Mynd: Birgir Þór Harðarson

Þeim sem ætla að kjósa „önnur“ framboð fjölgar hratt

Meirihlutinn í Reykjavík myndi halda, Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn en Viðreisn gæti lent í oddastöðu. Þeim fjölgar hratt sem ætla að kjósa aðra flokka en þá sem eiga fulltrúa á Alþingi í dag. Þetta er niðurstaða nýjustu kosningaspárinnar.

Fylgi meiri­hlut­ans í Reykja­vík dalar örlítið sam­kvæmt nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar. Þeir þrír flokkar sem standa að honum mæl­ast nú með 47,5 pró­sent fylgi en voru með 48,2 pró­sent um miðja síð­ustu viku. Breyt­ingin er þó vart mark­tæk. Sam­fylk­ingin mælist nú með 29 pró­sent fylgi og yrði áfram stærsti flokk­ur­inn í höf­uð­borg­inni ef kosið yrði í dag. Fylgi hennar hefur verið nokkuð stöðugt und­an­farnar vikur sam­kvæmt spánni, mæld­ist lægst 28,5 pró­sent en hæst 31,1 pró­sent. Vinstri græn mæl­ast með 9,5 pró­sent fylgi og Píratar með níu pró­sent. Báðir flokkar eru að mæl­ast með minnsta fylgi sem þeir hafa mælst með í kosn­inga­spánni frá því í byrjun mars.

Niðurstöður kosningaspárinnar 27. apríl 2018
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2018.

Þrátt fyrir að vera með minni­hluta atkvæða ætti meiri­hlut­inn að geta haldið í ljósi þess að sífellt fleiri atkvæði eru að deil­ast á ný fram­boð sem mæl­ast ekki inni með borg­ar­full­trúa. Í byrjun mars sögð­ust 1,8 pró­sent kjós­enda að þeir ætl­uðu að kjósa aðra flokka en þá átta sem eiga full­trúa á Alþingi. Nú er það hlut­fall komið upp í fimm pró­sent. Alls hafa 17 fram­boð lýst því yfir að þau ætli fram í höf­uð­borg­inni í lok næsta mán­að­ar. Það þarf vart að taka það fram að þau hafa aldrei verið fleiri. Mörg þeirra hafa þó enn ekki kynnt full­mann­aða lista né skilað inn nægj­an­legum fjölda með­mæl­enda til að telj­ast gild. Öll fram­boð sem mæl­ast með undir tveggja pró­senta fylgi flokk­ast sem „aðr­ir“ í kosn­inga­spánni.

Mið­flokk­ur­inn á öruggri sigl­ingu

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn yrði áfram næst stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík ef kosið yrði í dag. Fylgi hans mælist nú 28 pró­sent sem er við lægri mörk þess sem það hefur mælst í kosn­inga­spánni und­an­farnar vik­ur. Fylgið er þó, líkt og hjá Sam­fylk­ingu, nokkuð stöðugt á þessum slóð­um.

Mið­flokk­ur­inn virð­ist ætla að taka við hlut­verki Fram­sókn­ar­flokks­ins í borg­inni og fylgi hans er stöðugt á upp­leið. Í byrjun mars var það 4,2 pró­sent, 10. apríl var það 5,1 pró­sent en er nú 6,6 pró­sent. Á sama tíma mælist fylgi Fram­sókn­ar­flokks 3,2 pró­sent og virð­ist nokkuð fast þar, sem myndi tæp­lega skila flokknum manni inn í borg­ar­stjórn.

Annar flokkur sem er með stöðugt fylgi í kringum þrjú pró­sent er Flokkur fólks­ins. Lík­legt verður að telj­ast að annar hvort þess­ara flokka, Fram­sókn eða Flokkur fólks­ins, nái inn manni en hinn ekki, miðað við stöð­una eins og hún er nú. Saman eru þessir fjórir flokk­ar, sem eiga að hluta til mál­efna­lega sam­leið, sér­stak­lega í skipu­lags­mál­um, með 40,8 pró­sent fylgi. Sam­eig­in­legt fylgi þeirra hefur verið þar í kring síð­ustu tvo mán­uði, sem bendir mjög til þess að færsla fylgi flokk­anna sé fyrst og síð­ast innan þessa meng­is.

Sá flokkur sem gæti verið í lyk­il­stöðu að loknum kosn­ingum er Við­reisn. Fylgi flokks­ins mælist nú 6,7 pró­sent sem myndi gera hann að fjórða stærsta flokki lands­ins.

Hafna sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk

Þeir flokkar sem skipa meiri­hluta í Reykja­vík í dag hafa allir úti­lokað sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokki eftir kosn­ing­ar. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri og odd­viti Sam­fylk­ing­ar, sagði í sjón­varps­þætti Kjarn­ans fyrir tíu dögum síðan að það sé mjög lít­ill munur á mál­­flutn­ingi Eyþóri Arn­alds, odd­vita Sjálf­­stæð­is­­manna, og Vig­­dísi Hauks­dótt­­ur, odd­vita Mið­­flokks­ins, þegar kemur að helstu borg­­ar­­mál­­um. Hann sagð­ist ekki sjá fyrir sér að Sam­­fylk­ingin geti unnið með þeim flokkum né öðrum sem leggj­­ast gegn gild­andi skipu­lagi í Reykja­vík. Dagur hefur einnig kallað Sjálf­stæð­is­flokk­inn í borg­inni „Morg­un­blaðs­arm“ flokks­ins.

Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna, setti stöðu­upp­færslu á Face­book í gær þar sem hún sagð­ist ánægð með að Dagur væri búinn að taka undir áherslur Vinstri grænna um að halda meiri­hluta­sam­starf­inu áfram og „hafna sam­starfi við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og önnur fram­boð sem vilja bein­línis vinna gegn auknum lífs­gæðum í Reykja­vík með því að koma í veg fyrir þróun umhverf­is­vænni og hag­kvæm­ari sam­göngu­máta.“

Hún gagn­rýndi einnig harka­lega kosn­inga­lof­orð Sjálf­stæð­is­flokks­ins um að afnema fast­eigna­skatt á íbúa yfir 70 ára og sagði flokk sem væri að „lofa því að taka með ólög­legum hætti hund­ruð millj­óna úr sam­eig­in­legum sjóðum borg­ar­búa, sem hægt væri að nýta til upp­bygg­ingu leik­skóla og ann­arra mik­il­vægra mála, til að setja í vasa auð­ug­ustu íbúa borg­ar­inn­ar, ekk­ert erindi í borga­stjórn. Það á ekki að bjóða kjós­endum upp á þannig stjórn­mál og eðli­leg­ast væri að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn drægi þetta lof­orð til baka og bæði kjós­endur afsök­unar á því að hafa farið fram með það.“

Stundin greindi frá því 10. apríl síð­ast­lið­inn að Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata, hefði hitt Eyþór Arn­alds, odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks, á fundi þann dag til að ræða borg­ar­mál. Í umfjöll­un­inni greindi Dóra Björt frá því að fund­ur­inn hafi meðal ann­ars snú­ist um mögu­lega sam­starfs­flet­i.„Ég sagði honum bara eins og er að það getur bara eng­inn unnið með Sjálf­stæð­is­mönnum fyrr en þeir taka til hjá sjálfum sér­[...]Í stuttu máli þá sagði ég bara við hann að sam­starf Pírata og Sjálf­stæð­is­flokks strand­aði ein­fald­lega á þeim sjálf­um. Fyrst taka þeir til hjá sér og svo má skoða þetta. Eyþór vildi þá meina að hann væri mað­ur­inn sem myndi breyta þessum flokki. Við Píratar bíðum bara eftir að sjá þess merki og þá eru allir vegir fær­ir. Það er samt ágætt að muna að margir góðir menn hafa ætlað sér að breyta þessum flokki með því að ganga í hann.“

Við­reisn, sem kynnti áherslur sínar í kosn­inga­bar­átt­unni í vik­unni, virð­ist síðan vera mun nær sitj­andi meiri­hluta en núver­andi minni­hluta og öðrum flokkum sem deila áherslum með hon­um. Það má t.d. sjá á því að í nýj­ustu könnun Félags­vís­inda­stofn­unar fyrir Morg­un­blaðið kom fram að 53,9 pró­sent kjós­enda Við­reisnar vildu sjá Dag B. Egg­erts­son sem næsta borg­ar­stjóra. Ein­ungis 4,9 pró­sent þeirra vildu fá Eyþór Arn­alds í emb­ætt­ið.

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 2018.
B C D F M P S V Aðrir

Á meðal helstu mála Við­reisnar voru að við­halda þétt­ingu byggðar með nýjum hverfum við Elliða­ár­vog, Ártúns­höfða og á Keldum og tengja þau hverfi við fyrsta áfanga borg­ar­línu sem fram­boðið styður að verði byggð upp. Þá vill Við­reisn að flug­vell­inum verði fund­inn nýr staður utan Vatns­mýrar og fjölfa félags­legu leigu­hús­næði um 350 á kjör­tíma­bil­inu. Stefna Við­reisnar skar­ast hins vegar á við meiri­hlut­ann þegar kemur að fjár­mála­stjórnun borg­ar­inn­ar, sem Við­reisn hafnar og telur óábyrga.

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni (25. apr­íl) eru eft­ir­far­andi:

  • Þjóð­ar­púls Gallup 4. apríl (vægi 14,8 pró­sent)

  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins og fretta­bla­did.is 9. apríl (vægi 15,5 pró­sent)

  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins og fretta­bla­did.is 25. apríl (vægi 23,3 pró­sent)

  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið 23 - 25. apr­íl. (vægi 46,5,4 pró­sent)

Hvað er kosn­­inga­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­ar­legt magn af upp­lýs­ing­um. Þessar upp­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræði­leg­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­lifir stjórn­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­ast svo við að túlka nið­ur­stöð­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­mál­anna.

Allar þessar kann­anir og allar mögu­legar túlk­anir á nið­ur­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­um. Hvor könn­unin er nákvæm­ari? Hverri skal treysta bet­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar.

Þar kemur kosn­inga­spáin til sög­unn­ar.

Kosn­­­inga­­­spálíkan Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar miðar að því að setja upp­­­lýs­ing­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­anum reglu­lega í aðdrag­anda kosn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar