EPA

Þegar súrefnið þrýtur

Það er búið að taka fleiri fjöldagrafir. Yngra fólk er að sýkjast alvarlegar núna en í fyrstu bylgjunni. Fyrstu bylgjunni sem var svo skæð að vísindamenn sögðu að hjarðónæmi hefði myndast í borginni. Það var rangt.

Í haust voru birtar nið­ur­stöður mótefna­rann­sóknar í borg­inni Manaus á Amazon-­svæð­inu í Bras­ilíu sem vöktu mikla athygli. Sam­kvæmt þeim höfðu um 76 pró­sent íbú­anna lík­lega sýkst af kór­ónu­veirunni og hjarð­ó­næmi því náð. Nið­ur­staðan var síðar birt í vís­inda­tíma­rit­inu Sci­ence. Fólkið í Manaus og nágrenni varp­aði önd­inni létt­ar. Far­ald­ur­inn hafði verið sér­lega skæður fyrstu mán­uði árs­ins og í apríl þurfti að grafa fjölda­grafir – þær fyrstu vegna far­ald­urs­ins í Bras­il­íu. 

Frétta­skeyti báru með sér hversu hrika­legt ástandið var: Lík lágu á götum úti, því yfir­völd höfðu ekki við að sækja lík þeirra sem lét­ust á heim­ilum sín­um. Þeim var svo safnað sam­an, sett í kistur úr pappa, og raðað hlið við hlið í fjölda­gröf­um. Þetta var svaka­legt. En þetta gekk nokkuð hratt yfir. Í júní var dán­ar­tíðnin á svæð­inu komin í það horf sem hún var fyrir tíð kór­ónu­veirunn­ar.



Auglýsing

Hjarð­ó­næmi „lék stóran þátt“ í að far­ald­ur­inn gekk nið­ur, sagði í rann­sókn­inni sem bar tit­il­inn: Hjarð­ó­næmi gegn COVID-19 á Amazon-­svæði Bras­il­íu. Ester Sabino, vís­inda­maður við Háskól­ann í São Paulo, segir að tit­ill­inn hafi verið mis­tök. „Við áttum ekki von á annarri bylgju,“ segir hún.



Önnur bylgj­an, sem hófst í des­em­ber og stendur enn, er enn skæð­ari en sú fyrsta. Van­búin sjúkra­húsin í Amazon eru yfir­full og þar er súr­efni sum­staðar á þrot­um. Fólk stendur í bið­röðum á bens­ín­stöðvum til að kaupa súr­efni handa hel­sjúkum ást­vinum sín­um. Manaus er afskekkt og þar sem önnur bylgjan kom aftan að fólki barst neyð­aróp til stjórn­valda lands­ins of seint. Sjúk­lingar voru þegar kafn­aðir vegna skorts á súr­efni.



Heilbrigisstarfsmaður tekur COVID-próf af manneskju sem lést í heimahúsi í Manaus.
EPA

Fregnir af hjarð­ó­næmi voru því annað hvort veru­lega ýktar eða að slíkt ónæmi margra hafði ein­fald­lega enga þýð­ingu. Ný og skæð­ari afbrigði veirunnar voru komin á kreik og vel kann að vera að það ónæmi sem fólk mynd­aði í fyrstu bylgj­unni dugi ein­fald­lega ekki gegn þeim.  



Við þurfum hjálp

Þegar heil­brigð­is­kerfið í Manaus hrundi vegna álags á fyrstu mán­uðum síð­asta árs og fjölda­grafir voru grafnar sendi borg­ar­stjór­inn út neyð­ar­kall til leið­toga þjóða heims­ins. „Við erum að gera okkur besta en ég segir ykkur satt, það dugar ekki gegn þess­ari óværu,“ sagði Arthur Virgílio Neto í mynd­bandi sem hann sendi frá sér í maí. „Við getum ekki þag­að. Við þurfum alla þá hjálp sem við getum feng­ið.“



Rúm­lega tvær millj­ónir manna búa í Manaus sem oft er kölluð „gáttin að regn­skóg­un­um“. Hún er höf­uð­borg Amazon-­svæðis Bras­ilíu og þjón­ustu­mið­stöð margra smá­þorpa við og inni í regn­skóg­in­um. „Í þetta skiptið er ástandið jafn­vel verra,“ segir Virgílio nú, níu mán­uðum síð­ar­.  



Um 200 manns deyja vegna COVID-19 í borginni á hverjum degi.
EPA

Undir það taka heil­brigð­is­starfs­menn sem hafa þurft að horfa upp á sjúk­linga kafna í sjúkra­rúmum sín­um, ef þeir hafa þá kom­ist svo langt, þar sem súr­efni til að létta þeim öndun er ekki til að dreifa. Og aftur er farið að taka fjölda­graf­ir. Um 180-200 lét­ust dag­lega í borg­inni á tíma­bili í jan­ú­ar, meira en sex sinnum fleiri en í venju­legu árferði.



Ein­hver hjálp hefur borist og súr­efni verið flogið til borg­ar­innar en aðstoð hefur einnig borist úr óvæntri átt: Frá nágranna­rík­inu Venes­ú­ela. Þaðan komu í síð­ustu viku flutn­inga­bílar með súr­efn­iskúta. Þeir höfðu skrölt í gegnum tor­færa vegi regn­skóg­anna í að minnsta kosti fjóra daga áður en til Manaus var kom­ið. Gjöfin er hápóli­tísk. For­seti Venes­ú­ela, Nicolas Maduro, hefur fengið lof fyrir fram­takið og það sagt nið­ur­lægj­andi fyrir erkió­vin hans, Jair Bol­son­aro, for­seta Bras­il­íu. Þeir eru á sitt­hvorum enda hins póli­tíska lit­rófs en er báðum kennt um þá neyð og mis­skipt­ingu sem ríkir í löndum þeirra.



Auglýsing

Mann­úð­ar­sam­tökin Læknar án landamæra hafa sent teymi heil­brigð­is­starfs­fólks til afskekkt­ustu svæða Amazon. Þau segja að læknar þeirra hafi ekki getað sent sjúk­linga úr þorp­unum til borg­ar­innar Manaus þar sem sjúkra­húsin þar séu yfir­full. Ótíma­bær dauðs­föll hafa orðið í þorp­unum af þessum sök­um.



Á afskekktum búsvæðum var fyrstu vik­urnar í jan­úar ekk­ert súr­efni að hafa en ein­hverjar birgðir hafa síðan verið fluttar þangað með þyrl­um. Fyrir marga hefur súr­efnið komið of seint. Læknar án landamæra sem og önnur hjálp­ar­sam­tök segja að í það minnsta þrjá­tíu COVID-­sjúk­lingar hafi dáið á innan við viku vegna skorts á súr­efni. Margir þeirra voru innan við fimm­tugt. Sam­tökin ætla að höfða mál gegn stjórn­völdum vegna van­rækslu.



Spreng­ing



Upp­sveiflu far­ald­urs­ins í Amazon-­ríki Bras­ilíu hefur verið líkt við spreng­ingu. Og hún hefur valdið bæði óvissu og miklum áhyggjum ann­ars staðar í heim­in­um. Allir vita hversu slæm fyrsta bylgjan var í Manaus og margir vissu að þar átti að hafa náðst hið umtal­aða hjarð­ó­næmi. Fólk spyr: Hvernig gat þetta þá gerst aft­ur?



Ein skýr­ingin gæti falist í nýju afbrigði kór­ónu­veirunn­ar. Ýmis­legt styður þá kenn­ingu.



Þegar önnur bylgjan hóf að rísa hratt í des­em­ber og lama heil­brigð­is­kerfið á stuttum tíma, var fólk sem kom á sjúkra­húsin veik­ara en í þeirri fyrstu. Það hefur ýtt undir kenn­ingar um að nýtt afbrigði eigi þar sök og að flestir séu að smit­ast af því nú. Talið er að það sé meira smit­andi en flest önnur en sumir ótt­ast einnig að það sé hættu­legra. Það er t.d. skoðun Noaldo Lucena, sér­fræð­ings í smit­sjúk­dóm­um, á stofnun hita­belt­is­sjúk­dóma í Manaus. „Þetta er ekki til­finn­ing mín. Þetta er stað­reynd,“ sagði hann nýverið í við­tali við Was­hington Post.



Fólk bíður í röð eftir að fá súrefni á kúta. Margir þurfa sjálfir að verða sér úti um súrefni fyrir veika ættingja sína.
EPA

Aðrir hafa bent á að vegna ótíma­bærra frétta um að hjarð­ó­næmi hefði náðst hefði fólk upp­lifað falskt öryggi og haldið sín jól og komið saman í des­em­ber án þess að gæta að sótt­vörn­um.



Vís­inda­menn frá Bret­landi og Bras­ilíu lögðu saman krafta sína og rýndu í stöð­una og rit­uðu grein í lækna­tíma­ritið Lancet í síð­ustu viku. Í henni draga þeir fram fjóra þætti sem mögu­lega gætu útskýrt spreng­ing­una í far­aldr­inum í Manaus á síð­ustu vik­um.



Sá mögu­leiki er að þeirra mati fyrir hendi að þeir sem gerðu rann­sókn­ina í sum­ar, og komust að þeirri nið­ur­stöðu að um 76 pró­sent íbúa borg­ar­innar hefðu þegar sýkst, hefðu hrein­lega ofmetið sýk­ing­ar­hlut­fallið út frá þeim tak­mörk­uðu gögnum sem þeir öfl­uðu. Þannig er vel mögu­legt að hjarð­ó­næmi hafi alls ekki verið náð.

Er mótefnið að dofna?



Annar mögu­leiki er að mótefni þeirra sem sýkt­ust í fyrstu bylgj­unni hafi dofnað mikið og ekki lengur veitt þeim vörn við end­ur­sýk­ingu. Þetta telja vís­inda­menn­irnir þó ekki að fullu geta skýrt þá hröðu og miklu upp­sveiflu sem varð í far­aldr­in­um.



Tveir aðrir mögu­leikar sem vís­inda­menn­irnir til­taka tengjast, þ.e. að ónæmi af fyrri afbrigðum gagn­ist ekki gegn nýju afbrigði veirunnar og að fólk sé því að sýkj­ast aft­ur. Í fjórða lagi segja þeir mögu­legt að önnur bylgjan skýrist af því hversu mjög svo smit­andi hið nýja afbrigði sé, mun meira en það eða þau sem ollu fyrstu bylgj­unni í Amazon.  



Hið nýja brasil­íska afbrigði hefur ekki verið rann­sakað eins mikið og það breska og suð­ur­a­fríska en öll þrjú afbrigðin eru þó talin hafa svip­aða eig­in­leika, þ.e. að vera meira smit­andi en önn­ur. Ný rann­sókn sýnir að yfir 85 pró­sent fólks sem sýkst hefur í Manaus í jan­úar hafði smit­ast af hinu nýja afbrigði.



Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, var lengi á þeirri skoðun að engra aðgerða væri þörf gegn COVID-19.
EPA

Bol­son­aro, sem sjálfur hefur fengið COVID-19, hefur brugð­ist þjóð sinni ítrekað í far­aldr­in­um. Hann var seinn til aðgerða til að hefta útbreiðslu en hafði – og hefur víst enn – ofur trú á gagn­semi malar­íu­lyfs­ins hydroxychloroquine til að vinna gegn sýk­ing­unni.



Brasil­íski flug­her­inn seg­ist hafa farið í 45 flug­ferðir til Amazon-­svæð­is­ins í jan­úar með súr­efni, aðal­lega til Manaus. Sigla átti svo með súr­efnið til enn afskekkt­ari bæja og þorpa inni í skóg­in­um. Sú aðstoð virð­ist annað hvort hafa komið of seint eða ekki dugað til ef marka má frá­sagnir heil­brigð­is­starfs­fólks og aðstand­enda sjúkra og lát­inna.

Met í dauðs­föllum



Hvergi í heim­in­um, að Banda­ríkj­unum und­an­skild­um, hefur far­ald­ur­inn fellt jafn marga og í Bras­ilíu eða yfir 215 þús­und manns.



Lækn­arnir í Manaus eru búnir að fá nóg af afsök­unum hans. „Þetta er alltaf ein­hverjum öðrum að kenna,“ segir Marcus Vinícius Lacer­da, sér­fræð­ingur á stofnun hita­belt­is­sjúk­dóma í borg­inni. „Fyrst var þetta borg­ar­stjór­anum að kenna. Eða þetta var rík­is­stjór­anum að kenna. Það var þeim að kenna því þeir not­uðu ekki chloroquine. For­set­inn hefur alltaf góðar skýr­ingar á því hvers vegna fólk er að deyja.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar