Óflokkað

Hrunið: Kröfuhafar komu til að berjast gegn „operation fuck the foreigners“

Haustið 2008, í kjölfar bankahrunsins fylltist allt á Íslandi af útlendingum í jakkafötum. Sumir voru viðskiptahákarlar sem skynjuðu neyðina og vildu kanna hvort þeir gætu keypt verðmætar eignir á brunaútsölu til að skapa sér skammtímagróða. Aðrir voru að undirbúa jarðveginn fyrir að hagnast til langtíma á vandræðum Íslendinga. En langflestir voru fulltrúar þeirra fjármálastofnana sem höfðu tapað gríðarlega miklum fjármunum og vildu tryggja að virði þeirra eigna sem þó voru eftir héldist.

Höf­undur hitti tvo þeirra fimmtu­dag­inn 13. nóv­em­ber 2008 á skrif­stofu almanna­teng­ils í mið­borg Reykja­vík­ur. Menn­irnir tveir voru fyrstu full­trúar kröfu­hafa sem hann hitti hér­lendis eftir banka­hrun­ið. Þeir áttu eftir að verða mun fleiri þegar fram liðu stund­ir.

Annar mann­anna, snyrti­legur Svíi, hét Oscar Lund og starf­aði hjá Fortis bank­an­um. Hinn var Barry G. Russell, sem stýrir fjár­mála- og skulda­end­ur­skipu­lagn­inga­starf­semi alþjóð­legu lög­fræði­stof­unnar Bing­ham McCutchen, sem síðar varð Akin Gump. Hann og sam­starfs­menn unnu svo mikið fyrir kröfu­haf­ana að innan stjórn­sýsl­unnar og þrota­bú­anna gekk stofan hans lengi undir nafn­inu „Bill-ham“ (bill þýðir reikn­ingur á ensku).

Russell er gríð­ar­lega reynslu­mik­ill í því að takast á við aðstæður á borð við þær sem sköp­uð­ust á Íslandi á þessum tíma og hafði verið ráð­inn fyrir hönd skulda­bréfa­eig­enda bank­anna, sem var auð­vitað síbreyti­legur hópur en að stærstum hluta vog­un­ar­sjóð­ir, til að gæta hags­muna þeirra. Hann er einn þeirra full­trúa erlendra kröfu­hafa sem fór mest fyrir alla tíð síð­an. Í við­tali við Við­­skipta­­blaðið árið 2015, þegar búið var að semja við kröfu­hafa föllnu bank­anna um stöð­ug­leika­samn­ing­anna, sagði Bene­dikt Gísla­­son, einn lyk­il­mann­anna í íslenska hafta­hópn­um, að Russell hefði unnið nauð­­syn­­legt starf í sam­­skiptum fram­­kvæmda­hóps og kröf­u­hafa. „Þeir voru allir með sama lög­­fræð­i­­lega ráð­gjafann. Ég held að sá ráð­gjafi hafi staðið sig vel í að reyna að koma sínum umbjóð­endum í skiln­ing um það að mark­miðin væru ekki til umræðu, en ólíkar leiðir að sama mark­miði gætu gengið [...] Þetta sam­­tal var upp­­­bygg­i­­legt og að mínu mati átti Barry Russell þátt í því að gera það þannig.“

Reyndu að selja ákveðna hug­mynd

Á fund­inum í nóv­em­ber 2008  tal­aði Lund að mestu leyti fyrir hönd þeirra félaga. Alltaf þegar Russell skaut ein­hverju inn var það með miklum þunga en Lund lét gamm­inn geisa. Það var aug­ljóst frá fyrstu mín­útu að hann ætl­aði að selja ákveðna hug­mynd um hvað kröfu­haf­arnir vildu gera á Íslandi.

Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason voru lykilmenn í hópnum sem samdi fyrir hönd íslenska ríkisins við kröfuhafa föllnu bankanna.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Hug­mynd­irnar sem Lund tal­aði fyrir voru á þann veg að erlendu kröfu­haf­arnir vildu stofna eign­ar­halds­fé­lag utan um eignir gömlu bank­anna. Kröfum yrði síðan breytt í hlutafé og með því myndu þeir koma að banka­rekstri á Íslandi sem eig­endur í íslensku bönk­un­um. Í þessum hópi yrðu margir stórir alþjóð­legir bankar og þannig yrði að veru­leika draumur margra á Íslandi um aðkomu erlendra banka að íslenskum banka­rekstri.

„Hverjir eiga íslensku bankana?“ spurði Lund. „Eru það þeir sem veita þeim starfs­leyfi eða þeir sem fjár­magna starf­semi þeirra?“ Aug­ljóst var að hann og Russell voru ekki í vafa með svarið við þess­ari spurn­ingu: Þegar bankar fara í þrot þá eiga kröfu­haf­arnir þá. Á þessum tíma, svona skömmu eftir neyð­ar­laga­setn­ing­una, var afstaða þeirra einnig skýr á þann veg að með neyð­ar­lög­unum og breyttu kröfu­hafaröð­inni sem þau höfðu í för með sér hefði ríkið tekið eignir þeirra ófrjálsri hendi og sett inn í nýju bank­ana. Leik­regl­unum hefði verið breytt eftir á og ríkið þjóð­nýtt eign­ir. Sú aðgerð hefði mis­munað útlend­ingum en hyglað Íslend­ing­um. Það rímar raunar ágæt­lega við þá upp­lifun sem íslenskir ráða­menn sem komu að mál­inu höfðu. Einn stjórn­ar­þing­manna sagði að neyð­ar­laga­setn­ingin og stofnun nýju bank­anna utan um eignir sem teknar hefðu verið út úr þrota­búum þeirra hefði gengið undir nafn­inu „oper­ation fuck the for­eigner­s“. Þá setn­ingu þarf varla að þýða.

Vildu vinda ofan af neyð­ar­laga­setn­ing­unni

Inn­takið í boð­skap Lunds og Russells var þetta: Kröfu­hafar hafa efni á því að afskrifa afgang­inn af kröfum sínum gagn­vart Íslandi og hverfa frá land­inu fyrir fullt og allt. Ísland hefur hins vegar ekki efni á því að þeir fari frá land­inu með þeim hætti. Þess vegna vilji þeir vinna með Íslend­ingum að upp­bygg­ingu. Á land­inu væru inn­viðir sterkir og mikil tæki­færi: „Ís­land er ríkt land þangað til það ákveður að það sé það ekki,“ sagði Lund.

Í grófum dráttum vildu þeir að undið yrði ofan af þeirri leið sem farin var þegar búnir voru til nýir og gamlir bank­ar. Þeir vildu ein­fald­lega að gömlu bönk­unum yrði áfram haldið í starf­semi, að kröfu­hafar myndu koma að þeim sem eig­endur og að skulda­bréf yrðu aftur jafn rétthá inn­lánum í kröfu­hafaröð. Þannig yrði komið í veg fyrir að eignir myndu rýrna að verð­gildi og kröfu­haf­arnir gætu þar með hámarkað virði eigna sinna. Þeir höfðu miklar áhyggjur af því að skila­nefnd­irnar sem skip­aðar voru yfir þrotabú föllnu bank­anna myndu selja út eignir langt undir raun­virði. Í því sam­bandi bentu þeir rétti­lega á að skulda­bréf á íslensku bankana, sem þá þegar gengu kaupum og söl­um, væru að selj­ast langt undir heild­ar­virði þeirra.

„Ef ég á að setja þetta upp í lík­ingu þá erum við stödd í þorpi og allt þorpið brenn­ur. Við erum ein­ungis með nægi­legt vatn til að bjarga tveimur bygg­ingum og það þarf að ákveða hvaða bygg­ingar það eiga að vera. Ef þú ert ekki með neina sér­staka hug­mynd um hvernig þorpið ætti að líta út eftir að björg­un­ar­að­gerðum er lokið þá er mjög erfitt að mynda sér skoðun á hvaða bygg­ingum á að bjarga. Viltu bjarga kirkj­unni eða versl­un­ar­mið­stöð­inni? Viltu að skól­inn eða ráð­húsið verði mið­punktur alls? Það er alltaf hætta á að þú bjargir rangri bygg­ingu, ekki þeirri sem fellur best að heild­ar­mynd­inn­i,“ sagði Lund.

Skemmst er frá því að segja að hug­myndir þeirra félaga fengu engan hljóm­grunn hjá íslenskum stjórn­völd­um. Stjórn­völd voru, rétti­lega, í rústa­björg­un­ar­leið­angri þar sem heilt þjóð­fé­lag var undir og höfðu engar áhyggjur af því hvort kröfu­hafar fengju eitt­hvað til baka eða ekki.

Fulltrúar kröfuhafanna líktu sér við slökkviliðslið sem þyrfti að ákveða hvaða byggingum ætti að bjarga.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Það reynd­ist á end­anum happa­drjúg afstaða. Stjórn­völd héldu sínu striki þrátt fyrir að þrjár afar ólíkar rík­is­stjórnir hafi setið frá hruni og þar til stöð­ug­leika­samn­ing­arnir voru gerðir árið 2015.

Þegar íslenska ríkið samdi við kröf­u­hafa föllnu bank­anna um þær eignir sem þeir þurftu að skilja eftir til að mega fara með aðrar eignir sínar út úr íslensku hag­­kerfi, var áætlað virði þeirra eigna sem ríkið fékk í sinn hlut, svo­­kall­aðar stöð­ug­­leika­­eign­ir, áætlað 384,3 millj­­arðar króna.

Virði þess­­ara eigna hefur hækkað umtals­vert síðan að þær voru afhent­­ar, í byrjun árs 2016 og áætlað er að í lok þessa árs verði það 457,8 millj­­arðar króna. Það þýðir að eign­­irnar hafa hækkað um 73,6 millj­­arða króna í virði frá því að ríkið fékk þær í hend­­ur.

Frétta­skýr­ingin byggir að hluta til á efni sem birt­ist áður í bók­inni Ísland ehf - Auð­menn og áhrif eftir hrun eftir Magnús Hall­dórs­son og Þórð Snæ Júl­í­us­son.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar