Casanova handtekinn

Lögreglan í Aþenu handtók fyrir viku ungan mann sem árum saman hefur ferðast um og meðal annars sagst vera milljarðamæringur. Margar konur hafa heillast af þessum Casanova, sem hefur haft af þeim tugmilljónir króna.

hyrrt.jpg
Auglýsing

,,Hann var bara svo sjar­mer­andi og umhyggju­sam­ur“ sagði dönsk kona um unga Ísra­el­ann sem sagð­ist vera vopna- og dem­anta­sali, fyrr­ver­andi orr­ustuflug­mað­ur, og millj­arða­mær­ing­ur. Hvorki hún, né aðrar konur sem ungi mað­ur­inn heill­aði, grun­aði hann um græsku í upp­hafi en svo kom önnur hlið í ljós.

Mað­ur­inn sem um ræðir heitir Shimon Yehuda Hayut. Hann er 29 ára gam­all og ólst upp í bænum Bnei Brak, skammt frá Tel Aviv. Í bæn­um, sem er ein helsta mið­stöð strang­trú­aðra gyð­inga, ríkir mikil fátækt. Faðir Shimon var rabbíni (gyð­inga­prest­ur) en ekki einn þekkt­asti dem­anta­kaup­maður Ísra­els, dem­anta­kóngur eins og Shiman hélt síðar fram. Móðir Shiman sagði, í við­tali við dag­blað í Tel Aviv, að fjöl­skyldan hefði misst öll tengsl við Shiman þegar hann var 18 ára og ,,síðan höfum ekk­ert um hann vitað og höfum ekki hug­mynd um hvar hann er.“

Flýði frá Ísr­ael

Árið 2011 var Shimon Hayut hand­tek­inn í Ísr­a­el. Hann hafði þá falsað ávís­an­ir, orðið upp­vís að þjófn­uðum og margs konar svindli. Hann var lát­inn laus, gegn trygg­ingu, en þegar málið kom fyrir dóm­stóla í mars 2012 var Shimon Hayut flú­inn úr landi en ísra­elska lög­reglan gaf út alþjóð­lega hand­töku­skipun á hendur hon­um. Ekki er nákvæm­lega vitað hvert leið Shimon lá eftir flótt­ann frá Ísr­ael en í febr­úar árið 2015 var hann í Bang­kok í Tælandi. Þar varð á vegi hans finnsk kona, sem finnskir fjöl­miðlar kalla Lenu H, en það er ekki hennar rétta nafn. Lena H var í fríi í Tælandi og kynnt­ist þar þessum huggu­lega unga manni (hennar eigin orð) sem kvaðst heita Mor­dechai Tap­iro en væri kall­aður Simon. Hann sagð­ist vera fyrr­ver­andi orr­ustuflug­mað­ur, hefði orðið að hætta eftir slys, en stæði nú í umfangs­miklum vopna­við­skipt­um, sem hann eðli máls­ins gæti ekki talað mikið um, en gæfu mjög vel í aðra hönd. Vel fór á með þeim Lene H og mann­inum sem kvaðst kall­aður Simon og eftir að Lena H kom aftur heim til Finn­lands fór Simon fljót­lega á eftir henni. Nokkrum mán­uðum eftir kom­una þangað lenti Simon í vanda og bað vin­konu sína Lenu H um aðstoð.

Auglýsing

Lok­aða kortið í Tælandi

Vand­inn sem Simon var lentur í var sá, að hans sögn, að ein­hver svindl­ari í Tælandi hefði ,,af­rit­að“ greiðslu­kort hans og þess vegna hefði því verið lok­að. Umrætt kort var að hans sögn svo­kallað Cent­urion kort, útgefið af Amer­ican Express. Cent­urion kortin eru ein­ungis boðin við­skipta­vinum sem hafa mikið umleikis og Simon var í þeim hópi. Athafna­mað­ur. Þessi Cent­urion kort, sagði Simon, að væri ein­ungis hægt að fá útgefin og afhent í London en hann þyrfti jafn­framt að skreppa til Bang­kok til að koma þessu öllu heim og sam­an. En vegna þess að kortið væri lok­að, sagði hann Lenu H, þyrfti hann að treysta á að hún gæti lánað honum pen­inga meðan hann væri að ,,redda“­mál­un­um. Þau Lena H og Simon höfðu nú búið saman í um það bil hálft ár, hún var ófrísk og þau höfðu rætt um gift­ing­u. 

En Simon hafði fleiri járn í eld­in­um, hann hafði kom­ist í sam­band við tvær aðrar finnskar kon­ur, þeim hafði hann kynnst á Tinder sam­skipta­vefnum og lýst fyrir þeim umsvifum sín­um. Meðal ann­ars væri hann eig­andi að næt­ur­klúbbum og íbúðum í London og víð­ar. En hann væri reyndar í vand­ræðum vegna áður­nefnds greiðslu­korts sem hafði verið lokað í Bang­kok. Simon réð kon­urnar í vinnu og þær trúðu, í upp­hafi öllu sem hann sagði. Líka sög­unni um lok­aða greiðslu­kort­ið. Þessar tvær konur voru vel stæðar og til­búnar að hlaupa undir bagga og leyfðu Simon að nota greiðslu­kort sín til að halda rekstr­inum gang­and­i. 

Önnur þess­ara kvenna hafði hins­vegar grunað Simon um græsku eftir að korta­fyr­ir­tækið Amer­ican Express hafði haft sam­band við kon­una og sagt henni að reynt hefði verið að nota kort hennar til að leigja einka­þotu. Konan lét þá loka kort­inu og hafði sam­band við lög­reglu. Síðar kom í ljós að Simon hafði á tíma­bil­inu mars til sept­em­ber 2015 fengið pen­inga sem jafn­gilda 35 millj­ónum íslenskra króna frá finnsku kon­unum þrem­ur. Þegar finnska lög­reglan ætl­aði að hand­taka Simon var hann hins­vegar á leið til Bras­il­íu, að eigin sögn í við­skipta­er­ind­um. 

Hand­tek­inn

Simon var í Bras­ilíu í nokkra daga en þegar hann kom til baka til Finn­lands var hann hand­tek­inn. Hann var þá með tvö fölsuð vega­bréf, þrjú fölsuð öku­skír­teini, tvo flug­miða og fimm greiðslu­kort. Við yfir­heyrslur sagði Simon að hann hefði fengið pen­ing­ana að láni hjá kon­unum þrem og hann ætl­aði að borga þeim síð­ar. Í rétt­inum var honum lýst sem ,,hug­mynda­rík­um“. Simon var dæmdur í þriggja ára fang­elsi fyrir svindl og skjala­fals.

Flýði í annað sinn frá Ísr­ael

Í mars 2017 vís­uðu finnsk yfir­völd Simon, eins og hann kall­aði sig þótt hann héti réttu nafni Shimon, úr landi og var hann þá fluttur til Ísra­els. Þar mætti hann fyrir rétt, vegna gömlu svind­lá­kærunnar en var lát­inn laus gegn trygg­ingu. Nokkru síð­ar, þegar hann átti að mæta fyrir rétt­inn, var hann horf­inn, hafði breytt um nafn og hét nú Simon Levi­ev. Eft­ir­nafnið er hið sama og eins þekktasta og rík­asta dem­anta­sala í Ísr­ael enda átti Simon eftir að láta sum ,,fórn­ar­lömb“ sín vita að hann væri sonur dem­anta­kóngs­ins, ,,ég er prinsinn“. 

Svikahrappurinn þóttist vera demantakóngur.

Ein­hverra hluta vegna liðu fimmtán mán­uðir frá því að Simon mætti ekki fyrir rétt­inn þangað til yfir­völd í Ísr­ael lýstu opin­ber­lega eftir hon­um. Í milli­tíð­inni hafði Simon notið lífs­ins, með aðstoð greiðslu­korta kvenna sem hann kynnt­ist. Norskir og danskir fjöl­miðlar hafa reynt að rekja slóð hans síð­ast­liðin ár, norska dag­blaðið VG (Ver­dens gang) og Politi­ken í Dan­mörku hafa birt löng við­töl við konur sem hafa kom­ist í kynni við Simon. Þær segj­ast reynsl­unni rík­ari en hins­vegar orðið að punga út umtals­verðum fjár­munum vegna þess­ara kynna. Norska dag­blaðið VG birti í febr­úar síð­ast­liðnum langt við­tal við norska konu Cecile Fjell­høy. 

Hún kynnt­ist Simon á Tinder árið 2018 og í við­tal­inu sagði hún farir sínar ekki sléttar vegna sam­bands­ins við hann. Hún hafði heim­ilað honum aðgang að kredit­kort sínu, ,,af því að hann var í vand­ræð­u­m“. Simon kom til Nor­egs til að hitta Cecile en svo fékk hann ,,sím­tal“ þar sem honum var sagt að ein­hverjir menn sætu um hann og honum væri ráð­leg­ast fara strax frá Ósló. Hann dreif sig sam­stundis til Kaup­manna­hafnar til að forð­ast ,,um­sát­urs­menn­ina“ eins og hann komst að orði að sögn Cecile. Síðar komst hún að því að þetta með umsát­urs­menn­ina var hreinn upp­spuni, hann hafði farið til Kaup­manna­hafnar til að hitta aðra konu sem hann var í tygjum við. Þau nutu lífs­ins í borg­inni við sund­ið, allt borgað með kredit­korti hinnar norsku Cecile. Meðal ann­ars hafði Simon keypt vönduð sól­gler­augu í verslun á Strik­inu, þau kost­uðu 43.975.- danskar krón­ur, sam­svarar 874 þús­und íslenskum krón­um. ,,En hann fékk annað par í kaup­bæti“ sagði gler­augna­sal­inn við blaða­mann VG.

Cecile Fjell­høy sagði blaða­manni VG að ,,sam­band“ sitt við Simon hefði staðið í 52 daga og það hefði kostað sig jafn­gildi 22 millj­óna íslenskra króna. 

Eftir að VG birti við­talið við Cecile Fjell­høy hringdi dönsk kona til dag­blaðs­ins Politi­ken og greindi frá sam­bandi sínu við Simon. Fljót­lega eftir að þau kynnt­ust lenti Simon, eins og oft áður, í ,,vand­ræðum með kort­ið“. Sam­band­inu lauk haustið 2015, þá grun­aði dönsku kon­una að eitt­hvað væri gruggugt við þennan mann sem hún hafði fallið fyr­ir. Þetta var um sama leyti og hann var hand­tek­inn í Finn­land­i. 

Hand­tek­inn í Aþenu    

Fyrir viku síðan var Simon hand­tek­inn á flug­vell­inum í Aþenu. Hann var þá á leið frá Grikk­landi en fram­vís­aði fölsku vega­bréfi á flug­vell­in­um. Fyrir það var hann dæmdur í 50 daga fang­elsi en var jafn­framt til­kynnt að hann gæti losnað gegn trygg­ingu. Hvort honum hafi tek­ist að öngla saman fyrir trygg­ing­unni er ekki vitað né hvort fréttir af hand­tök­unni hafi borist til eyrna ísra­el­skra lög­reglu­yf­ir­valda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar