að horfur séu  á að vöxtur heims­fram­leiðsl­unnar minnki í ár frá fyrra ári og verði hinn minnsti síðan árið 2009. Hag­vaxt­ar­horfur í helstu við­skipta­löndum Íslands hafa heldur versnað og „munar þar mest um lak­ari horfur í Bret­landi í kjöl­far þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um úrsögn úr Evr­ópu­sam­band­inu. Líkt og áður er talin meiri hætta á að mat á alþjóða­horfum reyn­ist of bjart­sýnt.“

Þá eru fram undan skref í átt að losun fjár­magns­hafta. Þau munu auka frelsi íslenskra fyr­ir­tækja til að starfa alþjóð­lega og liðka fyrir inn­flæði á erlendri fjár­fest­ingu. En að sama skapi mun losun hafta auka á við­kvæmni íslenska hag­kerf­is­ins. Það hefur sýnt sig í gegnum tíð­ina að hið alþjóð­lega fjár­mála­kerfi hefur oftar en einu sinni fundið leiðir til að spila á örríkið með örmynt­ina til að græða sví­virði­legt magn af pen­ing­um, en skilja okkur Íslend­inga eftir með afleið­ing­arn­ar.

Órói á vinnu­mark­aði

Staðan á íslenskum vinnu­mark­aði er við­kvæm, svo vægt sé til orða tek­ið. Mjög háar launa­hækk­anir ákveð­inna stétta á und­an­förnum árum, nú síð­ast þing­manna, ráð­herra og for­seta, hafa ekki hjálpað til að róa óánægj­una sem þar rík­ir. Laun þing­manna voru til að mynda hækkuð um 44 pró­sent. Lagt hefur verið upp með að hætta hinu svo­kall­aða höfr­unga­hlaupi í launa­þró­un, þar sem hver hóp­ur­inn eltir annan með kröfur um tug­pró­senta launa­hækk­an­ir. Hið svo­kall­aða Salek-­sam­komu­lag, um hóf­legar launa­hækk­anir í takti við aðra hag­vísa, snýst fyrst og síð­ast um þetta. Hækkun á launum ráða­manna, sem ákveðin var af Kjara­ráði, setti það sam­komu­lag í upp­nám.

Már Guðmundsson og hans fólk í Seðlabankanum benda á í nýjustu Peningamálum að þótt hagvöxtur verði áfram hár á næsta ári, sé einkaneysla að keyra hann áfram frekar en viðskiptaafgangur.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Það stefnir því í miklar deilur á vinnu­mark­aði í nán­ustu fram­tíð, sem ný rík­is­stjórn verður að takast á við. Á meðal þeirra stétta sem eru án samn­inga eru grunn­skóla­kenn­ar­ar. Þeir hafa nú verið án samn­ings frá því í júní og hafa í tvígang fellt kjara­samn­inga. Hljóðið í þeim er þungt og veru­legar líkur verða að telj­ast á því að kenn­arar fari í verk­fall nema semj­ist um miklar kjara­bæt­ur.

Þá á enn eftir að nást sátt um frum­varp sem kynnt var í sept­em­ber og á að stuðla að því að eitt sam­ræmt líf­eyr­is­­kerfi verði fyrir allt launa­­fólk á Íslandi óháð því hvort það vinni fyrir hið opin­bera eða á hinum almenna mark­aði og að launa­­kjör milli mark­að­anna tveggja verði jöfn­uð. Helst þarf að klára það mál fyrir ára­mót, þótt óraun­hæft sé að svo verði í ljósi þess að ekki er enn komin ný rík­is­stjórn, um sjö vikur eru eftir af árinu og enn á eftir að fara í gegnum fjár­laga­af­greiðslu.

Til við­bótar er skýr krafa um að bæta kjör öryrkja og aldr­aðra sem felur í sér millj­arða króna við­bót­ar­kostnað við rekstur almanna­trygg­inga­kerf­is­ins. Þá er ótalin krafa um frek­ari hækkun hámarks­greiðslu fæð­ing­ar­or­lofs í 600 þús­und krónur á mán­uði, leng­ingu þess í 12 mán­uði og að leik­skóla­dvöl verði tryggð að loknu orlofi.

Sam­keppn­is­hæfni

Auknar gjald­eyr­is­tekur Íslands, vegna ofur­vaxtar í ferða­þjón­ustu og mak­ríl­veiða, hafa umbreytt íslensku efna­hags­á­standi á skömmum tíma. Hag­vöxtur hér er gríð­ar­legur og mun meiri en í sam­an­burð­ar­ríkj­um. í nýjum Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands, sem birt voru í gær, er því spáð að hann verði áfram hár á næsta ári, eða 4,5 pró­sent.

Þessi þróun hefur gert það að verkum að íslenska krónan hefur styrkst geysi­lega mik­ið, geysi­lega hratt. Frá byrjun árs 2015 hefur hún styrkst um 25 pró­­sent gagn­vart evru, 16,5 pró­­sent gagn­vart Banda­­ríkja­­dal og um 43 pró­­sent gagn­vart breska pund­inu, en þar á Brexit líka hlut að máli. Þessi þróun hefur nei­kvæð áhrif á hag­vöxt sem er því mun frekar drifin áfram af einka­neyslu en við­skipta­af­gangi.

Sem sagt, miklar launa­hækk­an­ir, og eyðsla þeirra, er orðin rík­ari ástæða fyrir hag­vexti en áður og styrk­ing krónu dregur úr mik­il­vægi tekna gjald­eyr­is­skap­andi greina í þeim mál­um. Saman stuðla þær launa­hækk­anir og mikil styrk­ing krónu að minnk­andi sam­keppn­is­hæfni íslensks gjald­eyr­is­skap­andi atvinnu­lífs. Launin hækka en tekj­urn­ar, í krónum talið, lækka.

Við­skipta­ráð fjall­aði um helstu verk­efni næsta kjör­tíma­bils í úttekt sem það birti í gær. Þar er mik­il­væg­asta verk­efni kom­andi rík­is­stjórnar sagt vera að móta lang­tíma­stefnu um auka alþjóð­lega sam­keppn­is­hæfni. Þar standi tveir þættir okkur aðal­lega fyrir þrif­um: Fram­leiðni vinnu­afls er umtals­vert lægri hér en hjá nágranna­þjóðum og helstu útflutn­ings­greinar okkar standa frammi fyrir vaxta­skorðum vegna tak­mark­aðs eðlis nátt­úru­auð­linda.

Inn með ódýrt erlent vinnu­afl, út með mennt­aða Íslend­inga

Þótt atvinnu­á­standið hafa batnað ótrú­lega hratt hér­lend­is, og atvinnu­leysi sé nán­ast horf­ið, þá er sá mikli vöxtur eft­ir­spurnar sem hér er far­inn að reyna á þan­þol þjóð­ar­bús­ins. Seðla­bank­inn segir að farið sé að bera á skorti á vinnu­afli og inn­flutn­ingur þess mun aukast umtals­vert á næstu miss­er­um.

Sífellt fleiri Íslendingar flytja erlendis. Á undanförnum árum hefur það gerst í fyrsta sinn að fleiri flytja burt en koma til baka án þess að kreppa sé.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Frá banka­hruni og fram að síð­ustu ára­mótum urðu til rúm­lega 16 þús­und ný störf hér­lend­is. Bróð­ur­partur þeirra er til­kom­inn vegna ferða­þjón­ustu og tengda greina, eins og bygg­inga­iðn­að­ar. Þessi störf krefj­ast flest ekki mik­illar sér­hæf­ingar eða mennt­unar og virð­ast því ekki mæta nema að hluta til vænt­ingum Íslend­inga um starfs­vett­vang og starfs­kjör. Með öðrum orðum þá eru flest nýju störfin sem orðið hafa til lágt launuð þjón­ustu­störf. Þau tólf þús­und störf sem hurfu í hrun­inu voru hins vegar að stórum hluta sér­fræð­inga­störf, t.d. í fjár­mála­geir­an­um.

Þessi þróun hefur skilað því að fyrstu og ann­arrar kyn­slóðar inn­flytj­endur hafa aldrei verið hætta hlut­fall af mann­fjöld­anum sem hér býr, eða 10,8 pró­sent. Sam­kvæmt mann­fjölda­spá Hag­stofu Íslands verða inn­flytj­endur og afkom­endur þeirra fjórð­ungur lands­manna árið 2065.

Á sama tíma flytja sífellt fleiri Íslend­ingar erlend­is. Það sem af er þessu ári hafa 250 fleiri Íslend­ingar flutt burt en hafa flutt aftur heim. Í fyrra fluttu 1.265 fleiri íslenskir rík­­is­­borg­­arar úr landi en fluttu til lands­ins. Árið var eitt mesta brott­­­flutn­ingsár frá því að mæl­ingar á þessu hófust, og aðeins fimm sinnum frá árinu 1961 höfðu mark­tækt fleiri brott­­­fluttir verið umfram aðflutta, sam­­­kvæmt gagna­grunni Hag­­­stof­unn­­­ar. Það var alltaf í kjöl­far kreppu­ára. Árin 2014 og 2015 eru fyrstu árin þar sem fleiri Íslend­ingar hafa flutt burt en hafa komið til baka á meðan að ekki ríkir kreppa. Og allt bendir til þess að það séu sér­fræð­ingar sem skila sér síður til baka eða ákveða að leita tæki­færa ann­ars stað­ar. Íslenskt atvinnu­líf er ein­fald­lega ekki sam­keppn­is­hæft um það fólk.

Það er því nóg af verk­efnum fyrir kom­andi rík­is­stjórn að takast á við, lít­ill tími til að marka stefnu í mörgum þeirra og afar erfitt verður að mæta óskum allra í þeim mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar