Búrkubannið

Það er ekki á hverjum degi sem danska þingið, Folketinget, fjallar um klæðnað fólks, og enn sjaldnar að þingið samþykki lög sem banni tiltekinn fatnað. Slíkt gerðist þó fyrir nokkrum dögum þegar þingið samþykkti lög, sem almennt kallast búrkubannið.

Nokkrar konur íklæddar niqab yfirgefa danska þingið eftir að lögin voru samþykkt.
Nokkrar konur íklæddar niqab yfirgefa danska þingið eftir að lögin voru samþykkt.
Auglýsing

Laga­setn­ing þessi á sér langan aðdrag­anda. Árið 2009 ræddi Martin Hen­rik­sen þing­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins „búrku­mál­ið“ í þing­inu og lagði til að sett yrðu lög sem bönn­uðu hvers kyns búnað sem hyldi and­lit og höf­uð. Ræða þing­manns­ins hlaut þá litlar und­ir­tekt­ir, hann og aðrir þing­menn Danska þjóð­ar­flokks­ins hafa síðan margoft fitjað upp á þess­ari umræðu, lengst af við tak­mark­aðar und­ir­tekt­ir. 

Í jan­úar síð­ast­liðnum var lagt fram frum­varp um bann við hvers kyns klæðn­aði sem hyldi and­lit, á almanna­færi. Þetta frum­varp olli strax deilum í þing­inu. Sumum þing­mönnum þótti aldeilis frá­leitt að þingið væri að blanda sér í hverju fólk klædd­ist, öðrum þótti sjálf­sagt að í Dan­mörku giltu sam­bæri­leg lög og þegar eru í gildi í nokkrum öðrum Evr­ópu­lönd­um. Ljóst var að varð­andi þetta mál myndu flokkslínur riðl­ast þegar til atkvæða­greiðslu kæmi. Mik­ill hiti var í umræðum á þing­inu meðan frum­varpið var til umfjöll­unar þótt ljóst væri að það yrði á end­anum sam­þykkt.  Margir þing­menn voru fjar­staddir þegar frum­varpið varð að lög­um, af 179 þing­mönnum greiddu 75 atkvæði með frum­varp­inu en 30 voru á móti.

Gildir um hvers kyns höf­uð­búnað sem hylur and­lit

Allir vita að lögin eru sett til höf­uðs þeim höf­uð­bún­aði sem sumar múslím­skar konur bera. Búrkunni svo­nefndu, sem hylur allan lík­amann en fyrir aug­unum er eins konar net, og niqab, sem er svart að lit og á er smá rifa kringum augun en lík­am­inn að öðru leyti hul­inn. En lögin gilda ekki ein­ungis um búrkur og niqab, slík lög myndu stríða gegn lögum um trú­frelsi. Þess vegna gilda lögin líka um hvers kyns búnað sem hylur and­litið nær alveg, eða að miklu leyti. Gildir þannig um lamb­hús­hettur (elef­ant­huer) sem eru mjög vin­sælar meðal hjól­reiða­fólks og skokk­ara. Sama gildir um hvers kyns grímu­bún­inga, og mót­or­hjóla­hjálma, sem lög­bundið er að nota. Þegar þessi nýju lög eru lesin kemur í ljós að þau eru ekki mjög afger­and­i. 

Auglýsing

Þótt bannað sé að hylja and­lit­ið, alveg eða að hluta, er slíkt þó leyfi­legt ef það þjónar „við­ur­kenndum til­gang­i“. Til dæmis mega hjól­reiða­menn láta lamb­hús­hett­una yfir munn og nef á köldum vetr­ar­morgn­um. En hvað er kaldur vetr­ar­morg­un. Ef lög­reglu­þjónn mætir konu klæddri niqab í fimmtán gráðu hita á Strik­inu og konan segir að sér sé kalt, hvað á lag­anna vörður þá til bragðs að taka? Getur hann sagt að „sér þyki ekki nægi­lega kalt til að klæða sig með þessum hætti“ eða hvað?

Og grímu­klæddur maður sem mætir lög­reglu­þjóni á götu og seg­ist vera á leið á skemmt­un, þjónar þetta ferða­lag hans „við­ur­kenndum til­gang­i?“ Á lög­reglan að fylgja mann­inum og kanna hvort hann segi satt: sé í raun og veru á leið á skemmt­un?

Lög­reglan klórar sér í koll­inum

Af fram­an­sögðu er ljóst að lög­regl­unni, sem ætlað er að fram­fylgja lög­un­um, er vandi á hönd­um. Í lög­un­um, sem taka gildi 1. ágúst nk, er tekið fram að lög­reglan hefur ekki heim­ild til að hand­taka fólk og getur til dæmis ekki kraf­ist þess að konur taki ofan búrk­una eða niqab. Þess í stað skal lög­reglan sekta við­kom­andi. Hljómar kannski ein­falt en hvernig á lög­reglan að vita við hvern hún tal­ar? Kona getur fram­vísað per­sónu­skil­ríki sem lög­reglan getur engan veg­inn gengið úr skugga um að til­heyri henni. Margir asískir ferða­menn sem koma til Dan­merkur ganga gjarna með eins­konar ryk­grím­ur, sem hylja neðri hluta and­lits­ins, um götur bæja og borga, er það ólög­legt? Spurn­ing­arnar eru margar en svörin færri.

Eiga jólasveinar von á því að vera sektaðir í Danmörku? Mynd: Birgir Þór HarðarsonSekt fyrir að bera búnað sem hylur and­lit er 1000 krónur danskar (ca. 16.500 íslenskar) en séu brotin ítrekuð getur sektin tífald­ast.

Það er fleira sem veldur lög­regl­unni áhyggj­um. Í lög­unum er nefni­lega tekið fram að ef lög­regl­una gruni að kona beri ekki búrku eða niqab af fúsum og frjálsum vilja (heldur að kröfu eig­in­manns­ins) eigi lög­reglan að til­kynna um slíkt til starfs­fólks bæj­ar­fé­lags­ins sem þá ber skylda til að kanna hvort grunur lög­reglu sé á rökum reist­ur. Konur sem játa íslams­trú og bera á almanna­færi búrku eða niqab hafa í við­tölum við danska fjöl­miðla sagt að fyrr flytji þær frá Dan­mörku en taka niður höf­uð­bún­að­inn.

Hvað með jóla­sveina­skegg?

Þegar frum­varpið um „búrku­bann­ið“ var lagt fram í danska þing­inu í jan­úar ræddi eitt dönsku dag­blað­anna við for­mann félags danskra jóla­sveina. Með blik í auga og bros á vör lýsti for­mað­ur­inn áhyggjum þeirra sveina „skegg­spretta okkar er mis­jöfn og sumir nota því hjálp­ar­tæki í formi gervi­skeggs.“ For­mað­ur­inn sagði að ef frum­varpið yrði að lögum yrðu þeir sveink­arnir að leita lausna, kannski sækja um gervi­skegg­burð­ar­leyfi á aðvent­unni. Nú er spurn­ingin hvort gervi­skegg jóla­sveina flokk­ist undir það sem í lög­unum nefn­ist „við­ur­kenndur til­gang­ur“. Svar við þeirri spurn­ingu fæst ekki fyrr en dregur að jól­um.

For­dæmi fyrir banni

Í fyrra úrskurð­aði Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu að belgíska þing­inu hefði verið heim­ilt að setja lög sem banna að and­lit sé að stórum hluta hulið með hvers kyns bún­aði. Í Frakk­landi var sams­konar bann lög­leitt árið 2011.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar