EPA

Öfgahægrivandinn ekki meiri í Úkraínu en í nágrannaríkjunum

Hópur þjóðernissinnaðra sjálfboðaliðahermanna sem kalla sig Azov-hreyfinguna varð formlegur hluti af þjóðvarðliði Úkraínu árið 2014. Úkraína á þó ekki við meira öfgahægri- eða nýnasistavandamál að etja en ýmsar margar nágrannaþjóðir landsins.

Vla­dimír Pútín for­seti Rúss­lands hef­ur, í her­skáum ræðum sínum til rétt­læt­ingar á inn­rásinni í Úkra­ínu, ítrekað vísað til þess að á meðal þess sem hann vilji ná fram sé að „afnas­ista­væða“ land­ið. Pútin hefur sagt nýnas­ista, þjóð­ern­is­sinna og gyð­inga­hat­ara ríða röftum um Úkra­ínu alla og standa stjórn­kerf­inu í Kyiv nærri.

Þessum mál­flutn­ingi hafa svo erind­rekar rúss­neskra stjórn­valda á erlendri grundu miðlað áfram. Í við­tali við mbl.is á dög­unum sagði Mik­hail Noskov, sendi­herra Rúss­lands á Íslandi, að meg­in­á­stæða hern­að­ar­að­gerða Rússa væri „að brjóta á bak her­inn í Úkra­ínu, sem og að losna við nas­istana sem eru þar.“ Aðeins þannig, sagði Noskov, yrði hægt að „tryggja öryggi íbúa á Don­bas-­svæð­inu, sem og Rúss­lands“.

Volodímír Zel­en­skí for­seti Úkra­ínu hefur brugð­ist við þessum nas­ista­á­virð­ingum frá stjórn­völdum í Kremlin með nokkru háði og bent á að hann sjálf­ur, lýð­ræð­is­lega kjör­inn for­seti lands­ins, sé gyð­ing­ur. „Hvernig gæti ég verið nas­ist­i?“ sagði hann í ávarpi á dög­unum og vís­aði til þess að afi sinni hefði barist með Rauða hernum gegn þýskum nas­istum á tímum seinni heims­styrj­ald­ar.

Í Úkra­ínu, eins og flestum ríkjum Aust­ur-­Evr­ópu, eru þó til staðar hægriöfga­hreyf­ingar sem jafn­vel hafa innan sinna raða hópa sem kenna sig við nýnas­isma. Átökin sem hafa geisað í aust­ur­hluta Úkra­ínu allt frá árinu 2014 hafa til dæmis orðið vatn á myllu hóps sem kallar sig Azov-hreyf­ing­una.

Þessi hópur sjálf­boða­liða, sem telur nokkur þús­und manns, hefur barist gegn rúss­neskum aðskiln­að­ar­sinnum í Dónetsk og Lúgansk hér­uðum á und­an­förnum árum, í sam­vinnu við sveitir úkra­ínska stjórn­ar­hers­ins. Hern­að­ar­armur Azov-hreyf­ing­ar­innar varð við upp­haf átak­anna í reynd form­legur hluti úkra­ínska þjóð­varð­liðs­ins, sem var mjög svo veik­burða er átökin í Don­bass hófust.

„Hardcore“ hreyf­ingar en ekki áhrifa­miklar

Eiríkur Berg­mann stjórn­mála­fræð­ing­ur, sem meðal ann­ars hefur stundað rann­sóknir á þjóð­ern­is­hyggju og evr­ópskum stjórn­mál­um, segir að öfga­hægri­hreyf­ingar hafi vissu­lega verið og séu til staðar í Úkra­ínu, án þess þó að kom­ast til mik­illa áhrifa. Azov-hreyf­ing­una megi kalla afsprengi átak­anna sem hófust árið 2014 með inn­limun Krím­skaga. Hann bendir á að sú öfga­hreyf­ing sem mestu fylgi hafi náð í lýð­ræð­is­legum kosn­ingum sé Svoboda-hreyf­ingin sem fékk tæp­lega 11 pró­sent fylgi í þing­kosn­ingum í Úkra­ínu árið 2012. Hún hafi pólítískt séð haft miklu meiri áhrif en Azov-hreyf­ing­in.

„Það eru mjög „hardcore“ hreyf­ingar þarna, sem hafa haft mikil áhrif eins og í öðrum nágranna­ríkj­um. Það hafa verið svona öfga­hreyf­ingar víð­ast hvar í Aust­ur-­Evr­ópu. En áhrifin í Úkra­ínu eru ekk­ert umfram það sem verið hefur í öðrum ríkj­u­m,“ segir Eiríkur í sam­tali við Kjarn­ann og bendir á að öfga­þjóð­ern­issinnuð öfl þrí­fist einnig í Rúss­landi og séu sum jafn­vel nátengd for­set­an­um.

Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði.
Bára Huld Beck

Varð­andi form­leg tengsl Azov-hreyf­ing­ar­innar við her­lið Úkra­ínu segir Eiríkur að ekki þurfi að leita lengra en til Ung­verja­lands til þess að finna öfga­hreyf­ingar með tengsl inn í stjórn­kerfið og hern­að­ar­kerf­ið. Þessar hreyf­ingar segir hann oft tengj­ast fót­bolta­bullum og ákveðnum „hoolig­an­isma“ sem þrí­fist í menn­ing­unni sem teng­ist fót­bolta­lið­um, svo­leiðis sé það einnig í Rúss­landi.

Frétta­rit­ari BBC í Kænu­garði sagði í pistli árið 2014 að úkra­ínsk stjórn­völd gerðu minna úr hlut­verki Azov-hreyf­ing­ar­innar í hern­að­inum í Don­bass en efni stæðu til og að þau reyndu að kom­ast hjá því að tala opin­ber­lega um stórt hlut­verk þessa öfga­hóps, sem reynst hafði mik­il­vægur hlekkur í bar­átt­unni gegn rúss­neskum aðskiln­að­ar­sinnum í aust­ur­hér­uð­un­um. Fæstir Úkra­ínu­menn hefðu heyrt um að það væru menn sem kenndu sig við öfga­þjóð­ern­is­hyggju og jafn­vel nas­isma að berj­ast fyrir hönd lands­ins á víg­lín­unum í austri.

Vest­rænir og alþjóð­legir fjöl­miðlar hafa á und­an­förnum árum fjallað all­nokkuð um ris öfga­hægr­is­ins í Úkra­ínu og þátt þess í vopn­uðum átökum í aust­ur­hluta lands­ins, til dæmis hér, hér og hér. Til­vist ein­hverra yfir­lýstra nýnas­ista innan þjóð­varð­liðs Úkra­ínu hefur því ekki verið neitt leynd­ar­mál.

Öfga­hægri­vandi Úkra­ínu rétt­læti ekki inn­rás Rússa

Á dög­unum var fjallað um þessi mál öll í grein sem birt­ist í breska tíma­rit­inu New Statesman. Höf­undur hennar er Mich­ael Col­borne, blaða­maður og rann­sak­andi hjá Bell­ingcat, sem var að gefa bók um Azov-hreyf­ing­una. Í grein­inni segir hann her­skáu hægriöfga­menn­ina í Úkra­ínu hafa notið nokk­urs frjáls­ræðis undir vernd­ar­væng þar­lendra stjórn­valda. Frjáls­ræð­is, sem jafn­vel hafi verið öfunds­vert í augum öfga­hreyf­inga af svip­uðum meiði ann­ars­staðar í heim­in­um.

Fram kemur í grein­inni að liðs­mönnum Azov-hreyf­ing­ar­innar hafi tek­ist að fljóta með á öldum úkra­ínskar þjóð­ern­is­kenndar sem óhjá­kvæmi­lega hefur orðið til vegna átak­anna um Don­bass-­svæð­ið. Col­borne nefnir sér­stak­lega að Arsen Avakov, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra Úkra­ínu, sem lét af emb­ætti síð­asta sum­ar, hafi leyft Azov-hreyf­ing­unni að njóta ákveð­ins refsi­leys­is, en það hafi dvínað frá því að hann hvarf úr rík­is­stjórn Voló­dímírs Zel­en­skís.

Col­borne bendir á að í öllu falli sé það ein­fald­lega stað­reynd að öfga­hægrið í Úkra­ínu sé bæði nokkuð öfl­ugt og vel vopn­að. Það geti verið vanda­mál, og að það sé engum til góða að forð­ast það að tala um það til þess að forð­ast að byggja undir áróður Pútíns og fylgitungla hans í Kreml um að vandi stafi af öfga­hægr­inu í Úkra­ínu.

„Samt verður að taka fram – og það er sorg­legt að þess þurfi – rétt­lætir ekk­ert af þessu inn­grip Rússa í Úkra­ínu. Núna þegar sviðs­myndir sem ég taldi ómögu­legar fyrir fáum vikum eru að raun­ger­ast, er ég sleg­inn yfir kald­rana­legum við­horfum í sumum kreðsum sítengdra vinstri­manna (e. the compulsi­vely online left) um núver­andi stöðu, eins og ein­hvern­veg­inn eigi Úkra­ína skilið að sæta inn­rás, verða her­numin og brytjuð í sundur ein­ungis vegna til­vistar öfga­hægr­is­ins,“ skrif­aði Col­borne.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar