Tencent tekur fram úr Facebook

Kínverska tæknifyrirtækið Tencent hefur tekið fram úr Facebook í markaðsvirði og er nú meðal fimm stærstu fyrirtækja í heimi. Ör vöxtur Tencent og Alibaba á síðustu árum sýnir að kínverski tækniiðnaðurinn hefur tekið stakkaskiptum.

Starfsemi Tencent er marghliða en þróun fyrirtækisins tengist mjög náið vexti millistéttarinnar og snjallsímavæðingarinnar í Kína.
Starfsemi Tencent er marghliða en þróun fyrirtækisins tengist mjög náið vexti millistéttarinnar og snjallsímavæðingarinnar í Kína.
Auglýsing



Í lok nóv­em­ber fór mark­aðsvirði Tencent yfir fimm hund­ruð millj­arða mark­aðsvirð­is­þrösk­uld­inn og rétt tók fram úr Face­book, 523 millj­arðir banda­ríkja­dalir á móti 522 millj­arða mark­aðsvirði Face­book. Með því varð Tencent fyrsta kín­verska tækni­fyr­ir­tækið í hópi fimm verð­mæt­ustu fyr­ir­tækja í heimi eftir 127 pró­sent vöxt á þessu ári og fylgir net­versl­un­ar­ris­inn Ali­baba fast á eft­ir. Þá er Tencent eina af fimm verð­mæt­ustu fyr­ir­tækjum í heimi sem er skráð í Hong Kong-­kaup­höll­inni.



Starf­semi Tencent er marg­hliða en þróun fyr­ir­tæk­is­ins síð­ustu tvo ára­tugi frá stofnun þess er sam­ofin gríð­ar­lega hraðri efna­hags­þró­un, vaxtar milli­stéttar og snjall­síma­væð­ing­ar­innar í Kína.

Auglýsing



Úr eft­ir­hermun í frum­kvöðla­starf­semi



Lengi vel voru kín­versk tækni­fyr­ir­tæki í hugum margra Vest­ur­landa­búa ódýrar eft­ir­hermur fág­aðri keppi­nauta í Japan og Banda­ríkj­un­um. Í mörg ár hefur raunin hins vegar verið önn­ur; kín­versk fyr­ir­tæki eru fremst í flokki þegar kemur að þróun ofur­tölva, raf­rænna greiðslu-, sam­skipta og sam­göngu­for­rita, og gervi­greind. 



Gott dæmi um þessa þróun er vöxtur sam­skipta­for­rits­ins WeChat (eða Weixin) sem er í eigu TencentWeChat hefur tæpan millj­arð not­end­ur, að mestu leyti í Kína, og hefur tek­ist að vaxa á mun víð­feðm­ari hátt en sam­bæri­leg for­rit á borð við WhatsAppFace­book Messen­ger og iMessageWeChat er ekki bara spjall­for­rit sem leyfir not­endum að senda ókeypis skeyti, hringja ókeypis sím­töl og þar fram eftir göt­unum þó að grunn­ur­inn að vin­sældum þess byggi á því og for­vera WeChat, spjall­borðs­ins QQ, sem enn má finna á flestum heim­il­is­tölvum í Kína. 

WeChat sem er í eigu Tencent. WeChat hefur tæpan milljarð notendur, að mestu leyti í Kína.WeChat hefur tek­ist það sem flest sam­skipta­for­rit hafa átt erfitt með; að fá not­endur til að tengja greiðslu­kort sín við for­rit­ið. Kín­verskir neyt­endur not­ast meira við snjall­síma en tölvur þegar kemur að net­notkun og fer um helm­ingur vef­versl­unar fram í gegnum snjall­síma. Í gegn­um WeChat er hægt að borga fyrir vörur og þjón­ustu jafnt á net­inu sem í búð­um, borga reikn­inga, panta leigu­bíl, panta mat, panta tíma hjá lækni, kaupa utan­lands­ferð og sinna mannauðs­stjórnun svo eitt­hvað sé nefnt. Með öðrum orðum snertir for­ritið flesta fleti fólks í dag­legu lífi.



Tencent fær stóran hluta tekna sinna frá sölu tölvu­leikja - fyr­ir­tækið er stærsti tölvu­leikja­út­gef­andi í heimi ef miðað er við tekjur - en fjár­festar binda miklar vonir við að hægt sé að finna nýjar tekju­lindir í "vist­kerfi" fyr­ir­tæk­is­ins því margir armar þess væru van­nýttir eins og er. Sam­kvæmt fjár­fest­inga­bank­an­um Gold­man Sachs mun net­versl­un­ar­geir­inn í Kína tvö­fald­ast frá núver­andi stærð í 2020 og þá verða met­inn á um 1,7 trilljón­ir ­Banda­ríkja­dali.



Hnatt­væð­ing kín­versku tæknirisanna



Tencent og Ali­baba hafa keypt og fjár­fest í ara­grúa af fyr­ir­tækjum víðs vegar um heim til þess að efla sam­keppn­is­stöðu sína. Til að mynda keypti Tencent finnska tölvu­leikja­fyr­ir­tæk­ið Supercell á 8,6 millj­arða banda­ríkja­dali í fyrra, á meðan að Ali­baba hefur meðal ann­ars keypt stærsta net­versl­un­ar­fyr­ir­tæki Suð­aust­ur-Asíu, Lazada, á einn millj­arð banda­ríkja­dali.



Þá hef­ur Tencent breytt nálgun sinni í sam­keppni WeChat við Face­book og Apple. Fyrir örfáum árum var áhersla lögð á að kom­ast inn í vest­ræna mark­aði með öfl­ugri aug­lýs­inga­her­ferð með knatt­spyrnu­mann­inn Lionel Messi sem and­lit fyr­ir­tæk­is­ins. Það hefur ekki tek­ist nægi­lega vel til og hef­ur Tencent nú í auknum mæli ákveðið að fjár­festa í mörk­uðum þar sem ekk­ert eitt fyr­ir­tæki hefur enn haslað sér völl full­kom­lega, einna helst á Ind­land­i. Tencent hefur ásamt tævanska fyr­ir­tæk­inu Foxconn fjár­fest í ind­verska spjall­for­rit­inu Hike Messen­ger, og ásamt Microsoft og eBay í ind­verska net­versl­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Flip­kart.



Sam­keppni tækni­fyr­ir­tækja í Banda­ríkj­unum og Kína virð­ist vera sterk­ari en nokkru sinni fyrr og eru góðar hug­myndir og útfærslur teknar upp og hermdar eftir af öllum aðil­um. Þó er aðdrag­andi núver­andi stöðu að ein­hverju leyti afleið­ing tak­markanna í aðgengi vest­rænna tækni­fyr­ir­tækja að kín­verska mark­aðnum í gegnum fjöl­mörg ár. Eftir því sem að vef­svæði á borð við GoogleYouTube og Face­book hafa lengi verið bönn­uð, eða þau ákveðið að hætta starf­semi sökum umfangs­mik­illar rit­skoð­unar í Kína, sam­hliða ríkrar áherslu rík­is­ins á upp­bygg­ingu kín­verska tækni­geirans, hafa kín­versk fyr­ir­tæki náð að festa sig í sessi eins og raun ber vitni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnOddur Stefánsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar