EPA

„Við ætlum að fara með hann aftur heim“

Hópur fólks kom inn á safn í París í sumar, tók forngrip traustataki og var á útleið er öryggisverðir stöðvuðu hann. Fólkið segist ekkert hafa tekið ófrjálsri hendi því ekki sé hægt að stela frá þjófi. Gripurinn eigi ekki heima í Frakklandi.

Þann 12. júní komu fjórir karlar og ein kona inn í safnið Quai Bran­ly-Jacques Chirac í Par­ís. Þaðan tóku þau svo forn­grip sem á rætur að rekja til Afr­íku og höfðu hann með sér á brott. Athæfið tóku þau upp á mynd­band. „Við ætlum að fara með hann heim,“ sögðu þau.



Hóp­ur­inn komst þó ekki langt og var stöðv­aður af örygg­is­vörðum inni í safn­inu. Grip­ur­inn var tek­inn af þeim, öll voru þau hand­tekin og fyrr í vik­unni voru þau dæmd til sekt­ar­greiðslna.



Þau hefðu getað endað í fang­elsi, jafn­vel í ára­tug. En það var áhætta sem þau voru til­búin að taka.



Ástæðan er grip­ur­inn sjálf­ur. Og allir grip­irnir sem geymdir eru og hafðir til sýnis í Quai Bran­ly-safn­inu. Í huga hóps­ins tákna þeir og sýn­ing þeirra á þessum stað í ver­öld­inni kúg­un­ina sem þjóðir Afr­íku og fleiri heims­álfa urðu fyrir á nýlendu­tím­an­um. Kúg­un­ina sem enn við­gengst því þrátt fyrir fögur fyr­ir­heit hefur grip­unum sem Frakkar og aðrar þjóðir tóku með sér frá nýlend­unum enn ekki öllum verið skil­að.



Auglýsing

Grip­ur­inn sem aktí­vist­inn Mwazulu Diya­banza og sam­verka­menn hans tóku er útfar­ar­stöng frá átj­ándu öld, upp­runnin á svæði sem í dag er innan landamæra Tjad. Slíkar stangir, sem eru úr viði og oft útskornar fag­ur­lega, þekkj­ast í menn­ingu margra Afr­íku­þjóða. Hlut­verk þeirra er að hýsa sál hins látna.



Það var því ekki til­viljun að hóp­ur­inn valdi einmitt þennan grip úr safn­inu í aðgerð sem fyrst og fremst var tákn­ræn. Og það var heldur ekki til­viljun að Quai Bran­ly-safnið varð fyrir val­inu. Í því eru geymdir yfir milljón gripir sem margir komust í hendur Frakka á nýlendu­tím­an­um. Opin­bert hlut­verk safns­ins er þó sagt það að sýna menn­ingu og list frum­byggja í Afr­íku, Asíu, Eyja­álfu og Amer­íku.



„Við ætl­uðum aldrei að stela þessum grip en við munum halda áfram þar til bætt hefur verið fyrir órétt­lætið sem fólst í grip­deildum [ný­lendu­þjóða] í Afr­ík­u,“ sagði Kongómað­ur­inn Diya­banza eftir að hann var leystur úr haldi. „Ný­lendu­stefnan rændi Afr­íku sér­stöðu sinni og sjálfs­mynd. Ég mun færa Afr­íku aftur það sem stolið var frá henn­i.“



Diya­banza og hóp­ur­inn sem hann er í for­svari fyrir kallar sig Les Mar­rons Unis Dignes et Coura­geux (Ein­ing, virð­ing og hug­rekki) og hlut­verk hans er að berj­ast fyrir frelsi og umbreyt­ingu í Afr­íku.

Hóp­ur­inn lýsti verkn­aði sínum ekki sé þjófn­aði heldur sögðu hann „virkt lýð­ræði“ til að vekja athygli á því að auður Afr­íku eigi heima þar og sé eign Afr­íku­búa. Hann hefur áður staðið að svip­uðum aðgerð­um, m.a. í Hollandi og Marseille í Suð­ur­-Frakk­landi.



Útfararstangir á Quai Branly-safninu í París.
Af vef Quai Branly-safnsins.

Við rétt­ar­höldin í París í sept­em­ber vakti það athygli að dóm­ar­inn sagði við­stöddum að þeir myndu verða vitni að tveimur rétt­ar­höld­um. Annað væri hið aug­ljósa – að dæma hóp­inn fyrir verkn­að­inn – en hitt fjall­aði um „sögu Evr­ópu, um sögu Frakk­lands og Afr­ík­u.“ Hann sagði nýlendu­stefn­una því einnig fyrir dómi sem og mis­notkun á menn­ing­ar­arf­leifð þjóða.  



Kúgun fyrri alda, sem enn eimir af í kerfum og vit­und sam­fé­laga víða um heim, var í brennid­epli er Diya­banza og hópur hans framdi verkn­að­inn í safn­inu í Par­ís. Aðeins þremur vikum fyrr hafði lög­reglu­maður í Banda­ríkj­unum þrengt svo að hálsi George Floyd að hann lést og fjölda­mót­mæli hófust í land­inu og víðar um heim­inn þar sem þess var kraf­ist að líf svartra yrðu metin til jafns við líf hvítra.





Árið 1444 er talið að fyrsta opin­bera salan á Afr­íku­búum til þrælk­unar hafi farið fram í Lagos í Portú­gal. Portú­galar voru nokkrum árum síðar orðnir umfangs­miklir í við­skiptum með fólk frá Afr­íku sem og Spán­verjar sem fluttu þaðan fólk til nýlenda sinna í Suð­ur­-Am­er­íku þegar í byrjun sext­ándu ald­ar.



Frá því á fyrri hluta sext­ándu aldar og til seinni hluta þeirrar nítj­ándu er talið að í það minnsta 12,5 millj­ónir manna hafi verið fluttar nauð­ugar frá Afr­íku til Evr­ópu og Suð­ur- og Norð­ur­-Am­er­íku. Til að setja þessa miklu nauð­ung­ar­flutn­inga í sam­hengi er talið að tæp­lega fjórir af hverjum fimm sem höfðu verið fluttir yfir Atl­ants­hafið til Amer­íku um árið 1820 hafi verið Afr­íku­menn. Þræla­versl­unin grimmi­lega byggði á því að fá ódýrt (ókeypis) vinnu­afl til að byggja upp sam­fé­lag manna í hinum svo­kall­aða nýja heimi. Fjöl­skyldum var splundrað til að veikja sam­stöðu. Þess var gætt að fólk af sama þjóð­erni væri aðskilið – einnig til að veikja sam­stöð­una.



Auglýsing

Þræla­hald­arar í Suð­ur- og Norð­ur­-Am­er­íku, m.a. á eyjum Karí­ba­hafs­ins, eign­uðu sér margir hverjir yfir 150 manns hver. Dæmi eru um að þús­und Afr­íku­búar hafi verið í haldi sumra plantekru­eig­enda.



Danir voru fyrstir af Evr­ópu­þjóðum til að banna verslun með fólk frá Afr­íku til nýlenda sinna í Vest­ur­-Ind­í­um. Bannið tók gildi árið 1803, meira en ára­tug eftir að ákvörð­unin var tek­in. Bretar fylgdu í kjöl­farið nokkrum árum síð­ar, þó með ákveðnum fyr­ir­vörum, líkt og Dan­ir. Þá var komið að Spán­verj­um, Svíum og Hol­lend­ingum sem fet­uðu sömu slóðir um svipað leyti. Frakkar voru seinni til. Þó að þeir hefðu ákveðið að banna við­skipti með fólk frá Afr­íku árið 1917 tók bannið ekki gildi fyrr en 1826. Tæpum ára­tug síðar gengu Bretar lengra í við­skipta­banni sínu en þeir höfðu gert mörgum árum fyrr og sam­þykktu að stöðva þræla­hald almennt en þó í skref­um. Plantekru­eig­endur í Vest­ur­-Ind­íum fengu greiddar bætur vegna þess tjóns sem þeir urðu fyrir með laga­setn­ing­unni.



Því allt snérist þetta um pen­inga. Að hafa ódýrt eða ókeypis vinnu­afl til að efn­ast. Og þegar þræla­salan var orðin ólög­leg voru Evr­ópu­búar ekki til­búnir að sleppa tak­inu á Afr­íku, álf­unni við mið­baug þar sem líf­ríkið er eitt það fjöl­skrúð­ug­asta á jörðu og hægt er að rækta nán­ast allt það sem hug­ur­inn girn­ist. Það var þó fleira en ban­anar og ananas sem Evr­ópu­þjóð­irn­ar, sem þá höfðu skipt Afr­íku bróð­ur­lega á milli sín, girnt­ust. Góð­málmar og aðrar nyt­sam­legar ger­semar lágu í jörðu engum til gagns.

Heims­álfa gleypt á nokkrum ára­tugum



Vald­hafar í Evr­ópu höfðu komið sér nokkuð vel fyrir í Afr­íku þegar þræla­salan var hvað umfangs­mest og árið 1870 höfðu þeir yfir um 10 pró­sent álf­unnar að ráða – aðal­lega við strönd­ina. Það var hent­ugt til að geta flutt timbur og gúmmí, svo dæmi séu tek­in, innan úr álf­unni og með ám til versl­un­ar­mið­stöðva sinna.



Til að kom­ast hjá átökum (sín á milli) höfðu þeir um þetta leyti sam­mælst um að samnýta mörg stór­fljótin sem flutn­ings­leiðir fyrir góss sitt. Hinn form­legi nýlendu tími var haf­inn og árið 1914 réðu Evr­ópu­þjóðir yfir um 90 pró­sentum Afr­íku allr­ar.



Eftir tvær heims­styrj­ald­ir, sem íbúar nýlend­anna voru látnir taka þátt í, fóru Evr­ópu­menn að slaka á klónni í Afr­íku og næstu ár og ára­tugi fékk hvert landið á fætur öðru sjálf­stæði. Landa­mærin höfðu í mörgum til­fellum verið dregin upp af nýlendu­herr­unum en fólkið sem innan þeirra bjó var skil­greint sem þjóð og átti að taka við stjórn­ar­taumunum og byggja upp sitt sam­fé­lag. Það var mis­jafnt hvernig nýlendu­herr­arnir skyldu við. Óhætt er að segja að þó Evr­ópu­búar hafi litið á Afr­íku­þjóð­irnar sem þær ein­ingar sem landa­kortið sýndi var raunin allt önn­ur. Upp­hófst ólgu­tíma­bil í álf­unni sem víða sér ekki fyrir end­ann á.



Nú, á 21. öld­inni, er upp­gjör arð­ráns­ins í Afr­íku – rótin að mis­skipt­ing­unni – enn óupp­gert. Það sýnir sig ber­sýni­lega í þeirri mót­mæla­öldu sem sprottið hefur upp í Banda­ríkj­unum og víð­ar.



Mwazulu Diyabanza með útfararstyttu sem hann tók úr sýningarrými á safni í Hollandi nýverið.

Mwazulu Diya­banza, for­svars­maður hóps­ins sem greip útfar­ar­stöng­ina í Quai Bran­ly-safn­inu, kærði franska ríkið í sumar fyrir þjófnað og fyrir að hafa tekið við þýfi. Um stór­felldan þjófnað á löngu tíma­bili – nýlendu­tím­anum –  er að ræða, segir Diya­banza. „Það sem drífur okkur áfram er okkar lög­mæti réttur til að hafa aðgang að menn­ingu okkar og end­ur­heimta sögu okk­ar,“ hefur Diya­banza sagt.



Umræðan um að Evr­ópu­ríki skili menn­ing­ar­verð­mætum sem þau komust yfir á nýlendu­tím­anum er ekki ný af nál­inni, langt frá því. Mörg söfn hafa sætt harðri gagn­rýni fyrir að slá eign sinni á gripi frá öðrum löndum og hafa þá til sýn­is. Skiptar skoð­anir eru meðal safn­stjóra og stjórn­mála­manna í Evr­ópu á því hvort og þá hvenær eigi að skila ákveðnum grip­um. Og kannski ekki síst hver eigi þá að taka við þeim.

Engu enn verið skilað



Emmanuel Macron, for­seti Frakk­lands, skip­aði nefnd árið 2017 til að rann­saka hvort og þá hvaða munum sem eru í vörslu franskra stofn­ana ætti að skila til fyrrum nýlendu­ríkja. Í nefnd­inni sátu Felwine Sarr, hag­fræð­ingur frá Senegal,  og franski sagn­fræð­ing­ur­inn Béné­d­icte Savoy. Skýrsla þeirra var gefin út árið 2018 og var nið­ur­staða hennar sú að frönsk söfn ættu að skila um 90 þús­und gripum til ríkja í Afr­íku ef þau myndu sækj­ast eftir því. Macron ákvað þegar í stað að hefj­ast handa og fyrsta verk­efnið var að koma 26 gripum sem stolið hafði verið frá Benín á nítj­ándu öld er Frakkar rændu þar völdum af hörku.



Grip­irnir voru geymdir í Quai Bran­ly-safn­inu. Og þar eru þeir enn. Engum gripum sem til­teknir voru í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar hefur enn verið skil­að.



Savoy segir í við­tali við Time að hann telji að hin lága upp­hæð sekt­ar­innar sem hóp­ur­inn sem fjar­lægði útfar­ar­stöng­ina í Quai Bran­ly-safn­inu í sumar fékk, hafi verið tákn­ræn og til marks um að dóm­ur­inn hafi áttað sig á póli­tísku vægi gjörn­ings­ins.  



Auglýsing

Svipað andóf hefur verið að eiga sér stað víðar í Evr­ópu síð­ustu mán­uði. Breska lista­safnið ákvað í byrjun árs að fjar­lægja nokkra muni sem upp­runnir eru í Afr­íku og voru til sýnis eftir að gestur helti sér yfir starfs­menn safns­ins. Um verð­mæta forn­muni frá Benín er að ræða sem taldir eru vera allt frá tólftu öld.



Frönsk stjórn­völd hafa gripið til þess að vakta styttur í land­inu en á síð­ustu árum hefur verið reynt að steypa þeim sem og öðrum er tengj­ast nýlendu­tím­anum af stalli bæði í Evr­ópu og í Banda­ríkj­un­um. „Franska lýð­veldið mun ekki þurrka út slóð eða nöfn úr sög­unn­i,“ sagði Macron í sum­ar. „Engar styttur verða teknar nið­ur.“



Emmanuel Kasar­hér­ou, sem tók við stjórn Quai Bran­ly-safns­ins nýver­ið, sagði í við­tali við New York Times í sumar að hann væri ekki hlynntur því að senda gripi „út í heim þar sem  þeir verða látnir rotna“.



Mwazulu Diya­banza segir gjörn­ing­inn á safn­inu í sumar ekki hafa verið ólög­leg­an. „Þú spyrð ekki þjóf um leyfi áður en þú tekur til baka það sem hann stal.“



Hann og hóp­ur­inn sem hann er for­svari fyrir muni halda áfram að berj­ast fyrir rétt­læti, end­ur­heimt menn­ing­ar­verð­mæta og sjálfs­mynd þjóða Afr­íku.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar