Stefnir í að frelsi fjölmiðla til að segja fréttir úr dómsal verði skert

Fagfélög blaða- og fréttamanna mótmæltu bæði harðlega ákvæði í frumvarpi sem dregur úr heimild fjölmiðla til að greina frá því sem fram fer í dómsal. Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar taldi gagnrýnina ekki eiga rétt á sér og styður breytinguna.

Héraðsdómur Reykjavíkur - Salur 101
Auglýsing

Frelsi fjöl­miðla til þess að greina frá því sem fram fer í dóm­sal verður að óbreyttu skert verði frum­varp um ný lög um með­ferð einka­mála sam­þykkt. Breyt­ing­ar­til­laga sem þing­menn úr þremur stjórn­ar­and­stöðu­flokk­um: Sam­fylk­ingu, Pírötum og Við­reisn, lögðu fram í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd þess efnis að heim­ilt yrði að hljóð­rita, taka mynd­ir, streyma mynd og hljóði og greina frá því sem sak­born­ingur og vitni skýra frá við skýrslu­töku á meðan á henni stend­ur, með til­teknum frá­vik­um, var felld af meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar.

Bæði Blaða­manna­fé­lag Íslands og Félag frétta­manna höfðu lagst ein­dregið gegn því að frum­varpið yrði sam­þykkt óbreytt. Það höfðu báðar sjón­varps­frétta­stofur lands­ins, einnig gert.

Auglýsing
Sam­kvæmt frum­varp­inu verður sam­­tíma­end­­ur­­sögn af dóms­­málum óheimil og ein­ungis dóm­stólum yrði heim­ilt að taka upp hljóð- eða myndefni af þing­hald­i. Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kom fram að banni við sam­tíma­end­ur­sögn af skýrslu­tökum væri ætlað að treysta réttar­ör­yggi og tryggja þannig að fram­burður vitnis lit­ist ekki af fram­burði þeirra sem þegar hafa gefið skýrslu. Það væri lyk­il­at­riði að skýrslu­gjafi í dóms­máli viti ekki hvað aðrir sem á undan honum komu sögðu.

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta nefnd­ar­innar, sem þing­menn stjórn­ar­flokka mynda ásamt nefnd­ar­manni úr Mið­flokkn­um, segir að meiri­hlut­inn sé þeirrar skoð­unar að ofan­greint mark­mið verð að engu ef vitni getur fylgst með skýrslu­gjöf ann­arra utan dóm­salar í beinni útsend­ingu. „Meiri­hlut­inn telur að þeir hags­munir sem eru í húfi í þessum efnum séu mun veiga­meiri en þeir sem fel­ast í því að unnt verði að greina frá því sem sagt er í skýrslu­tökum í sam­tíma[...]­Meiri­hlut­inn telur fram­an­greint ekki brjóta í bága við regl­una um að þing­höld skuli háð í heyranda hljóði, enda er ekki verið að tak­marka mögu­leika fjöl­miðla eða ann­arra til að sækja þing­hald og fylgj­ast með því sem þar fer fram.“

Taldi að læra hefði átt af hrun­inu

Í umsögn Blaða­manna­fé­lags Íslands um málið kom fram að það legð­ist alfarið gegn  ákvæðum „í frum­varp­inu sem varða frek­ari hömlur á fjöl­miðla til að greina frá því sem fram fer í rétt­ar­sölum lands­ins og getur ekki látið hjá líða að lýsa furðu sinni á þessum til­raunum stjórn­valda til að leggja stein í götu þess að þing­hald sé fyrir opnum tjöld­um.“

Þar sagði enn frem­ur: „Dóms­mál rata ekki í fréttir nema þau séu frétt­næm og þau eru frétt­næm vegna þess að þau varða mik­il­væga hags­muni í sam­fé­lag­inu í víð­asta sam­hengi. Hags­munum hverra hefði það þjónað ef umfjöllun um svo­nefnd hrun­mál í fjöl­miðlum hefði verið bundin þeim tak­mörk­unum sem greinir í frum­varp­inu? Klár­lega ekki hags­munum íslensks almenn­ings sem bar her­kostn­að­inn af van­helgu klíku­sam­bandi við­skipta og stjórn­mála í íslensku sam­fé­lagi! Þegar horft er í bak­sýn­is­speg­il­inn til þessa tíma er það kannski einmitt yfir­gengi­legt sið­leysið sem sker í aug­un. Ekk­ert er betur til þess fallið að vinna bug á sið­leysi og klíku­mynd­unum en gagn­sæi og við höfum ekki gagn­sæið ef við leggjum stein í götu um ræð­unnar um fram það sem brýna nauð­syn ber til.“

Auglýsing
Í nið­ur­lagi umsagn­ar­innar sagði að stjórn Blaða­manna­fé­lags Íslands treysti því og tryði í ljósi þeirrar „hörmu­legu reynslu sem við höfum nýlega af hrun­inu að alþing­is­menn, reynsl­unni rík­ari, láti ekki þessa ósvinnu ná fram að ganga.“

Gegn hags­munum almenn­ings

Í umsögn Félags frétta­manna, sem margir starfs­menn frétta­stofu RÚV til­heyra, sagði að meg­in­reglan á Íslandi sé sú að rétt­ar­höld, ekki síst í saka­mál­um, skulu háð í heyranda hljóði og fyrir opnum tjöld­um. „Ein grunn­for­senda lýð­ræð­is­legrar umræðu er að almenn­ingur hafi aðgang að réttum upp­lýs­ingum til að geta mótað sér upp­lýstar skoð­anir á mál­efnum líð­andi stund­ar. Félagið telur það varða hags­muni almenn­ings að koma á fram­færi upp­lýs­ingum um sak­born­inga og afbrot þeirra. Hags­munir almenn­ings eru sér­stak­lega ríkir hvað þetta varðar ef um er að ræða stjórn­mála­menn sem brotið hafa af sér.“

Þá taldi félagið að rökin fyrir áður­nefndum breyt­ingum stæð­ust ekki skoð­un. „Ef þeim er ætlað að koma í veg fyrir rétt­ar­spjöll nægir ekki að hindra frétta­flutn­ing af mál­inu. Vitni, sak­born­ingar eða aðrir aðilar máls geta fengið upp­lýs­ingar um það sem fer fram í dóm­sal frá öðrum en fjöl­miðl­um. Félag frétta­manna telur að frum­varpið dragi úr getu frétta­stofu RÚV til þess að sinna þeirri lög­bundnu eft­ir­lits­skyldu sinni að veita dóms­kerf­inu aðhald. Dóms­valdið verður að vera sjálf­stætt og varið frá öllum póli­tískum áhrif­um. Þar af leið­andi er aðhald fjöl­miðla og almenn­ings lyk­il­at­riði. Öll tak­mörkun á frétta­flutn­ingi af dóms­mál­um, umfram það sem er nauð­syn krefur þarf því að byggja á sterkum og veiga­miklum rök­um.“

Frétta­stofa RÚV skil­aði einnig sér­stakri umsögn, sem Rakel Þor­bergs­dóttir frétta­stjóri skrif­aði und­ir. Þar sagði m.a. að það skjóti „ skökku við að á sama tíma og stjórn­völd vilja efla tján­ing­ar­frelsið og frelsi fjöl­miðla standi til að hefta mögu­leika fjöl­miðla til að fjalla um dóms­mál og mál­efni dóm­stóla.“ Frétta­stofan lagð­ist ein­dregið gegn því að frum­varpið yrði sam­þykkt með ofan­greindum tak­mörk­un­um.

Auglýsing
Í umsögn frétta­stofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgj­unnar var einnig lagst gegn tak­mörk­un­unum og sagt að  nær­tækara væri að skoða leiðir til að opna dóm­stól­ana miklu meira fyrir almenn­ingi. „Sam­kvæmt núgild­andi lögum er bannað að hljóð­rita eða taka myndir í þing­haldi en dóm­ara veitt leyfi til að gera und­an­þágu frá því. Betur færi á því, við breyt­ingar á lög­un­um, að leyfa mynda­tök­ur, og þess vegna hljóð­upp­tök­ur, nema dóm­ari banni þær sér­stak­lega. Frétta­stofa varar við þeirri við­leitni, sem birt­ist í frum­varp­inu, til þess að loka dóm­stólum frekar fyrir almenn­ingi með því að tefja eða hindra frétta­flutn­ing. Það er ekki almenn­ingi til hags­bóta, grefur undan meg­in­regl­unni um opið rétt­ar­hald og ýtir undir van­traust á rétt­ar­kerf­in­u.“

Breyt­ing­ar­til­lögu hafnað

Minni­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar tók upp afstöðu fjöl­miðl­anna og fag­fé­laga þeirra. Í áliti hans sagði að umræðan um hvort að tak­marka ætti hljóð­upp­tök­ur, mynda­tökur og sam­tíma­end­ur­sagnir í dóm­sal væri mjög mik­il­væg. „Þar veg­ast á sjón­ar­mið um réttar­ör­yggi og frið­helgi sak­born­inga, aðstand­enda og vitna ann­ars vegar og mik­il­vægi opin­berrar og gegn­særrar dóm­sýslu og frjálsrar fjöl­miðl­unar í almanna­þágu hins veg­ar. Á Íslandi er meg­in­reglan sú að upp­tökur í dóm­sal eru bann­aðar en dóm­ara er heim­ilt að veita und­an­þágu frá því banni ef sér­stak­lega stendur á. Með 2. og 18. gr. frum­varps­ins er þessum reglum breytt þannig að óheim­ilt verði að streyma hljóði eða mynd úr þing­haldi eða greina frá því sem sak­born­ingur eða vitni skýrir frá við skýrslu­töku á meðan á henni stend­ur.“

Þessu lagð­ist minni­hlut­inn gegn og lagði til að frum­varp­inu yrði breytt þannig að sam­tíma­frá­sögn fjöl­miðla úr dóms­sal yrði áfram háð þeim tak­mörk­unum að dóm­ari gæti sér­stak­lega bannað hana ef sér­stak­lega stæði á eða hætta þætti á rétt­ar­spjöll­um, í stað þess að bannið yrði almennt.

Þess­ari breyt­ing­ar­til­lögu var hafn­að.

Frum­varpið hefur enn ekki verið afgreitt sem lög en það á eftir að fara til þriðju umræðu áður en af því verð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar