EPA

Af hverju eru allir að horfa á NFL?

Ofurskálin eða Super Bowl er í kvöld. New England Patriots mæta Philadelphia Eagles í Minnesota og búist er við því að venju samkvæmt muni hundruðir milljóna víðs vegar um heiminn horfa á bæði leikinn og hálfleiks sýninguna. En af hverju er þetta svona gríðarlega vinsæll viðburður og af hverju í ósköpunum eru svona margir farnir að fylgjast með amerískum fótbolta?

Ofur­skálin eða Super Bowl er í kvöld. Þar mæt­ast liðin New Eng­land Pat­riots og Phila­delphia Eag­les.

Um er að ræða einn vin­sælasta sjón­varps­við­burð í heimi þar sem ríf­lega hund­rað millj­ónir áhorf­enda í Banda­ríkj­unum fylgj­ast með, ásamt umtals­vert fleirum um heim all­an. Stöð 2 Sport sýnir leik­inn á Íslandi og hefur gert und­an­farin ár. Engar tölur um áhorf eru fáan­legar en leiða má að því líkum að fleiri og fleiri bæt­ist við íslenska áhorf­enda­hóp­inn á ári hverju ef marka má aukna þát­töku í umræðu um íþrótt­ina á sam­fé­lags­miðl­um.

Þjóðar­í­þróttin

Amer­íski fót­bolt­inn er án efa þjóðar­í­þrótt Banda­ríkja­manna. Hún nýtur fádæma vin­sælda og til sam­an­burðar má nefna að um 20,4 millj­ónir manna horfðu á úrslita­leik banda­ríska körfu­bolt­ans í fyrra, sem er nokkurn veg­inn sama á horf og venju­legur sunnu­dags­leikur fær í NFL. Á úrslita­leik NFL í fyrra horfðu hins vegar 111 millj­ón­ir.

Rétt eins og í öðrum íþróttum byrja menn (kvenna­deildir í amer­ískum fót­bolta hafa náð afar tak­mörk­uðum vin­sæld­um) snemma að æfa.

Íþrótta­iðkun í Banda­ríkj­unum yfir­leitt er nokkuð frá­brugðin því sem við þekkj­um, en þar spila leik­menn iðu­lega fyrir skóla sína en ekki sér­stök lið. High school fót­bolt­inn er meðal vin­sæl­ustu íþrótt­anna meðal ungs fólks vestan hafs og mikið látið með leiki og leik­menn lið­anna. Oft og tíðum eru sér­stök pep rallies, ein­hvers konar stuðn­ings hátíð­ir, haldnar fyrir leiki, skóla­hljóm­sveit­irnar spila, klapp­stýrur koma fram sem og ýmis lukku­dýr ásamt öðru. Það er engin sér­stök deild fyrir yngri iðk­endur amer­íska fót­bolt­ans og því eru keppnir milli skóla­lið­anna í raun grunn­ur­inn að fram­halds­iðkun leik­manna og oft kölluð þriðja stoð amer­íska fót­bolt­ans í Banda­ríkj­un­um, ásamt háskóla­bolt­anum og sjálfri NFL deild­inni.

Háskól­arnir (col­leges) fá til liðs við sig leik­menn sem bera af með því að bjóða þeim skóla­styrki, stórar leik­manna­búðir eru settar upp á háskóla­svæð­unum þar sem prufur eru haldnar áður en leik­menn eru ráðnir til liðs við skól­ana. Leik­menn eru próf­aðir í 40 yarda sprett­um, lip­urð, stökk­um, köstum og lyft­ingum af ýmsu tagi. Flestir háskól­arnir ráða til sín lík­menn frá sínu land­svæði eða ríki, en hinir stærri leita að efni­legum leik­mönnum á lands­vísu og hafa innan sinna ráða útsend­ara sem fylgj­ast með leikjum alls staðar í Banda­ríkj­un­um.

Háskóla­deild­inn, önnur stoð amer­íska fót­bolt­ans, er rétt eins og NFL deildin gríð­ar­lega vin­sæl. Sums staðar í Banda­ríkj­unum meira að segja vin­sælli en atvinnu­manna­deild­in. Frammi­staða leik­manna í háskóla­bolt­anum hefur bein áhrif á mögu­leika þeirra til að verða atvinnu­menn, en bestu leik­menn­irnir eru valdir form­lega í svoköll­uðu „drafti“ eftir þrjú til fjögur ár í háskóla. Draftið er haldið á vorin þar sem 256 leik­menn eru valdir inn í NFL deild­ina af hverju og einu liði.

Háskóla­bolt­inn, eins vin­sæll og hann er, er ekki óum­deild­ur. Gríð­ar­legir fjár­munir fara í deild­ina, en þó þannig að óheim­ilt er að greiða leik­mönnum nokkur laun. Þess í stað fá þeir greitt í gegnum skóla­styrki sem nýt­ast þeim í skóla­gjöld, hús­næði og bóka­kostn­að. Í ein­hverjum til­fellum er það þannig að þjálf­arar fót­boltalið­anna fá hærri laun en skóla­stjórar skól­anna, leik­menn fá íviln­andi með­ferð við nám sitt sem og ef þeir ger­ast brot­legir við lög eða reglur skól­anna. Þetta er þó alls ekki algilt og á helst við um stærri lið­in. Raunin er þó sú að flest háskóla­lið­inn skil­uðu til dæmis tapi árið 2014.

Pat­riots - hinn aug­ljósi sig­ur­veg­ari

New Eng­land Pat­riots er liðið til að vinna. Pat­riots hafa kom­ist í Super Bowl tíu sinn­um, mest allra liða. Þar af átta sinnum síðan núver­andi þjálf­ari, Bill Belichick og leik­stjórn­and­inn og súper­stjarnan Tom Brady komu til liðs við liðið árið 2000. Liðið er það sig­ur­sælasta í sögu NFL, hafa fimmtán sinnum unnið AFC deild­ina frá 2001 og sett hvert metið á fætur öðru á síð­ustu árum. Liðið hefur fimm sinnum orðið Super Bowl meist­ar­ar, sem er jafn oft og San Francisco 49ers og Dallas Cow­boys, en aðeins lið Pitts­burg Steel­ers hefur sigrað oftar eða sex sinn­um. Pat­riots gætu jafnað það í kvöld.

Þjálf­ar­inn Bill Belichick, fullu nafni William Stephen Belichick, er stjarna í amer­íska fót­bolt­an­um. Bill, sem er 65 ára gam­all, er í raun­inni bæði yfir­þjálf­ari og fram­kvæmda­stjóri Pat­riots. Hann hefur þjálfað í NFL deild­inni frá árinu 1975, byrj­aði hjá Baltimore Colts sem aðstoð­ar­maður þjálf­ara en varð fyrst yfir­þjálf­ari hjá Cleveland Browns árið 1991.

Bill Belichick þjálfari New England Patriots. Mynd: EPA.Áður en hann varð yfir­þjálf­ari hjá Pat­riots stopp­aði hann stutt við í sama starfi hjá New York Jets, eða í aðeins tvo daga áður en hann færði sig yfir. Belichick er marg­verð­laun­aður fyrir störf sín, slegið ótelj­andi met og hlotið marg­vís­lega titla. Eng­inn hefur verið eins lengi í starfi yfir­þjálf­ara.

En valda­tíð Belichick hefur ekki gengið snuðru­laust fyrir sig. Tveir stórir skandalar standa upp úr á ferli þessa far­sæla þjálf­ara. Ann­ars vegar svo kallað „Spyga­te“ og hins vegar „Defla­tega­te“.

Spygate

„Njósn­a­mál­ið“ var stór­mál árið 2007. Þá varð liðið upp­víst af því að taka upp á mynd­band merkin sem varn­ar­þjálf­arar New York Jets gáfu leik­mönnum sínum í leik. Upp­tökur sem slíkar af þjálf­urum ann­arra liða eru ekki óheim­il­ar, en það eru aðeins sér­stök svæði þar sem slíkt er leyft. Pat­riots hins vegar tóku mynd­böndin upp af hlið­ar­lín­unni sem er bann­að. Belichick var per­sónu­lega sektaður um hálfa milljón Banda­ríkja­dala (sem er hæsta upp­hæð sem hægt er að sekta og hæsta upp­hæð sem þjálf­ari hefur nokkurn tím­ann verið sektaður um í sögu NFL) og Pat­riots liðið um 250 þús­und dali. Þá var liðið svipt rétti sínum til að velja leik­mann í fyrstu umferð leik­manna­vals­ins eða drafts­ins árið eft­ir.

Defla­tegate

Skandall­inn sem lík­leg­ast ætti rétti­lega að heita leka­málið (sem því miður er frá­tek­ið), er Defla­tegate eða stóra bolta­málið eins og Vísir nefndi það í umfjöllun sinni. Þar var liðið sektað um milljón Banda­ríkja­dala fyrir að hafa tekið loft úr keppn­is­boltum fyrir leik í úrslita­keppn­inni árið 2015. Þá var leik­stjórn­and­inn Tom Brady settur í fjög­urra leikja bann vegna vit­neskju og þát­töku í mál­inu. Félagið missti einnig tvo val­rétti, þar af annan þeirra í fyrstu umferð nýliða­vals­ins árið eft­ir. Um var að ræða und­an­úr­slita­leik Pat­riots gegn Indi­ana­polis Colts sem Pat­riots vann 45-7. Í skýrslu sem NFL lét vinna um málið var kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Pat­riots hafi vilj­andi reynt að svindla með því að láta ein­stak­ling­inn sem sá um búnað félags­ins taka loft úr bolt­unum eftir að dóm­ar­arnir höfðu gengið úr skugga um að þeir væru lög­leg­ir. Minna loft í bolt­unum átti að auð­velda Tom Brady að ná betra gripi á bolt­an­um.

En skandal­arnir skyggja lík­leg­ast lítið á glæstan feril Belichick. Undir hans stjórn hefur liðið orðið eitt það agað­asta í sögu NFL. Gríð­ar­leg áhersla er lögð á lið­sand­ann, bæði inn­an­vallar og utan, og þrátt fyrir að sportið í heild sinni sé eitt­hvert það stra­tegís­kasta í heimi fyrir utan mögu­lega skák­ina, þá er Pat­riots liðið sér­stak­lega þekkt fyrir afar stra­tegískan leik, þar sem mikil áhersla er lögð á und­ir­bún­ing og end­ur­tekn­ing­ar, vinnu­semi, fjöl­breytni og að klippa út stór egó.

Upp­selt hefur verið á hvern ein­asta heima­leik Pat­riots, sem spilar á Gil­lette vell­inum rétt fyrir utan Boston, frá árinu 1994 og er liðið það þriðja verð­mætasta í deild­inni, á eftir Dallas Cow­boys og Was­hington Red­skins.

Brady - GOAT

Stærsta stjarna liðs­ins, og lík­leg­ast ein­hver far­sæl­asti íþrótta­maður sög­unn­ar, er liðs­stjórn­and­inn Tom Brady. Tom, sem heitir fullu nafni Thomas Edward Pat­rick Brady Juni­or, er fæddur árið 1977 og því 40 ára gam­all. Eng­inn yfir fer­tugu hefur leitt lið sitt til sig­urs í Super Bowl en það er aðeins eitt af fjöl­mörgum metum sem Brady getur slegið um helg­ina. Hann er nú þegar einn af aðeins tveimur leik­mönnum sem hefur unnið fimm Super Bowl titla og gæti unnið sinn sjötta í kvöld.

Tom Brady. Mynd: EPABrady spil­aði fyrir Háskól­ann í Michigan og var val­inn til Pat­riots í sjöttu umferð nýliða­vals­ins árið 2000. Hann hefur fjórum sinnum verið val­inn verð­mæt­asti leik­maður Super Bowl, MVP, tvisvar sinnum verið MVP deild­ar­inn­ar, á ýmis met í send­ingu mót­tek­inna send­inga, marks­end­inga og öðrum sér­stökum frammi­stöðu­legum þátt­um.

Brady er ekki aðeins þekktur fyrir það sem hann gerir inn­an­vall­ar. Hann er til að mynda giftur súper­mód­el­inu Gisele Bündchen og á með henni tvö börn, og eitt til úr fyrra sam­bandi. Hann er mikið heilsugúrú og heldur úti vef­síð­unni TB12­Sports.com þar sem hann skýrir frá æfinga­prógrammi sínu og selur varn­ing. Þar á meðal sér­stakt fæði en þau hjónin eru þekkt fyrir mjög strangt matar­æði, sem sam­anstendur aðal­lega af hrá­fæði, vegan­inni­haldi og líf­rænum vör­um. Þau borða ekki heldur neitt glút­ein eða mjólk­ur­vör­ur. Bók í þessum anda kom út í sept­em­ber í fyrra, The TB12 Met­hod, og komst innan tveggja sól­ar­hringa á topps­tölu­lista Amazon.

Stjórn­mála­skoð­anir Brady hafa vakið tölu­verða eft­ir­tekt. Brady var við­staddur stefnu­ræðu þá for­set­ans George W. Bush árið 2004. Hann er einnig ein­hvers konar vinur núver­andi for­seta Don­ald Trump og hefur sagt frá því að þeir hafi verið vinir lengi. Trump sjálfur hélt því fram dag­inn fyrir kosn­ing­arnar árið 2016 að Brady hefði hringt í hann og lýst yfir stuðn­ingi við hann. Gisele hins vegar þvertók fyrir það þegar hún varð spurð. Eftir að ljós­mynd náð­ist af der­húfu með slag­orði Trump úr kosn­inga­bar­átt­unni, „Make Amer­ica Great Aga­in“ í bún­ings­klefa Brady sagði hann við fjöl­miðla að Gisele hefði bannað honum að ræða um póli­tík sem hann taldi vera góð hug­mynd.

Eag­les - und­ir­hund­arnir

Mótherjar Pat­riots í úrslita­leiknum á eftir eru Phila­delphia Eag­les. Ern­irnir eiga ein­hverja sterk­ustu stuðn­ings­menn í deild­inni og hafa selt upp á hvern ein­asta heima­leik frá árinu 1999. En þeir hafa hins vegar aldrei unnið Super Bowl.

Yfir­þjálf­ar­inn er Doug Peder­son, sem er á engan hátt sama stjarna og kollegi hans Bill Belichick. Hann hefur starfað innan þjálf­arateymis Eag­les frá árinu 2005 en spil­aði sjálfur með lið­inu frá árinu 2001 til 2004. Sem leik­maður var hann lengst hjá Green Bay Packers, frá árinu 1995 til 1998 og síðan aftur frá 2001 til 2004, sem vara­lið­stjórn­andi. Peder­son var gerður að aðal­þjálf­ara Eag­les árið 2016.

Doug Pederson þjálfari Philadelphia Eagles. Mynd: EPAFyrsta tíma­bil Peder­son með Örn­unum gekk upp og ofan. Liðið vann fyrstu þrjá leiki sína en end­aði með sjö leiki sigr­aða og níu sem töp­uð­ust og komst ekki í umspil eða úrslit. Tíma­bilið 2017 gekk mun betur og end­aði eins og gefur að skilja nú í sjálfum úrslita­leikn­um.

Liðið vann 13 af 16 leikjum sínum og sló síðan Atl­anta Falcons og Minnesota Vik­ings út í úrslita­keppn­inni á leið sinni í Super Bowl.

Leik­stjórn­and­inn sem mun leiða liðið á eftir heitir Nick Foles. Foles þessi er áhuga­verð­ur. Eftir að hafa næstum því lagt skónna á hill­una til að ger­ast prestur var hann tek­inn inn í liðið að nýju til þess að bakka aðal­leik­stjórn­ann­d­ann Car­son Wentz upp. Hann er því í raun vara­liðs­stjórn­andi, en Eag­les missti Wentz í kross­banda­slit undir lok tíma­bils­ins. 

Foles átti stór­leik gegn Vik­ings í und­an­úr­slit­un­um, þar sem hann átti þrjár snerti­marks­send­ingar auk þess sem hlut­fall heppn­aðra send­inga var afar gott, 26 af 33. Hann kastaði alls 353 yarda í leikn­um.

Grein­endur á vef­síðu NFL deild­ar­innar segja að Foles sé lélegur undir pressu, og hún er sann­ar­lega lík­leg til að láta sjá sig á eft­ir, en er þó til alls lík­legur og mjög óút­reikn­an­legur og því ómögu­legt að afskrifa hann.

Verður þetta leik­ur?

Flestir búast við sigri Pat­riots. Og öll töl­fræði bendir í þá átt. En það er síðan þessi x faktor í íþrótt­unum sem getur leitt til hvaða nið­ur­stöðu sem er. Brady gæti átt slæman dag. Eag­les gæti spilað umfram getu. Það getur alltaf allt gerst inn á vell­in­um.

Ern­irnir hafa með undra­verðum hætti tekið „und­ir­hunda“ eða„ und­er­dog“ hlut­verk sitt í fang­ið. Fáir höfðu trú á þeim í úrslita­keppn­inni, en þar komu þeir, sáu og sig­urðu - og not­uðu nokkrir stuðn­ings­menn þeirra meira að segja grímur með and­litum þýskra fjár­hunda til að und­ir­strika sam­lík­ing­una.

Doug Peder­son hefur sagst hafa verið und­ir­hundur allan sinn starfs­fer­il, allt sitt líf. „Allt sem ég hef gert, þá hef ég annað hvort ekki verið nógu góður eða eitt­hvað nei­kvætt hefur verið sagt eða skrifað um það. Og ég bara blæs á það. Ég hef trú á þessum strákum og þessu lið­i.“

Ern­irnir eru að taka þessu per­sónu­lega. Þeir eru á heild­ina litið með sterkt lið sem ætti að geta skilað af sér góðu verki.

Talið er að besta tæki­færi Eag­les til að sigra Pat­riots sé með því að keyra á Brady. Að vörnin standi sína plikt og gefi honum ekki tæki­færi til að kasta sínum ótrú­legu köstum á sókn­ar­menn­ina sína. Það er hins vegar hæg­ara sagt en gert, Brady stendur sig aldrei betur en undir álagi og helst þegar hann verður svo­lítið pirr­að­ur.

Vörnin hjá Örn­unum er feikna­sterk og hefðu þeir Wentz heilan til að spila leik­inn væru þeir í tölu­vert betri mál­um. En hann er bara ekki til staðar og erfitt að segja til um hvernig Foles mun standa sig á stóra svið­inu. Svo stór hluti af örlögum leiks­ins munu ráð­ast á sek­úntu ákvarð­ana­töku leik­stjórn­and­anna tveggja - og þar stendur Pat­riots umtals­vert betur að vígi. Reynslan af stór­leikjum eins og þessum getur einnig komið lið­inu langt. Þeir hafa verið þarna áður og kunna það upp á 10. Þeir eru hins vegar ekki með neitt sér­lega sterka vörn sem gæti komið sér vel fyrir Eag­les.

Þeir Andri, Henry og Eiríkur Stefán spá í NFL spilin.
Mynd: Skjáskot.

Spek­ingar spá í spilin

Eins og fyrr segir verður Super Bowl leik­ur­inn í beinni útsend­ingu á Stöð 2 Sport. Leik­ur­inn sjálfur hefst klukkan 23.30 en upp­hitun hefst í beinni klukkan 22.00. Þátta­stjórn­and­inn verður sem fyrr Andri Ólafs­son, en honum til halds og trausts til að greina leik­inn verða íþrótta­f­rétta­menn­irnir Eiríkur Stefán Ásgeirs­son og Henry Birgir Gunn­ars­son. Hinn trausti og glettni íþrótta­f­rétta­mað­ur, Tómas Þór Þórð­ar­son, mun síðan sjá um að lýsa sjálfum leikn­um.

Þeir félag­arnir búast við góðum leik og skynja auk­inn áhuga á íþrótt­inni hér á landi frá ári til árs.

„Maður sér það á umræð­unni, til dæmis á Twitt­er,“ segir Eiríkur í sam­tali við Kjarn­ann. „Fólk er lík­lega að átta sig á því hversu ótrú­lega skemmi­leg íþrótt þetta er. Það hefur þótt frá­hrind­andi hversu langar útsend­ing­arnar eru með tíðum aug­lýs­inga­hléum en fólk sem hefur sog­ast inn hefur ekki sloppið út aft­ur. Margir hafa kynnst íþrótt­inni í gegnum Fanta­sy-­leik­inn, sem er afar vin­sæll á Íslandi, sem skemmir ekki fyr­ir,“ segir Eiríkur Stef­án.

Andri spáir spenn­andi leik. Hann segir Super Bowl leik­ina und­an­farin ár oftar en ekki hafa verið mjög spenna­di, ekki síst þegar Pat­riots eru að spila, hvort sem liðið hefur tapað eða sigr­að, þá sé spennustigið í leikjum þeirra almennt mjög hátt. „Það er það sem ég og allir aðdá­endur íþrótt­ar­innar von­umst eft­ir,“ segir Andri.

Hann bendir á að úrslita­leik­irnir séu alltaf á allt öðru tempói eða hraða en venju­legir deild­ar­leik­ir. Vegna aug­lýs­ing­anna séu öll leik­hlé helm­ingi lengri, öll leik­stopp eru lengri og hálf­leik­ur­inn, þar sem Justin Tim­berlake mun koma fram ásamt fríðu föru­neyti er tvö­falt lengri en í öðrum leikj­um. „Leik­ur­inn er því allt öðru­vísi upp settur en maður á að venj­ast og það getur haft áhrif. Leik­menn­irnir koðna kannski niður í þessum löngu hléum og Pat­riots kunna þetta miklu bet­ur.“

Sylvester Stallone lék bardagakappann frá Philadelphia, Rocky Balboa. Mynd: EPA.Andri segir að hvernig svo sem þetta fer þá verði nið­ur­staðan fal­leg. „Það að Pat­riots vinni, fari svo, er svo mikil und­ir­strikun á yfir­burðum Brady-Belichick sam­starf­inu og að ná að kreista út enn einn Super Bowl sig­ur­inn með ekki sterk­ari mann­skap og Brady fer­tugan yrði mjög geggj­að. Að sama skapi, ef að Eag­les vinnur verður það ekk­ert síður fal­legt. Ef að þessi forn­fræga íþrótta­borg nær loks­ins að vinna tit­il­inn, gleymum ekki að Rocky kemur frá Phila­delp­hiu, og það gegn Brady og Belichick, verður það virki­lega skemmti­legt. Sama hvernig þetta fer þá verður það sögu­legt og eitt­hvað sem allir íþrótta-­róm­an­tíkerar ættu að elska,“ segir Andri.

Ekki bara fót­bolti heldur stemmn­ingin

En það er ekki bara út af ást á leiknum sem svo margir heill­ast af íþrótt­inni, og ekki síst Super Bowl. Úrslita­leik­ur­inn er ekki síður ein­hvers konar menn­ing­ar­við­burð­ur. Leik­ur­inn fer að þessu sinni fram á U.S. Bank Stati­um, heima­velli Minnesota Vik­ings, sem er nýjasti leik­vangur deild­ar­innar - með gler­þaki sem gerir það að verkum að völl­ur­inn þolir hvers kyns veður og vinda.

Söng­konan Pink mun syngja banda­ríska þjóð­sögn­inn fyrir leik­inn og hálf­leiks sýn­ingin verður í höndum Justin Tim­berla­ke. Tim­berlake hefur eins og flestir vita komið fram áður í hálf­leiks­sýn­ingu Super Bowl. Hálf­leiks­sýn­ingin árið 2004 var stjörnum hlað­in, ásamt Tim­berlake komu þau fram Kid Rock, Nelly, Jessica Simp­son, P. Diddy og síðan Janet nokkur Jackson.

Við lok sýn­ingar allra þess­ara lista­manna reif Tim­berlake hluta af klæðn­aði Jackson sem gerði það að verkum að geir­varta hennar sást. Óhætt er að segja að allt hafi orðið vit­laust, en CBS sjón­varp­stöðin sem hafði sýn­ing­ar­rétt­inn var sektuð um rúma hálfa milljón Banda­ríkja­dala fyrir atvik­ið. Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna dró síðar sekt­ina til baka.

Búast má við mik­illi sýn­ingu frá Tim­berlake á eftir en svo skemmti­lega vill til að hann gaf einmitt út nýja plötu nú á föstu­dag­inn, en hvort frammi­staðan mun verða eins umdeild og síð­ast skal ósagt lát­ið.

Aug­lýs­ingar árs­ins og djúp­steikt allt

Aug­lýs­inga­tím­inn sem seldur er í Banda­ríkj­unum yfir Super Bowl er sá allra dýr­asti sem fyr­ir­finnst. Í aðsendri grein í Frétta­blað­inu segir Björn Berg Gunn­ars­son fræðslu­stjóri Íslands­banka og íþrótta­spek­úlant, frá því að 93 pró­sent áhorf­enda segj­ast ræða aug­lýs­ing­arnar sem birt­ast á skjánum yfir leiknum við félaga sína eftir leik­inn. Talið er að greiða þurfu um hálfan millj­arð króna fyrir hálfa mín­útu í aug­lýs­inga­tíma á meðan leiknum stend­ur. Björn áætlar að banda­rískir fjöl­miðlar hali inn um 40 millj­örðum króna frá aug­lýsendum á þessum örfáu klukku­stundum á eft­ir, sem er tæp­lega fjórum sinnum meira en nemur öllum aug­lýs­ingum á Íslandi, í öllum miðlum á heilu ári.

Björn segir að auki frá því að áætlað sé að full­orðnir íbúar Banda­ríkj­anna verji 8.200 krónum að með­al­tali í neyslu á þessum degi, sem er 8,5 pró­senta aukn­ing frá síð­asta ári og 72 pró­senta aukn­ing frá 2010. Yfir millj­arður lítra bjórs skolar niður vængjum af 650 millj­ónum kjúklinga og kalor­í­urnar eru fleiri en á jóla­dag.

Andri segir Íslend­ing­ana sem fylgj­ast með NFL ekk­ert frá­brugðna banda­rískum félögum sínum að þessu leyti. „Ég fór í Costco í gær og sá bara ótrú­lega margar inn­kaupa­kerrur fullar af amer­ísku rusl­fæði og það er nátt­úru­lega bara frá­bært. Það er svo mik­ill event í þessu og það skemmti­lega við þetta er hvað fólk er dug­legt að taka myndir og deila þeim með öðrum á Twitt­er. Og það er ákveðin kald­hæðni falin í því, ákveðin stemmn­ing og líka ákveðin keppni. Menn vilja vera með almenni­legar veit­ingar og það er að mynd­ast skemmti­leg hefð í þessu,“ segir Andri sem býst við fjörugri NFL umræðu undir myllu­merk­inu #NFLís­land.

Eng­inn spek­inga Stöðvar 2 Sport vildi spá fyrir um úrslit­in, en allir gerðu þeir ráð fyrir skemmti­legum leik og góðu kvöldi yfir þess­ari þjóðar­í­þrótt að vest­an!

Hvað er NFL?

Super Bowl er úrslita­leik­ur­inn í NFL deild­inni, National Foot­ball League, sem er aðal­deild amer­íska fót­bolt­ans í Banda­ríkj­un­um. Deildin sam­anstendur af 32 lið­um, hvaðanæva úr land­inu. Deild­inni er skipt í tvær deild­ir, Amer­íku­deild­ina AFC og Þjóð­ar­deild­ina NFC.

Þessum tveimur deildum er síðan báðum skipt niður í fjóra riðla eftir höf­uð­átt­unum þar sem fjögur lið eru í hverjum riðli. Hvert lið spilar 16 deild­ar­leiki þar sem tólf lið, sex úr hvorri deild, AFC og NFC, kom­ast í umspil, sem er útslátt­ar­keppni sem síðan endar í úrslita­leik sig­ur­veg­ara hvorrar deild­ar, Super Bowl.

Leik­ur­inn sjálfur er sam­tímis ein­faldur og gríð­ar­lega flók­inn. Mark­mið leiks­ins er að skora sem flest stig með því að koma bolt­anum yfir marklínu and­stæð­ings­ins eða sparka honum milli markstanga við enda leik­vall­ar­ins. Til að koma bolt­anum áfram upp völl­inn er heim­ilt að kasta hon­um, hlaupa með hann eða rétta bolt­ann áfram.

Hver leikur sam­anstendur af fjórum korters leik­hlut­um, með hálf­leik eftir annan leik­hluta og stutt hlé milli ann­arra fjórð­unga. Leikklukkan er reyndar stöðvuð við ýmis til­efni í leikn­um, til dæmis þegar leik­maður hleypur út af vell­in­um, ef send­ing ratar í jörð­ina en ekki fangið á leik­manni eða þegar lið tekur leik­hlé. Þetta leiðir eðli máls­ins sam­kvæmt af sér tölu­vert lengri leik og geta leikir vel staðið yfir í meira en þrjá klukku­tíma.

Völlurinn skiptist upp í 100 „yarda“.

Völl­ur­inn skipt­ist upp þannig að við hvorn enda vall­ar­ins er mark­s­væði eða teig­ur, þangað sem leik­menn þurfa að kom­ast til að skora mark. Á milli þess­ara svæða eru 100 „yardar“ (einn yard er tæpur metri að lengd, 0,914).

Í upp­hafi hverrar sóknar fær sókn­ar­liðið 4 til­raunir til að koma bolt­anum áfram 10 yarda. Náist það byrja til­raun­irnar upp á nýtt og reynir liðið þannig að vinna sig upp völl­inn að mark­teig and­stæð­ings­ins. Tak­ist ekki að kom­ast þessa 10 yarda fær hitt liðið bolt­ann. Yfir­leitt nota liðin aðeins fyrstu þrjár til­raun­irnar til að kom­ast áfram en sú fjórða er þá notuð til að sparka bolt­anum (punta) áfram upp völl­inn til þess að hitt liðið hefji sína sókn eins aft­ar­lega og þannig langt frá mark­t­eignum og mögu­legt er.

Mörk eru skoruð með svoköll­uðu snerti­marki, eða touchdown þegar leik­maður hleypur með bolt­ann inn í mark­teig and­stæð­ing­anna. Slíkt mark gefur sex stig. Hægt er að fá eitt auka­stig með valla­marki sem fæst með því að spyrna bolt­anum í gegnum markstang­irn­ar. Reyndar er líka hægt að sleppa þessu auka­stigi en freista þess í stað­inn að fá tvö stig, með því að hlaupa í einni til­raun inn í mark­teig­inn og skora þannig annað snerti­mark.

Að auki er hægt að skora þriggja stiga vall­ar­mark, en yfir­leitt eru slík mörk skoruð ef lið er komið nægi­lega nálægt mark­stöng­unum í fjórðu til­raun eða þegar lít­ill tími er eftir af leikn­um.

Í hvoru liði eru 11 leik­menn inn á í einu. Hver leik­maður hefur mjög sér­hæft hlut­verk og liðin skipta leik­mönnum sínum í þrjú lið, sókn­ar­lið­ið, varn­ar­liðið og sér­hæfa lið­ið. Leyfi­legt er að skipta leik­mönnum inn og út eftir hverja sókn­ar­til­raun en alls geta 46 mis­mun­andi leik­menn tekið þátt í einum og sama leikn­um. Sér­hæfðu liðin sjá til dæmis um vall­ar­mörk­in, upp­hafs­spörk og spyrnur úr höndum leik­manna, punt­in, en hlut­verk sókn­ar- og varn­ar­lið­anna segja sig nokkurn veg­inn sjálf.

Bæði ein­falt og virki­lega flókið

Gríð­ar­lega margar reglur og útfærslur sókn­ar- og varn­ar­leikja eru í NFL. Hver leik­maður inni á vell­inum hefur ákveðið hlut­verk, sumir kasta, sumir verjast, aðrir hlaupa og ekki allir mega grípa. Dóm­ar­arnir eru sjö, hver og einn með ákveðið hlut­verk og eru þeir fyr­ir­ferða­miklir í hverjum leik. Þegar brot á sér stað kasta þeir upp litlu gulu flaggi og geta til dæmis fært liðin nær eða fjær mark­t­eign­um. Dóm­ar­arnir kveða upp dóma sína í hátal­ara­kerfi svo áhorf­endur heyra og skilja vel hvert brot og afleið­ing­arn­ar. Þá er not­ast við mynd­bands­upp­tökur af atvikum og má þjálf­ari hvers liðs kastað inn litlu rauðu flaggi, efist hann um nið­ur­stöðu dóm­ar­anna, og er atvik þá skoðað sér­stak­lega á mynd­bandi.

Mesti og dýpsti skiln­ing­ur­inn á leiknum fæst hins vegar ekki með því að lesa regl­urnar og ómennt­aðar frétta­skýr­ingar áhuga­manna um leik­inn, heldur ein­fald­lega með því að horfa reglu­lega á leik­ina og hlusta á lýs­ingar lýsenda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnFanney Birna Jónsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent