Mynd: Bára Huld Beck Áslaug Arna
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er nú með málaflokk fjarskiptamála í sínu fangi og því skrifuð fyrir hinum nýja lagabálki um fjarskiptamál, sem lagður var fram á þingi um helgina.
Mynd: Bára Huld Beck

Sektarheimildin sem íslensku fjarskiptafyrirtækin vildu alls ekki sjá snýr aftur

Samkvæmt nýju stjórnarfrumvarpi til fjarskiptalaga verður hægt að sekta fjarskiptafyrirtæki um allt að 4 prósent af árlegri heildarveltu fyrir brot á lögunum. Í tilfelli Símans gæti sekt af slíkri stærðargráðu numið tæpum milljarði króna.

Fjar­skipta­stofa mun fá heim­ild til þess að beita fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins stjórn­valds­sekt­um, sem numið geta allt að fjórum pró­sentum af veltu síð­asta rekstr­ar­árs, sam­kvæmt stjórn­ar­frum­varpi til nýrra fjar­skipta­laga, sem lagt hefur verið fram af Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra.

Um er að ræða frum­varp sem felur í sér heild­ar­end­ur­skoðun fjar­skipta­laga, en hinn nýi laga­bálkur á að leysa af hólmi eldri fjar­skipta­lög frá árinu 2003. Frum­varpið er afar efn­is­mikið og felur í sér inn­leið­ingar á ýmsum reglum Evr­ópu­sam­bands­ins um fjar­skipta­mark­að­inn – meðal ann­ars nýjum ákvæðum um eft­ir­lit og við­ur­lög.

Hvað það varðar eru áður­nefndar sekt­ar­heim­ildir helsta breyt­ing­in. Sam­kvæmt gild­andi fjar­skipta­lögum getur Fjar­skipta­stofa, sem áður hét Póst- og fjar­skipta­stofn­un, ein­ungis lagt á dag­sektir en hefur ekki almenna heim­ild til að leggja á stjórn­valds­sektir vegna brota á fjar­skipta­lög­um.

Það er því verið að skerpa á eft­ir­lits­hlut­verki stofn­un­ar­inn­ar.

Fjar­skipta­fyr­ir­tækin lögð­ust hart á móti

Stjórn­völd voru þegar búin að gera atlögu að því að skrifa þessar nýju sekt­ar­heim­ildir Fjar­skipta­stofu inn í aðrar og minni breyt­ingar á fjar­skipta­lögum sem verið hafa til þing­legrar með­ferð­ar.

Stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins, Sím­inn, Sýn og Nova, hafa gagn­rýnt þessa nýju fyr­ir­hug­uðu sekt­­ar­heim­ild nokkuð harð­­lega í umsögnum sínum um það þing­mál í vet­ur.

Sam­tök atvinn­u­lífs­ins, Við­­skipta­ráð og Sam­tök iðn­­að­­ar­ins lögð­ust einnig gegn sekt­­ar­heim­ild­inni í sam­eig­in­­legri umsögn sinni um málið og sögðu hags­muna­­sam­tökin þrjú að órök­­stutt væri af hverju miðað væri við allt að 4 pró­­sent af heild­­ar­veltu, auk þess sem orða­lag sekt­­ar­á­­kvæð­is­ins væri óskýrt.

Frestað – en ekki lengi

Í byrjun febr­úar ákvað meiri­hluti umhverf­is- og sam­göngu­nefndar að láta ákvarð­anir um umrætt sekt­ar­á­kvæði koma til frek­ari skoð­unar við und­ir­bún­ing fram­lagn­ingar eða þing­lega með­ferð frum­varps til heild­ar­laga um fjar­skipti, sem nú hefur litið dags­ins ljós.

Þar eru sem áður segir skrif­aðar inn stjórn­valds­sektir sem geta verið allt að 4 pró­sent af veltu fyr­ir­tækj­anna.

Það þýð­ir, ef horft er til Sím­ans, sem velti 24 millj­örðum árið 2020, að Fjar­skipta­stofa gæti slengt á fyr­ir­tækið 960 millj­óna króna stjórn­valds­sekt ef það hefði ár árinu 2021 orðið upp­víst að ein­hverri hátt­semi sem ekki stenst hin nýju fjar­skipta­lög.

En það þyrfti þá að vera mjög alvar­legt brot.

Fimm ára fyrn­ing­ar­frestur

Um sekt­ar­heim­ild­ina segir í frum­varpi Áslaugar Örnu að við ákvörðun á fjár­hæð sekta skuli hafa hlið­sjón af eðli og umfangi brota, hvað brot hafa staðið lengi og hvort um ítrekað brot er að ræða. Einnig segir frá því að stjórn­valds­sektum verði beitt „óháð því hvort lög­brot eru framin af ásetn­ingi eða gáleysi“ og að ákvörð­unum Fjar­skipta­stofu um sektir megi skjóta til úrskurð­ar­nefndar fjar­skipta- og póst­mála.

Lagt er upp með að heim­ild Fjar­skipta­stofu til að leggja á stjórn­valds­sektir falli niður þegar fimm ár eru liðin frá því að hátt­semi lauk, en þó rofnar sá frestur um leið og Fjar­skipta­stofa til­kynnir aðila um upp­haf rann­sóknar á meintu broti.

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta umhverf­is- og sam­göngu­nefndar frá því í byrjun febr­úar sagði að á fundum nefnd­ar­innar hefði verið bent á að fjár­hæð stjórn­valds­sekt­anna væri „hvergi rök­studd en ljóst væri að fjár­­hæð sekt­anna sem hlut­­fall af heild­­ar­veltu síð­­asta rekstr­­ar­árs gæti verið óhóf­­lega há.“

Horft til per­sónu­vernd­ar­laga sem fyr­ir­myndar

Í hinu nýja frum­varpi segir að við smíði nýja við­ur­laga­á­kvæð­is­ins hafi verið leitað fyr­ir­myndar í ákvæði um heim­ild Per­sónu­verndar til að leggja á stjórn­valds­sektir hvað fjár­hæð sekt­anna varð­ar, en í lögum um per­sónu­vernd er einmitt kveðið á um heim­ild til þess að sekta fyr­ir­tæki um allt að 4 pró­sent af árlegri heild­ar­veltu á heims­vísu fyrir ákveð­inn flokk brota.

Einnig segir í frum­varp­inu að horft hafi verið til sam­keppn­islaga sem fyr­ir­myndar hvaða fram­setn­ingu varð­ar, en því tengt má nefna að Sam­keppn­is­eft­ir­litið lýsti sig hlynnt því að sektir myndu taka við af efna­hags­legum styrk­leika fyr­ir­tækja í umsögn um þing­málið þar sem þessi sekt­ar­heim­ild var fyrst viðruð. Sam­kvæmt því sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið sagð­ist kom­ast næst hefur hámarks­sekt­ar­heim­ild vegna brota á fjar­skipta­lögum verið 10 millj­ónir króna.

„Sekt­­ar­heim­ildir eft­ir­lits­­stjórn­­­valda sem hlut­­fall af veltu þess fyr­ir­tækis er ger­ist brot­­legt við við­kom­andi lög og regl­­ur, eru til þess fallnar að hafa almenn og sér­­tæk varn­að­­ar­á­hrif á við­kom­andi mark­aði og auka þar með hlít­ingu fyr­ir­tækja vegna við­kom­andi reglna sem lög­­gjaf­inn hefur ákveð­ið. Með sam­­bæri­­legum hætti eru sekt­­ar­heim­ildir með til­­­tölu­­lega lágu hámarks­­­þaki, eins og í til­­viki Fjar­­skipta­­stofu, ekki til þess fallnar að hafa slík áhrif,“ sagði í umsögn Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins um hið fyrra þing­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar