Sterkar vísbendingar um að kaupverðið á Borgun hafi verið of lágt

stein..t.jpg
Auglýsing

Verðið sem Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf., sem keypti  31,2 pró­sent hlut í greiðslu­korta­fyr­ir­tæk­inu Borgun í lok nóv­em­ber, greiddi fyrir hlut­inn þykir lágt  bæði í inn­lendum og erlendum sam­an­burði. Félagið greiddi um 2,2 millj­arða króna fyrir hlut­inn en hagn­aður Borg­unar í fyrra var um einn millj­arður króna.

Þegar kaup­verðið á hlutnum í Borgum er mátað við mæli­kvarða sem fjár­festar styðj­ast oft við þegar þeir meta fjár­fest­inga­kosti virð­ist það vera lágt, bæði í sam­an­burði við virði erlendra greiðslu­korta­fyr­ir­tækja, virði ann­arra fjár­mála­fyr­ir­tækja og félaga sem skráð eru á markað á Íslandi.

Rík­is­banki selur völdum hópi



Lands­bank­inn, sem er í 98 pró­sent eigu íslenska rík­ið, seldi hlut­inn í Borgun til félags­ins Eign­ar­halds­fé­lagið Borgun slf, sem leitt er af manni sem heitir Magnús Magn­ús­son. Aðdrag­andi þeirra var þannig að Magnús og stjórn­endur Borg­un­ar, sem eru á meðal nýrra eig­enda, áttu hug­mynd­ina að kaup­un­um, viðr­uðu hana við stjórn­endur Lands­bank­ans og hóp­ur­inn fékk í kjöl­farið að kaupa hlut­inn í Borg­un. Þessi eign rík­is­bank­ans var ekki aug­lýst og öðrum áhuga­sömum kaup­endum var ekki gefið tæki­færi til að bjóða.

Auglýsing

Kjarn­inn hefur greint frá því að banka­ráð Lands­bank­ans hafi verið með­vitað um söl­una og að hann hefði ekki farið í gegnum form­legt sölu­ferli. Engu að síður taldi það rétt að selja hlut­inn með þessum hætti, á bak­við luktar dyr til þess fjár­festa­hóps sem hafði sýnt áhuga á því að kaupa hlut­inn. Athygli hefur vakið að á meðal þeirra sem til­heyra fjár­festa­hópnum eru Einar Sveins­son og sonur hans Bene­dikt Ein­ars­son. Einar er föð­ur­bróðir Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra. Þeir voru auk þess við­skipta­fé­lagar um ára­bil, en Bjarni hætti afskiptum að við­skiptum í lok árs 2008. Bjarni og Bene­dikt eru þar af leið­andi systk­ina­börn.

Eftir að Kjarn­inn greindi frá því hvernig staðið var að söl­unni á Borg­un­ar­hlutnum hafa nokkrir þing­menn lýst yfir áhyggjum sínum af ferl­inu. Stein­þór Páls­son, banka­stjóri Lands­bank­ans, hefur verið boð­aður á fund efna­hags- og við­skipta­nefndar á mánu­dag til að skýra af hverju salan hafi farið fram með þessum hætti og hvað hafi valdið því að þessi hóp­ur, umfram aðra, hafi fengið að kaupa hlut rík­is­bank­ans í arð­bæru greiðslu­korta­fyr­ir­tæki.

Millj­arður í hagnað og eigið fé upp á þrjá millj­arða



Borgun hagn­að­ist um 994 millj­ónir króna í fyrra.Hann jókst um 33 pró­sent á milli ára og hefur alls tæp­lega fimm­fald­ast frá árinu 2011. Alls hefur fyr­ir­tækið hagn­ast um 2,1 millj­arð króna á árunum 2010-2013, eða nán­ast um sömu upp­hæð og nýir eig­endur eru að greiða fyrir 31,2 pró­sent hlut í félag­inu.

Eignir Borg­unar námu 25 millj­örðum króna í lok síð­asta árs og eigið fé félags­ins var þrír millj­arðar króna. Hreinar rekstr­ar­tekjur Borg­unar juk­ust úr 2,7 millj­örðum króna í 3,6 millj­arða króna á árinu 2013, eða um rúmar 900 millj­ónir króna.

Það er reyndar óvissa í árs­reikn­ingum Borg­unar sem verður að taka með inn í jöfn­una. Borgun gæti þurft að greiða sektir vegna sam­keppn­is­brota sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið rann­sakar og vegna einka­máls sem Korta­þjón­ustan ehf. hefur höfðað gegn öllum hinum korta­fyr­ir­tækj­unum vegna sam­ráðs þeirra. Ekk­ert hefur verið bók­fært í árs­reikn­ing vegna þessa.

Mæli­kvarðar sem fjár­festar styðj­ast við



Sá hlutur sem Lands­bank­inn seldi er 31,2 pró­sent af heild­ar­hlutafé Borg­unar og fyrir það greiddu nýir eig­endur 2.184 millj­ónir króna. Miðað við það er heild­ar­virði Borg­unar sjö millj­arðar króna. Borgun á reyndar sjálft tveggja pró­sent hlut í sjálfu sér og ef hann dregst frá er heild­ar­virðið 6,86 millj­arðar króna og hlutur nýju eig­end­anna 31,84 pró­sent.

Þegar fjár­festar eru að meta virði hluta í fjár­mála­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum á borð við Borgun er oft á tíðum stuðst við fleiri mæli­kvarða en bara sjóð­streymi þeirra.

Einn slíkur er að horfa á svo­kallað V/H hlut­fall (e. Price Earn­ings Ratio) þegar þeir eru að reikna út hvað þeir eiga að borga fyrir fjár­fest­ing­ar. Hlut­fallið segir til um hversu langan tíma það tekur að greiða upp núver­andi mark­aðsvirði félags­ins sem verið er að kaupa miðað við óbreyttan hagnað þess.

borgun

Hagn­aður Borg­unar í fyrra var tæpur millj­arður króna og mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins er um 6,9 millj­arðar króna, ef miðað er við það verð sem hóp­ur­inn sem keypti af Lands­bank­anum greiddi fyr­ir. V/H hlut­fallið er því 6,9. Það tekur Borgun þess vegna tæp sjö ár að græða mark­aðsvirði sitt miðað við afkom­una í fyrra.

Fjár­festar styðj­ast líka við svo­kallað V/I hlut­fall (e. Price to book rati­o). Til að finna það út er mark­aðsvirði félags deilt í eigið fé þess. Miðað við að mark­aðsvirði Borg­unar sé 6,9 millj­arðar króna og að eig­in­fjár­staða félags­ins var þrír millj­arðar króna um síð­ustu ára­mót er þetta hlut­fall 2,2.

Lágt verð í öllum sam­an­burði



Í Banda­ríkj­unum eru þrjú stærstu greiðslu­korta­fyr­ir­tækin Visa USA, Mastercard og Amer­ican Express öll skráð á mark­að. Þau upp­lýsa því öll um helstu atriði í sínum rekstri í sam­ræmi við til­kynn­ing­ar­skyldu mark­að­ar­ins. Þegar sömu hlut­föll og fjallað var um hér að ofan eru skoðuð hjá þessum fyr­ir­tækjum kemur í ljós að þau eru miklu hærri. V/H hlut­fall­ið, tím­inn sem það tekur félag að greiða upp núver­andi mark­aðsvirði félags miðað við hagnað þess, er 29,8 hjá Visa USA, 30,1 hjá Mastercard og 17,2 hjá Amer­ican Express. Líkt og áður kom fram er það 6,9 hjá Borgun miðað við nýlegu söl­una til fjár­festa­hóps­ins.

V/I hlut­fall­ið, mark­aðsvirði deilt í eigið fé er 5,8 hjá Visa USA, 15,4 hjá Mastercard og 4,7 hjá Amer­ican Express. Hjá Borgun er það 2,2  miðað við kaup­verðið sem nýju eig­end­urnir greiddu fyrir hlut sinn. Mörgum þykir það vera afar lágt.

Vert er að taka fram að félögin eru ekki að öllu leyti sam­bæri­leg þótt grunn­rekstur þeirra allra snú­ist um greiðslu­korta­þjón­ustu. Þá er allt annað og lægra vaxta­stig í Banda­ríkj­unum en á Íslandi.

Skráð félög á Íslandi með mun hærri marg­fald­ara



Þegar önnur félög á Íslandi eru skoð­uð, miðað við stöðu þeirra í árs­lok 2013, kemur lík­a í ljós að verð­lagn­ingin á Borg­un, miðað við ofan­greind hlut­föll, er einnig mjög lág. V/H hlut­fallið hjá öllum skráðum félögum lands­ins utan Nýherja (sem skil­aði tapi 2013) er að með­al­tali 36,2. Sama hlut­fall hjá Borg­un, miðað við kaup­verð nýrra eig­enda, er því ein­ungis um fimmt­ungur þess með­al­tals.

Steinþór Pálsson er bankastjóri Landsbankans. Stein­þór Páls­son er banka­stjóri Lands­bank­ans.

Ef Voda­fone er sleppt úr þessu reikn­ings­dæmi, þar sem marg­ald­ari þess félags er mjög hár, er með­al­tal hinna skráðu félag­anna samt á milli 19 og 20. Ef horft er ein­vörð­ungu á trygg­inga­fé­lögin þrjú, sem stunda fjár­mála­starf­semi, er V/H hlut­fallið 10,2.

Til við­bótar er mikið öryggi í eig­enda­hópi Borg­un­ar, hinn eig­and­inn er banki, og tekjur félags­ins hafa vaxið mikið á und­an­förnum árum og mikil vaxta­tæki­færi eru í nán­ustu fram­tíð. Báðir þessir þættir hefðu frekar átt að hækka verð­mið­ann á Borgun umfram vana­lega mæli­kvarða.

Mikið af upp­lýs­ingum í árs­reikn­ingum



Lands­bank­inn sendi frá sér til­kynn­ingu um málið þar sem segir að stjórn­endur hans hafi ekki talið rétt að selja hlut­inn í opnu og gagn­sæju ferli, eins og reglur bank­ans gera ráð fyr­ir. Í til­kynn­ingu á vef­síðu bank­ans sagði: „Einn helsti keppi­nautur Lands­bank­ans er meiri­hluta­eig­andi félags­ins og jafn­framt einn stærsti við­skipta­vinur þess, sem gerir Lands­bank­anum erfitt um vik, að vinna að sölu og afhend­ingu gagna um félag­ið. Lands­bank­inn hefur haft mjög tak­mark­aðan aðgang að Borgun eða upp­lýs­ingum um fyr­ir­tækið vegna sáttar sem gerð var við Sam­keppn­is­eft­ir­litið árið 2008. Því auð­veld­aði þátt­taka stjórn­enda í kaup­enda­hópnum mögu­legum kaup­endum að leggja mat á rekst­ur­inn og afla sér nauð­syn­legra upp­lýs­inga. Eðli máls­ins sam­kvæmt tóku samn­ingar mið af þess­ari stöðu aðila.“

Til að finna þær upp­lýs­ingar sem þarf til að hægt sé að reikna út ofan­greinda mæli­kvarða á mögu­legu virði félags er hins vegar nóg að vera með árs­reikn­ing þess undir hönd­um. Hægt er að kaupa árs­reikn­inga allra fyr­ir­tækja á Íslandi í árs­reikn­inga­skrá fyr­ir­tækja­skráar rík­is­skatt­stjóra gegn vægu gjaldi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None