Mynd: Auður Jónsdóttir

Þriðji dagur Katrínar í stjórnarráðinu

Katrín Jakobsdóttir fékk lyklana að stjórnarráðinu á föstudegi, á þriðjudeginum fékk Auður Jónsdóttir rithöfundur að elta hana í nýju starfi og spyrja spurninga; annan dag fyrstu vikunnar í stjórnarráðinu.

Fyrsti fundur dags­ins á sér stað á skrif­stofu for­sæt­is­ráð­herra um klukkan níu. Þar hittir for­sæt­is­ráð­herra aðstoð­ar­menn sína, Lísu Krist­jáns­dóttur og Berg­þóru Bene­dikts­dótt­ur. Þær þurfa að átta sig á nýjum starfs­vett­vangi, skipu­leggja fundi og aukin sam­skipti við fjöl­miðla. 

Þær hefja fund­inn á að fara yfir við­tals­beiðn­ir, hvort Katrín hafi tíma til að skrifa nokkur orð fyrir Við­skipta­blaðið og tala við erlenda blaða­menn sem hafa fal­ast eftir síma­við­tali. Katrín beinir svo tal­inu að sam­fé­lags­miðl­unum og veltir upp spurn­ing­unni hvernig sé best að eiga í sam­skiptum við fólk í gegnum þá. Því næst tala þær um að tak­marka ferða­kostnað og fækka þátt­tak­endum í ferð­um. Þá eru nefndir fjórir sið­fræð­ingar sem ætl­unin er að kalla til fundar um siða­regl­ur, jafn­framt þarf að ræða þjóðar­ör­ygg­is­mál og loks halda fund með full­trúum frá verka­lýðs­hreyf­ing­unn­i. 

Að síð­ustu er farið laus­lega yfir fundi, spjallað um sam­starfs­verk­efni flokk­anna um #Metoo og farið yfir hvað eigi að gefa af sagn­fræði­tíma­ritum og ljóða­bókum á gömlu skrif­stof­unni niðri á þing­i. 

Ég fæ að lauma spurn­ingum að Katrínu yfir dag­inn og þar sem hún situr þarna á sínum fyrsta morg­un­fundi með aðstoð­ar­mönnum á þess­ari forn­frægu skrif­stofu er ekki úr vegi að spyrja um vald­ið.

Hvernig upp­lifir for­sæt­is­ráð­herra vald­ið, nú þegar talað er um að þú hafir játað þig sigr­aða fyrir Sjálf­stæð­is­flokknum og þar með auð­vald­in­u? 

Ein­hverjir hafa túlkað það þannig. Ég fer inn í þetta rík­is­stjórn­ar­sam­starf full af sjálfs­trausti með sýn mína og minnar hreyf­ing­ar. Þetta er ekki sam­ein­ing ólíkra flokka heldur sam­starf ólíkra flokka þar sem eng­inn játar sig sigr­aðan eða hrósar sigri. Heldur snýst þetta um, í huga mín­um, að við tökum höndum saman um til­tekin verk­efni og vinnum að því að dýpka skiln­ing á milli mjög ólíkra stjórn­mála­flokka um þau mál sem er mjög mik­ill ágrein­ingur um,“ segir hún.

En hvar liggur valdið í sam­fé­lag­inu?

Valdið í sam­fé­lag­inu liggur alls ekki bara hjá stjórn­mála­mönn­um. Það liggur í meira mæli hjá almenn­ingi en áður, held ég. Með til­komu sam­fé­lags­miðla og ýmsu öðru hefur almenn­ingur meira dag­skrár­vald en áður. Valdið liggur líka í miklum mæli hjá pen­inga­öfl­unum í sam­fé­lag­inu. Og ýmsum öðrum öflum sem eru kannski ekki eins mikið á yfir­borð­inu og það vald sem liggur hjá stjórn­mála­mönn­um. Mér finnst mik­il­vægt að við ræðum það hvar valdið liggur og það með opin­skárri hætti en við ger­um. Af því að fólk er vant að benda á stjórn­málin sem einu upp­sprettu valds­ins. En það er ekki þannig. Það á að vera þannig að valdið komi frá almenn­ingi og fari það­an, í umboði hans, til stjórn­mála­manna. En upp­sprettur valds­ins eru marg­ar, eins og til dæmis pen­inga­öflin og ýmsir straumar sem geta komið að utan­.“, botnar hún en útskýrir að for­sæt­is­ráð­herra hafi vald til að setja mál á dag­skrá og nálg­ast þau með öðrum hætti en gert hafi ver­ið.  

Mér finnst það mesta áskor­un­in. Hvernig við umgöng­umst vald. Að valdið sé eitt­hvað sem við eigum ekki rétt á, heldur séum með í umboði og fyrir hönd almenn­ings. Þetta er tíma­bundin ráð­stöfun almenn­ings á vald­inu.

Aðstoðarmennirnir Bergþóra og Lísa við störf.
Mynd: Auður Jónsdóttir

Þörf fyrir hræði­lega brand­ara

Í lok fundar seg­ist Katrín vera aum í mag­an­um. Gunn­ar, eig­in­maður henn­ar, hafi eldað sér­valið kjöt í gær­kvöldi eftir nokkrar vikur af rist­uðu brauði sökum anna. En kjötið lyktaði illa og þar sem Katrín er ekki eins klígju­gjörn og mak­inn lét hún sig hafa að smakka kjötið sem reynd­ist vera þrán­að. Í þétt skip­aðri dag­skrá dags­ins gefst þó ekki tími fyrir maga­verki. En hún gleðst þegar talið bein­ist að steina­safn­inu henn­ar, nær sam­stundis í veskið og leggur steina, sem kona nokkur gaf henni nýlega, á fund­ar­borð­ið. Aðstoð­ar­menn­irnir dást að stein­unum og þegar Ragn­hildur Arn­ljóts­dóttir ráðu­neyt­is­stjóri stígur inn með gögn dregst hún líka að kæti þeirra yfir stein­un­um.

Hvað kætir þig mest í nýju starfi? spyr ég Katrín­u. 

Það sem gleður mig er stuðn­ingur frá ótrú­leg­asta fólki. Að fólk sjái ástæðu til að leggja lykkju á leið sína til að segja eitt­hvað fal­legt. En það sem kætir mig er að mér finnst fyndið á köflum að vera for­sæt­is­ráð­herra því ég er ekki mjög form­leg. Og stundum finnst mér þetta svo­lítið eins og leik­rit. Allir eru auð­vitað bara fólk! En stundum er eins og fólk hverfi inn í hlut­verk svo það koma and­ar­tök þegar ég hugsa í þessu nýja starfi hvort ég hafi skilið mig eftir hérna frammi, hvort ég sé orðin heil­mynd í nýju hlut­verki. Ég hef aldrei verið góður leik­ari, aldrei getað leikið neitt nema sjálfa mig. Ég var alltaf bara ég í prinsessu­bún­ingi eða bónda­konu­bún­ingi í skóla­leik­rit­un­um. Það reyn­ist mér erfitt að skilja sjálfa mig eft­ir. Þessi þörf – fyrir að segja hræði­legan brand­ara á vit­lausum tíma – verður alltaf til stað­ar.

En hvað er kvíð­væn­leg­ast í nýju starf­i? 

Katrín seg­ist engu kvíða en af því að hún hafi áður setið í rík­is­stjórn og verið á Alþingi í tíu ár sé hún með­vituð um að alls­konar hlutir geti komið upp sem sé erfitt og flókið að leysa. 

 „Maður ræður því ekki hvað ger­ist. Stjórn­mála­fer­ill minn hefur ekki verið þannig að ég hafi tekið ákvörðun um nokkurn skap­aðan hlut. Ég byrj­aði vorið 2007 á þingi og hefði aldrei trúað því þá að haustið 2008 myndi ég sitja á neyð­ar­fundi í Seðla­bank­an­um, nýkomin úr fæð­ing­ar­or­lofi, í fjar­veru Stein­gríms. Að ég yrði komin í rík­is­stjórn nokkrum mán­uðum síðar var ekki fyr­ir­sjá­an­legt. Svo hélt ég að sú rík­is­stjórn myndi lið­ast í sundur en hún kláraði kjör­tíma­bil­ið. Eina sem ég veit er að ég veit ekk­ert hvað mun ger­ast og þess vegna er gott að ég er með nátt­úru­lega núvit­und, ég kvíði sjaldan neinu. Ég vil bara leggja mig fram um að gera mitt besta. Þá breytir engu hvort ég kvíði hlut­unum eða ekki, segir Katrín lúm­skt meyr. 

Steinarnir hennar Katrínar.
Mynd: Auður Jónsdóttir

Orð hennar fá mig til að hugsa aftur til árs­ins 2011. Þá var Katrín mennta­mála­ráð­herra á tímum mik­illa hrær­inga, svo greind­ist mamma hennar með krabba­mein og lést þremur mán­uðum síð­ar; við and­lát hennar var yngsti sonur Katrínar aðeins sex mán­aða – en hún á þrjá unga drengi. Ég man eftir að hafa undr­ast styrk­inn sem hún sýndi þá, þessi fín­gerði nagli sem sumum finnst hlæja of oft. En pabba sinn hafði hún misst fimmtán árum áður. Þetta er þó hvorki stund né staður til að mæra hana, áleitnar spurn­ingar eins og þessi bíða svara:  

Treystir þú því að Bjarni Ben taki stjórn­málin fram yfir við­skipta­hags­muni og að hann sé nægi­lega með­vit­aður um óheppi­lega hags­muna­á­rekstra?

Við höfum rætt þessi mál og ræddum þau í okkar sam­tali í kringum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­ur“, svarar hún ákveð­in. Ég ætla að treysta því að allir aðilar séu með­vit­aðir um að það skipti mjög miklu máli að það séu ekki opnar dyr milli við­skipta­hags­muna og stjórn­mála.

Bók­menntir í stjórn­ar­ráð­inu

Meðan kon­urnar klára fund­inn tylli ég mér frammi hjá Vali Jóhanni Ólafs­syni vakt­stjóra sem spyr hvort ég hafi séð Morðið í stjórn­ar­ráð­inu. Reyndar ekki en ég hugsa mér gott til glóð­ar­innar og við veltum fyrir okkur hvort Davíð Odds­son sé hugs­an­lega Stella Blóm­kvist, hann hafi víst set­ið fram­eftir við skriftir hér. Valur hall­ast að því að Davíð sé Stella, en Katrín heldur ekki þegar hún stígur fram og seg­ist hafa grennsl­ast fyrir um það á bók­mennta­ráð­stefnu í Frakk­landi, fasið gefur til kynna að hún viti meira en við. Ef ein­hver er í aðstöðu til að kom­ast að því hver Stella er hlýtur það að vera for­sæt­is­ráð­herra sér­hæfður í saka­mála­sög­um.

Og ég spyr: Ef þú værir ein á eyði­eyju í mán­uð, hvort ­myndirð­u þá taka með þér heild­ar­safn Arn­aldar Ind­riða­sonar eða öll leik­verk Harolds P­inter?

Ég myndi taka Harold P­inter því ég á eftir að lesa heild­ar­verk­ið, ég hef lesið nokkur verk en ekki allt.

Af hverju ertu svona hrifin af P­inter?

Ég elska P­int­er. Mér finnst hann segja mér eitt­hvað um sjálfa mig – eða þau verk sem ég hef lesið eða séð. Hversu dap­urt er það? En ég segi þetta af ást og virð­ingu fyrir Arn­aldi sem hefur verið aðal­efni­við­ur­inn í fræðum mín­um. En það er svo mik­il­vægt að vera alltaf að lesa eitt­hvað nýtt, eins og það sem ég á eftir að lesa eft­ir P­int­er.

Hvernig trygg­irðu gagn­sæi og upp­lýs­inga­miðlun í rík­is­stjórn þinni?

Gagn­sæi út frá­ P­inter! hváir Katrín.

Já, því hann er temmi­lega óræð­ur,“ segi ég og við flissum áður en hún svarar að það sé nauð­syn­legt að vera með­vituð um breyttar kröfur sam­fé­lags­ins um gagn­sæi og upp­lýs­ing­ar.  „Hluti af því felst í fram­kvæmd­inni; vinnu­lagi okkar og því að við verðum að vera dug­leg að tala við fjöl­miðla En svo eru líka ákveðnir þættir sem við munum vinna á kjör­tíma­bil­inu sem er ætlað að tryggja betur þessi mál í heild sinni. Ég nefni til dæmis frum­varp um vernd upp­ljóstr­ara – sem eru umbæt­ur. Þar er líka talað um að bæta skatta­legt umhverfi fjöl­miðla, og þar er ætl­unin að skoða t.d. virð­is­auka­skatt­inn.

Vaktstjórinn og fróðleiksbrunnurinn Valur ásamt skrafhreifum bílstjórum og höfundi greinarinnar.
Mynd: Auður Jónsdóttir

Kóka­kóla-karl­arnir

Klukkan hálf tíu er rík­is­stjórn­ar­fundur í her­bergi þar sem áður voru geymdir sér­stakir stór­glæpa­menn þegar stjórn­ar­ráðið var hegn­ing­ar­hús. Nú á að ganga frá helstu fjár­laga­til­lögum og ráð­herr­arnir tín­ast inn en ég bíð með aðstoð­ar­mönn­unum sem ræða um ýmis konar end­ur­skipu­lagn­ingu og nauð­syn þess að búa til tíma­skipu­lag. Í stjórn­ar­ráð­inu er ósköp heim­il­is­legt, verið að bar­dúsa í eld­húsi uppi og úti í horni rabba bíl­stjór­arnir um dag­inn og veg­inn. 

Ég skoða myndir af gömlum rík­is­stjórn­um, eins kóka­kóla-­rík­is­stjórn­inni (1942-1944) sem er kölluð svo af því að Björn Ólafs­son, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, gat farið til Amer­íku þar sem hann fékk umboðið fyrir kók – útskýrir Val­ur. Hann segir mér líka að nú þurfi að færa myndir aðeins til svo það megi koma fyrir fleiri rík­is­stjórn­um. Með þessu ættu að kom­ast fyrir átta í við­bót,  segir hann.  „Það ætti von­andi að duga í tutt­ugu ár!

Vali telst til að rík­is­stjórn­irnar séu orðnar fjöru­tíu og fimm. Þarna eru myndir af tutt­ugu og sex for­sæt­is­ráð­herrum, aðeins einn þeirra er kona: Jóhanna Sig­urð­ar­dótt­ir. Myndin af henni minnir mig á femínista-­spurn­ing­arnar í kven­vesk­inu svo strax að rík­is­stjórn­ar­fund­inum loknum spyr ég Katrín­u: 

Hvað hef­urðu að segja um lífseiga til­gátu um að Stein­grím­ur J. stjórni VG í gegnum þig?

Hún er röng, segir Katrín. 

Nú voru uppi hug­myndir um stofnun kvenna­fram­boðs stuttu fyrir kosn­ingar – fannst þér það ­fem­inísk að­gerð?

Femín­ism­inn er margs­kon­ar, og ég held að það sé óvar­legt að halda að allir femínistar hagi sér eins, ekki frekar en sós­í­alist­ar. Kvenna­fram­boð er auð­vit­að femínísk að­gerð. En ýmsar aðrar aðgerðir eru líka femínískar.

Stundum má heyra fólk velta sér upp úr klæða­burði, fasi eða háttum þín­um, hvað finnst þér um slíkt?

Ég veit ekki hvað mér á að finn­ast um þetta, ég hef oft verið spurð að því hvað mér finn­ist um að konur séu meira umtal­aðar fyrir klæða­burð og hátta­lag. Auð­vitað eiga þær ekki að vera það frekar en karl­ar. En ég – bara eins og allar konur sem hafa talað opin­skátt um þetta nýlega – hef fengið minn skerf af því. Það hafa allir skoðun á manni. Það er bara þannig.

Upp­lifir þú stundum að gagn­rýni á þig slys­ist til að verða kynj­uð?

Já, umræða um mig er mjög oft kynj­uð. Sam­an­ber að ég veit ekki hversu oft ég heyrði í þessum stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum að ég ætti ekki að láta karla plata mig, nán­ast eins og ég sé greind­ar­skert af því að ég er kona. Þetta er auð­vitað mjög kynjuð umræða og hún hefur komið úr ótrú­legum átt­um.

Nota­legur for­seti

Næst liggur leiðin niður í Alþing­is­hús þegar Katrín er búin að ræða við frétta­menn í and­dyr­inu. Þær Berg­þóra aðstoð­ar­maður skipu­leggja við­töl meðan við þrömmum niður í Alþing­is­hús þar sem mér er plantað niður í mötu­neytið meðan þær fara á þing­flokks­fund þangað sem Katrín fær síð­bú­inn hádeg­is­mat­inn inn á bakka. 

Frétta­hauk­ur­inn Heimir Már borðar mér til sam­lætis og rifjar upp tutt­ugu ára gam­alt slúður úr þing­inu, svo safa­ríkt að ég tek ekki eftir því að ég hef gleymst í mötu­neyt­inu fyrr en bíl­stjóri nokkur birt­ist og vísar mér inn í gljá­andi svartan bíl og við keyrum af stað í óvissu­ferð sem endar við for­seta­skrif­stof­una. Þar bíðum við meðan Katrín fundar með for­set­anum og röbbum um sam­fé­lags­miðl­ana, reiði í sam­fé­lag­inu síðan í hrun­inu og hættu­lega ör stjórna­skipti. Þegar Katrín kemur loks inn í bíl­inn spyr ég hvernig hafi verið í kaff­inu hjá for­set­an­um.  „Alltaf gott að hitta Guðna, segir hún ein­læg. „Hann er svo nota­leg­ur.

Út um rúðuna á ráðherrabílnum.
Mynd. Auður Jónsdóttir

Ég get mér til að þau hafi verið að ræða fjár­laga­til­lögur nýju rík­is­stjórn­ar­innar og spyr: Hver er útópía rík­is­stjórnar þinn­ar? 

Katrín segir útóp­í­una vera þá að ná ein­hverjum árangri með aukna sam­vinnu í stjórn­málum án þess að afsláttur sé gef­inn af mál­efna­legri umræðu á Alþing­i. Það má ekki rugla því sam­an, mál­efna­legri gagn­rýni og átökum átak­anna vegna. Og ég held að við getum gert miklu betur í því að ná sam­stöðu um mál. En mig dreymir líka um að við náum mark­verðum árangri í mála­flokkum sem skipta gríð­ar­legu máli. Eins og lofts­lags­málum og jafn­rétt­is­mál­um, líka þeim sem lúta að kyn­bundnu ofbeldi og kyn­ferð­is­of­beldi. Ég vona líka að við náum að nýta þessa efna­hags­legu hag­sæld, sem við höfum not­ið, til að byggja upp grunn­stoðir sam­fé­lags­ins.

Ein á vakt­inni

Katrín svarar fjöl­miðlum meðan við keyr­um, sím­tölin halda áfram á skrif­stof­unni. Hún svarar öllum beint og flettir upp í möppum með heyrn­ar­tólin á sér. Ég velti því fyrir mér hvort það sé snið­ugt fyrir hana að hafa engan milli­l­ið, hún fær ekki minnsta ráð­rúm til að hugsa svörin og áreitið er stöðug­t. ­Fyrrum aðstoð­ar­maður hennar sagði mér að fólk hefði haft óvenju mik­inn aðgang að henni sem mennta­mála­ráð­herra. 

Mun fólk hafa jafn greiðan aðgang að henni sem for­sæt­is­ráð­herra?

Það verður að koma í ljós en ég mun áfram leggja mig fram um að reyna að svara en ég finn það strax á fyrstu dög­unum að ég hef ekki undan við að svara. En bið fólk að virða það að það eru 24 tímar í sól­ar­hringnum hjá mér eins og öðr­um.

Ég þarf að víkja þegar Sig­ríð­ur And­er­sen stígur skyndi­lega inn. Frammi bíða sjón­varps­frétta­menn eftir við­tali, blaða­ljós­mynd­ari frá Frétta­blað­inu er jafn­framt mættur og fleiri erindi hrann­ast upp meðan aðstoð­ar­menn­irnir kvarta yfir að hafa aðeins náð nokkrum mín­útum með for­sæt­is­ráð­herra síðan á fimmtu­dag­inn, hún sé svo marg­bók­uð.

Þegar Sig­ríð­ur And­er­sen fer er komið að fjöl­miðla­fólk­inu. Að því loknu tylli ég mér í volgt sæti Sig­ríð­ar, horfi á Katrínu hring­snú­ast í nokkrum síma­við­tölum í við­bót og spyr síð­an:  

Hvernig svararðu stuðn­ings­fólki VG sem hefur viljað sjá breyt­ingar í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og bætta stöðu flótta­fólks?

Í fyrsta lagi er það þannig að flokk­arnir gera sínar til­lögur um ráð­herra,“ segir hún hraðmælt og fær sér sæti. En við munum vinna að því að bæta stöðu flótta­fólks, það kemur fram í stjórn­ar­sátt­mál­an­um. Mig langar að spyrja frekar út í þessi mál, sem hefði mátt útskýra betur í stjórn­ar­sátt­mál­an­um, en ofur jákvæð skoð­ana­könnun var að ber­ast í hús og hún á nóg með alla þá sem þurfa að ná tali af henni á fyrstu dög­unum í emb­ætti. Sím­inn hringir við­stöðu­laust svo ég kveð í bili – og skil hana eftir eina á vakt­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnAuður Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar