Stórar hindranir í vegi fyrir ríkisstjórnarmyndun

Þeir þrír flokkar sem reyna nú myndun ríkisstjórnar eiga enn eftir að komast að málamiðlun í risastórum málum. Mikil ólga er í baklandi, og á meðal kjósenda, Vinstri grænna þótt um minnihluta sé að ræða. Ef næst saman verður stjórnin kynnt í næstu viku.

verðandi ríkisstjórn
Auglýsing

Lík­legt er talið að gerð stjórn­ar­sátt­mála og skipt­ing ráðu­neyta í verð­andi rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur klárist í lok viku og að útkoman verði lögð fyrir flokks­stofn­anir Vinstri grænna, Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks um helg­ina. Verði hún sam­þykkt mun stjórn­ar­sátt­mál­inn og ráð­herra­skipan verða kynnt almenn­ingi í byrjun næstu viku.

Heim­ildir Kjarn­ans herma þó að enn eigi eftir að lenda nokkrum stórum málum í við­ræð­un­um. Þannig sé enn tek­ist á um hvernig eigi að afla tekna en þar ber mjög á milli Vinstri grænna, sem vilja nota skatt­kerfið til þess, og Sjálf­stæð­is­flokks, sem vill það ekki í sama magni. Þá er einnig ágrein­ingur um hver stefna vænt­an­legrar stjórnar í útlend­inga­málum eigi að vera og þótt að búið sé að skrifa kafla um loft­lags­mál í stjórn­ar­sátt­mál­ann eru önnur umhverf­is­mál enn óaf­greidd, þar á meðal álagn­ing grænna skatta og ramma­á­ætl­un. Auk þess er ekki talið að þær hug­myndir sem séu uppi um hvernig eigi að halda á vinnu við end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár muni þykja ásætt­an­legar hjá verð­andi stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um, sem leggja mikla áherslu á það ferli. Því máli þarf að lenda ef alvara er á bak­við öll gíf­ur­yrðin um bætt vinnu­brögð á þingi og meiri sam­vinnu.

Við­mæl­endur Kjarn­ans segja að til hafi staðið að vinnan myndi klár­ast síð­asta föstu­dag. Hluta þing­manna flokk­anna hefði verið til­kynnt um það og að til stæði að láta Guðna Th. Jóhann­es­son, for­seta Íslands, vita að rík­is­stjórn væri lík­ast til mynd­uð. Af því varð þó ekki.

Auglýsing

Vinstri græn vilja skipa seðla­banka­stjóra

Ef myndun rík­is­stjórn­ar­innar tekst verður Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna, for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks, að öllum lík­indum fjár­mála­ráð­herra. Tek­ist hefur verið á um hvar mál­efni Seðla­banka Íslands eigi að vera. Þegar síð­asta rík­is­stjórn var mynduð voru þau flutt úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu yfir í for­sæt­is­ráðu­neyt­ið, og fylgdu þannig Bjarna. Sjálf­stæð­is­menn hafa viljað að þau myndu fylgja honum aftur til baka en Vinstri græn hafa ekki tekið það í mál. Ástæðan er ein­föld: nýr seðla­banka­stjóri verður skip­aður á kjör­tíma­bil­inu og Katrín vill skipa hann, eða hana.

Nýr seðlabankastjóri verður skipaður á kjörtímabilinu. Búist er við því að Már Guðmundsson sé á útleið og muni ekki sækjast eftir því að verða skipaður aftur. Mynd: Birgir Þór HarðarsonRáð­herra­emb­ættum verður ekki fjölgað frá því sem nú er og því verða þeir ell­efu. Þrír ráð­herra­stólar fara til Vinstri grænna, þrír til Fram­sókn­ar­flokks og fimm til Sjálf­stæð­is­flokks. Hug­myndir eru uppi um að bjóða stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum for­mennsku í ein­hverjum af fasta­nefndum þings­ins til að reyna að stuðla að bættum vinnu­brögð­um. Ljóst er þó að áhrifa­miklir odd­vitar flokk­anna sem munu ekki fá sæti í rík­is­stjórn munu sækja það fast að fá nefnd­ar­for­mennsku í stað­inn. Nægir þar að nefna Har­ald Bene­dikts­son og Pál Magn­ús­son hjá Sjálf­stæð­is­flokki og Ásmund Einar Daða­son hjá Fram­sókn­ar­flokki, verði hann ekki ráð­herra. Auk þess er lík­legt að aðrir odd­vitar sem fái ekki ráð­herra­emb­ætti muni gera sam­bæri­lega kröfu. Þá á eftir að koma finna áhrifa­stöðu fyrir starf­andi vara­for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins og þá sem mögu­lega detta  út úr ráð­herra­liði hans. Því er ekki víst að margar nefndir verði eftir til skiptana fyrir stjórn­ar­and­stöð­una.

Mikil óánægja á meðal kjós­enda Vinstri grænna

Litlar líkur eru taldar á því að vænt­an­legum stjórn­ar­sátt­mála verði mót­mælt mikið þegar hann verður lagður fyrir við­eig­andi flokks­stofn­anir Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks til sam­þykkt­ar. Innan beggja flokka er nokkuð almenn ánægja með fyr­ir­liggj­andi stjórn­ar­sam­starf og sér­stak­lega að í því felist ekki neinar til­raunir til stór­tækra kerf­is­breyt­inga t.d. á sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­kerfum lands­ins. Kjós­endur beggja flokka virð­ast líka ánægðir með til­hög­un­ina. Í könnun MMR, sem birt var á föstu­dag, kom fram kjós­endur flokk­anna setja sig ekki upp gegn því að Vinstri græn verði í rík­is­stjórn. Tvö pró­sent Fram­sókn­ar­manna nefndu flokk­inn sem þann sem þeir myndu síst vilja í rík­is­stjórn og sex pró­sent kjós­enda Sjálf­stæð­is­flokks.

Það er hins vegar ljóst að and­staðan er meiri á meðal kjós­enda Vinstri grænna. Í áður­nefndri könnun kom fram að 57 pró­sent þeirra sem kusu Vinstri græn í síð­ustu kosn­ingum vildi síst vilja hafa Sjálf­stæð­is­flokk­inn í rík­is­stjórn. Það þýðir að tæp­lega sex af hverjum tíu kjós­endum flokks­ins myndu frekar vilja hafa ein­hvern alla hinna flokk­anna, líka Mið­flokk­inn eða Flokk fólks­ins, í rík­is­stjórn en Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Óánægjan með vænt­an­legt rík­is­stjórn­ar­sam­starf er ekki ein­ungis til staðar á meðal kjós­enda Vinstri grænna, heldur líka á meðal þeirra sem taka virkan þátt í flokks­starf­inu. Yfir 110 manns hafa sagt sig úr flokknum frá því að stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræður við Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn­ar­flokk hófust, og heim­ildir Kjarn­ans herma að fleira lyk­il­fólk ætli sér að yfir­gefa flokk­inn um helg­ina verði stjórn­ar­sátt­máli vænt­an­legrar rík­is­stjórnar sam­þykktur í flokks­ráði hans.

Brott­för Drífu blóð­taka

Mesta athygli vakti ákvörðun Drífu Snædal, fram­kvæmda­stjóra Starfs­greina­sam­bands­ins og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Vinstri grænna, sem til­kynnti í síð­ustu viku að hún hefði sagt sig úr flokkn­um. Drífa hafði verið í hreyf­ing­unni frá upp­hafi og mjög áhrifa­mik­ill. Á tíma sínum sem fram­kvæmda­stjóri átti hún stóran þátt í að móta allt innra starf Vinstri grænna. Auk þess er hún náin mörgum lyk­il­mönnum í flokkn­um, meðal ann­ars for­manni hans.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar þingmanna Vinstri grænna sem lögðust gegn stjórnarmyndunarviðræðum. Hinn er Andrés Ingi Jónsson. Mynd: Birgir Þór HarðarsonÍ pistli sem Drífa birti til hund­ruð stuðn­ings­manna Vinstri grænna vegna úrsagnar sinnar sagði hún að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi fagna vænt­an­legum stjórn­ar­sátt­mála, fara inn í sín ráðu­neyti og haga sér nákvæm­lega eins og valda­stofn­unin hann hafi alltaf hagað sér. „Við og við vellur gröft­ur­inn upp í formi frænd­hygli, inn­herj­a­við­skipta, skatta­skjóla, auð­valds­dek­urs, útlend­ing­ar­andúðar eða skjald­borgar um ofbeld­is­menn. Þá verður VG í þeirri stöðu að verja sam­starfs­flokk­inn og mörkin munu sífellt fær­ast til í sam­starf­inu líkt og í ofbeld­is­sam­bandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil, ef stjórnin end­ist svo lengi. Með ákvörð­un­inni um stjórn­ar­við­ræður setti flokk­inn nið­ur, trú­verð­ug­leik­inn laskað­ist veru­lega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt upp­dráttar næstu árin og ára­tug­ina.“

Það var einnig athygl­is­vert að Drífa virt­ist gagn­rýna þá ráð­gjöf sem for­ysta flokks­ins er að fá. Í nið­ur­lagi pistils síns hvatti hún flokks­fé­laga í Vinstri grænum til að ein­angra ekki ákvarð­anir í litlum hópum og velja ráð­gjafa víða að. „Forð­ist „bön­ker“ stemn­ingu í hreyf­ing­unni, ekki leggja allt á herðar Katrín­ar, það er ekki sann­gjarnt gagn­vart henni né öðr­um. Og alls ekki stilla þessu upp sem „með eða á móti Katrínu“ eða per­sónu­gera á annan hátt, það er ódýrt trikk og verður ekki til að græða sár­in.“

Fylgið strax byrjað að dala

Verð­andi rík­is­stjórn mun byrja því hefja störf með vind­inn í fang­ið, verði af myndun henn­ar. Könnun MMR sýndi að allir flokk­arnir þrír sem nú vinna að því að mynda rík­is­stjórn mæl­ast með lægra fylgi en þeir fengu í kosn­ing­un­um. Sam­an­lagt myndu þeir nú fá 46,9 pró­sent atkvæða sem myndi að öllum lík­indum ekki duga þeim fyrir meiri­hluta.

Sá flokkur sem tapar mestu frá kosn­ing­un­um,­sam­kvæmt könn­un­inni, eru Vinstri græn. Fylgi þeirra fer úr 16,9 pró­sent í 13 pró­sent. Í könn­un­inni kemur fram að ein­ungis 60 pró­sent þeirra sem kusu Vinstri græn í októ­ber myndu kjósa flokk­inn ef kosið yrði í dag. Það er mun meira brott­fall en á meðal ann­arra flokka.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar