Minnkandi atvinnuleysi en hindranir og áskoranir fyrir hendi

barack_obama.jpg
Auglýsing

Atvinnu­leysi í Banda­ríkj­unum mælist nú 5,3 pró­sent og hefur minnkað um 0,9 pró­sentu­stig á einu ári og um rúm­lega tvö pró­sentu­stig á tveimur árum. Þessum tölum er sér­stak­lega fagnað í pistli Jason Fur­man, for­manni efna­hags­ráð­gjafa­hóps ­rík­is­stjórnar Barack Obama, á vef Hvíta húss­ins en þær þykja stað­festa rétta stefnu Obama í efna­hags­mál­um, frá því hann tók við stjórn­ar­taumunum í nóv­em­ber 2008. Áherslan hefur verið á að  ná niður atvinnu­leysi og ­styrkja aðstæður fyrir lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki,  meðal ann­ars með övar­andi aðgerð­um. Margt bendir til þess að þetta hafi heppnast, einkum sé horft til síð­ustu tveggja ára.

Einka­geir­inn spyrnir sér frá botni



Sér­stak­lega eru það góðar tölur í einka­geir­anum sem stað­festa að tölu­verð sókn er nú í banda­ríska hag­kerf­inu. Um 210 þús­und störf urðu til í júlí í einka­geir­anum og sé horft yfir síð­ustu sautján mán­uði þá hefur fimmtán sinum tek­ist að skapa meira en 200 þús­und ný störf á mán­uði, sem er sögu­lega mikið og eitt­hvað sem stjórn­völd hafa horft til sem mark­mið. Þetta eru stórar tölur enda banda­ríska hag­kerfið risa­vax­ið. Það er með árlega lands­fram­leiðslu á mann upp á ríf­lega 53 þús­und Banda­ríkja­dali, jafn­virði um sjö millj­óna króna, og helsti styrkur þess felst í miklum sveigj­an­leika, fjöl­breyti­leika og öfl­ugri nýsköp­un. Auk þess eru mörg stærstu fyr­ir­tæki heims­ins, sem ekki aðeins skapa störf í Banda­ríkj­unum heldur um allan heim, með rann­sókn­ar- og þró­un­ar­hluta sinn stað­settan í Banda­ríkj­unum sem hefur mikil marg­feld­is­á­hrif vítt og breitt um hag­kerf­ið.

Myndin sýnir hvernig ný störf hafa orðið til einkageiranum í Bandaríkjunum, frá því fjármálakreppan skall á af miklum þunga fyrir mörg lítil og meðalstór fyrirtæki. Mynd: Vefur Hvíta hússins. Myndin sýnir hvernig ný störf hafa orðið til einka­geir­anum í Banda­ríkj­un­um, frá því fjár­málakreppan skall á af miklum þunga fyrir mörg lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki. Mynd: Vefur Hvíta húss­ins.

Eftir mikla erf­ið­leika í kjöl­far fjár­málakrepp­unnar á árunum 2007 til og með 2009 þá hefur einka­geir­inn náð að spyrna sér frá botni, ef svo má að orði kom­ast. Atvinnu­leysi fór upp í tíu pró­sent þegar verst lét, á árunum 2009 og 2010, og yfir­skuld­setn­ing varð mikið vanda­mál, ekki síst í iðn­aði, þar sem eft­ir­spurn dróst hratt saman en kostn­aður fylgdi ekki nægi­lega hratt með niður á við.

Auglýsing

Lang­tíma­at­vinnu­leysi festir rætur



Þrátt fyrir að hlut­irnir séu á réttri leið eru ýmis atriði ekki komin í lag, þegar rýnt er í atvinnu­leys­ið. Þannig hefur lang­tíma­at­vinnu­leysi fest rætur víða í Banda­ríkj­unum og er 34 pró­sent hærra en það var fyrir fjár­málakrepp­una. Þá sýna mæl­ingar einnig að atvinnu­leysi þar sem horft er sér­stak­lega til þeirra sem eru að vinna hluta­starf en myndu vilja vinna í fullri vinnu, er fjórtán pró­sent hærra en það var fyrir fjár­málakrepp­una. Konur eiga einnig í meiri erf­ið­leikum með að fá vinnu nú en fyrir fjár­málakrepp­una og sömu­leiðis spænsku mæl­andi fólk, að því er segir í stöðu­mati Hvíta húss­ins frá því fyrr í dag.





Áskor­anir framundan



Þrátt fyrir að atvinnu­leysið sé að minn­ka, og horf­urnar séu aðrar og betri en þær voru eftir þreng­ing­arnar á fjár­mála­mark­aði, þá stendur banda­ríska hag­kerfið frammi fyrir miklum áskor­un­um. Lífaldur er að aukast sífellt og er nú í 78,9 ár. Með­al­aldur er sömu­leiðis að hækka, en hann er nú 37,6 ár, en í sam­an­burði við margar aðrar þjóðir þykir hann ásætt­an­leg­ur. Í Bret­landi er hann lið­lega 40 ár og á Íslandi er hann næstum alveg sá sami, eða 37,5 ár, sam­kvæmt gögnum Hag­stofu Íslands. Framund­an, horft til næstu tíu til fimmtán ára, er því þörf fyrir mikla fjölgun starfa og hraða aðlögun vinnu­mark­að­ar­ins að auk­inni atvinnu­þátt­töku fólks. Líf­eyr­is­s­kerf­ið, hvort sem er að hálfu einka­rek­inna sjóða eða hins opin­bera, þarf að laga sig að þess­ari stöðu. Fyrir þjóð sem telur tæp­lega 320 millj­ónir íbúa, sem búa í inn­byrðis afar ólíkum ríkj­um, með mis­mun­andi stoðir undir efna­hagnum á hverjum stað, er þetta mikil áskor­un.

Örv­un­að­gerðir - Ganga þær enda­laust?



Að baki árangrinum býr einnig mark­viss og skýr stefna Seðla­banka Banda­ríkj­anna um að örva hag­kerfið með ódýru fjár­magni. Vöxtum hefur verið haldið við núllið í sjö ár og atvinnu­lífið - ekki síst fjár­mála­kerfið - hefur notið góðs af þeirri stöðu. En til lengdar litið mun hag­kerfið ekki geta treyst á örv­un­ar­að­gerðir hins opin­bera, að því er Janet Yellen, seðla­banka­stjóri Banda­ríkj­anna, hefur látið hafa eftir sér. Hún reiknar nú með því að vextir taki að hækka síðar á árinu. En eins og svo oft þegar seðla­banka­stjórar eru að ræða um hlut­ina, þá eru fyr­ir­var­arnir marg­ir. Óvissa sé alltaf fyrir hendi og að aðstæður geti skyndi­lega breyst. Þannig hljóm­uðu svör hennar í það minnsta eftir að hún var spurð út í fram­tíð­ar­horfur á fundi í Cleveland, 10. júlí síð­ast­lið­inn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnMagnús Halldórsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None