Flutningabíll æki að meðaltali á sex mínútna fresti í gegnum þéttbýlisstaði á Suðurlandi

Skipulagsstofnun áréttar, í áliti sínu vegna matsáætlunar um fyrirhugaða vikurnámu við Hafursey á Mýrdalssandi, að umhverfismatsskýrsla þurfi að fjalla um áhrif afar umfangsmikilla flutninga með vikurinn til Þorlákshafnar.

Miklir þungaflutningar um Suðurlandið fylgja vikurnáminu sem fyrirhugað er við Hafursey. Mynd af þjóðvegi 1 í Rangárvallasýslu.
Miklir þungaflutningar um Suðurlandið fylgja vikurnáminu sem fyrirhugað er við Hafursey. Mynd af þjóðvegi 1 í Rangárvallasýslu.
Auglýsing

Skipu­lags­stofnun segir að í umhverf­is­mats­skýrslu sem verið er að vinna vegna fyr­ir­hug­aðrar vik­ur­vinnslu þýska fyr­ir­tæk­is­ins STEAG Power Miner­als (SPM) við Haf­ursey á Mýr­dals­sandi þurfi að gera ítar­lega grein fyrir fyr­ir­komu­lagi á þeim umfangs­miklu flutn­ingum sem fyr­ir­hug­aðir eru frá námunni og til lag­er­svæð­is, sem ráð­gert er að verði við Þor­láks­höfn.

Í áliti sínu um til­lögu að mats­á­ætlun fyr­ir­tæk­is­ins, sem Kjarn­inn fjall­aði um í sept­em­ber, segir Skipu­lags­stofnun að gera þurfi grein fyrir stærð og þyngd flutn­inga­bíla og fjölda, tíðni og tíma­setn­ingu ferða, ásamt akst­ursleið­um. Þá segir að meta þurfi áhrif flutn­ing­anna á umferð­ar­mann­virki, umferð og umferð­ar­ör­yggi og gera grein fyrir því hvar flutn­ing­arnir kalli á breyt­ingar á umferð­ar­mann­virkjum og mót­væg­is­að­gerð­ir, ef það eigi við.

Mikið umfang til langrar fram­tíðar

Að um umfangs­mikla flutn­inga sé að ræða er heldur betur ekki ofsagt, en áætl­anir gera ráð fyrir því að þegar vinnslan verði komin á full afköst verði farnar 120 ferðir með Kötlu­vik­ur­inn um það bil 180 kíló­metra leið frá Mýr­dals­sandi til Þor­láks­hafn­ar, 249 daga árs­ins. Árleg efn­istaka er áætluð 1,43 millj­ónir rúmmetr­ar­.

Þetta magn þýðir að ef ekið væri lát­laust með vik­ur­inn til Þor­láks­hafnar og með tóma bíla til baka allan sól­ar­hring­inn færi vöru­bíll í aðra hvora átt­ina á 6 mín­útna fresti að með­al­tali þá daga sem flutn­ingar færu fram. Gert er ráð fyrir því að nægt efni sé á staðnum til að halda vik­ur­nám­inu gang­andi á þessum hraða í rúma öld.

Eins og vega­kerfið á Suð­ur­landi er í dag liggur bein­ast við að þessir flutn­ingar fari í gegnum fjóra þétt­býl­is­staði á leið­inni frá Mýr­dals­sandi vestur í Þor­láks­höfn; Vík í Mýr­dal, Hvols­völl, Hellu og Sel­foss, en með til­komu nýrrar brúar sem til stendur að byggja yfir Ölf­usá yrði þó mögu­legt að sneiða hjá Sel­fossi og aka með hlössin um Ölf­usið á leið til Þor­láks­hafn­ar.

„Get­urðu sýnt okkur mynd af svona bíl?“

Vöru­bíl­arnir sem SPM sér fyrir sér að not­aðir verði til verks­ins eru af stærri gerð­inni, en þeir eiga að geta borið heila 48 rúmmetra af efni, sam­kvæmt til­lögu að mats­á­ætl­un. Starfs­maður hjá Skipu­lags­stofnun virt­ist undr­ast þá tölu og sendi verk­fræð­ingi hjá Eflu, sem kom að gerð til­lög­unnar fyrir hönd fram­kvæmda­að­ila, tölvu­póst með beiðni um frek­ari útskýr­ing­ar.

Auglýsing

„Er þetta rétt tala? Get­urðu sýnt okkur mynd af svona bíl?“ sagði í tölvu­póst­inum frá sér­fræð­ingi Skipu­lags­stofn­un­ar, sem sendur var þann 20. sept­em­ber.

Í svar­inu frá starfs­manni Eflu, sem barst sam­dæg­urs, sagði að ekki það væri ekki búið að taka ákvörðun um hvaða fram­leið­andi eða útfærsla nákvæm­lega yrði fyrir val­inu, en að lík­lega yrði not­ast við flutn­inga­bíla með tengi­vagni.

Hér er dæmi um flutningabíl sem getur borið 48 rúmmetra af efni.

Verk­fræð­ing­ur­inn lét síðan fylgja með tengla á nokkrar myndir af bílum af þess­ari stærð­argráðu af erlendum vef­síðum og einnig skýr­ing­ar­myndir úr við­auka við reglu­gerð um stærð og þyngd öku­tækja, til þess að sýna fram á að „slík öku­tæki eru leyfð á vegum lands­ins“.

Umhverf­is­matið þurfi að taka til flutn­ing­anna líka

Skipu­lags­stofnun hnykkir á því í áliti sínu að umhverf­is­mat fram­kvæmd­ar­innar þurfi ekki ein­ungis að taka til efn­is­vinnsl­unnar sjálfrar á Mýr­dals­sandi, heldur líka flutn­ing­anna á efn­inu til lag­er­svæð­is­ins, sem reiknað er með að verði lík­lega um 2,5 kíló­metrum vestan við Þor­láks­höfn, og þaðan til hafn­ar.

Áætlað er að efnislager vegna vinnslunnar verði vestan við Þorlákshöfn.

Umhverf­is­á­hrif sjálfra flutn­ing­anna voru gerð að umtals­efni í nokkrum umsögnum sem bár­ust til Skipu­lags­stofn­unar um mál­ið. Í umsögn Heil­brigð­is­eft­ir­lits Suð­ur­lands sagði auk ann­ars að flutn­ing­arnir kæmu til með að valda ónæði fyrir íbúa þétt­býl­is­stað­anna þar sem umferðin færi um og auka hættu á meng­un­ar­slysum, þar sem um þunga­flutn­inga væri að ræða á far­ar­tækjum sem ganga fyrir jarð­efna­elds­neyti.

Upp­skipun frá Mýr­dals­sandi ófýsi­leg og Land­eyjar bara fyrir Vest­manna­eyja­ferju

Í sumum athuga­semdum um mál­ið, eins og til dæmis þeirri sem barst frá Mýr­dals­hreppi, var lagt til að skoðað ræki­lega hvort mögu­legt væri að skipa efn­inu beint út frá strönd­inni, enda væri það umhverf­is­vænna og í meira sam­ræmi við bæði áherslur sveit­ar­fé­lags­ins og rík­is­ins í umhverf­is­mál­um.

Í athuga­semdum við inn­sendar umsagnir sem bár­ust Skipu­lags­stofnun frá verk­fræði­stof­unni Eflu, sem starfar sem áður sagði fyrir hönd fram­kvæmda­að­il­ans í skipu­lags­ferl­inu, sagði að í und­ir­bún­ingi fram­kvæmd­ar­innar hefði verið skoðað að ráð­ast í hafn­ar­gerð í grennd við efn­is­töku­stað­inn á Mýr­dals­sandi, en það væri mjög erf­iður kost­ur.

Landeyjahöfn er ekki ætluð undir annað en farþegaflutninga á milli lands og eyja, lögum og reglugerðum samkvæmt.

Grunn fjara, sand­burð­ur, vond veður og óheft úthafs­alda væru þættir sem gerðu það að verkum að öll mann­virkja­gerð væri mjög erfið og umfangs­mik­il. Auk þess teldi fram­kvæmda­að­il­inn það ekki til vin­sælda fallið að byggja mann­virki í fjör­unni við Hjör­leifs­höfða, þann vin­sæla ferða­manna­stað. Þó var fall­ist á að fjallað yrði um þennan val­kost í umhverf­is­mats­skýrslu.

Land­vernd sagði í sinni umsögn um málið að það kæmi á óvart að Land­eyja­höfn hefði ekki verið sett fram sem val­kostur fyrir útskipun vik­urs­ins, í ljósi þess að hún væri mun nær Mýr­dals­sandi en Þor­láks­höfn.

Í athuga­semd­unum frá Eflu segir að það hafi vissu­lega verið skoðað hvort Land­eyja­höfn kæmi til greina, en að lög og hafn­ar­reglu­gerð um Land­eyja­höfn komi í veg fyrir að hægt sé að nota höfn­ina í nokkuð annað en áætl­un­ar­sigl­ingar á milli lands og Vest­manna­eyja.

Að aka með efnið sem leið liggur frá Mýr­dals­sandi til Þor­láks­hafnar er því tal­inn fýsi­leg­asti kost­ur­inn á þessum tíma­punkti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar