Flóttamenn frá og í Ungverjalandi

flottamenn.jpg
Auglýsing

Flótta­menn í Evr­ópu hafa verið mikið í sviðs­ljós­inu und­an­farin miss­eri. Fyrir utan erf­iða sigl­ingu yfir Mið­jarð­ar­hafið hefur Ung­verja­land reynst þeim hvað erf­ið­ast yfir­ferð­ar. Bæði lög­reglu og hernum hefur verið beitt gegn flótta­fólki þar. Við­brögð Ung­verja við flótta­manna­straumnum koma á óvart miðað við sögu þjóð­ar­innar og hvernig heim­ur­inn brást við þegar þeir þurftu á hjálp að halda.

Upp­reisn og inn­rás haustið 1956



Há­skóla­stúd­entar tóku sig saman og mar­ser­uðu að þing­hús­inu í Búda­pest þann 23. októ­ber árið 1956. Þeir kröfð­ust opn­ara sam­fé­lags, betri kjara, sjálf­stæðrar utan­rík­is­stefnu og frjálsra kosn­inga. Mót­mælin voru frið­sam­leg en undu upp á sig og urðu mjög fjöl­menn. Rík­is­stjórnin brást við þessu með því að siga örygg­is­lög­regl­unni ÁVH á mót­mæl­end­urna með skot­hríð. Þetta kveikti í reiðum fjöld­anum og í kjöl­farið hófst eig­in­leg upp­reisn í land­inu. Á örfáum dögum var komm­ún­ista­stjórn­inni steypt og ný bylt­ing­ar­stjórn mynd­uð. Imre Nagy, sem áður hafði setið í stjórn Ung­verja­lands en hafði verið bolað burt, var feng­inn til að leiða hina nýju stjórn upp­reisn­ar­mann­ana og semja við Sov­ét­menn. Sov­ét­menn brugð­ust þó við með all­herj­ar­inn­rás þann 4. nóv­em­ber. Ung­verjar tóku til varna en það tók aðeins tæpa viku að kveða niður upp­reisn­ina. Um 2.500 Ung­verjar og um 700 sov­éskir her­menn féllu í bar­dög­un­um. Í kjöl­farið fylgdu fjölda­hand­tökur og yfir­heyrsl­ur, þús­undir fengu harða fang­els­is­dóma og margir af þeim voru sendir í hinar alræmdu fanga­búðir í Síber­íu. Auk þess voru hund­ruðir manna teknir af lífi. Þar á meðal Imre Nagy. Hann var dæmdur fyrir land­ráð og hengdur árið 1958.

UNHCR



Flótta­manna­hjálp Sam­ein­uðu Þjóð­anna (UNHCR) var stofnuð árið 1950 af feng­inni reynslu eftir seinni heims­styrj­öld­ina. Millj­ónir manna í Evr­ópu og Asíu lentu á ver­gangi og það tók mörg ár að leysa úr því. Flótta­manna­hjálpin hafði það hlut­verk að verja rétt­indi flótta­manna, sjá um aðbúnað þeirra, vernda þá, hjálpa þeim að finna hæli í öðrum löndum og sam­ræma aðgerðir ríkja. Fyrsta verk­efni Flótta­manna­hjálp­ar­innar var Ung­verja­land. Í kjöl­far inn­rásar Sov­ét­manna flúðu um 200.000 Ung­verjar úr landi, lang­flestir vestur til Aust­ur­ríkis en ein­hverjir suður til Júgóslavíu. Í Aust­ur­ríki var komið á fót tveimur stórum flótta­manna­búðum í Graz og Traiskirchen skammt frá landa­mær­unum og einnig nokkrum minni. Yfir­gefnar her­búðir her­náms­sveita banda­manna úr heim­styrj­öld­inni voru not­að­ar. Aðgerðin tókst með ólík­indum vel og mark­aði þá stefnu og vinnu­reglur sem seinna var miðað við. Aust­ur­rík­is­menn báru hit­ann og þung­ann af aðgerð­unum í upp­hafi en fljótlega kom mikið af starfs­fólki víða að til að aðstoða. Aðgerðin gekk hratt og vel fyrir sig og í árs­lok 1956 var helm­ingur flótta­mann­ana kom­inn úr landi. Banda­ríkja­menn og Kanada­menn tóku við flest­um, sam­an­lagt nærri 70.000 manns. Hinir fóru að mestu leyti til ann­arra Evr­ópu­landa, Ástr­alíu eða til lat­nesku Amer­íku.



 

Ísland tekur þátt

Hvata­maður að komu ung­verskra flótta­manna til Íslands var Gunn­laugur Þórð­ar­son, stjórn­ar­maður í Rauða Kross­in­um. Hann fór á fund Her­manns Jón­as­sonar for­sæt­is­ráð­herra og fékk leyfi til að flytja inn á bil­inu 50 til 60 flótta­menn með milli­göngu Rauða Kross­ins. Áhersla var lögð á það að fá mun­að­ar­laus börn til lands­ins og yfir hund­rað fjöl­skyldur buð­ust til að taka við þeim í fóst­ur. Gunn­laugur flaug út til Aust­ur­ríkis en þá kom í ljós að ekki var hægt að fá ein­ungis börn. Belgar og Portú­galir höfðu þegar boð­ist til að taka við mun­að­ar­lausum börn­um. Gunn­laugur tók við umsóknum í búð­unum og flaug til baka á aðfanga­dag 1956 með 52 flótta­menn á öllum aldri. Þeir voru fædd­ir, klæddir og sendir í lækn­is­skoðun áður en þeim var komið fyrir í Hlé­garði í Mos­fells­sveit í sótt­kví. Þar héldu þeir saman jól og fengu stuðn­ing frá mörgum fyr­ir­tækjum og stofn­un­um. Fólkið sem hingað kom var margt mjög illa hald­ið. Ein kona þurfti að skilja barnið sitt eftir í Ung­verja­landi og sakn­aði þess mjög, hún vissi ekk­ert hvort maður hennar væri á lífi eða ekki. Einn maður hafði misst hönd og rétt sloppið undan sov­éskum her­mönn­um. Lýs­ingar fólks­ins af aðförum rauða hers­ins voru skelfi­leg­ar.  Í Morg­un­blað­inu frá 29. des­em­ber 1956 seg­ir: “Og svo er okkur sagt að þetta fólk hafi flúið af “æv­in­týra­þrá”!”. Fólk­inu var komið fyrir víðs vegar um land. Meiri­hlut­inn sett­ist að í Reykja­vík og nágrenni. Sex fóru til Vest­manna­eyja, tveir til Akra­ness og fjórir að Geld­inga­læk í Rang­ár­valla­sýslu. Um helm­ingur flótta­mann­anna ákvað að sækja um íslenskan rík­is­borg­ara­rétt og fengu hann nokkrum árum seinna. Hinir fóru annað hvort aftur til Ung­verja­lands eða til ann­arra landa.

Auglýsing

Viktor Orbán

Nú í einum mesta flótta­manna­vanda seinni tíma er það einmitt Ung­verji sem heims­at­hyglin berst að. Viktor Orbán hefur verið for­sæt­is­ráð­herra síðan 2010 og situr í umboði hægri­flokks­ins Fidesz. Orbán komst á kortið í ung­verskum stjórn­málum árið 1989 með ræðu sem hann hélt á minn­ing­ar­at­höfn um Imre Nagy og upp­reisn­ina 1956. Þar berg­mál­aði hann boð­skap upp­reisn­ar­innar um frjálsar kosn­ingar og sjálf­stæða utan­rík­is­stefnu. Orbán hefur barist hart gegn straumi flótta­manna sem fæstir eru þó að leit­ast eftir að setj­ast að í Ung­verja­landi. Hann segir flótta­menn ekki eig­in­leg fórn­ar­lömb heldur að þeir séu fólk í gróða­von, lög­brjóta og hugs­an­lega hryðju­verka­menn. Hann lét reisa skilti víðs vegar um landið þar sem stendur “Ef þú kemur til Ung­verja­lands, ekki taka störf af Ung­verjum”. En skiltin eru öll á ung­versku sem eng­inn flótta­maður skil­ur. Skila­boðin eru því ekki til flótta­mann­ana sjálfra heldur til eigin þegna. Stans­laust er alið á ótta í garð erlendra afla. Orbán kennir Evr­ópu­sam­band­inu og þá sér­stak­lega Þjóð­verjum um fólks­straum­inn. Ung­verjar berj­ast hart gegn flótta­manna­kvóta Evr­ópu­sam­bands­ins og nokkrar aðrar þjóðir í Aust­ur-­Evr­ópu hafa fylgt þeim. Slóvakar segj­ast t.a.m. ein­ungis vilja taka við um 200 og gera það skil­yrði að allir séu kristn­ir. Orbán er því orð­inn óop­in­ber leið­togi þeirra sem berj­ast gegn flótta­mönnum í Evr­ópu. En af hverju gerir hann þetta? Ein­ungis brota­brot af flótta­mönn­unum sem koma til Ung­verja­lands vilja setj­ast þar að. Skýr­ing­una er senni­lega að finna í inn­an­rík­is­málum Ung­verja­lands. Stjórn Orbáns hefur verið sökuð um póli­tíska spill­ingu og öfga­hægri flokk­ur­inn Jobbik hefur sótt í sig veðrið að und­an­förnu. Orbán grípur því til hins gam­al­gróna póli­tíska vopns sem er þjóð­ern­is­hyggja. Hann býr til erlendan óvin, dreifir athygl­inni frá eigin vand­ræðum og tekur vind­inn úr segl­unum hjá póli­tískum keppi­nautum sín­um.

Ein eldri ung­versk kona lýsir ástand­inu best: “Það er skömm að þessu……einu sinni vorum við flótta­menn­irnir

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None