Samkomulag um Háholt legið fyrir frá því í desember 2013

Haholt-a--almynd.jpg
Auglýsing

Mál­efni Háholts hafa verið mikið í umræð­unni unda­farna daga eftir að Frétta­blaðið greindi frá því á mánu­dag að vel­ferð­ar­ráðu­neytið hygg­ist gera 500 millj­óna króna samn­ings til þriggja ára um rekstur með­ferð­ar­heim­il­is­ins, sem er stað­sett í Skaga­firði, þrátt fyrir að Barna­vernd­ar­stofa sé ein­dregið á móti end­ur­nýjun slíks samn­ings.

Kjarn­inn greindi frá því í útgáfu sinni 16. jan­úar 2014 að til stæði að gera slíkan þjón­ustu­samn­ing og að sam­komu­lag þess efn­ist hefði verið und­ir­ritað 6. des­em­ber árið áður. Þar kom einnig fram að kostn­að­ur­inn yrði allt að 500 millj­ónir króna og að sam­komu­lagið væri gert þvert á vilja flestra sér­fræð­inga. Sam­komu­lagið má lesa hér.

Sökum þess að mál­efni Háholts eru komin aftur í umræð­una gefur Kjarn­inn ákveðið að birta frétta­skýr­ingu sína frá því í jan­úar aftur í heild sinni.

Auglýsing

 

 Frétta­skýr­ing Kjarn­ans frá 16. jan­úar 2014: 

 

Háholt fær ungu glæpa­menn­ina



 

 

Félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra hefur ákveðið að með­ferð­ar­heim­ilið Háholt í Skaga­firði verði sá staður þar sem fangar undir aldri sem dæmdir hafa verið til óskil­orðs­bund­innar refs­ingar verði vistaðir næstu þrjú ár. Sam­komu­lag þess efnis var und­ir­ritað 6. des­em­ber síð­ast­lið­inn og nú er unnið að gerð þjonustu­samn­ings til að inn­sigla mál­ið. Kostn­aður vegna samn­ings­ins er áætl­aður 400 til 500 millj­ónir króna.

Þessi nið­ur­staða er athygl­is­verð fyrir margar sakir, sér­stak­­lega þá að eng­inn þeirra sér­fræð­inga sem Kjarn­inn ræddi við, og starfa með þessum hópi ungra brota­manna, taldi Háholt hent­ugan stað til að vista þá á. Með­ferð­ar­­heim­ilið þykir of fjarri þeirri stoð­þjón­ustu sem brota­­menn­irnir þurfa á að halda, þjón­ustu sál­fræð­inga og geð­lækna sem lang­flestir eru stað­settir á höf­uð­borg­ar­­svæð­inu. Auk þess eru fjöl­skyldur og rætur brota­mann­anna nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust einnig þar.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismála­ráðherra,  tók ákvörðun um að framlengja samninginn við Háholt. Eygló Harð­ar­dótt­ir,

fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, tók ákvörðun um að fram­lengja samn­ing­inn við Háholt.

Illa und­ir­búin inn­leið­ing



Þörf Íslend­inga til að finna við­un­andi lausn á vistun dæmdra brota­manna undir lög­aldri er knýj­andi vegna þess að vel­ferð­ar­­­ríki á auð­vitað að geta boðið upp á við­un­andi úrræði í þessum mála­flokki. En hún er líka knýj­andi vegna þess að íslenska ríkið hefur leitt í lög barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, sem skikkar okkur til þess að leysa mál­ið.

Þrátt fyrir að Barna­sátt­mál­inn hafi verið sam­þykktur á alls­herj­ar­þingi Sam­ein­uðu þjóð­anna árið 1989 hafði hann aldrei verið inn­leiddur í íslensk lög. Það gerð­ist hins veg­ar, frekar snögg­lega, haustið 2012 að þing­menn úr öllum flokkum lögðu fram þing­manna­frum­varp um inn­leið­ingu hans. Sú aðgerð var mjög þörf en frekar illa und­ir­bú­in, þar sem um þing­manna­frum­varp var að ræða en ekki stjórn­ar­frum­varp. Þegar sátt­mál­inn var síðan loks lög­festur hinn 20. febr­úar 2013 stóð Barna­vernd­ar­stofa til dæmis frammi fyrir því að þurfa að fram­fylgja laga­á­kvæði um vistun ungra afbrota­manna án þess að til væri stofnun hér­lendis sem hægt væri að nýta til þess.

Stofnun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu



Árið 2011 hafði Barna­vernd­ar­stofa lagt fram mjög ítar­lega grein­ar­gerð til þáver­andi vel­ferð­ar­ráð­herra þar sem lagt var til að komið yrði á fót stofnun á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem yrði sér­stak­lega hönnuð fyrir ung­menni sem ættu við mjög alvar­legan vímu­efna- og/eða afbrota­vanda að stríða og fyrir þá sem þyrftu að afplána óskil­orðs­bundna dóma. Þessi til­laga rataði inn í fram­kvæmda­á­ætlun stjórn­valda í barna­vernd­ar­málum sem Alþingi sam­þykkti árið 2012. En eins og oft vill verða með sam­þykkt íslensk vil­yrði voru aldrei neinir pen­ingar settir í að byggja þessa stofn­un.

Með inn­leið­ingu Barna­sátt­mál­ans vof­andi yfir sér stóð Barna­vernd­ar­stofa frammi fyrir því að þurfa að finna ein­hverja aðra stofnun sem gæti leyst hlut­verk­ið, að minnsta kosti til bráða­birgða. Eftir yfir­legu lagði hún til í mars 2013 að Háholti í Skaga­firði yrði falið þetta hlut­verk.

Inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið, sem þá var undir stjórn Ögmundar Jón­as­son­ar, lagð­ist hins vegar gegn þessu. Helstu rökin voru þau að lausnin væri úti á landi, langt frá allri nauð­syn­legri stoð­þjón­ustu.

Inn­an­rík­is­ráðu­neyti snýst hugur



Há­holt hefur starfað sem með­ferð­ar­heim­ili í 15 ár. Um er að ræða einka­rekstur sem hvílir á þjón­ustu­samn­ingi við Barna­vernd­ar­stofu. Samn­ingur Háholts átti að renna út um síð­ustu ára­mót og um mitt ár 2013 ákvað Barna­vernd­ar­stofa að fram­lengja hann ekki, meðal ann­ars vegna þess að inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið, sem fer með fang­els­is­mál, hafði vorið 2013 hafnað heim­il­inu sem lausn. Saga Háholts virt­ist því vera komin á enda­stöð og öllu starfs­fólki var sagt upp í lok sept­em­ber 2013.

Bragi Guð­brands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, segir að nán­ast á sama tíma og upp­sagn­irnar voru fram­­kvæmdar hafi það hins vegar gerst að inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, nú undir stjórn Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, hafi snú­ist hugur í mál­inu. „Þetta gerð­ist í sept­em­ber­lok. Ég kann ekki að skýra nánar frá því af hverju þetta var. En á þessum tíma var Barna­vernd­ar­stofa komin á þá skoðun að það væri ekki rétt að fram­lengja þjón­ustu­samn­ing við Háholt vegna skorts á eft­ir­spurn. Þró­unin und­an­farin ár hefur verið sú að það hefur jafnt og þétt verið að draga úr stofn­ana­með­ferð. Á síð­ari hluta árs­ins 2013 dróst eft­ir­spurn eftir rýmum á Háholti veru­lega sam­an. Það bara barst ekki umsókn. Við töldum því ein­ing­una varla rekstr­ar­hæf­a.“

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði það hafa legið fyrir að finna þyrfti lausn á vistun fanga undir lögaldri. Bragi Guð­brands­son, for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu, sagði það hafa legið fyrir að finna þyrfti lausn á vistun fanga undir lög­aldri.

Kjarn­inn ræddi einnig við sér­fræð­inga sem starfa með þeim hópi ung­menna sem lík­leg­ast verður vistaður á Háholti. Þeir vildu ekki koma fram undir nafni en gagn­rýni þeirra allra var sam­hljóma: stofnun sem vistaði þessi ung­menni þyrfti að vera á höf­uð­borg­ar­svæð­inu til að tryggja þeim þá þjón­ustu sem þau þurftu á að halda. Auk þess væru þau nán­ast án und­an­tekn­inga af höf­uð­borg­ar­svæð­inu og nálægð við fjöl­skyldur og rætur þeirra væru æski­leg til að auka líkur á bata. Páll Win­kel, for­stjóri Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, tal­aði á svip­uðum nót­um. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði hann að ef þessi lausn tryggði aðgengi þess­ara ein­stak­linga að sér­fræð­ingum gæti Háholt geng­ið. Slíkt yrði hins vegar að tryggja.

Nauð­syn­legt að finna lausn



Bragi segir að það hafi hins vegar legið fyrir að finna þyrfti lausn á vistun fanga undir lög­aldri. Vel­ferð­ar­ráðu­neytið taldi síð­ast­liðið haust rétt að leita sjón­ar­miða allra barna­vernd­ar­nefnda á land­inu á þessu, en þær eru 27 tals­ins. Í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um málið segir meðal ann­ars: „Mat ráðu­neyt­is­ins var að afstaða barna­vernd­ar­nefnd­anna gagn­vart þjón­ustu Háholts væri almennt mjög jákvæð. Þrátt fyrir að sumar nefndir til­greindu nokkra ann­marka á stað­setn­ingu og öðrum atrið­um, var það túlkun ráðu­neyt­is­ins að jákvæðu atriðin sem dregin voru fram vægju þyngra, auk þess sem barna­vernd­ar­nefnd­irnar veittu upp­lýs­ingar um all­mörg börn sem líkur bentu til að sótt yrði um með­ferð fyrir í Háholti á næstu mán­uðum og miss­er­um.“

Í kjöl­farið tók Eygló Harð­ar­dótt­ir, sem fer með félags- og hús­næð­is­­mál í vel­ferð­ar­­ráðu­neyt­inu, ákvörðun um að fram­lengja samn­ing­inn við Háholt.

Bragi seg­ist líta svo á að vistun fanga á Háholti hljóti að vera bráða­birgða­lausn. „Það hefur ekk­ert komið fram í mál­inu sem bendir til þess að önnur áform séu uppi en að byggja þessa stofnun sem þarf á höf­uð­borg­ar­­svæð­inu. Við verðum hins vegar að geta tekið á móti þessum ein­stak­ling­um. Það getur fallið dómur á morgun eða hinn. Ráð­herr­ann stóð frammi fyrir því að velja ein­hverja þeirra stofn­ana sem við rekum í dag til að sinna þessu. Hann tekur ákvörðun um að velja Háholt. Ég geri mér grein fyrir því að ákvörð­unin er umdeil­an­leg en það þurfti að ráða fram úr þessu.“ Hann segir heild­ar­kostnað vegna þriggja ára samn­ings við Háholt lík­lega vera á bil­inu 400 til 500 millj­ónir króna.

Hægt er að lesa frétta­skýr­ing­una í PDF-­formi hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None