Mynd: Bára Huld Beck Stjórnarráðið
Mynd: Bára Huld Beck

Stjórnendur í ráðuneytum eiga milljónir í hlutabréfum

Einn ráðuneytisstjóri og tveir skrifstofustjórar ráðuneytanna eiga hlutabréf í félögum sem skráð eru á markaði í Kauphöllinni fyrir meira en milljón krónur. Ekki er greint frá hlutabréfaeign ráðuneytisstjórans í opinberri hagsmunaskrá.

Ráðu­neyt­is­stjóri sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins á hluta­bréf í Marel að and­virði rúm­lega milljón króna sem ekki eru til­greind í hags­muna­skrá hennar á vef Stjórn­ar­ráðs­ins. Tveir skrif­stofu­stjór­ar, ann­ars vegar í fjár­mála­ráðu­neyt­inu og hins vegar í atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, eiga einnig hluta­bréf í Kaup­hall­ar­fyr­ir­tækjum fyrir 16 og 33 millj­ónir króna.

Hluta­bréfa­eign skráð til að forð­ast hags­muna­á­rekstur

Í jan­úar á síð­asta ári lagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra fram frum­varp um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum í Stjórn­ar­ráð­inu og var það sam­þykkt í fyrra­sum­ar. Lögin tóku svo gildi í byrjun þessa árs.

Sam­kvæmt lög­unum ber ráðu­neyt­is­stjórum, aðstoð­ar­mönn­um, skrif­stofu­stjórum og sendi­herrum að skila hags­muna­skrán­ingu til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins, þar sem hluta­bréfa­eign þeirra kemur fram.

Hags­muna­skrán­ing á hags­munum ráðu­neyt­is­stjóra og aðstoð­ar­manna ráð­herra er aðgengi­leg á vef hvers ráðu­neytis fyrir sig, en hags­muna­skrán­ing skrif­stofu­stjóra og sendi­herra er ekki birt opin­ber­lega. Hins vegar mun for­sæt­is­ráðu­neytið halda utan um allar þessar upp­lýs­ingar og og á það birta þær opin­ber­lega þegar almanna­hags­munir krefj­ast þess.

Auglýsing

Katrín skrif­aði sjálf grein um lögin á Kjarn­anum í fyrra, en þar sagði hún að það væri mik­il­vægt að skýrar reglur um skrán­ingu æðstu stjórn­enda hins opin­bera séu settar svo að traust geti skap­ast í garð stjórn­valda.

Lögin voru unnin með hlið­sjón af ábend­ingum frá GRECO, sam­taka ríkja gegn spill­ingu, og leið­bein­ingum efna­hags- og fram­fara­stofn­unar (OECD) um opin­ber heil­indi.

Eign­ar­hlutur ekki gef­inn upp í hags­muna­skrá

Engin hluta­bréfa­eign er skráð í hags­muna­skrá Ragn­hildar Hjalta­dóttur, ráðu­neyt­is­stjóra sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­is­ins, en hún var síð­ast upp­færð árið 2018. Hins vegar er hún skráður hlut­hafi í fjórum Kaup­hall­ar­fé­lög­um, en þar af er eign­ar­hlutur að virði rúm­lega milljón króna í Mar­el.

Auglýsing

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um eign sína í Marel segir Ragn­hildur að bréfin séu í eigna­stýr­ingu hjá Kviku og fylgi fjár­fest­inga­stefnu bank­ans. Því hafi hún ekki áhrif á fjár­fest­inga­á­kvarð­anir þegar kemur að ein­stökum bréfum og ættu þar af leið­andi engir hags­muna­á­rekstrar að vera til stað­ar.

Tveir skrif­stofu­stjórar einnig með hlut

Kol­beinn Árna­son, skrif­stofu­stjóri í atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu, og Nökkvi Braga­son, skrif­stofu­stjóri í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, eru einnig skráðir hlut­hafar í fjölda fyr­ir­tækja í Kaup­höll­inni.

Sam­kvæmt sam­stæðu­reikn­ingum síð­asta árs á Kol­beinn hluta­bréf í Marel að and­virði 18 millj­óna króna, auk bréfa í Reg­inn að and­virði 2,6 millj­óna króna og bréfa í Origo að virði tæp­lega 1,8 millj­óna króna. Einnig á hann tíu millj­óna króna hluta­bréf í Sím­an­um, en hann var stjórn­ar­maður fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra og sat í end­ur­skoð­un­ar­nefnd þess. Sam­tals er virði hluta­bréfa­eignar hans 33 millj­ónir króna.

Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, er fyrrverandi framkvæmdastjóri LÍÚ
Mynd: Anton Brink

Sjálfur seg­ist Kol­beinn hafa til­kynnt hluta­bréfa­eign sína í sam­ræmi við lög, en telur þó ekki að hags­muná­rekstur gæti skap­ast í störfum sínum sem skrif­stofu­stjóri vegna henn­ar.

Nökkvi Braga­son er skráður hlut­hafi í fjórum félögum í Kaup­höll­inni, Brim, Eim­skip, Iceland Seafood og Sýn. Mark­aðsvirði hluta­bréfa­eignar Nökkva í Brimi, Eim­skipi og Sýn nemur rúm­lega þremur millj­ónum króna fyrir hvert fyr­ir­tæki, en eign­ar­hlutur hans í Iceland Seafood nemur rúm­lega fimm millj­ónum króna.

Auglýsing

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans seg­ist Nökkvi einnig hafa til­kynnt for­sæt­is­ráðu­neyt­inu um þessa eign, auk þess sem reglu­verðir fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins hafi verið látnir vita.

„Ég tel að það sé hafið yfir allan vafa að ég hef hvorki fyrr né síðar búið yfir neinum inn­herj­a­upp­lýs­ingum sem varða umrædd hluta­fé­lög og að verk­efni sem ég vinn að hjá ráðu­neyt­inu varða ekki hags­muni þess­ara fyr­ir­tækja sér­stak­lega,“ bætir hann við. „Ef svo ólík­lega vildi til að ég ætti hlut í félagi sem með ein­hverjum hætti varð­aði mín verk­efni mundi ég að sjálf­sögðu gæta að stöðu minni og standa rétt að málum í sam­ráði við mína yfir­boð­ara í ráðu­neyt­inu og gera reglu­gerði við­vart.“

Ný lög leiddu til birtingar á hluthafalistum

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, lagði fram frumvarp um breytingar á lögum um ársreikninga í fyrra sem átti að stuðla að auknu gagnsæi stærri kerfislega mikilvægra félaga. Frumvarpið var samþykkt á Alþingi og tóku lögin svo gildi í upphafi árs 2021.

Á meðal þess sem lögin leiddu af sér var að öll skráð félög á hlutabréfamarkaði þurftu, í fyrsta sinn, að birta heildarhluthafalista sína opinberlega í samstæðureikningum sem þau skiluðu inn til ársreikningaskrár. Áður hafði einungis verið hægt að sjá hverjir 20 stærstu eigendur hvers félags voru. Því var um mikla breytingu að ræða.

Önnur breyting sem varð þegar lögin tóku gildi er sú að aðgangur að ársreikningum er gjaldfrjáls á vef Ríkisskattstjóra. Því var, allt í einu, hægt að nálgast upplýsingar um fjárhagslega hagsmuni þúsunda einstaklinga, þar án greiðslu.

Á undanförnum árum hafa verið stigin skref í sem skylda ákveðna hópa til að skrá skilgreinda hagsmuni sína og gera þá skráningu opinbera. Tilgangur þess er að auka traust í samfélaginu. Þannig þurfa þingmenn, sumir sveitarstjórnarmenn og embættismenn til dæmis að gera grein fyrir ákveðnum eignum sínum í hagsmunaskráningu. Þar á meðal er hlutafjáreign. Til viðbótar liggur fyrir að aðrir, til dæmis blaða- og fréttamenn, geta skapað hagsmunaárekstra með því að eiga hlut í skráðum félögum sem þeir svo fjalla um í starfi sínu.

Kjarninn hefur undanfarnar vikur greint þá hluthafalista sem birti voru í samstæðureikningum skráðra félaga með það fyrir augum að ganga úr skugga hvort settum reglum um hagsmunaskráningu sé fylgt, og hvort mögulegir hagsmunaárekstrar séu til staðar.

Telur birt­ing­una fara gegn lögum

Ekki er víst hvort heild­ar­hlut­haf­alist­arnir sem not­aðir voru til að finna hluta­bréfa­eign emb­ætt­is­manna verði aðgengi­legir í langan tíma, en líkt og Kjarn­inn fjall­aði um á dög­unum telur Per­sónu­vernd birt­ingu þeirra fara gegn lög­um.

Í áliti sem stofn­unin birti í þar­síð­ustu viku segir að orða­lag laga­breyt­ing­anna feli að óbreyttu ekki í sér nægi­lega skýra heim­ild til birt­ing­ar­lista yfir alla hlut­hafa félaga sem undir lögin falla með árs­reikn­ingum þeirra.

Þess má geta að árið 2018 fetti stofn­unin fingur út í það að Kaup­höllin sjálf birti reglu­lega upp­færðar upp­lýs­ingar um 20 stærstu hlut­hafa skráðra félaga á vef sín­um.

Per­sónu­vernd lagði fyrir rík­is­skatt­stjóra að láta af slíkri birt­ingu upp­lýs­inga innan mán­aðar frá ákvörð­un­inni, það er að segja fyrir 18. júlí næst­kom­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar