Eins marks undur

Knattspyrna snýst um að skora. Þannig vinnast leikir. Sumir knattspyrnumenn virðast hins vegar alls ekki geta framkvæmt þann verknað. Og verða fyrir vikið þekktastir fyrir það að skora aldrei, eða að minnsta kosti mjög sjaldan. Þeir eru eins marks undur.

hibbert-test_9953559995_o.jpg
Auglýsing

Knatt­spyrnu­á­huga­menn elska óvæntar hetj­ur. Þótt hæfi­leika­mestu leik­menn­irn­ir, sem skora flest mörkin eða fram­kvæma snyrti­leg­ustu hreyf­ing­arn­ar, séu iðu­lega vin­sæl­astir á meðal þeirra þá hafa þeir til­hneig­ingu til að taka ást­fóstri við ólík­legar and­hetj­ur. Slíkar eru oft leik­menn sem ann­að­hvort hafa þjónað ein­stökum félögum af hunds­legri tryggð eða bæta upp fyrir auð­sjá­an­legt hæfi­leika­leysi með gríð­ar­legum vilja og krafti.

Einn hópur leik­manna sem verða oft dáðir og dýrk­aðir eru leik­menn sem skora aldrei. Eða mjög sjald­an. Þar er oft um að ræða leik­menn sem hafa spilað hund­ruði leikja án slíks árang­urs og jafn­vel án þess að eiga mörg skot á mark­ið. Það getur verið nokkuð mögnuð upp­lifun að fara á leiki hjá liðum sem inni­halda leik­menn sem eru í þannig stöðu. Stuðn­ings­menn lið­anna, sér­stak­lega á Englandi, upp­veðr­ast í hvert sinn sem við­kom­andi fær bolt­ann og öskra hástöfum á þá að skjóta. Þús­undir stuðn­ings­manna mynda eitt stórt þrýsti­afl í nokkrar sek­úndur þegar þeir kyrja í sífellu „shoot...shoot...shoot“.

Ég var þar

John Jensen var ekki ósvipaður Kenny Powers, úr sjónvarpsþáttunum ódauðlegu Eastbound and down, í útliti.John „FaxeJen­sen var danskur miðju­maður sem vakti athygli snemma á tíunda ára­tugn­um. Faxe spil­aði framan af með danska stór­lið­inu Bröndby, með stuttri en ekki sér­lega vel heppn­aðri við­komu hjá Hamburg í Þýska­landi. Þegar Danir komust óvænt í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins í knatt­spyrnu 1992, eftir að Júgóslavíu var hent út vegna stríðs­á­stands­ins þar var í gerj­un, var Faxe kall­aður til úr sum­ar­frí­inu sínu til að vera akk­erið á miðju liðs­ins. Það sem gerð­ist síðar þekkja flest­ir; litla Norð­ur­landa­þjóðin sem átti ekki að vera með kom, sá og sigr­aði keppn­ina. Í úrslita­leikn­um, þar sem and­stæð­ing­arnir var knatt­spyrnu­legi ris­inn Þýska­land, vannst 2-0 sig­ur. Faxe, sem leit þá þeim tima út eins og Kenny Powers (úr hinum frá­bæru þáttum „East­bound and down“) án kleinu­hrings­ins, skor­aði annað mark­ið.

Líkt og alltaf eftir loka­keppni börð­ust  stór­lið Evr­ópu um helstu hetjur þess. Faxe var klár­lega ein þeirra. Á end­anum hneppti Arsenal, þá undir stjórn hins „Mad Men“ –lega George Gra­ham, hnoss­ið.  Hann naut ágætrar vel­gengni hjá Arsenal. Liðið vann bæði deild­ar­bik­ar­inn og FA-bik­ar­inn á fyrsta tíma­bil­inu hans og urðu Evr­ópu­meist­arar bik­ar­hafa  árið eft­ir. Hans verður þó aldrei minnst vegna þeirra sigra. Faxe er eft­ir­minni­leg­astur fyrir að hafa aðeins náð að skora einu sinni fyrir lið­ið, þrátt fyrir að hafa spilað alls 132 leiki fyrir lið­ið. Slík töl­fræði er ekk­ert eins­dæmi, en hana er oft­ast að finna hjá varn­ar­mönn­um. Faxe spil­aði á miðj­unni. Og það var ekki vegna skorts á til­raunum sem hann skor­aði ekki. Hann reyndi gríð­ar­lega mik­ið.

Auglýsing

Markið ein­staka kom á gaml­árs­dag 1994, þegar Faxe hafði leikið 98 leiki í röð án þess að skora. Biðin hafði verið svo löng að Arsenal aðdá­endur höfðu löngu áður vanið sig á að kyrja söng á leikjum liðs­ins: „We´ll be there when Jen­sen scores“, eða við verðum þar þegar Jen­sen skor­ar.

And­stæð­ing­ur­inn Arsenal í leiknum var QPR og gest­irnir leiddu 1-0 þegar Faxe fékk bolt­ann vinstra megin í víta­teign­um. Stuðn­ings­menn­irnir hófu strax að öskra „shoot“, sem hann gerði og bolt­inn söng í vinstra horn­inu. Allt varð vit­laust á gamla Hig­hbury. Stuðn­ings­menn­irnir sungu „Johnny Jen­sen, Johnny Jen­sen“ lát­laust það sem eftir lifði kvölds. Það dugði ekki til og QPR vann leik­inn. Eng­inn man hins vegar eftir úrslit­unum í dag. Þeir sem á horfðu muna bara eftir eina mark­inu hans Faxe. Alla tíð síðan hafa selst bolir við heima­völl Arsenal sem á stendur „I saw John Jen­sen score“.



Faxe heldur því reyndar fram sjálfur að hann hafi skorað tvö mörk. Hitt markið var í víta­spyrnu­keppni í leik um Góðgerð­ar­skjöld­inn, en mörk í slíkum keppnum telj­ast aldrei sem full­gild mörk í töl­fræði. Þess utan stóð stór­vinur og landi Faxe, Peter Sch­meichel, í marki and­stæð­ing­anna. Lengi hafa verið sam­sær­is­kenn­ingar uppi að hann hafi séð aumur á vini sín­um.

When Hibbo scores we riot

Tony Hibbert fædd­ist í Huyton hverf­inu á Merseyside. Hann er því bor­inn og barn­fæddur Liver­pool-­búi og spil­aði sem drengur í liðum með öðrum goð­sögnum á borð við Steven Gerr­ard, sem ólust upp í þessu harða hverfi. Þegar Hibbert, sem var alinn upp sem stuðn­ings­maður Everton, var tíu ára fékk hann samn­ing við upp­á­halds­liðið sitt. Eftir önnur tíu ár í ung­linga- og vara­lið­inu fékk hann loks tæki­færi á stóra svið­inu, með sínu liði.

Hibbert var lík­lega einn minnst „flair“ leik­maður sem spil­aði í efstu deild í Englandi. Hann var granít­harður hægri bak­vörður öðl­að­ist mikla virð­ingu fyrir að tækla menn upp í nára og gefa aldrei tommu eft­ir. Með til­komu bak­varða á borð við Roberto Car­los fór sókn­ar­hlut­verk bak­varða almennt að verða meira í knatt­spyrn­unni. Þegar leið á fyrsta ára­tug þess­arar aldar varð sú krafa æ almenn­ari að bak­verð­irnir væru eins og rennilásar upp og niður kant­inn. Að þeir legðu upp og skor­uðu mörk á öðrum end­anum en stöðv­uðu sömu gjörðir á hin­um.

Þrátt fyrir mikla tækni­lega ann­marka elsk­uðu stuðn­ings­menn Everton Hibbert. Þar skiptir miklu að hann er heima­maður sem er alinn upp á sömu slóðum og við sam­bæri­legar aðstæður og þeir sem sitja í stúkunni á Good­i­son Park (sem þýð­ist alls ekki sem Gutta­garður). En önnur ástæða þess að hann var svona vin­sæll er, eins sér­kenni­lega og það hljóm­ar, að hann skor­aði aldrei. Hibbert hafði raunar leikið 309 leiki í bún­ingi Everton án þess að skora þegar undur og stór­merki gerð­ust.

Tony Hibbert var fyrst og síðast þekktur fyrir að vera harður tæklari. MYND:EPAStuðn­ings­menn Everton höfðu sett gríð­ar­legan þrýst­ing á Hibbert árum saman vegna marka­leysis hans. Alltaf þegar hann fékk bolt­ann, sama hvar hann er stað­settur á vell­in­um, þá var öskrað á hann að skjóta. Þannig hafði þetta verið árum sam­an. Í sölu­básum fyrir utan heima­völl Everton höfðu líka verið seldir fánar og aðrir minja­gripir sem á stóð „When Hibbo scores we riot“. Þegar Hibbo skorar munum við fram­kvæma upp­þot.

Þann 8. ágúst 2012 var hald­inn ágóða­leikur fyrir Hibbert, líkt og tíðkast fyrir leik­menn sem hafa leikið í tíu ár fyrir sama lið­ið. And­stæð­ingur Everton voru gríska liðið AEK frá Aþenu og leik­ur­inn var liður í loka­und­ir­bún­ingi Everton fyrir nýtt tíma­bil í ensku úrvals­deild­inni. Í aðdrag­anda leiks­ins var mikið rætt um að það þyrfti að búa til aðstæður fyrir Hibbert til að skora. Hann mætti hins vegar sjálfur í við­töl og sagð­ist ekki taka í mál að fá gef­ins ein­hver mörk. Hann myndi til dæmis ekki taka víti undir neinum kring­um­stæð­um. Leik­ur­inn var stór­við­burður í Liver­pool. Hibbert er það sem kall­ast á slæmri íslensku cult-hetja þar í borg og stór­stjarnan Wayne Roo­ney, sem er upp­al­inn Everton-­mað­ur, bað um leyfi hjá Manchester United til að fá að leika í leikn­um, en fékk ekki frí frá þátt­töku í sýn­inga­leik gegn Barcelona í Sví­þjóð sem fór fram á sama tíma. Roo­ney var víst ekki ánægður með þá nið­ur­stöðu.

Á 53 mín­útu fékk Everton auka­spyrnu úti við vinstra horn víta­teigs and­stæð­ing­anna. Það kom alltaf aðeins einn maður til greina til að taka hana. Þegar Hibbert stillti sér upp hélt ger­vallt Everton-heims­þorp­ið, hvort sem íbú­arnir voru staddir á Good­i­son eða fylgd­ust með í gegnum tölvur eða sjón­vörp víðs­vegar um heim­inn, niðri í sér and­an­um. Gæti þetta verið að fara að ger­ast.

Líkt og í lélegri Hollywood-ræmu gerð­ist auð­vitað það sem allir von­uð­ust til að myndi ger­ast. Hibbert hamr­aði bolt­ann neð­ar­lega í nær­horn­ið. Hibbert sjálfur vissi ekk­ert hvernig hann átti að haga sér, enda ákaf­lega óvanur því að skora en sam­herjar hans hentu sér sam­stundis á hann og áhorf­endur misstu sig í fölskvalausri gleði. Þeir gerðu raunar betur en það og stóðu við stóðu orð­in: þegar Hibbo skorar fram­kvæmum við upp­þot. Hund­ruð Everton-á­han­genda þustu inn á völl­inn til að fagna and­hetj­unni sinni. Stöðva þurfti leik­inn í nokkrar mín­útur á meðan að völl­ur­inn var rýmd­ur. Það hlýtur að vera eins­dæmi að það eigi sér stað inn­rás á völl hjá svona stóru liði í leik á und­ir­bún­ings­tíma­bil­inu. Við­brögðin sýndu hins vegar hvað markið skipti stuðn­ings­menn­ina og Hibbert miklu máli. Þau sýndu tær­ustu feg­urð knatt­spyrn­unn­ar. Og voru ógleym­an­leg.



Hibbert var lát­inn fara frá Everton eftir að samn­ingur hans rann út sum­arið 2016. Hann komst að því þegar um málið var til­kynnt á heima­síðu félags­ins, og var ekki ánægður með aðferð­ar­fræð­ina sem notuð var til að klippa hann frá félag­inu sem hann hafði gefið allt í ára­tugi. En það duld­ist þó engum að tími hans sem leik­manns á stóra svið­inu var lið­inn. Og kannski var hann þar allan tím­ann án þess að eiga neitt til­kall til þess.



Hibbert tók fram skónna að nýju um síð­ustu helgi. Þá lék hann með áhuga­manna­lið­inu The Hares FC frá Skel­mers­da­le í sunnu­dags­deild­inni. Liðið hafði verið á mik­illi sig­ur­göngu og unnið níu leiki í röð, þegar kom að því að Hibbert spil­aði sinn fyrsta leik. Hann end­aði með tapi. Og ofan á allt þá tók Hibbert víti, sem hann brendi af. Honum virð­ist bein­línis ómögu­legt að skora, sama hverjar aðstæð­urnar eða gæðin eru.



Ofbeld­is­mað­ur­inn Francis Benali

Francis Benali fædd­ist í Sout­hampton og var fasta­gestur á The Dell, goð­sagn­ar­kenndum fyrrum heima­velli þess sögu­fræga liðs. Hann skrif­aði undir samn­ing við liðið í júlí 1985 á sama tíma og annar sögu­legur risi, latasta tía mann­kyns­sög­unn­ar, Matt Le Tis­sier. Benali var upp­haf­lega fram­herji, eins ótrú­lega og það hljóm­ar. Hann var þó fljótt færður í vörn­ina þar sem hann lék 311 leiki fyrir Sout­hampton. Þeir hefðu verið fleiri ef hann hefði ekki safnað spjöldum eins og Tommy Lee hjá­svæf­um. Alls var Benali rek­inn út af ell­efu sinnum á ferl­in­um. Margir vildu meina að hann væri miklu meiri ofbeld­is­hrotti en fót­bolta­leik­maður.



Benali skor­aði ein­ungis eitt mark í keppn­is­leik fyrir Sout­hampton. Það kom 13. des­em­ber 1997 gegn Leicester. Alda­vinur hans Le Tis­sier gaf þá fyrir á auka­spyrnu og eng­inn and­stæð­ing­anna hafði neitt fyrir því að dekka Benali, sem var svo sem ekk­ert óeðli­legt. Lík­urnar á að hann myndi skora voru sára­litl­ar. Benali stang­aði bolt­ann hins vegar inn og The Dell hrein­lega sprakk af gleði.

Benali náði reyndar að skora eitt annað mark, í ágóða­leik sem spil­aður var honum til heið­urs þetta sama ár. Það sýnir vel hversu mik­ils met­inn hann var af stuðn­ings­mönnum Sout­hampton að það seld­ist upp á leik­inn. Áhorf­endur fengu það sem þeir vildu þegar Benali negldi bolt­ann inn með skoti langt utan af velli.

Fræg­asti láns­mark­maður heims

Jimmy Glass er ekki fræg­asta nafnið í bolt­an­um. Hann var svo­kall­aður far­ands­mark­maður sem náði að vera í hóp hjá 16 mis­mun­andi liðum á ferli sínum og spila fyrir tólf þeirra. Vert er að taka fram að flest þess­ara liða voru neðri- eða utandeild­ar­lið.

Glass er hins vegar sann­kölluð cult-hetja í hugum stuðn­ings­manna Carl­isle United. Árið 1999 kom hann þangað að lán frá Swindon Town. Í loka­leik tíma­bils­ins þurfti liðið að vinna til að forð­ast fall úr ensku deild­ar­keppn­inni og niður í utandeild­ina. Þegar tíu sek­úndur voru eftir af venju­legum leik­tíma var staðan 1-1 og Carl­isle átti horn. Í örvænt­ing­ar­fullri loka­til­raun til að skora fóru allir leik­menn liðs­ins inn í víta­teig and­stæð­ing­anna til að reyna að skora, og þar á meðal mark­vörð­ur­inn Glass, sem var að leika aðeins sinn þriðja leik fyrir lið­ið. Og auð­vitað skor­aði hann markið sem hélt Carl­isle uppi. Stuðn­ings­menn þustu inn á völl­inn og fölskva­laus alsælan lak af and­litum þeirra.



Saga Glass fór sem eldur um sinu um heims­fjöl­miðl­anna. Saga algjör­lega óþekkta láns­mark­manns­ins sem skor­aði mark á síð­ustu sek­úndu síð­asta leiks tíma­bils­ins og bjarg­aði vinnu­veit­endum sínum frá falli er enda per­sónu­leg hetju­saga sem allir elska að heyra. Glass hætti í knatt­spyrnu árið 2001, þá ein­ungis 27 ára gam­all. Hann seldi um tíma tölvu­búnað en hefur und­an­farin ár keyrt leigu­bíl og á í dag sína eigin leigu­bíla­stöð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar